Akranes - 01.06.1947, Blaðsíða 4
BLABIfl
heima á ný.
Þá er aftur komin sú þráða stund, að
blaðið sé prentað hér heima. Margvís-
lega ætti það að koma blaðinu til góða,
beint og óbeint. Það ætti að koma reglu-
legar út en verið hefur upp á síðkastið
a. m. k., og ætti að létta störf, eða spara
tíma ritstjórans verulega. Allt þetta ætti
að geta orðið lykill að meira samstarfi
og nánari tengslum við lesendurna, vini
þess og velunnara.
Ritstjóra blaðsins eru ljósir ýmsir
gallar á þessu litla blaði, og tekur mjög
sárt til þeirra, um leið og hann vonar
að geta sniðið þá af smátt og smátt,
með góðra manna hjálp. Af þeirri um-
bótaviðleitni hefur blaðið nú komið til
ykkar að ýmsu leyti í öðrum búnmgi,
að því er myndir snertir, efni og efnis-
röðun. Er hugsunin að hafa að hverju
sinni forsíðumynd, eina mynd eða sam-
settar eftir atvikum, innlendar eða er-
lendar. Mun þetta vafalaust auka gildi
blaðsins og vinsældir. Á næstu síðu verð-
ur reynt að hafa efni úr ýmsum áttum,
fróðlegt og skemmtilegt eftir því sem
föng standa til. Þá verða við og við
birtar smásögur. Er það mjög eftirsótt
efni.
1 þessu blaði hefst nýr greinaflokkur
eftir Björn Guðmundsson, fyrrv. skóla-
stjóra á Núpi, er hann nefnir: Hjúin
gerSu garSinn frœgan.
Þá hefur Ragnar Jóhannesson, skóla-
stjóri, góðfúslega tekið að sér ritstjóm
á sérstakri síðu í blaðinu, um efni, sem
sérstaklega væri ætlað bömum og ung-
lingum. Einnig getur komið til mála
framhaldssaga, sem lika er vel þegið
oíni. Þó er þetta síðasta ekki fullráðið
enn.
Blaðið hefur nú tryggt sér fleiri rit-
færa menn til þess að skrifa i það við
og við.
Þetta eru aðal breytingamar, en að
öðru leyti verður efni þess og áhugamál
svipað því sem verið hefur. Þessar breyt-
ingar — sérstaklega vegna myndanna
kosta mikið fé, en það er gert i því
trausti, að það auki verulega útbreiðslu
blaðsins
Vegna þess hve útkoma blaðsins dróst
lengi, skal vakin athylgi á þvi, að í síð-
asta blaði, þessu og næstu blöðum, er,
og verður sagt frá ýmsu því, sem er
yngra en tilvitnaðir mónuÆr ó forsíðu
þess benda til. Á þetta er sérstaklega
bent vegna þeirra sem siðar kunna að
lesa, og vera ókunnugt unm ástæður
fyrir því misræmi sem hér virðist eiga
sér stað.
Um leið ag blaðið gleðst yfir því að
vera aftur „komiS heim,“ þakkar það
öllum vinum sinum alla aðstoð og órofa-
tryggð.
Ól. B. Björnsson.
Þetta fyrsta skip hans var 10 smál., en
hið síðasta 200 smál.
Til þess að geta örugglega sótt fram
hverju sinni, föstum og öruggum skrefum,
þurfum vér til þeirrar framsóknar, upp-
byggingar og þróunar, að sækja efnivið á
tvo vegu. Fyrst og fremst til þess, sem
brimgnýr aldanna hefur tilsorfið og feng-
ið oss gljáfægt í hendur til varðveizlu. —
Hins vegar tileinkun þess fullkomnasta
úr völundarhúsi hins nýja dags, sífeld-
lega með opin augu fyrir því sem nýr
dagur, ár og öld kann að geta bætt við
áunninn kjarna. Þess sem eftirsóttast er
til átu eða eyðslu í dag og ekki síður til að
undirbyggja með framtíðarheill. Ekkert
af þessu liggur öllum í augum uppi né
við hvers manns dyr að höndla fyrirhafn-
ar- og áhættulaust.
Ef vér ætlum að sækja fram og sigra,
en vera ekki sífelt eftirbátar annarra, verð-
um vér að notfæra oss beztu nútímatækni
til sóknar í dýpstu ála, með bættum skip-
um og minni áhættu, en þó von um meiri
aflafeng, sem notaður verði til hófs og
hefðar, bjargráða og blessunar öllum sem
þennan bæ og þetta land byggir. 1 þessum
efnum gaf Bjarni gott fordæmi, og ef Ak-
urnesingar fylgja því, — ekki einasta í
orðum heldur og athöfn, — þá mun þeim
vel farnast, svo í útvegsmálum, sem á öðr-
um vettvangi. Þá munu þeir — ef á þarf
að halda — sækja um langa vegu feng til
farsældar, til grundvallar hamingju þeirra
og ekki um sakast eða æðrast, þótt ekki
sé allt sótt á grynnstu mið, eða þangað sé
alltaf blíður byr. Þeim mun vaxa kraftur
og kyngi við hverja sjóferð, en afkomend-
ur þeirra munu í ljósi sögu þeirra sjóferða,
vaxa veraldargengi og andleg auðlegð, —
sem meiri er — nema hvort tveggja fari
saman.
