Akranes - 01.07.1944, Side 9
akranes
93
ÖL. B. BJÖRNSSON: Þœltir úr sögu Akruness II., 3.
Persónusaga
Grein sú, sem hér birtist, er hin þirðja í
þessum þætti. Hin fyrsta um Hallgrím
Jónsson hreppstjóra í 5. bl. I. árg. Önnur
um Kristrúnu á Bjargi í 9. bl. I. árg.
Verður þessum þætti (Persónusögu)
eftir því sem þurfa þykir og ástæður
leyfa haldið áfram öðru hvoru.
Sigurður hómópati
Aldurminning
Læknanna vegna máttu íslendingar
lengst af „deyja drottni sínum“, því að
bæði er það, að læknavísindin eru til-
tölulega nýlega komin á hátt stig, og
þau urðu sem von var „síðbúin út hing-
að“. Og enda þótt nokkrir íslendingar
fengju nasasjón af þeirri miklu list, þá
voru þeir svo fáir, að mestur hluti lands-
manna var jafn læknislaus eftir sem áð-
ur. Landsmenn áttu því meira að segja
lengst af öldinni sem leið erfitt um að
fá „bót meina sinna“ fyrir tilstilli lærðra
iækna. Á öllum öldum hafa verið til
menn, sem höfðu ríka þrá og ákveðna
hæfileika í vissar áttir, sem þeir þó
ýmsra hluta vegna gátu aldrei fullnægt
eða notið. Mörgum þessara manna var
löngunin til læknisiðkana runnin í merg
og bein, og áttu ekki nein önnur áhuga-
mál, a. m. k. engin meiri. En hér var
ekki hægt um vik. Lengst af engir, og
síðar lengi fáir læknar og enginn bóka-
kostur í þessari grein á voru eigin máli,
en aðeins „lærðir“ menn, sem nokkuð
„kunnu fyrir sér“ í öðrum málum og
gátu notið þeirra. Vegna hinnar ríku
þarfar í þessum efnum voru því margir
prestar, sem örlítið fengust við lækn-
ingar, stundum ef til vill vegna með-
fæddra hæfileika í þessa átt, og sum-
Part vegna þess, að þeir áttu hægari og
betri aðgang að bókum um þessi efni á
erlendum málum, sem flestum öðrum
voru lokaðar vegna skorts á tungumála-
kunnáttu. Er það vitað og viðurkennt
um marga presta, að þeir voru ekki að-
eins andlegir leiðtogar safnaða sinna,
heldur og engu síður læknar á líkamleg
mein þeirra. Oft var það og að leikmenn
höfðu í ríkum mæli bæði löngun og
hæfileika í þessa átt, enda þótt þeir
mttu af framangreindum orsökum erfitt
o^eð að fullnægja þeirri þrá og láta hæfi-
leikana njóta sín.
Lað er ekki vafamál, að Sigurður
hómópati hefur verið einn í hópi þess-
ara manna. Sigurður var Jónsson, fædd-
ur að Fossá í Kjós 2. maí 1843. Foreldr-
ar hans voru Jón Sæmundsson og Sess-
elja Sigurðardóttir. Þau bjuggu fyrst á
Fossá cg síðar á Neðra-Hálsi. Jón á
Neðra-Hálsi var sonur Sæmundar frá
Haukagili Guðmundssonar og Bríetar
dóttur Snæbjarnar prests í Grímstung-
um Halldórssonar biskups á Hólum
Brynjólfssonar.
Systkini síra Snæbjarnar voru Brynj-
ólfur gullsmiður, faðir Þóru, móður Pét-
urs biskups Péturssonar og Vilborg,
móðir Magnúsar Beinteinssonar í Þor-
lákshöfn, föður Gísla skólakennara.
Kona síra Snæbjarnar Halldórssonar var
Sigríður Sigvaldadóttir prests á Húsa-
felli Halldórssonar, og er margt kunnra
manna frá þeim komið, má þar til nefna
Arnljót prest Ólafsson á Bægisá. Bríeti
Bjarnhéðinsdóttur og hennar systkini o.
fl. Síra Arnljótur og Jón Sæmundsson
á Hálsi voru systrasynir og Bríet og
Sigurður hómópati voru þremenningar.
Móðir Sigurðar hét Sesselja, dóttir
Sigurðar á Skrauthólum á Kjalarnesi
Ólafssonar á Eyraruppkoti, en kona Ól-
afs var Sesselja Þorvarðardóttir frá
Brautarholti Einarssonar frá Hvítanesi.
