Akranes - 01.01.1945, Blaðsíða 1
IV. ÁRGANGUR
JANÚAR 1945
1. TÖLUBLAÐ
Dagur er kominn um allt loft - Mál er að rísa á fætur
Með yfirskrift þessari er átt við hin
gjörbreyttu stjórnarfarslegu viðhorf
þjóðar vorrar, og þar með afstöðu vora
til annarra þjóða.
Fyrir þessa þjóð er nú að duga eð'
drepast. Þar er ekki um neinn afslátt
eða millistig að ræða. Enginn íslending-
ur getur nú lengur, — eða aftur, — lifað
undir oki annarra. Það væri líka alger
uppgjöf án orsaka, ef vér þyrftum nokk-
uð að óttast um framtíðina. — Nema
sjálfa oss. — Það er erfitt að hugsa sér
að slíkt þurfi að vera aðaláhyggjuefni
þjóðar, sem státar af þúsund ára gamalli
menningu, og er nýbúin að endurheimta
frelsi sitt.
Því miður er þetta nú aðaláhyggju-
efni hugsandi fólks gagnvart framtíð ís-
lands. En er þetta þá ástæðulaus ótti?
Sú kynslóð, sem nú stendur mitt í at-
höfnum öllum — og sú síðasta — hefur
miklu afrekað í framfaraátt. En hún hef-
ur því miður í mörgum efnum misskilið
og vanrækt þá meðferð í stjórn málefna
sinna, sem nauðsynlegust eru hverri
þjóð, sem er að stíga seinustu sporin til
fullkomins frelsis. Hún hefur hina síð-
ustu áratugi, „haft rangt við“ og viðhaft
alls konar „skæruhernað“, sem er þjóð-
hættulegur, og verður að afleggjast, svo
vér getum verið óttalausir um framtíð-
ina.
Kynstofn, sem enn er við lýði, og hef-
ur búið í landinu um þúsund ár, sem
vann sér frægðarorð á fyrstu öldum, og
bjargaði þjóðum frá því að týna sjálf-
um sér, og varðveitti allt þetta gegnum
margra ára neyð og hörmungar; þjóð,
sem aftur fann mátt sinn, og hefur á
ný gert það, sem þegar er búið að gera,
hún þarf ekki að muna nema eitt boð-
orð til þess að vera í fremstu röð þeirra
þjóða, sem vísa veginn til þeirrar fram-
tíðar, sem mannkynið þráir og því er
ætlað að skapa.
Þetta boðorð er:
Að gœta sín.
Þaö er ekki margbrotið.
Þar er ekkert undir aðra að sœkja.
Vér eigum það algerlega við sjálfa oss.
Á því veltur framtíð íslands.
Sigrar án sára
Á þessum tímum böls og nauða, er mikið hugsað og talað um sigur um
gjörvallan heim. Allir ætla að sigra, og sigurinn er langþráður, því að sár-
in eru mörg og djúp. Ekki einu sinni sigurvegarinn sigrar án sára; hvað
þá hinn undirokaði, sem um síðir verður særður holundarsári. Hvergi þar
sem barizt er til landvinninga, um auð eða völd, er hægt að sigra án sára.
Það er fleira en bitur sverð og fallbyssur, sem særa. Það er margvís-
lega hægt með orðum og athöfnum, enda tíðum notuð þau breiðu spjótin.
Hér á landi hefur Góðtemplarareglan nú starfað sleitulaust yfir 60 ár,
og unnið margvíslega og mikilsverða sigra til handa einstaklingum, heim-
ilum og þjóðfélaginu í heild.
Hér er það alveg gagnstætt því sem gerist í stríðinu, að þessi félags-
skapur vinnur alla sína sigra, stóra og smáa án mannfórna og sára í hverri
mynd sem er. Þvert á móti hefur félagsskapurinn grætt mörg sár, skapað
einstaklingum og heimilum frið og öryggi, og þar með lagt sitt þunga lóð
á vogarskálina, um að byggja upp svo sem verða má siðað þjóðfélag. Þessi
félagsskapur hefur tekið að sér hlutverk hins miskunnsama Samverja, sem
aldrei „gengur framhjá“, heldur tekur hina særðu og þurfandi, hjúkrar
þeim og líknar.
Þessi félagsskapur hóf starfsemi sína hér á landi, þegar lítið var enn
um félagsleg samtök og þroska, enda er það löngu vitað og viðurkennt, að
Reglan var líka í þeim efnum brautryðjandi og mikilsverð fyrirmynd.
Innan vébanda Reglunnar hefur og margt fleira átt upptök sín, sem horft
hefur landi og lýð til þroska, menningar og margvíslegra framfara. Þrátt
fyrir hin ýmsu verkefni hefur þó Reglan ætíð lagt mesta rækt við sitt
höfuðverkefni, að koma í veg fyrir að menn verði Bakkusi að bráð.
Á hverri tíð, með hverri kynslóð, er það viðurkennt, hver voði stafi
af víninu. En hvers vegna er því þá ekki útrýmt, t. d. á voru landi? Það
er af því, að fjöldinn allur af „hæstráðendum“ ríkis og bæja vilja hafa
„frjálsar hendur“, og nota fé hinna ístöðulausu til þess að hylja botn ríkis-
kassans. Öll rök þeirra manna, sem vilja halda í voðann, er blekking ein.
Þeir hafa aldrei borið fram neitt, sem á skilið svo virðulegt nafn, að kalla
það rök. Ef það væri, mætti tala við þá. Það er ekki hægt að þröngva
mönnum til þess að vera í einhverjum ákveðnum félagsskap, þessum eða
öðrum, á móti þeirra eigin vilja. En hver og einn opinber starfsmaður
skilur ekki köllun sína, ef hann ekki vill með glöðu geði eitthvað á sig
leggja til þess að styðja hvern sem er, félagssamtök eða einstaklinga til
þess að minnka eða koma í veg fyrir þjóðhættulega óreglu.
Með sextíu ára sigra að baki mun Reglan því enn horfast í augu við
framtíðina og alla erfiðleika, sem hún á við að stríða. Hugsandi menn láta
ekki hugfallast, því að hamingjan er þeirra megin og sigrar ætíð án þess
að særa nokkurn mann.
Slíkri hugsjón vill Reglan þjóna áfram og vinna meðan dagur er.
Trú, von og kœrleikur til alls sem lifir getur ekki beðið ósigur.