Akranes - 01.07.1944, Síða 15

Akranes - 01.07.1944, Síða 15
99 AKRANES Guðrún Sveinsdóttir, fyrri kona Geirs Geir flutti nú ásamt móður sinni úr Smiðjuhúsinu við Kirkjustræti og settist að í Sjóbúð. Smiðjan var seld L. A. Knudsen bókhaldara við Siemsens-verzlun, og bjó hann þar í nokkur ár. Þá komst húsið í eigu Sigurðar Arasonar, er lengi hafði búið í Þerney, og var það síðan í daglegu tali kallað Þerneyjarhús. Stóð það allt fram til áramóta, en var þá rifið. Segir Klemens Jónsson, að hús þetta hafi verið lítið og svart. 8. Bóndi Ekki er auðvelt að gera sér þess ljósa grein, hversu hátt- að var fjárreiðum Kristjáns Þorsteinssonar er hann féll frá, né hve mikið Guðrún Sveinsdóttir lagði í búið, þegar hún giftist Geir Zocga. Þó verður það helzt ráðið af líkum, að þar hafi ekki verið um veruleg efni að ræða. Ella myndi verzlunin í Grófinni naumast hafa verið seld svo skyndi' lega sem raun varð á. Hitt er ótvírætt, að nokkur styrkur hefur Geir orðið að húseign konunnar, þótt ekki væri um annað að ræða. Eftir giftinguna er líka steinhætt að titla Geir „tómthúsmann“ eða „glerskera“, eins og áður var gert í kirkjubókum. Ber hann jafnan heitið „húseigandi“ næstu árin, og hefur það þótt stórum meiri virðingartitill. Strax og Geir var kvæntur orðinn og fluttur í Sjóbúð, tók hann að renna nýjum stoðum undir búskap sinn. Eitt- hvað mun hann hafa fengizt við formennsku eftir þetta, en þó fór nú mjög að styttast í því starfi. Útgerð sína jók hann þó heldur þessi árin, og mun hafa átt tvo eða þrjá opna báta, sem fiskuðu bæði í þorskanet og með haldfæri. Nafn- kunnastur formaður á þessari áraskipaútgerð Geirs var Gísli Tómasson, bróðir Þorsteins járnsmiðs. Gísli varð síð- ar utanbúðar maður hjá Geir og þótti jafnan hinn dyggasti og húsbóndahollasti maður. Sú starfsemi, sem olli hvað mestum straumhvörfum í lífi Geirs fyrstu árin eftir giftinguna, mun hafa verið land- búnaður hans. Þar átti fyrir honum að liggja að gerast for- göngumaður, þótt ekki væri það brautryðjandastarf eins umfangsmikið og útgerðin síðar. Allt fram á 19. öld höfðu sáralitlar breytingar orðið á búskap þeirra manna, sem hverju sinni bjuggu á jörðum þeim og grasbýlum, sem Reykjavík reis síðar á. Að vísu mun garðrækt hafa vaxið nokkuð í aldarbyrjun og fengið allgóðan viðgang, en önnur ræktun hafði litlu fylgi að fagna lengi framan af. Um 1840 var bærinn tekinn að vaxa dálítið og gekk óðum á þá túnbletti, sem næstir voru miðbiki kaupstaðarins. Kom þá nokkur kippur í menn að nytja betur þau gras- lönd, sem ekki voru lögð undir hús og götur. Var nú einnig svo háttað högum sumra bæjarmanna, að þeir gátu leyft sér þann munað, að kaupa allmiklu verði ræktanlega bletti. Fengust þeir síðan við ræktunina í hjáverkum eða keyptu menn til, ef efnaðir voru. Einna myndarlegast reið á vaðið H. Th. Thomsen kaup- maður. Árið 1847 keypti hann allstóran blett til ræktunar, • austur frá tjörninni og lét smám saman gera honum góð skil. Hét þar Thomsenstún lengi síðan. Árið 1852 er talið, að fyrst hafi verið borinn plógur í jörð í landi Reykjavík- urkaupstaðar. Var það gert hjá Helga Guðnasyni í Brennu, en hann lét þá brjóta til ræktunar svokallað Nýjatún á Sólvöllum. Ræktunartilraunir þessar munu hafa tekizt allvel, enda fóru nú stöðugt fleiri að sinna slíkum framkvæmdum. Komst allmikið líf í búskap Reykvíkinga næstu árin. Þyk- ir ekki ástæða til að rekja þá sögu hér, að öðru