Akranes - 01.08.1947, Side 2

Akranes - 01.08.1947, Side 2
Til fróðleiks og skemmtunar í Ijóðum og lausu máli Ferðavísur. Flogið yfir skýjum. (Á leið til Skotlands 15. maí 1947). Hátt yfir skýja skafi skjótar en vindur þjóti líðum um loftið heiða, láð sjáum ofar gráði svo frítt að eigi sá ég sjón aðra dýrri á fróni; meistarans mikla og hæsta merk skarta listaverkin. Lundúnaborg kvödd. (13. okt. 1947) Mun í dag þig síðast sjái ég? (Sól á öll þín stræti skín.) Ávallt veit ég þig að þrái’ ég, þú hin kæra fóstran mín. Hvað þú tókst mig hlýjum höndum heiða fyrsta daginn minn! Hvað þú traustum bazt mig böndum, borgin mín, við arin þinn! Stundum hryggur, stundum glaður strætin löngu gekk þín. Það var jafnan þessi staður þráin sem að ófst um mín. Man ég, innan múra þinna marga þrýsti’ ég vinarhönd: — óvin var þar ekki’ að finna. — Ennþá halda þessi bönd. Þó þeir hyrfi’ og þekkist eigi, þessir vinir fylgja mér. Það var margt á mínum vegi minning kær sem helgar þér. Dimma tekur, dregst að kveldi, dagur senn mun liðinn minn, en logabjarmi af lifsins eldi leikur enn um himin þinn. Þögull hverf ég; þú munt standa, þinn mun dagur langur enn, og af þjóðum allra landa enn munu dá þig beztu menn. Breiðist drottins blessun yfir bömin þin og hvem þinn stað; meðan nokkurt líf þar lifir, lifsins herra tigni það. Heimkoman. (14. okt. 1947). Köld þó þin sé kveðjan mér*) komnum úr suðurs hlýju, af hjarta, ísland, heilsa’ eg þér, heima enn að nýju. *) Snjór og frost. 86 „Gönguskarfar.“ Það er eins og iþróttamennimir okkar, sem eru að fara fótgangandi um landið á sumrin, haldi að enginn hafi farið fótgangandi um Island fyrr en á síðustu áratugum, en þetta er misskilningur. — Þeir eru ekki neinir brautryðjendur á þessu sviði, þó að þeim megi mikið þakka fyrir að hafa vakið áhuga unga fólksins til þess að nota fæturna sér til gagns og gamans. — Á öldum áður, var fjöldi fólks á flandri, labbandi, um allar byggðir, öll sumur, í atvinnuleit og svo á snýkjum og bón- björgum, þegar ástandið var svartast og við aum- astir. Á þeim árum þótti það líka miður „fínt“ að vera gangandi á flandri í sveitum að sumri til. — Það em ekki nema 30 ár siðan að einn bræðra minna kom að bæ, að visu í afskektri sveit, fótgang- andi ásamt félögum sínum og baðst gistingar, en var neitað um allan beina vegna þess, að þeir voru gangandi, enda vom þau umyrði höfð, að þar væru ekki hýstir flækingar eða förumenn. — Það vita víst fáir nú, að hér vom fyrir rúmum 50 árum, eða árið 1896, enskir ferðamenn í hóp, á ferð og fóru gangandi til Þingvalla, Geysis og Gullfoss; snéru svo þar við og gengu til Reykja- víkur aftur. — Þátttakendur í ferðinni voru 9 auk fylgdarmanns, 5 karlmenn og 4 konur, og komu með „Botniu“ til Reykjavíkur 5. ágúst. Var þá lagt tafarlaust á stað í leiðangurinn, sem stóð í 12 daga. — Foringi leiðangursins var mikill Is- landsvinur enskur, Mr. Howell, sem hafði farið margar ferðir hingað og var hér þaulkunnugur. Hann hafði gengið á Öræfajökul og þótti það þrekraun. Mr. Howell drukknaði svo nokkrum árum síðar i Héraðsvötnunum í Skagafirði. Þetta fólk var óheppið með veður. Það rigndi 8 daga af 12, sem þeir voru í ferðinni, en þó létu þeir hið bezta yfir. — Þeir skoðuðu Þingvelli, Geysi og Gullfoss, og komust upp á Bjamarfell, sem er fyrir ofan Austurhlíð, en aftur á móti urðu þeir að hætta við að ganga upp á Langjökul vegna rigningar og óveðurs, en þangað var ferðinni heit- ið. — Á leiðinni til Reykjavíkur aftur, var farið frá Laugarvatni, þvert yfir Lyngdalsheiði, ofan í Grafninginn og svo daginn eftir yfir Hengilinn að Kolviðarhóli. — Fólkið dóðist mjög að viðtök- um þeim, sem það fekk alls staðar. en ekki hve sizt hjá Magnúsi bónda Magnússyni á Villinga- vatni í Grafningi, en hann tók vel á móti þeim, þó að komið væri fram á nótt og allt fólk hans sofnað. — Siðan fylgdi hann ferðamönnunum dag- inn eftir að Kolviðarhóli og krafðist svo lítils end- urgjalds að honuum var borgað þriðjungi meira en hann fór fram á. — Þessi hópur fór svo aftur með „Vestu" héðan 19. ágúst og var hið ánægð- asta með ferðina.