Akranes - 01.06.1947, Blaðsíða 10

Akranes - 01.06.1947, Blaðsíða 10
Oscar Clausen: Islenzkir athafnamenn II., 3. Ásgeir Sigurðsson konsúll 1. Ætt og uppruni. í fóstur til ekkjufrúar Þorbjargar Ólafsdóttur, er var móðir Steinunnar konu síra Þorleifs í Gufudal, en á þeim árum var það alsiða að heldra fólk hér á landi léti syni sína í fóstur hjá vildarvinum sínum. — Hjá Þorbjörgu ólst svo drengurinn upp til 8 ára aldurs „í guðsótta og góðum sið- um,“ — en þá fór hann aftur til foreldra sinna og var með þeim þangað til að hann var orðinn fulltíða maður. Það var einu sinni þegar hann var hjá Þorbjörgu fóstru sinni, að Hjalti prófastur sendi Andrési litla syni sínum, hollenska speciu, á sumardaginn fyrsta. — Peningurinn var innvafinn í pappír og hafði prófasturinn skrifað þetta utan á: „Hér innlagðann Hollending, sem Hjalti sendi, gefðu þínu góða kvendi, sem gjörir þig vefja kærleikshendi.“ — Þegar Andrés var orðinn 14 ára gamall, var farið að hugsa um að koma honum til mennta ,og var honum þá komið vestur að Rafnseyri til síra Sigurðar prófasts Jóns sonar, og kom þá brátt í ljós, að hann var vel gáfaður og hneigður til bóknáms. — Það var því prófasturinn gamli á Rafnseyri, faðir forsetans, sem bjó báða afa Asgeirs konúls undir skólanám, þó að annar þeirra, síra Jón Benediktsson, þyrfti aldrei að setjast á skólabekk, eins og áður getur. — Eftir 3 vetra dvöl við nám á Rafnseyri fór svo Andrés í Bessastaðaskóla haustið 1823 og útskrifaðist þaðan 5 árum síðar eða 1828. — Þegar hann hafði lokið námi, var hann fyrst 3 ár til aðstoðar hjá föðurbróður sínum, síra Daníel Jónssyni, sem þá var prestur í Miðdalaþingum og bjó í Skörðum, en síðar var hann einnig, stuttan tíma, hjá síra Jóni Hjaltalín presti á Breiðabólsstað á Skógarströnd. Þar varð dvöl hans skemmri, en hann hafði vænst af þeim ástæðum, sem nú uru ókunnar, en þar mun hann hafa orðið fyrir einhverjum vonbrigðum í ástamálum og mun þar ein- hver dætra prests hafa átt hlut að máli. Þegar Andrés hafði horfið úr vistinni lijá síra Jóni Hjalta- lín, brá hann sér norður til móður sinnar, sem þá var orðin ekkja og bjó í Kálfanesi í Steingrímsfirði og var hann þá orðinn 27 ára gamall. — Hann settist í bú móður sinnar og vann alla algenga bændavinnu, réri á hákarlaskipi norð- ur á Gjögri og vann allt, sem fyrir kom, og hélt þessu fram um stund. Andrés sótti þó um brauð á þessum árum þ. á. m. sótti hann um Otradal árið 1833, en fékk ekki veitingu. — En árið eftir varð hann svo kapelán síra Eyjólfs Kolbeins- sonar á Eyri í Skutulsfirði og þá var hann fyrst vígður af Steingrími biskupi Jónssyni 2. marz 1834. — Þrem árum síðar varð hann kapelán síra Hjalta Þorbergssonar á Kirkjubóli í Laugadal. — Þá giftist hann fyrri konu sinni, Margréti Ásgeirsdóttur frá Rauðumýri og fóru þau að búa á Kirkjubóli, en árið eftir fékk hann svo Stað í Steingríms- firði, þar sem forfeður hans höfðu setið með svo mikilli prýði og þar var hann prestur í 11 ár. — Á Stað vegnaði þeim hjónum vel og var prestur vel látinn af öllum, en frú Margrét var mesta myndarkona og hagsýn búkona, eins og hún áti kyn til. — Prestur hlýfði sér ekki heldur við vinnu, þegar hann var á Stað, og stundaði hann á þessum árum sjóróðra og vann alla vinnu, „sem fyrir féll á sjó og landi.