en því sem til Geirs Zoega kemur. Hefur og verið skrifað ýmislegt um þessi efni áður og má vísa til þess.1) Landakot hafði um langan aldur verið eitt af betri býl- unum í Reykjavíkurhverfinu. Stafaði það einkum af því, að þar var tún allgott og grasgefið. Þó mun Landakot hafa byggzt frá jörðinni Reykjavík í upphafi, og verið lengi hjá- leiga hennar, enda ber það hjáleigunafnið í jarðabók Árna Magnússonar. Laust fyrir miðja 19. öld eignaðist Landa- kotið Ásmundur prestur Jónsson. Árið 1857 seldi hann tölu- verða spildu undan jörðinni, og hlaut sú spilda heitið Litla- Landakot. Þrem árum síðar seldi séra Ásmundur Landa- kotið sjálft, eða það sem eftir var af því, enda var hann þá fluttur austur að Odda á Rangárvöllum, þar sem hann hafði verið prestur áður. Kaupandinn var kaþólska trúboðið á íslandi. Hefur það átt Landakot síðan, eins og alkunnugt er. Um Litla-Landakot er það að segja, að árið 1862 var það til sölu. Geir Zoéga var þá farinn að hyggja til þess fyrir alvöru, að komast yfir góðan grasblett. En þótt hann væri nú orðinn húseigandi og gerði út árabáta til fiskiveiða, hafði hann ekki svo mikla fjármuni handa í milli, að hann gæti svarað út verði jarðeignarinnar samstund- is, en þess krafðist seljandi afdráttarlaust. Segir sagan, að Geir hafi þótt illt að verða af kaupunum, enda tók hann nú að hugsa ráð sitt alvarlega. Einhver fésterkasti maður bæj- arins var dr. Pétur Pétursson, forstöðumaður prestaskól- ans, en síðar biskup. Var sem dr. Pétri yrði allt að gulli, enda mun ekki laust við að sumir hafi lagt honum auð- sældina út til lasts og kallað hann féfastan nokkuð. Víst var það, að ekki hefðu allir talið líklegt til árangurs að ríða þar á garðinn, þótt þeir hefðu þurft í fjárbón ein- hverja. En hvort sem Geir hefur velt þessum hlutum fyrir sér lengur eða skemur, er það víst, að til Péturs biskups fór hann og barði þar að dyrum. Segir ekki af viðræðum þeirra, nema hvað Geir kom þaðan erindi feginn, og hafði fengið lán svo mikið, sem þörf krafði. Má af atviki þessu marka, að dr. Pétur hefur þá þegar treyst Geir umfram flesta menn aðra, og litið svo á, að þar væri enginn flysj- ungur á ferð. Geir hélt nú rakleiðis til seljanda landspildunnar með peningana og fóru kaupin fram. Tók hann þegar að færa bú saman, þótt í smáum stíl væri, og hugðist ala bæði kýr og hesta. Eignarhald hans á Landakotsspildu þessari stóð þó ekki lengi. Strax á næsta ári bauðst honum önnur landspilda í skiptum. Það var Götuhúsatúnið gamla. Mun Geir hafa litizt betur á jarðeign þessa en hina, sem hann átti fyrir, enda var hann strax auðunninn til skiptanna. Kaup þessi urðu honum einnig til hinna mestu nytja og mun hann aldrei hafa iðrast þeirra. Var hann ekki í rónni fyrr en Götuhús voru orðin fallegasta túnið í bænum, eins og enn mun sagt verða. Fyrst skal þó vikið lítið eitt að jörð þeirri, sem Geir hafði nú eignazt, og rakin saga hennar í fáum dráttum. Býlið Götuhús var hjáleiga frá landnámsjörðinni Reykja- vík, á sama hátt og Landakot. Mun það hafa byggzt úr landi heimajarðarinnar snemma á tímum, þótt fáorðar séu heimildir um það. Jörðin Götuhús lá norður af Landakotstúni. Lítt mun hún koma við sögu í skráðum gögnum fram til ársins 1703, ' 1) Sjá einkum Sögu Reykjavíkur, eftir Klemens Jónsson og Þætti úr sögu Reykjavíkur. bls. 140—171, ritgerð eftir Vigfús Guðmundsson.

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.