Akranes - 01.01.1945, Blaðsíða 6

Akranes - 01.01.1945, Blaðsíða 6
6 AKRANES Upphafsmaður að þessu ágæta orði var Sigurð- ur L. Jónsson, ættaður úr Húnavatnssýslu, cand. phil. frá Kaupmannahöfn og átti þar heima. — Hann var myndarlegur maður og allvel gáfaður. Uann vann mikið fyrir Jón forseta og var mikið alhaldinn af honum. Hann hafði verið ákaflega orðhagur og „búið til“ mörg fleiri ágæt orð. — Hann var ágætis enskumaður og m. a. fylgdar- maður Lord Dufferins á ferð hans hér. En hann varð varakonungur í Indlandi. Það er sagt, að Lord Dufferin hafi verið svo hrifinn af Sigurði, að hann hafi boðið honum að verða einkaskrifari hans. Er talið að Sigurður hafi hafnað þessu ágæta boði, mest vegna vinnu hans fyrir Jón forseta Sigurðsson. Sigurður var um langt skeið starfsmaður í utanríkisráðinu danska. Þetta lát- lausa en þó snjalla orð mundi margur halda að hefði verið til jafnvel í fornmálinu. En svo er ekki. Heldur er það til komið á þennan veg. Veröldiii vígvöllur um 5 ár Efst í huga hvers einasta íslendings ætti að vera þakklæti, undrun og aðdáun yfir því, hve lítið við höfum haft af bölvun stríðsins að segja allan þennan langa tíma. Langa tíma. Já, þessi 5 ár hafa áreiðanlega verið lengi að líða hjá þeim, sem enn lifa, og mest hafa þjáðst og þolað með öðrum þjóðum. Þrátt fyrir þessa hlífð við mestu ógnum styrj- aldarinnar, hefur stríðið á marga vegu skapað óþolandi ástand hér innan lands. Ástand, sem er háskasamlegt landi og lýð, og getur á engan veg haldist, þrátt fyrir vilja svo margra til þess að viðhalda því. Allur almenningur finnur þetta og skilur, en finnst að írumkvæðið og forystan eigi að koma úr annarri átt — ofan frá. — Frá þeim mönnum, sem hún hefur falið forystuna, og standa nú í „stríðinu" íyrir hennar hönd. Þeir segja aftur á móti, að þeir hafi ákveðnum skyldum að gegna samkvæmt fyrirmælum frá „æðra valdi", flokks- stjórnunum. Nú ber þess að gæta, að þetta „æðra vald“ er að mestu samsett af þessum sömu ráðamönnum, sem þjóðin hefur kosið; svo það mun að langmestu leyti vera mögulegt fyrir þá að leggja línurnar að þessu „æðra valdi“, flokk- anna, sem þeir þykjast og vilja fylgja eins ná- kvæmlega og „hernaðaráætlun", sem gerð hefði verið upp á „líf og dauða“ hjá stríðsþjóð. Endurskoðið þessa flokkslegu „hernaðaráætl- un“, hafandi í huga vörn hins unga lýðveldis upp á „líf og dauða“ fyrir tilveru sinni, einmitt eftir að lokið er 5 ára ógnum hér í Evrópu, því líklegt er að á marga vegu verði 5 árin eftir stríðið erfiðari landi voru á ýmsa vegu heldur en þau 5 ár, sem stríðið hefur varað. Þingmenn, flokkar og forysta, þið, sem stand- ið fyrir málefnum sveita og bæja, allur lands- lýður, í hvaða stöðu eða stjórnmálaflokki, sem þið standið, munið að þetta er allt ein þjóð, lítil þjóð, sem vegna smæðarinnar inn á við, og ó- vissunnar út á við, verður að standa sem einn maður um heildarsjónarmið þessarar litlu þjóð- ar, sem getur verið stór, þrátt fyrir smæð sína. Sterk, ef sundrung og veiklyndi er gert útlægt. Rík af þeim gæðum, sem heill hennar og ham- ingja byggist á, ef við hættum að togast á, þeg- ar líf heildarinnar liggur við, að það sé ekki gert lengur. Þegar hér er komið, hefur nokkur breyting á orðið um stjórn landsins. Vonandi er þetta rétt spor og til heilla, þótt ekki tækist svo vel til, að allir flokkar gætu verið þar að verki. Hið mikla hafrót og hættur úr öllum áttum gera það beinlínis nauðsynlegt, að klæði séu borin á vopn, og önnur leið valin til að forða vandræðum. Munum, að vér erum lítil þjóð, en ekkert stór- veldi, sem boðið getur byrginn. Ef vér ætlum að stýra vel og standast próf, verðum vér að standa sameinaðir, en ekki sundraðir. Ábyrgir en ekki eins og óþekkir krakkar. — B Æ K U R — Skútuöldin. Skráð hefur Gils Guðmundsson. