Akranes - 01.07.1944, Qupperneq 18

Akranes - 01.07.1944, Qupperneq 18
102 AKRANES Frú I^ovísa Lúðvíksdóttir hjúkrunarkona á 40 ára afmæli 4. sept. n. k. Frú Sigríður Hjartardóttir frá Grjóteyri á 50 ára afmæli 17. sept. n. k. Frú Helga Guðbrandsdóttir Böðvarshúsi á 85 ára afmæli 20. sept. n. k. Jón Halldórsson Lambhúsum verður 70 ára 21. sept. n. k. Frú Helga Þórðardóttir Vinaminni á 50 ára aímæli 28. sept. n.k. Vegna fjarveru sr. Þorsteins Briem, getur ræða hans — sem um getur á öðrum stað í blaðinu — ekki birzt að þessu sinni. Dánardægur Þjóðleifur Gunnlaugsson og kona hans Guð- rún Bjarnadóttir, urðu nýlega fyrir þeirri sorg, að missa 7 ára gamlan son, Jón Otta að nafni. HercLís Jónsdóttir (áður hjúkrunarkona) á Klöpp, andaðist hinn 1. ágúst eftir mjög langa og erfiða sjúkdómslegu. Hún var góð kona, dugleg og myndarleg. Hennar mun síðar verða nánar getið í þættinum „Sjúkir og sárþjáðir". Jón Magnússon Lindarbrekku, andaðist að heimili sínu hinn 1. ágúst, rúmra 90 ára að aldri. Jón hefur búið hér hjá syni sínum og dótt- ur um mörg ár, en er ættaður ofan úr Borgar- hrepp. Hann var bróðir Þórunnar, síðari konu Björns Jónssonar kaupmanns, en þau munu bæði hafa verið fædd vestur í Kolbeinsstaða- hreppi. Hinrik Líndal Gíslason í Geirmundarbæ, and- aðist hinn 19. ágúst. Hann var fæddur á Sól- mundarhöfða 21. júní 1903, sonur Gísla Hin- rikssonar kennara og Petrinu Andrésdóttur. — Hinrik var efnilegur maður og góður drengur, en hefur lengi átt við mikla vanheilsu að stríða. Hann lætur eftir sig eitt barn. „En Iofaðu engan dag fyrir sólariagsbil“ Eftir augnablik dáinn, horfinn. Þannig er valt að treysta næstu stund til mikilla athafna. Það sanna átakanlega þau hörmulegu slys, sem hér hafa nýlega orðið. Guðmundur V. Bjarnason í Akurholti fór af stað héðan í bifreið við annan mann, glaður og hress, en er liðið lík eftir nokkra klukkutíma. slysin eru oft fljót að bera að höndum og dauð- inn nær en margur hyggur. Guðmundur var kvæntur Guðríði Gunnlaugs- dóttur og áttu þau einn dreng. Guðmundur var 4G ára gamall, stilltur maður og prúður. Ragnar Teitsson, sem verið hafði hér um mörg ár, — en var fluttur héðan — beið nýlega bana af afleiðingum slyss. Átti það sér stað uppi í Borgarfirði við færslu skurðgröfu. Ragnar var myndarmaður og góður drengur. Fullorðnir for- eldrar hans eiga hér heima. Gjafir og áheit til Bjarnalaugar Frá hjónunum og systkinunum í Skuld til minningar um son þeirra og bróður, Skúla Benediktsson kr. 1000.00. Frá syni Guðmundar í Akbraut til minningar um 50 ára afmæli föð- ur hans, 24. júlí kr. 200.00. Frá Sláturfélagi Suð- urlands kr. 1000.00. Frá Kaupfélagi Suður-Borg- firðinga kr. 2000.00. Frá Gunnari Gunnarssyni framkvæmdastjóra kr. 1000.00. Frá Magnúsi Þor- steinssyni kr. 100.00. Frá Ellu, Kidda og Kalla kr. 100.00. Frá Sæmundi Eggertssyni kr. 50.00. Frá Bíóhöllinni kr. 500.00. Frá Helga Júlíussyni kr. 50.00. Frá Stefáni