Akranes - 01.07.1944, Qupperneq 11
akranes
95
(*ils Guðmundsson: íslenzkir athafnamenn L, 5.
Geir Zoega
Ævisaga
Framhald.
ina og aðstoð við þá, eða snattstörf hjá kaupmönnum bæj-
arins. Vann Geir að þessu jöfnum höndum, hjálpaði föður
sínum við fiskvinnuna eftir megni, en snérist þess utan
fyrir verzlanirnar, þegar þar var handarvik að fá.
Eina lýsingin, sem nú mun til á æskuheimili Geirs, er í
Dægradvöl Benedikts Gröndal. Ber hún með sér að þar hafi
verið lifað í „heiðurs-fátækt“, og að hin mesta eindrægni
hafi ríkt innan fjölskyldunnar. Gröndal farast orð á þessa
leið:
„Jóhannes Zoéga (var alltaf kallaður ,,Sugger“) bjó í
litlu húsi nálægt tjörninni, og Ingigerður kona hans; þau
voru bæði stillt og góð, fremur fátæk, en ekki upp á aðra
komin; Jóhannes lagði það fyrir sig að skera gler og setja
rúður í glugga. Þá var Geir orðinn þroskaður og var
snemma duglegur og efnilegur, en Einar og Magdalena
voru ung; eftir Jóhannesi syni hans man ég ekki og Tómas
sá ég aldrei'1.1)
Þessi endurminning er frá því skömmu eftir 1840, og
virðist lýsingin trú, það sem hún nær.
Þegar á bernskuárum batt Geir vinabönd við nokkra
jafnaldra sína o'g nágranna, og munu þau hafa haldizt ó-
rofin alla stund upp frá því. Hér verða þrír einir taldir.
Einhver bezti kunningi Geirs og leikfélagi í æsku var
Torfi Jónsson. Torfi var sonur Jóns hafnsögumanns Jó-
hannessonar og Halldóru dóttur Sigurðar „fabrikku-for-
standara“ í Reykjavík.2) Torfi átti heima í svonefndum
Hákonarbæ, rétt norðan við Grjótaþorpið. Hann var
snemma hneigður til sjómennsku, eins og Geir, enda gerð-
ist hann formaður á unga aldri. Torfi þessi var frábær afla-
maður, sótti sjó ákaflega fast, og þótti bera mjög af flest-
um formönnum í Reykjavík. Var stundum allhörð keppni
milli Torfa og Gerrs, eftir að báðir urðu formenn, en þó
hélzt vinátta þeirra eftir sem áður. Torfi var um marga
hluti vel gerður maður, en drykkjuskapur háði honum
mjög, einkum er á leið ævina. Var Geir raun að því, en
fékk þar engu um þokað. Torfi andaðist 1898, 68 ára gam-
all. Sonur hans var Jón Torfason, sem lengi bjó í Hákonar-
bæ, og flestir gamlir Reykvíkingar kannast við. Jón stund-
aði sjó kappsamlega eins og faðir hans.
Annar æskuvinur Geirs var Helgi E. Helgasen. Faðir
hans var Einar smiður og brunavörður Helgason, bróðir
Arna prófasts í Görðum, hins nafnkunnasta manns. Kona
Einars, en móðir Helga, var Margrét Jónsdóttir, Snorra-
sonar úr Njarðvík. Einar smiður keypti árið 1841 hinn svo-
nefnda Brúnsbæ,3) örskammt frá Zuggershúsi, og varð þá
nágranni Jóhannesar glerskera. Voru börn Einars og Jó-
hannesar á líkum aldri, enda léku þau sér mjög saman og
tengdust vinaböndum. Helgi E. Helgasen var mesti gæða-
maður. Hann gekk á prestaskólann og útskrifaðist þaðan,
en tók síðan við forstöðu barnaskólans í Reykjavík. Þar
vann hann langt starf og gott, við erfið skilyrði og ærið
skilningsleysi manna. Eins og fyrr er getið, giftist hann
Magdalenu Zoéga, systur Geirs, eftir að hún var búin að
niissa fyrri mann sinn. Höfðu þau þá ekki sézt í mörg ár,
en geymdu bæði æskuminningarnar. Þegar Helgi frétti, að
1) Dægradvöl bls. 205.
2) Sigurður þessi var um skeið yíirmaður á vefjarastofu iðnaðar-
stofnananna, og hlaut því þetta virðulega nafn.
3) Brúnsbær var heitinn eftir Sigvardt Bruun, fangaverði, dönskuim
manni.
Magdalena væri orðin einstæðingur úti í Kaupmannahöfn,
settist hann niður og skrifaði henni bónorðsbréf. Hún svar-
aði játandi og kom heim litlu síðar. Varð hjónaband þeirra
hið bezta, og sannaðist 'hér hið fornkveðna, að lengi lifir
í kolunum. Geir og Helgi ræktu vel mágsemdir og vináttu
meðan báðir lifðu.
