Akranes - 01.07.1944, Blaðsíða 10
94
AKRANES
HEIMA OG HEIMAIV
Sigurður hómópati var einn af þeim
mörgu íslendingum sem í æsku var ekki
fengið til umráða „búið skip“. Einn af
þeim sem allt frá æsku varð að brjótast
áfram á eigin spýtur án þess „hlaðið
væri undir“, ef hann vildi koma hug-
sjónum sínum eða hugðarefnum í fram-
kvæmd.
Að ytra útliti var Sigurður víkingur,
sem og að afli og áræði. Þó var hann
svo lipur að hann var talinn afburða
glímumaður. Þrátt fyrir þetta var hug-
ur hans og hjarta bljúgt og barnslegt,
sem ekkert aumt mátti sjá, og sem fyrst
og fremst vildi láta gott af sér leiða,
t. d. með því að af fremsta megni að
leysa menn úr álögum veikindanna. Það
er margsagt og sannreynt, að hann bar
oft giftu til að gera gagn í þessum efn-
um, og löngu viðurkennt svo sem kvæði
þau sína sem hér koma á eftir.
Sigurður andaðist í Lambhúsum 23.
júní 1926 rúmlega 83 ára að aldri. Hann
var síungur fram undir það síðasta,
kátur og hress en þó saddur lífdaga.
Hér fara á eftir tvö eftirmæli um Sig-
urð hómópata:
Það er svo ólal margt að minnast á,
er mannsins ævibraut er litið yfir,
og þó að imóðurmoldin hylji ná,
þitt mannorð gulli dýrra hjá oss lifir.
Þín læknislist og bróðurandans afl
var alþekkt víða meðal landsbúanna.
Við dauðann lékstu löngum örðugt tafl
og leikinn vannstu oft. Það margir sanna.
Og þegar læknar aðrir urðu mát
og öll var þrotin vizka þeirra og dáðin,
þá breyttirðu oft í gleði þungum gráti,
og gáfust bezt þín lyf og hollu ráðin.
Þess finnast dæmi fjöldamörg og skýr
af fimmtíu ára læknisstörfum þínum.
Því mun þinn lifa hróður hreinn og dýr
og hinir græddu þakka lækni sínum.
í vinahóp þú fluttir líf og fjör,
menn fagna að sjá og heyra gesti slíka,
því með þér gleði og geislar voru í för.
Þú gladdir jafnt þann snauða og hinn ríka
Og er þú varst af víni lítið ör,
þá var þér löngum hnyttin staka á munni.
En þótt þér stundum mættu misjöfn kjör,
þú möglaðir ekki yfir tilverunni.
Þú varst hetja, hetja í sjón og raun
svo hugprúður og sannur Islendingur,
og þú varst ei sem barn að blása í kaun,
Þótt blési að þér heimsins frostnæðingur,
en hjarta barns í brjósti þínu sló,
svo blítt og hlýtt sem vorsins mildi andi
og hugur þinn um víða veröld fló
og vængi breiða að fræðálulindum þandi.
Þú fóstru vorrar fúa græddir sár,
jafn fús og okkar bræðra og systra þinna.
Þau verk þín munu lifa um ótal ár
og um þinn dugnað mæla þau til hinna,
sem koma og fara fram hjá gróðurreit,
er fyrrum vannstu úr hrjóstur móa gráum
og blómlegasta býli þar í sveit,
sem bautastein þinn einn við lengi sjáum.
Eg veit þú kysir sízt að sorgaróð
við syngjum yfir þér í kveðjuskyni,
en gæti einhver kveðið kraftaljóð
og kvatt til starfs og dáða landsins syni,
Fáheyrð rausn við lítið blttð
Nýlega afhenti maður einn úr Reykjavík mér
1000.00 — eitt þúsund krónur — að gjöf til
blaðsins. Eg var undrandi yfir þessum óvenju-
lega drengskap, þeirri rausn, velvilja og viður-
kenningu — til blaðsins —, sem í þessu felst.
Þessi ágæti maður (E. H., er ekki Akurnesing-
ur, og nefur tiltölulega lítið haft saman við þá
að sælda) segir, að þetta sé gert í viðurkenn-
ingarskyni við blaðið. Fyrir það, sem það hafi
þegar flutt af ágætu efni, og alveg sérstaklega
fyrir, hvernig það taki á málunum yfirleitt, og
með hverjum hug þau séu rædd, velvilja og
skilningi.
Þessi ágæti maður bannaði að láta nafns síns
getið. Það verður því vitanlega ekki gert. Hins-
vegar vil ég þrátt fyrir bannið geta þessa hér
og þakka honum hjartanlega fyrir þennan ein-
staka höfðingsskap, sem er blaðinu vitanlega
þú mundir vilja heldur heyra það,
því hugur þinn æ sannri framsókn unni.
Þú fús þeim jafnan fylgdir málum að,
sem fyrir ísland vildi og berjast kunni.