Bjarnasyni lögregluþjóni kr. 50.00. Frá Ingvari Árnasyni kr. 100.00. Land- formannshlutur af Hrefnu kr. 215.00. Áheit frá B. G. kr. 200.00. Frá Oddgeiri Ólafssyni kr. 50.00. Frá Einari Vestmann og börnum hans til minn- ingar um konu hans og móður þeirra kr. 3000.00. Frá Haraldi Arasyni kr. 18.57. Frá Jóhanni Páls- syni, orlofsfé kr. 29.40. Frá Alþýðubrauðgerð- Heima og heiman inni kr. 1000.00. Þess skal og hér með getið, að þær 1500.00, er Knattspyrnufélag Akraness gaf og' kvittað var fyrir í síðasta blaði, voru gefnar til minningar um Þórð Jónsson á Reynistað. Fyrir allar þessar gjafir þökkum við innilega. Axel Sveinbjörnsson, Níels Kristmannsson, Ól. B. Björnsson. Frá starfrækslu Bjarnalaugar Byrjað var að kenna í lauginni 21. júní. 22. júní var laugin opnuð fyrir almenning. Síðan hefur laugin verið starfrækt hvern dag, að und- anskildum föstudögum, en þá er hún hreinsuð. Aðsókn að lauginni hefur verið sem hér segir: Júní: Konur 259 Karlar 690 Börn 1132 Alls 2081 Júlí: Konur 494 Karlar 1094 Börn 2774 Alls 4347 1.-25. ág. Konur 589 Karlar 1021 Börn 2299 Alls 3909 Á þessu tímabili, frá 21. júní til 25. ágúst, hafa 10337 baðgestir sótt laugina. Laugin er tæmd og hreinsuð vikulega. Auk þess er stöðugt gegnumrennsli í lauginni, og endurnýjast vatnið um 85 lítra á klst. Lítilsháttar af clor er sett í laugina til sótt- hreinsunar. Af því ósynda fólki, sem komið hefur til sundnáms í laugina, eru nú 95 börn og 40 full- orðnir, sem er orðið synt. Auk þess er fjöldi af syndu fólki, sem hefur bætt sundþekkingu sína að mun. Gjafir og greiðslur til hlaðsins Frá gömlum Akurnesing í Hafnarfirði 50 kr. Frá Sigurjóni Sigurðssyni Rvík, fyrir I., II. og III. árg. 100 kr. Frá Guðna Einarssyni Rvík 100 kr. Frá Björgvin Jónssyni Úthlíð Vestm. 50 kr. Frá í. G. F. Rvík fyrir II. árg. 100 kr. Frá Sig- urði Kristjánssyni Rvík fyrir II. og III. árg. 50 kr. Frá Jóh. Jónssyni Gauksstöðum fyrir I., II. og III. árg. 50 kr. Frá E. H. Rvík 1000 kr. sbr. grein á öðrum stað í blaðinu. Frá Ólafi Ólafs- syni Belgsholti fyrir þrjá fyrstu árg. 100 kr. Fyrir allar þessar gjafir og greiðslur þakkar blaðið innilega. Sjúkraskýlissjóði Akurnesinga hafa borist eftirtaldar gjafir nýlega: Kr. 50.00 áheit vegna lóðar. Kr. 10.00 áheit frá konu og kr. 1000.00 — eitt þúsund — frá Stefáni Jósefs- syni frá Litlabakka, nú búsettum í Reykjavík, til minningar um móður hans, Jóhönnu Árna- dóttur og konu hans, Guðnýju Jónsdóttur, er báðar eru látnar fyrir nokkrum árum. Gefend- um þessum færi ég innilegar þakkir. Akranesi 21. ágúst 1944. F.h. Sjúkraskýlissjóðsins, Petrea G. Sveinsdóttir. Myndin í síðasta blaði á bls. 73, „Sólarlag við Króka- lón“, er eftir Árna Böðvarsson. Mennirnir í bátnum á imyndinni eru Oddgeir Ólafsson á Bekanstöðum og sonur hans, Þóroddur, nú báð- ir þar. Framhald af blaðsíðu 94. mætti segja „matarleysinu" þar. Eftir atvikum er skipið mjög góður farkostur. Heyrst