Akranes - 01.08.1947, Qupperneq 4

Akranes - 01.08.1947, Qupperneq 4
KIRKJA OG KRISTNI ii. Líf eða hel. Vér vitum það öll, að trúmálin eru ekki höfð i hávegum á öllum stöðum, með þjóð vorrL Þeir eru að vísu margir, sem tala vel um þau efni og láta svo, sem sér sé hlýtt til þeirra, en telja þau þó ekki mikil- væg í þeirri merkingu, að þau séu aðkall- andi nauðsynjamál, sem beri að veita beinan og skjótan stuðning vegna almenn- ingsheilla og framtíðar þjóðarinnar. Marg- ir líta svo á, að trúmálin séu ekki hagnýt í venjulegri merkingu. Þau séu viðfangs- efni, sem ekki verði leyst með heilbrigðri skynsemi, ef henni verði þá beitt við þau á annað borð, og þar sé því ekki sams konar árangurs að vænta og um önnur viðfangsefni. Þau hafi ekki hagnýtt gildi og verði ekki í hávegum höfð á vorri öld vélamenningarinnar, öld hinna hagnýtu verðmæta og hagkvæmu aðferða í bar- áttu lífsins. Á hinu leitinu er svo reynslan og stað- reyndirnar um lífið i heiminum þessi árin. Þegar þessir sömu menn fara að ræða og láta álit sitt í ljósi um almenn velferðar- mál og horfurnar á heill og hamingju þjóðar og einstaklinga, þá kveður yfirleitt við einn og sama tón. Þeir hafa þungar áhyggjur út af því, hversu nú hefir horft og horfir í heiminum, þeim blöskrar að- gangurinn og þá hryllir við brjálæði og bölvun styrjaldarinnar. Þeir undrast, og spyrja sjálfa sig og aðra, hversu það megi verða, að mestu menningarþjóðir aðhafast slíka óhæfu. En svarið liggur miklu nær en þeir halda. Það er ekkert dularfullt fyrirbrigði, hvers vegna högum heimsins er svo komið, sem nú er. Þeir menn, sem eru undrandi og spyrja á þá lund, sem ég nefndi, gjöra sér ekki ljóst eðli og frumatriði málsins. Vér verðum að gjöra oss ljóst, að það eru ekki fyrst og fremst hersveitimar, sem eru að verki. Það eru ekki fyrst og fremst herskipin, flugvélarnar og skriðdrekarnir, sprengjumar og byssurnar, sem eru að verki, heldur menn. Það er þó ekki fjöldi hermannanna, heldur þeir menn, er hafa ráðin og leggja á ráðin. Það eru andleg öfl, mannlegar lífsskoðanir, sem eru fjand- samleg hamingjusömu mannlífi, sem standa á bak við ógnirnar og valda bölvun- inni og hörmungunum. Það em andleg öfl, öfl og stefnur mannlegs anda, sem beint og óbeint, vitandi og óafvitandi, viljandi og óviljandi undirbúa jarðveginn, sá og upp- skera þá ávexti, sem eru kvalir og mann- dráp, sorg og örvænting, bágindi, hungur og neyð, eydd lönd og brenndar borgir, í stuttu máli eyðing og rústir mannfélags og menningar. Svarið er þá í stuttu máli þetta: Brjálæði stríðsins milli menningar- þjóðanna stafar af því, að menningin er sjálf rotin og sjúk. Og hún er rotin vegna þess, að grundvöllur hennar er ótraustur, hún hvílir ekki á hinum rétta og heil- brigða grundvelli. Mennirnir, og þá einkum þeir, sem á einn og annan hátt ráða löndum, hafa gjört veröldina að víti. Og þá erum vér komin að orðinu víti. Það er Ijótt orð, einkum ef fyrri helm- ingurinn er líka tekinn með. Orðin atóm- sprengja, eiturgas og sóttkveikjuhernaður láta ekki eins illa í eyrum, en þau eru ægi- leg orð. Oss Islendingum er það ekki fylli- lega ljóst vegna þess, að vér höfum ekki haft af