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. Prentsmiðjan Hólar h.f. Hér er ekki um að ræða gamalkunnan rit- höfund, ekki heldur margþvælt efni, því að hingað til hefur því verið gerð lítil skil. Það er mjög stutt siðan Gils Guðmundsson kom fram á ritvöllinn, en þó hefur furðu margt komið frá hans hendi fyrir almenningssjónir í blöðum og tímaritum og í sérstökum bókum. Af því er þessi bók þó langsamlega mest fyrirferð- ar, 590 bls. í stóru broti, og er þó ekki nema fyrri hluti þess ritverks, sem hér um ræðir. Allt, sem frá hendi Gils hefur komið á prenti, bendir til að hann sé mjög vandvirkur og efni- legur rithöfundur. Eins og bókarheitið bendir til, er ætlunin með þessu riti að gefa yfirsýn yfir aðdraganda og byrjun þilskipaútgerðarinnar íslenzku, sem og tæmandi sögu þess tímabils, er þessi útvegur nær yfir, eftir því sem föng frekast standa tiL Tilraun þessi er allra þakka verð. Þar sem hér er um að ræða frumsöfnun og samantekning slíkra heimilda, er ósennilegt að öll kurl komi til grafar þegar í stað. Því meira virði er einmitt að hafa ráðist í samningu slikrar bókar, því út- koma hennar getur einmitt ýtt við mörgum, er búa yfir ýmsum upplýsingum snertandi þennan mikilsverða þátt í okkar fiskveiðasögu, og þann- ig ef til vill grafast upp og koma fram fyrst og íremst fyrir samningu þessarar bókar. Þetta fyrri bindi segir eingöngu frá útvegi þessum á Vestur-, Norður- og Austurlandi, en nær þó allt til Búða á Snæfellsnesi. Þótt bókin sé svona löng, er hún ekki lang- dregin. Virðist mér, að hver kafli fyrir sig sé miklu fremur svo sem verða má stuttorð lýsing á því, sem máli skiptir um efnið, menn og mál- eíni á hverjum stað. Svo virðist sem yfirleitt sé sanngjarnlega sagt frá og dæmt; þar sem dóm- ur er felldur. Er það mikill og góður kostur á einum rithöfundi, sem vitanlega aflar honum verðugra vinsælda og trausts. í bókinni eru margar myndir, mikill fróðleik- ur, og mikils virði um það tímabil, sem er upp- haf og undanfari hinna miklu framfara á hinu stórstíga endurreisnar tímabili í landi voru. Ef næsta bindi þessa rits verður ekki lakara en það fyrra, að efni og meðferð allri, prentun og pappír, þá er hér um að ræða mikið og gott verk, þeim til heiðurs, sem heiður ber, og gefa góðar vonir um að Gils Guðmundsson muni verða mikilvirkur rithöfundur, sem þó lætur sér ekki nægja að rubba einhverju upp. Hver er maðurinn. — íslendingaævir. Brynleifur Tobiasson hefur skrásett. Guðm. Gamalíelsson gefur út. Bók þessi er i tveim stórum bindum, yfir 800 bls. með smáu letri. Er þarna mikið efni saman komið, enda eru þarna skráð æviatriði 3755 manna, látinna og lifandi, — írá því er landið komst undir innlenda stjórn 1904. — Slíkar bækur sem þessar tíðkast mjög með öðrum þjóð- um, en hér kemur hin fyrsta bók af þessu tagi fyrir almenningssjónir. Höfundur getur þess í formála bókarinnar, að upphaflega hafi hugsunin verið að semja ævi- sögur helztu íslendinga (ágrip) allt frá land- námstíð til vorra daga, en horfið hafi verið frá því, vegna þess að byrjað væri að safna til slíks rits af öðrum. Að slíku riti væri enn meiri feng- ur, enda miklum mun stærra og umfangsmeira verk. Útgáfa slíks rits sem þessa hlýtur þó að vera hér mjög erfið, a. m. k. í fyrsta sinn, þar sem almenningur er hér skilningslítill og svifa- seinn um allar upplýsingar, sem til þeirra er leitað. Enda getur