Við sjáumst aftur ungir, vinur minn,
við eilífð himinglaða og sólarbjarta,
er Drottinn blíður ástararminn sinn
þar ellimóðu lætur svala hjarta.
Þar verður gott að syngja nýjan söng
í sólarroða Guðs í dýrðarhæðum.
Þar verður andinn ekki í neinni þröng,
þvíandiguðsþarstjórnarsöng og kvæðum.
Þau kveðja þig nú blessuð börnin þín,
þau blessa og signa kistu þína yfir,
og heilagt Ijós í hjarta þeirra skín
um hreina minning þína er eftir lifir.
Þau blessa og þakka þér frá fyrstu stund,
er þau á jörðu dagsins birtu sáu.
Þau "bíða, þrá og fagna þínum fund
í faðmi Guðs í dýrðarljósi háu.
Sumarliöi Halldórsson.
Fylking þynnist, fækkar einum
fósturjarðar góðum syni,
manni af eldri menntagreinum,
merkum og af hefðarkyni.
Vaxinn upp í veðrabrigðum
vetrarríku átthaganna,
bóndasonur búinn dyggðum
beztu sinnar þjóðar manna.
Logaði í sálu listaneisti,
læknisgáfa manninn prýddi,
þyngstu sjúkdómsþrautir leystir,
þar með eðlisgöfgi hlýddi.
Veikindanna í voða hótum
varð því mörgum létt að rata,
sendast eftir sárabótum
Sigurðar til hómópata.
Þæg er hvíldin, þyngist fæti,
þegar hallar ævidegi.
Gott færð þú hjá Guði sæti,
genginn dauðans huldu vegi.
Verkin góðu, varðinn bezti
við þér blasir fyrir stafni.
Veglegt er þitt veganesti.
Vertu sæll í Drottins nafni.
Kjartan Ólajsson.
ómetanlegur styrkur í baráttunni fyrir lífinu.
Það er takmark þess og mesta áhugaefni að
komast sem fyrst í kynni við svo marga kaup-
endur, að því sé fjárhagslega borgið með réttu
og sléttu árgjaldi hvers eins. Til þess vantar það
enn 500—1000 kaupendur. En slíkar stórgjafir
sem þessar, er því fullkomin trygging fyrir
því, að svo muni um síðir verða, því þær byggj-
ast vitanlega á „óskiljanlegum" vinsældum, sem
einhverntíma hljóta að fjölga kaupendunum
svo að dugi. Um leið og blaðið þakkar innilega
þessum ágæta manni og öðrum stuðningsmönn-
um þess, allan velvilja og beinar gjafir, treyst-
ir það öllum vinum sínum að útvega því fleiri
góða kaupendur.
Vinsamlegast.
Ó. B. B.
Karl Georg Krisljánsson
Fœddur 7. október 1926. — Dáinn 9. jebr. 1944.
Þegar björt sígur sól í æginn
svartnættið hylur lífsins frjó.
Sonar er missir sorg í bæinn
sækir, þá hverfur gleði’ og ró.
Kátur þú varst og viðmótsgóður,
vildir mörg reyna þroskastig,
föðursins aðstoð, yndi móður,
allir, sem þekktu trega þig.
Hetju í brjósti huga barstu,
hrönn þó samt varð ei hvíla þín.
Fyrimynd ungra fögur varstu,
forðaðist tóbaksnautn og vín.
Andlega dimmir yfir mönnum
æskunnar bjartri vona sól
efnivið þegar eytt er sönnum,
en þannig snýst oft tímans hjól.
Minning þín geymist mörgu’ í hjarta,
mætast við fáum aftur brátt
fögru á ljóssins landi bjarta
lífsins þar ekkert hindrar mátt .
Karl sálugi var nýkominn úr sjóferð, og var
að ganga heim frá sjónum með föður sínum,
(er lengi hafði verið aflasææll formaður á v.b.
Draupnir frá Súgandafirði). Á leiðinni heim
mættu þeir unglingum, sem voru að renna sér.
Karl fékk lánaðan einn sleðann og renndi sér
oían sömu leiðina, en þótti ekki hafa tekist
nógu vel, fór því upp aftur, talsvert hærra, og
missti þá stjórnina af of mikilli ferð á sleðan-
um, svo að hann lenti á girðingarstólpa, er stóð
upp úr gaddinum, með þeim afleiðingum, að
hann beinbrotnaði og bilaði svo innvortis, að
hann lézt litlu seinna.
Minningarorð frá mömmu.
, • H. O.
Snmgöngurnar við Reykjavík
Nú um stund hefur Akranes haft góðar sam-
göngur við Reykjavík. Eru farnar minnst þrjár
og stundum fjórar ferðir daglega á 100 tonna
bát. Nú getur fólk komist suður tímanlega að
morgni og aftur til baka seint um kvöldið. Not-
ast þannig dagurinn fullkomlega til starfs í
Reykjavík. Sérstaklega er þetta hentugt nú í
gistihúsvandræðunum i Reykjavik. Og jafnvel
Framhald á blaðsíðu 102.