Akranes - 01.11.1945, Page 7
AKRANES
127
21. Ævilok
Heilsufar Geirs Zoega hafði jaínan verið hið bezta, og
mátti með engum rétti segja að honum yrði kvellisamt um
dagana. Þótt hann hefði jafnan starfað af kappi og áhuga,
tekið daginn snemma og ekki hlíft sér á neinn hátt, var
svo að sjá sem hann mundi furðu lengi standast fangbrögð-
in við Elli kerlingu. Og þótt hann yrði hálf-níræður, virt-
ust þess engar líkur, að hún kæmi honum bráðlega á kné.
Hinn 22. dag febrúarmánaðar 1917 hélt Geir silfurbrúð-
kaup sitt öðru sinni. Þá var hann vel ern og hinn hressasti,
þótt kominn væri nokkuð á 87. aldursárið.
í tilefni af deginum héldu Geir og kona hans veizlu
góða. Var þeim hjónum sýndur margvíslegur virðingar-
vottur. Færðu Oddfellowar þeim að gjöf málverk af Ei-
ríksjökli, eftir Þórarinn B. Þorláksson málara.
Fáum dögum eftir hófið tók Geir að kenna mikillar van-
heilsu. Voru það blöðrusteinar, sem að honum gengu, en
jafnframt þjáðist hann af gömlu kviðsliti. Tók hann út
þrautir miklar og þótti brátt sýnt, að uppskurður væri
eina vonin, ef um líf ætti að vera að ræða. Var þó talin á
því tvísýna mikil, hvort Geir þyldi stóran uppskurð, svo
gamall maður og slitinn sem hann var orðinn.
Hinn 11. marz var uppskurðurinn gerður, og fram-
kvæmdi hann Guðm. prófessor Magnússon. Tókst skurð-
urinn allvel, miðað við það sem við mátti búast. Geir var
að vísu mjög þungt haldinn á eftir, en að viku liðinni frá
uppskurðinum virtist hann á allgóðum batavegi. Litlu síð-
ar fékk hann lungnabólgu og var þá brátt sýnt að hverju
fór. Hinn 24. marz var hann orðinn rænulaus að mestu og
hættur að njóta svefns án meðala. Að morgni var sunnu-
dagur. Var vakað yfir honum um nóttina, og andaðist hann
í morgunsárið. Lauk þar ævi þess athafnamannsins, sem
hvað mikilhæfastur hafði verið í allri sögu Reykjavíkur
fram til þess tíma. „Gamli Geir“ var hniginn í valinn.
Öll blöðin í Reykjavík og flest blöð landsins minntust
Geirs og ævistarfs hans með lengri eða skemmri greinum.
Ummæli blaðanna sýna glögglega hversu mikils álits Geir
hafði notið meðal samborgara sinna, og hverja dóma ævi-
starf hans fékk hjá mönnum með ólíkar stjórnmálaskoðan-
ir og mismunandi viðhorf til lífsins. Verða hér tekin upp
nokkur atriði úr ýmsum þeim blöðum, sem minntust Geirs
látins. Eru einkum valdir þeir kaflar, þar sem gerð er til-
raun til að lýsa Geir og gefa mynd af skapferli hans og
skoðunum.
ísafold birti góða og ítarlega grein um Geir, þar sem sagt
er frá ævi hans í stórum dráttum. í greinarlok er komist
svo að orði:
„Þegar Geir Zoéga fæddist, voru íbúar höfuðstaðarins
eitthvað um 700, þegar hann tók verulega til starfa í bæn-
um milli 1860 og 1870 voru íbúar bæjarins 1500, en eru nú
við ævilok hans 15000. Því nefnum vér þessar tölur, að
líklega á enginn einn maður jafnmikinn þátt í þessum
mikla vexti og viðgangi höfuðstaðarins eins og Geir Zoéga.
Um langt árabil var hann mestur atvinnurekandi bæjar-
ins — og alls landsins um leið — og hann er það, eins og
áður er tekið fram, sem markað hefur aðalatvinnuveg bæj-
arbúa. Hafi nokkur Reykjavíkurborgara á seinni árum
verðskuldað heiðurshorgara nafnið, þá var það „gamli
Geir.“ Og framar öðrum innfæddum Reykvíkingum ætti
hann að sjást, er stundir liðu, í eirmynd, sem þá ætti að
búa stað einhvers staðar við höfnina.
Hér stóð vaggan — hér stóð vorið,
hér stóð sérhver raun.
Enginn hefur bænum borið
betri fósturlaun,
var ort til Geirs á áttræðisafmæli hans 1910. Nú við lát
hans, hins elzta innfædda Reykvíkings, mun Reykjavíkur-
bær taka undir þessi réttmætu orð.
Geir Zoéga var að sjálfsögðu, svo mikill athafnamaður,
riðinn við ýmis önnur mikilvæg störf en útgerð sína og
verzlun. T. d. átti hann sæti í bæjarstjórn um hríð. En við
landsmálum gaf hann sig ekkert opinberlega, þótt vissu-
lega hefði hann sínar ákveðnu skoðanir. Var sú lund hans,
Framh.