*) Útlendir ferðamenn fyrir 50 árum. Sumarið 1896 voru óvanalega margir útlend- ingar á ferð hér, og vom langflestir þeirra Bretar. Blaðið „Isafold" segir, að það eigi ekki illa við að líkja ferðamönnunum við persónur á leiksviði, af sumum verði áhorfendurnir hrifnir, en aðrir liða *) Sbr. Isafold XXIII, 230. áhrifalausir fram hjá, — sjást snöggvast, hverfa svo og — gleymast. — Tveir bræður H. M. og G. M. Courage voru um sumarið, við veiðar í Soginu og við Elliðaámar, en þeir unnu sér alúðarhylli allra, sem kynntust þeim. Þeir sýndu öllum, sem þeir komust í nálægð við, einstaka vinsemd og alúð i umgengni, og stórmannlega rausn að því er fé og greiðslur snerti. — Þann 10. ágúst liéldu þeir rausnarlega veislu á Hótel Island og buðu þangað mörgum heldri bæjarbúum, konum og körlum, og komu flestir, sem boðnir voru, eða um 40 manns. — Blaðið segir að það sé „hjákátlegur andhælisskapur" hjá ekki æðra tignarfólki en hér gerist, að þykja sér ekki hæfa að þyggja boð af ókunnugum aðkomu- mönnum, en þetta lét sumt heldra fólkið sér sæma, og skaut sér undir það, að það hefði ekki verið kynnt fyrir þessum útlendu dáindismönnum, en þetta sé aðeins ofur eðlilegt, þar sem ferðamönn- um sé ekki hægt að heimsækja alla þá, sem séu einhvers metnir í hverjum bæ, og því sé þessi siður erlendis að bjóða til veislu. — Bræður þessir áttu óðal nálægt Lundúnum. Sá yngri var sjóliðsforingi í brezka flotanum og um hríð brezkur konúll í Afriku, en eldri bróðirinn stundaði óðalið, ferðaðist og naut efna sinna eftir föngum. — Þá var á ferðinni mikilsmetinn enskur preláti, Rev. Ross frá Glasgow og fór hann til Þingvalla, Geysis og víðar. Hann var nafnfrægur fomfræð- ingur, sem hafði ferðast mikið þ. á. m. um Norð- urlönd og svo hafði hann farið umhverfis hnött- inn, og þótti það annálsvert á þeim tímum. Prestur þessi var þá orðinn sextugur, og svo eru eins og hann væri á bezta skeiði, en hann hafði lika verið bindindismaður 44 ár æfinnar. — Tvær útlendar hefðarkonur voru hér lika á ferð þetta sumar. — Það var hin ágæta kona Miss Disney Leitli, ásamt dóttur sinni. Hún kom hér mörg ár í röð á þessum árum og ferðaðist víðu um landið á hestum og var Þorgrimur Guðmunds- son fylgdarmaður hennar. — Hún fór austur í Fljótshlið og að Bergþórshvoli og víðar á foma sögustaði. Frú Leith tók ástfóstri við ísland og lærði islenzku svo vel, að hún þýddi á ensku fjölda ljóða eftir ýms helztu skáldin okkar, einkum eftir Matthías. — Hin konan var vestan úr Bandaríkjunum, frá St. Paul í Minnesota og hét Miss Mary Stickney og var hún prófessor í sagnfræði við háskólann þar. Hún var prýðilega menntuð kona og var vel að sér í fomsögunum okkar. — Henni vildi það slys til, að detta af hestbaki og meiða sig talsvert, í skemmtiferð frá Akureyri að Goðafossi, svo að hún varð að hætta við ferðalag austur að skoða sögustaði Njálu, en komst aðeins til Þingvalla og nauðulega til Reykjavíkur aftur. — Oscar Clausen. Skrýtlur. Konan: „Mér sýnist þú ættir ekki að fara út í kvöld, heldur vera heima hjá mér á sjálfan af- mælisdaginn minn.“ Eiginmaðurinn: „Ég vil öllu fórna fyrir þig, elskan mín, en þetta get ég ómögulega gert fyrir þig, því að spilakvöldið mitt er í kvöld, og ég þarf að borga 25 aura, ef ég kem ekki á réttum tíma.“ ★ Konan (grátandi): „Veiztu, að vinnukonan okk- ar er vanfær?” Maðurinn: „Hún um það.“ Konan: „Mér er sagt, að þú eigir barnið.” Maðurinn: „Ég um það.“ Konan: „Er ekki von að mér námi?“ Maðurinn: „Þú um það.“ ★ Hann (í dansinum): „Ef enginn sæi til okkar, skyldi ég kyssa yður, þér eruð svo yndislegar.” Hún: „Á ég að leggja aftur augun?” ARRANES J

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.