Herra skipstjóri, Jónmundur Gíslason!
Um leið og vér öll bjóðum þig og skips-
höfn þína hjartanlega velkomna heim með
þetta mikla og góða skip, er mér persónu-
lega, bæjarstjórn, útgerðarstjórn og öllum
almenningi, óblandin ánægja að lýsa því
yfir, að vér trúum þér og treystum allra
manna bezt fyrir þessu glæsta skipi, og
fyrir hverri skipshöfn, sem með þér leggur
á djúpið, til bjargráða fyrir ykkur sjálfa,
þennan bæ og þjóð vora alla. Með þessu
er áreiðanlega óvenju mikið sagt, — og
finnst sjálfsagt ókunngum of sagt. — En
því mæli ég svo stórt og óhikað, að ég
þekki þig sem óvenjulegan mann, með
ótrúlega mörgum áþekkum eiginleikum,
sem Bjarna Ölafsson prýddu mest. Það er
því engin tilviljun að þér sé trúað fyrir
þessu skipi og skipshöfn. Með slíkri for-
ystu, með þeirri heill og giftu, sem vér
vonum að fylgi þessu nafni, getum vér
ekki vænst farsælli eða fyllri árangurs.
Vér vonum því, og efumst ekki um, að
hinn minnsti skipverji þinn, jafnt þeim
sem mest á ríður, á þessu mikla, góða
skipi, fylgi þér fast til fengs og farsældar,
og að dæmi þitt og þeirra verði djörf og
dáðrík fyrirmynd um langa framtíð.
Ég óska stjórn fyrirtækisins, bæjar-
stjórn, skipverjum og öllum bæjarbúum
til hamingju með þennan nýja togara, og
bið guð að blessa menn og skip. Ég bið að
lokum alla viðstadda að óska togaranum
„Bjarna Ólafssyni“ og skipshöfn hans
heilla og hamingju á ókomnum tímum,
með ferföldu húrra.“
Litíð bírtír enn.
Mæðulega gengur það með mannskepn-
una. Nokkrir óþokkar og lítilmenni
hrundu heiminum út í ára ógnir og sár
sem seint verða grædd. Hraustlega var
gengið til verks á móti og miklu fórnað.
Aldrei liafa stríðsaðilar verið svo gjörsigr-
aðir sem i síðustu styrjöld. Aldrei fyrr —
að stríði loknu — hefur verið eins auðvelt,
né heldur sjálfsagt fyrir sigurvegara, að
grundvalla til frambúðar það heimsskipu-
lag, sem gæfi mannkyni öllu vissu fyrir
ævinlegum friði og öllum þjóðum frelsi
með skyidum og réttindum.
Ef þetta er ekki hægt nú, sýnir það að-
eins glámskyggni og giftuleysi einnar eða
fleiri þjóða. Þær þjóðir hafa enn ekki náð,
eða tileinkað sér þann þroska, sem þeim
er ætlað. Og á meðan öðlazt þær ekki þann
sess, sem þeim er ætlaður í viðburðarás-
inni til menningar, þroska og fullkomn-
unar. Af þeim verður forustan tekin og
þær missa frelsi sitt að meiru eða minna
leyti, eins og þeir sem nú voru sigraðir,
þegar „foringjar“ þeirra, hinir „stóru og
stæltu,“ urðu eins og ræflar, er þeir áttu
og þurftu að standa við stóru orðin.
Meðan óvist var hvernig fara mundi,
lofuðu sigurvegararnir miklu um öryggi,
frið og frelsi. Vantar nú ekki sums staðar
á uppfylling þeirra loforða innan livers
lands og utan þeirra landamæra? Það þarf
heilshugar starf á því allsherjarþingi, sem
nú á og getur hafið nýtt líf í heimssög-
unni. Þar sem lagður er varanlegur grund-
völlur að friði, frelsi og farsæld allra
þjóða. Það er mál til komið og ekki vonum
fyrr að eitthvað rétt og raunhæft yrði gert
á þeim vettvangi. En daglegar fréttir frá
þingi Sameinuðu þjóðanna bendir ekki til
bata, skilnings og þroska, heldur þvert á
móti.
Á heimsþingum gætir íslendinga lítið
að vonum. En eigum vér ekki eitthvert
hlutverk að vinna hér innan lands, sem
eftir því hvernig það er rækt, getur flýtt
fyrir alheimsfriði og um leið verið lítið
lóð honum til tryggingar í heild?
64
AKRANES