Akranes - 01.11.1945, Síða 2

Akranes - 01.11.1945, Síða 2
122 AKRANES Iþróttirnar geta þroskað líkama og sál Það var sú tíð að íslendingar voru íþróttamenn; afreks- menn, sem gátu sér orðstír utan síns lands. Það varð fljótt hljóðara um þau afrek sem önnur eftir að frelsi þjóðarinnar og fullveldi var farið. Þó voru glímur lengi iðkaðar af miklu kappi fram á síðustu áratugi. Á síðari árum hafa íþróttir eflzt mikið hér á landi og áhugi fyrir þeim aukizt verulega. Lengst af brann eldurinn skær- ast í Reykjavík, enda var þar að ýmsu leyti hægara um vik en í hinum dreifðu byggðum og smáþorpum úti um land. En frumölduna fyrir endurreisn íþróttanna má sjálfsagt mikið þakka ungmennafélagsskapnum, sem fór eins og stormur um landið eftir síðustu aldamót. Sá stormur vakti þá hreyfingu hér á landi, bæði í íþróttum og annarri þjóðlegri menningu, sem enn sér staði í þjóðlífinu, og veitir ef til vill enn um stund nokkurt viðnám við ýmsum óheillaöflum, hvort sem eru af innlendum eða erlendum toga spunnm. Meðan Ungmennafélag Akraness starfaði hér á sínu bezta skeiði, voru íþróttir hér ræktar og stundaðar allmikið. Þá hafa starfað hér íþróttafélög síðan hinn gamli ungmenna- félagsskapur lagðist niður. Hefur áhugi jafnaðarlegast verið nokkur, en erfiðleikarnir, sem við hefur verið að etja marg- þættir. Allt þetta skal ekki frekar rakið hér, því að einhvern- tíma verður rækilega sagt frá því í sagnaþáttum blaðsins. Það þarf ekkert að efast um gagnsemi íþróttanna á líkam- lega heilsu manna, sé þar vel á haldið og í hóf stillt. En hitt er meira um vert, að þær geta ekki verið veruleg eða varan- leg heilsuvernd, nema þær séu þann veg ræktar, að þær hafi samhliða hin ákjósanlegustu áhrif á andlegt heilsufar þjóðar- innar, á manndóm hennar og alhliða menningu. Á síðustu árum hefur alhliða íþróttastarfsemi aukizt veru- lega í landinu, enda hefur ríkið styrkt starfsemina verulega og látið af hendi leiðbeinandi starf og styrki. Starf og áhugi íþróttaæskunnar á Akranesi hefur líka auk- izt mikið á síðustu árum. Sjálfsagt hlutfallslega engu minna en annars staðar. Hefur hún í því efni ekki látið sitja við orð- in tóm. Hún hefur þvert á móti unnið afrek í því að tryggja aðstöðu sína til að iðka íþróttirnar með fullkomnum árangri til manndóms og meta, með því að byggja fullkomið íþrótta- hús til alhliða starfsemi íþróttanna. Hér verður nú á eftir gefin skýrsla um íþróttalíf á Akra- nesi síðastl. sumar, en áður skal gerð nokkur grein fyrir byrjun starfsins á þessu hausti og hugsaðri tilhögun í vetur. íþróttahúsið er ekki alveg tilbúið til fullkominnar starf- semi alhliða íþrótta. Verður það sennilega síðari part nóv- embermánaðar. í leikfimishúsi barnaskólans fer nú fram eft- irfarandi starfsemi auk starfs skólabamanna: Fimleikaflokkur pilta — stúlkna og kvenna. Auk þess starfar í húsinu glímuflokkur. Nú er verið að fullgera íþróttahúsið. Auk ágætra búnings- klefa fyrir pilta og stúlkur, svo og böð, verða þar sérstakir þurrkklefar. Mun það vera óvíða enn sem komið er hér á landi. Þegar þetta hús verður þannig fullbúið samkv. framan- sögðu, eykst starfsemin mjög mikið. Fólki og flokkum fjölg- ar, auk þess sem teknar verða upp fleiri íþróttagreinar innan húss. Þannig mun bætast við starfsemina: handknattleikur, knattspyrna, frjálsar íþróttir og badminton. Þetta nýja hús gerir þessa fjölþættu og auknu starfsemi