höfundur um þennan erfið- leika í formálanum. Ekki er að efa, að þessi stóra bók gefur mikl- ar upplýsingar um ættir, starfs- og æviferil þeirra manna, sem þarna eru skráðir, og mun því verða hin gagnlegasta leiðbeining þeim, sem síð- ar fást við margvíslegar fræðaiðkanir. Bók þessi er því og mun lengi verða ágæt handbók, og spara mörgum tíma og fyrirhöfn, er leita þarf að ýmsu því, er hún getur upplýst um menn og málefni. Það er vandi mikill og ótrúleg vinna að safna til slíks rits sem þessa og koma því saman. Væri því engin furða, þótt á því væru nokkrir smíða- gallar, ekki sízt þegar hér er um að ræða frum- smíð. Þekking mín til að gagnrýna bókina er mjög takmörkuð. Virðist þeirri meginreglu vera íylgt við samningu bókarinnar, að láta það efni, sem viðkomandi menn hafa sent, standa svo að segja orðrétt án gagnrýni. Er ekki ósennilegt, að það sé mjög vafasamur gróði, bæði fyrir ritið og viðkomandi menn. Hún hlýtur að vera mikil sú vinna, sem liggur að baki samningu slíkrar bókar sem hér um ræðir. Er að ritinu mikill fengur, og með því lagður grundvöllur að þess konar útgáfum hér á landi. Frágangur allur er góður á bókinni. Flateyjarbók. Flateyjarútgáfan 1944. Því hefur lengi verið haldið fram, að ísland væri fátækt land, og má það til skamms tíma í flestum efnum til sanns vegar færa. Þar eiga þó upptök sín „gimsteinar" þeir, sem lengst munu halda á lofti lofstír þess, og þeirra mann, er það hafa byggt. Er þar átt við hinar dýrmætu bók- menntir, sem skráðar voru á skinn með fjöður- staf og kálfsblóði. Handrit sum eru enn til, og ef til vill dýrustu handrit, sem nú finnast um víða veröld. Þessi rit hafa ekki aðeins haft grundvallar- þýðingu fyrir þetta land og þessa þjóð, heldur sams konar og engu minni þýðingu fyrir marg- ar aðrar þjóðir á norðurhveli. Einn þessara gimsteina og þeirra mestur, er hahdritið fræga að Flateyjarbók. Það handrit er nú geymt í Kaupmannahöfn og varðveitt vel. Mundi nú mega bjóða í það mikið gull til þess að það yrði laust látið. Flateyjarbók er nú í fyrsta sinn gefin út hér á landi. (Aðeins einu sinni gefin út áður í Krist- janiu árið 1860). Má þetta því telja bókmennta- viðburð, þar sem um er að ræða svo fræga bók, sem um langt skeið hefur verið ófáanleg og í mjög fárra manna höndum). Til þess að sjá um útgáfu þessa var ekki valið af verri endanum. Er nafn Sigurðar prófessors Nordal nægjanleg trygging fyrir þvi, að fræði- lega muni útgáfan vera fullboðleg. Prentun bókarinnar er ágæt, en bandið lakara. Pappír er ekki nógu góður. Virðist mér sem i- burður hefði þurft að vera meiri við útgáfu svo víðfrægs og merkilegs handrits sem hér um ræðir, þess heldur þar sem það er í fyrsta sinn gefið út í landi Snorra, og prentað í hans eigin goðorði. Lindin. Það er myndarlega gert af örfáum prestum að halda úti ágætu ársriti, því það vita, a. m. k. þeir, er reynt hafa, að ýms „ljón“ og allskyns erfið- leikar mæta þeim, er „hugsa svo hátt“. Þetta hafa Vestfjarðaprestar gert með prýði. Af þessu riti haía komið út 7 árg., en ritið hóf göngu sína 1929, og sannar það m. a. að um erfiðleika hefur verið að ræða. Hinsvegar afsannar það allan „ó- nytjungshátt", að þrátt fyrir örðugleikana kom ritið út 1943. í ritinu hafa birzt ágætar ritgerðir, m. a. i síðasta árg.; „Þar ganga menn tíðast fram hjá“, eftir sr. Jón heit. Jakobsson. „Um aga“, eft- ir sr. Þorstein Björnsson, auk margra ágætra minningargreina og ýmislegs annars efnis. Ættu sem flestir að styðja þessa menningar- viðleitni þessara ágætu manna. Ó. B. B.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.