“ All einkennilegt var það, að síra Andrés skyldi ekki una hag sínum á Stað, — þar sem ætt hans var orðin svo rót- gróin og hann var þriðji feðganna, sem þar voru mikils- metnir prestar. — Af einhverjum ástæðum undi hann sér þar ekki, og sótti um Gufudal og fékk hann. Þar var hann prestur í 7 ár, en sótti þaðan um Lund í Borgarfirði og var þar önnur 7 ár; en þá stóð hugur hans ennþá vestur og sótti hann þá um Garpsdal og þar var hann í 5 ár, en svo fékk hann loks Flatey, og var þar að síðustu prestur í 12 ár. — Síra Andrés var þannig þjónandi prestur í 5 brauðum og er því líkt á komið með honum og móðurafa Ásgeirs konsúls, síra Jóni Benediktssyni, sem þjónaði alls í 6 brauð- um, eins og áður getur. Það er um síra Andrés sagt, að hann væri vel lærður maður, einkum í latínu og grísku, en þó var einkanlega til tekið, hversu vel hann var að sér í móðurmálinu, íslenzk- unni. — En síra Andrés er þannig lýst:1) „Hann var gáfu- maður mikill og fróður um margt. Skáld gott og hefur kveðið allmörg kvæði, ýmislegs efnis. Hann var góður skriíari, góður predikari, en enginn raddmaður og var hon- um því á seinni árum sínum skipað af biskupi, að hætta að tóna fyrir altari, því að það þótti ekki áheyrilegt, en lagsæll var hann þó að röddin væri lítil og stirð. Hann var hinn siðferðisbezti og vandaðasti maður, vel þokkaður og velliðinn af öllum.“ — En að útliti var síra Andrési lýst þannig: „Hann var vel meðal maður á vöxt, stinnvaxinn og útlimagildur, og sómdi sér vel. Ljós á hár og þykkhærð- ur, spaklyndur og dagfarsgóður, og gildur til burða.“ Margrét Ásgeirsdóttir, fyrri lcona síra Andrésar varð ekki langlíf. Hún dó á Lundi í Lundarreykjadal á Krossmessu- dag, 14. maí 1859, aðeins 45 ára gömul. Hún var, eins og áður getur, hin mesta búkona og skörungur mikill, ákveðin og fastlynd. — Hún var að þessu talin fyrir síra Andrési, sem ekki var talinn neinn atkvæðamaður, þó að hann hins vegar væri bæði gáfaður og vel að sér. — Hagur síra And- résar var líka með mesta blóma meðan Margrétar naut við, en eftir að hann missti hana, gekk hagur hans og virðing öll niður á við, en þó einkum eftir að liann giftist aftur. Þau síra Andrés og Margrét eignuðust þrjú börn, Sigurð, föður Ásgeirs konsúls, Jón Hjaltalín skólastjóra á Möðru- völlum, og verður hans getið síðar, en hjá honum ólst Ásgeir konsúll upp að nokkru. Ein var dóttir þeirra, Andrea, gift- ist aldrei og var barnlaus. Hún var, um skeið, erlendis hjá Jóni bróður sínum, en fluttist svo til ísafjarðar og dó þar 24. október 1906. — Hún var vel metin kona, trygglynd, greind og staðföst í lund eins og hún átti kyn til. Rúmu ári eftir að Margrét dó, gifti síra Andrés sig aftur og átti nú Eggþóru Eggertsdóttur. — Eggþóra þessi var einkennileg persóna. Hún var af góðum ættum, dóttir síra Eggerts Bjarnasonar í Stafholti og hafði fengið hið bezta uppeldi, en þrátt fyrir það, var hún einstök suhba og fram- 1) Præ Siglu. X. 432. 70 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.