Móðir Sesselju á Hálsi, en kona Sigurð-
ar á Skrauthólum hét Kristín Guð-
mundsdóttir Nikulássonar sýslumanns
Magnússonar Benediktssonar klaustur-
haldara á Möðruvöllum Pálssonar sýslu-
manns Guðbrandssonar biskups.
Sigurður hómópati kvongaðist 29.
október 1872 Margréti Þórðardóttur
Tómássonar 1 Þerney Bjarnasonar frá
Ölvaldsstöðum, ágætri konu. Móðir Mar-
grétar var Valgerður, dóttir Halldórs í
Hvammi Jónssonar í Skrauthólum Örn-
ólfssonar, en móðir Valgerðar var Guð-
rún Magnúsdóttir frá írafelli Kortsson-
ar frá Flekkudal.
Sama árið og þau Margrét giftust,
byrjuðu þau búskap á Kalastöðum á
Hvalfjarðarströnd, en voru þar aðeins
í tvö ár. Þaðan fóru þau að Hurðarbaki
í Svínadal og voru þar í fjögur ár. Þá
fluttu þau að Litla-Lambhaga í Skil-
mannahreppi og dvöldu þar í 26 ár eða
til ársins 1906, er Sigurður keypti Neðri
Lambhús á Akranesi og fluttist þangað.
Þar missti hann konu sína 1917. Þau áttu
5 börn, tvö þeirra dóu í æsku, en þau,
sem upp komust eru Sigurlín á Steins-
stöðum (dáin 1942), Þóra í Lambhaga
og Jón á Reynistað.
Þau ólu og upp þrjár fósturdætur.
Ein þeirra er Sesselja, kona Sveinbjarn-
ar Oddssonar.
Ekki er það efamál, að Sigurður hef-
ur verið vel gefinn til sálar og líkama,
ekki er það heldur efamál, að hann hafði
snemma og alla ævi mikla löngun og
hæfileika til læknisiðkana, énda fékkst
hann nokkuð við það alla tíð, en þó mest
um það skeið ævinnar, sem örðugra var
að ná til lækna vegna fæðar þeirra og
Sigurður hómópati og Jón sonur hans
samgönguerfiðleika. Á þeim tíma, sem
Sigurður var að alast upp, var ekki auð-
ið að njóta mikillar menntunar, þótt
löngun stæði til. Vegna ákafa síns um
einhverja menntun, var honum komið
um mánaðartíma til Reynivallaprests.
Þar lagði hann mesta stund á að kom-
ast niður í danskri tungu, var það allur
lærdómur hans, en dugði honum það,
að hann ekki aðeins lærði allvel dönsku
fyrir þennan undirbúning, heldur nam
hann svo vel þýzku af sjálfsdáðum, að
hann las mikið af lækninghbókum á
þýzku alla tíð, og pantaði meðul beint
frá útlöndum, sérstaklega framan af.
Sigurður var mjög nærfærinn maður
við menn og skepnur eins og það er kall-
að. Hann „sat yfir mörgum konum“ og
fór það vel úr hendi, og varð aldrei að
meini. Hann var oft sóttur langa vegu
til lækninga, og verður því ekki neit-
að, að hann þótti oft heppinn í lækning-
um sínum, sérstaklega lungnabólgu og
jafnvel fleira.
Mér er sagt, að Sigurður hafi verið
tveggja manna maki til hverskonar lík-
amlegrar vinnu meðan hann var og hét,
en aldrei var hann svo þreyttur eða illa
fyrir kallaður, að hann ekki tæki bók í
hönd í matmálstímunum. Sýnir þetta
vel þrá hans til að menntast.
Sigurður var á léttasta skeiði á brenni-
vínsöldinni og komst fljótt í vinfengi
við Bakkus. Hafa ferðalögin og lækn-
ingarnar hjálpað mikið til að svo varð.
Hann drakk eins og oft vill verða alltof
mikið, þó að hann vesna dugnaðar síns
og geðspektar annars vegar, og mynd-
arskapar konu sinnar hinsvegar kæmist
sæmilega frá þeim viðskiptum. Lund
hans og hugarþel var óvenjulega þýtt
og hlýtt, var hann ekki ósjaldan manna-
sættir og sigraði þannig oft misjafnt í
fari annarra með sínu góða innræti.