Þriðji vinur Geirs og leikbróðir í æsku, var Kristján Þor-
steinsson. Hann var sonur Þorsteins Bjarnasonar lögreglu-
þjóns og konu hans, Ragnheiðar Ólafsdóttur í Seli við
Reykjavík, Jónssonar. Þorsteinn hafði í fyrstu verið bóndi
í Bráðræði, en var settur lögregluþjónn bæjarins 1837 og
gegndi því starfi óslitið til 1865. Bjó hann á lögregluþjóns-
árum sínum í svonefndu Brunnhúsi við Suðurgötu.1)
Byggði hann húsið sjálfur og hlaut til þess styrk úr ríkis-
sjóði.
Kristján, sonur Þorsteins, var þrem árum eldri en Geir.
Allt um það urðu þeir hinir mestu mátar. Kristján þótti
snemma mannsefni mikið. Óvæginn var hann og kapps-
fullur, bjó yfir stórum framtíðardraumum, staðráðinn í að
hrinda þeim í framkvæmd. Þótt Geir væri miklum mun
hæggerðari maður og fastari í rásinni, er ekki ósennilegt,
að hann hafi orðið fyrir nokkrum áhrifum frá vini sínum
og eldri félaga, ákafa hans og staðfastri ætlun að ryðja sér
braut til fjár og frama.
Kristjáns Þorsteinssonar verður nánar getið síðar.
Það var að nokkru rakið í síðasta kafla, hvernig um-
horfs var í Reykjavíkurbæ á uppvaxtarárum Geirs Zoéga.
Ekki verður sagt, að þar hafi verið mikill gróandi í athafna-
lífi, né hátt til lofts eða vítt til veggja í salarkynnum vís-
dóms og mennta. Við augum blasti léleg eftiröpun erlendra
siða, og þar á ofan allt það rótleysi og öll sú vanmenning,
sem einatt eru fylgifiskar nýlendubæja. Drykkjuskapur
var mikill, jafnt meðal æðri sem lægri, klíkur óðu uppi og
flestum ber heim um það, að fólk hafi „tyranniserað hvað
annað með njósnum og kjaftæði“, eins og Gröndal kemst
að orði.2)
Ekki er lýsingin fögur, en mun þó í aðalatriðum sönn.
Þrátt fyrir þetta lá vor í lofti og andi frelsis og framfara
tók að vinna æ víðtækari lendur. Úti í heimi höfðu gerzt
þeir atburðir, sem áttu eftir að hafa gagngerð áhrif á lífs-
viðhorf manna, jafnvel þeirra, sem í einangrun og fásinni
bjuggu norður á hjara heims. Atburðir þessir voru frönsku
byltingarnar 1830 og 1848, og frelsishreyfingarnar, sem
sigldu í kjölfarið í flestum löndum Evrópu. Hvarvetna
vöktu þær bergmál í brjóstum manna. Ungir fullhugar
komu fram á sjónarsviðið, gæddir sterkum umbótavilja og
spámannlegum eldmóði. íslenzkir menntamenn í Kaup-
mannahöfn hófu hátt á loft merki hinnar nýju siðbótar.
Þarf ekki annað en nefna nöfn Baldvins Einarssonar,
Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar, svo að allir skilji hví-
lík stefnubreyting var á orðin. Og þótt Reykjavík væri enn
um sinn eitt sterkasta vígi kyrrstöðunnar, slapp hún þó
ekki með öllu ósnortin við hressandi stormþyt hins nýja
tíma. Það mátti að vísu segja, að frelsishræringarnar tækju
stundum á sig nokkuð kynlegar myndir hér í fábreytninni,
og má þar einkum nefna pereatið svonefnda við lærða
skólann, sem beindist gegn einhverjum gagnmerkasta vor-
manni þjóðarinnar, Sveinbirni rektor Egilssyni. Skemmti-
legri er sú myndin, að árið 1845 sá Hoppe stiptamtmaður
ástæðu til að kvarta við stjórnina undan dæmalausri
ósvífni Gríms amtmanns Jónssonar. Sú ósvífni var í því
fólgin, að Grímur hafði þá fyrir ári síðan tekið upp þann
sið, að skrifa stiptsyfirvöldunum bréf á íslenzku. Lagði
Hoppe til, að Grímur væri harðlega víttur fyrir þetta til-
tæki, og fengi jafnframt ströng fyrirmæli um að skrifa
embættisbréf sín á dönsku.
í áþreifanlegustum myndum komu hin nýju sjónarmið
1) Brunnhús mun hafa verið þar sem nú er Suðurgata 15.
2) Ben. Gröndal: Dægradvöl, bls. 189.