hefur, að búið sé að gera ráðstafanir til að fá tillögu- uppdrátt að fólks- og bílferju á þessari leið. Það er vafalaust réttasta lausnin á samgöngun-, um á þessari fjölförnu leið, og kemur slík ferja vonandi svo fljótt sem því verður við komið. Frá 12. maí s. 1. til 25. ágúst hefur Víðir flutt 32150 farþega, og farið 286 heilferðir eða 536 hálfferðir á sama tíma. Sjónmnnaheimilið á Siglufirði Blaðinu hefur nýlega borist skýrsla um starf- semi heimilisins fyrir árið 1943. Af henni er ljóst, að heimilið gerir mikið gagn, starfið eykst og vinsældir þess ekki síður. Heimilið er rekið af hinni mestu nákvæmni og myndarskap, með alhliða menningarlegt gagn og gildi fyrir aug- um. Þessi starfsemi þeirra Siglfirðinganna er sjó- mönnum víðsvegar að hinn mesti fengur. Má líka sjá það á gjafa- og styrktarlista þeim, er þarna kemur fram, að þeir kunna að meta þetta óeigingjarna starf.. Munið að styrkja Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar. Hann mun lengi lifa Ekki mun sr. Sigurður Jónsson á Hrafnseyri hafa verið óvenjulegur gáfumaður. Aftur á móti má víst fullyrða að svo hafi verið um Þórdísi konu hans. Ekki er vitað að sr. Sigurður hafi verið skáldmæltur. En sagt er, að vísa sú, sem hér fer á eftir muni vera eftir hann. Þegar Jón Sigurðsson var á öðru ári, ber svo við ein- hverju sinni, að hann er lasinn, og kemur til föður síns, er tekur hann á hné sér og kastar fram þessari vísu: Guð hefur þig til gamans mér gefið, það má segja. Sá sem öllum lífið lér, láti þig ekki deyja. Þessi bæn sr. Sigurðar hefur sannarlega ver- ið heyrð. Ekki aðeins í venjulegri merkingu, heldur svo fullkomlega, að hann verður ódauð- leg persóna með þjóð sinni. Það var einhverju sinni, er Guðmundur Ól- afsson frá Horni í Mosdal kom að Holti í Ön- undarfirði til sr. Janusar Jónssonar, sem þá var þar prestur og prófastur. Hann þáði þar veit- ingar, en frúin gekk um beina, mjög vel til fara svo sem hennar var vandi. Þegar hún var geng- inn fram, segir Guðmundur: „Hvaða stúlka var nú þetta, prófastur góður, sem kom inn svuntulaus? Það held ég henni Þórdísi minni á Hrafnseyri hefði ekki líkað að stúlkur gengju um beina svuntulausar." Af þessu má sjá, að þetta hefur verið í fyrsta sinn — og mjög nýstárlegt fyrir Guðmund — sem hann hefur séð kvenfólk ganga á „dönskum búningi" sem kallað er. Hvorttveggja er þetta haft eftir Gísla Ás- geirssyni skipstjóra frá Álftamýri, sem er mjög ern, þrátt fyrir háan aldur. Til meðlima í Iðnaðarmannfel. Akraness Kæru félagar! Hér með vil ég, þó seint sé, færa ykkur mín- ar hjartanleguslu þakkir fyrir mér auðsýnda vináttu á fimmtugsafmæli mínu, 12. 5. s. 1., er þið gáfuð mér höfðinglegar gjafir, afhentar á heimili mínu af varaformanni félags vors, á- samt meðstjórnendum minum. Lifið allir heilir og lifi Iðnaðarmannafélag Akraness. Akranesi 1. júlí 1944. Jóhann B. Guðnason.

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.