mögulega. Með öruggu og markvissu starfi hafa íþróttafélögin hér unnið þrekvirki með húsbyggingunni. — Nemið eigi staðar, heldur látið þetta myndarlega átak verða áeggjan til nýrra dáða, og meiri sigra fyrir bæ ykkar og byggð, fyrir land ykk- ar og þjóð. Vinnið af alhug og eindrægni að fullborga húsið, og halda því vel við utan og innan. Þegar það er búið eigið þið að hafa á takteinum fullhugsað og skipulagt verkefni. Verkefni, sem mannar ykkur og þroskar, jafnt til sálar sem líkama. Þá er æska Akraness virðingarverð, á réttri leið, æsku landsins annars staðar til uppörvunar og fyrirmyndar. höfðu sagt sig úr einum söfnuði í Berlín. Við athöfn, sem koma átti í stað fermingar, ávarpaði skólapiltur tilheyrend- urna, í stað fermingarbarnanna, á þessa leið: „Þetta er trú vor: vér þekkjum engan föður á himnum.“ Um þetta leyti voru mútur svo algengar í Þýzkalandi, að embættismenn þjóðarinnar ætluðust blátt áfram til þess að þeim væri mútað. Þá munu og klámreyfararnir hafa verið útbreiddasta lesmálið í landinu, og bíósýningarnar voru eftir þessu. Þarna var akur fyrir verstu tegund gyðinglegra við- skipta, og upp af slíkum jarðvegi spratt undarleg pólitísk stærð, sem varpaði dimmum skugga á heila heimsálfu, og jafnvel lengra, og seiddi að lokum hinn ferlegasta drápsgald- ur yfir allar þjóðir. Um þetta leyti voru menn að bisast við að velta „bjargi aldanna" úr Rússlandi. Síðan hefur margt lotið lágt bæði í Rússlandi, Þýzkalandi og fleiri löndum. Gyðingar hrópuðu forðum: „Hans bióð komi yfir oss og börn vor“, og börn vor. Sannarlega hefur komið nóg blóð yfir þá ógæfusömu þjóð og böm hennar. Og blóð kom yfir þær blindu þjóðir, sem reyndu að velta hornsteini hinnar kristilegu menningar — bjargi aldanna, út úr vegi þeirra og lífi, og tróðu fótum hina kristi- legu siðmenningu í nafni frelsis og framfara. Þjóðirnar ætl- uðu svo sem ekki að gera svo lítið úr sér að mæna til einhvers guðs í skýjunum, er úthellti yfir þær „yfirgnæfanlegri bless- im“. í stað þess trúðu þær á hörku stáls og steðja og kynngi sinnar eigin kunnáttu, sem að síðustu lét rigna yfir þær eldi og brennisteini og náði hámarki sínu í helvítiskrafti og kvöl- um atómsprengjunnar. Þannig fór um gáleysi, léttúð og siðspillingu þjóðanna í þetta skiptið. Hvert verður hlutskipti þeirra, sem enn halda áfram á sömu braut nautnalífs, ráns og klækja og allskonar spillingar í viðskiptum, stjórnmálum og félagslífi? Þótt menn séu nú hættir að trúa á glötun og helvíti mið- aldaguðfræðinnar, þá er bæði glötun og kvalir enn rammur veruleiki. Nú hafa menn rýnt svo lengi í efnið, knúið á þær dyr, leitað og beðið til þess guðs síns, að með efnasamsetn- ingi geta þeir nú tortímt öllu mannkyni. . Þannig hefur nú þróun málanna, framvindan sjálf og raun- vísindin stillt mannkyninu á barm hins ægilegasta helvítis og býður því tvo kosti: að snúa við af glötunarveginum, taka sinnaskiptum, leita góðleikans, tilbiðja Guð í stað skepnunn- ar, — eða farast. Nú er hin gamla prédikun siðbótamanna og vökumanna allra alda orðin að römmum veruleik og hrópar hátt í himininn og til þeirra, sem á jörðinni búa: „Ó, land, land, land, heyr orð drottins.“ Og það, sem hvert land og hver þjóð þyrfti nú helzt að heyra, eru þessi óumflýjanlegu dómsorð reynslunnar: „Lýðurinn ferst, þar sem engar vitranir eru.“ Pétur Sigurðsson.

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.