þeim ógnum að segja. En þær eru alvarlegasta umræðuefni þessara ára og svo ægilegar, að náhrollur fer um menninguna, ef svo má að orði komast, og þjóðir heimsins, stórar og smáar, eru skelf- ingu lostnar og skjálfa á beinunum af ótta við glötun og tortímingu. Helviti er ægilegt orð, en það er engu síður mikilvægt umræðuefni en atóm- sprengja og ekki síður þess vert, að því sé gaumur gefinn. Orðið hefir nú tvær merkingar, jarð- neskt viti og það víti, sem trúarbrögðin fjalla um, þ. e. kvalastað fordæmdra. Með jarðnesku víti er átt við andlegar og líkamlegar kvalir og þjáningar á hæzta stigi. Er þá bæði átt við ástandið sjálft og staðinn, þar sem slíkt verður. Víti í þess- ari merkingu er staðreynd. Það er til sönn og áreiðanleg vitneskja fyr og síðar um svo miklar kvalir, þrautir og þjáningar, að orðið getur talizt réttnefni. Þarf ekki annað en benda á ógnir síðustu heims- styrjaldar, sem þegar var drepið á. Hverj- ar eru orsakir hins jarðneska vítis? Hverju er það að kenna? Orsakimar geta verið fleiri en ein, svo sem náttúruviðburðir, sjúkdómar o. þ. h. En þær hörmungar, sem mest hefir kveðið að undanfarið, og nú þykja geig- vænlegastar, em mönnunum sjálfum að kenna. Það er illska mannanna og ódyggð- ir, syndir þeirra, sem bölinu valda. Það er ágirnd og valdafikn, tortryggni og öfund, grimmd og hatur, sem beint og óbeint ollu vítiskvölum heimsstyrjaldarinnar. Það getur verið erfitt að benda á ákveðna menn, sem liafi verið frumkvöðlar að öllu þessu, en það er ekki erfitt að benda á þær syndir, spillingu og lesti, sem hafa valdið jarðneskum vítiskvölum þúsunda og enda milljóna manna. Um þetta eru allir í raun og veru sammála, þótt ekki noti allir sömu orðin i lýsingum sínum. Og forráðamenn þjóðanna sitja með sveitta skalla og reyna að finna ráð til að bæla niður þann vítis- loga, sem mun eyða menningu og mann- kyni, verði hann ekki stöðvaður. En þegar svo kemur að kenningu trúar- bragða vorra um víti og eilifa glötun, þá eru menn hvorki sammála né sannfærðir. Eða það er ef til vill réttara að segja, að mönnum komi nokkurn veginn saman um, að kenningin um Satan og hin illu öfl, um víti og eilífa glötun, sé nú orðin úrelt og að engu hafandi. Á þetta bendir og sú staðreynd, að glötunarkenningar gætir nú orðið lítið í boðun Kristindómsins. Hvernig stendur á þessu? Eru ekki til tnnmæli Krists sjálfs um þetta atriði? Eða hafa ummæli hans verið misskilin svo mjög á fyrri tímum, að réttast sé að hreyfa ekki því máli? Eða brýtur glötunarkenn- ingin svo mjög bág við heilbrigða skyn- semi og hugsun, að boðendur orðsins séu þess vegna neyddir til að hlaupa yfir hana? Eða er kenningin svo óholl og hættuleg sálarlífi manna, að rétt sé af þeirri ástæðu að draga fjöður yfir hana? Kristur hefir kennt oss um jarðlífið, dauðann og lífið eftir þetta og hverjum þeim leikmanni, sem les orð hans, mun virðast svo, að hann tali ákveðið um tvenns konar ástand eftir þetta líf, tvenns konar örlög mannsins. En sé svo, þá er það meira en vafasamt, hvort rétt er og leyfilegt að fella niður nokkuð af þvi, sem hann kenndi. Þá er önnur spurningin, sem ég nefndi. Það munu margir bera fyrir sig, að það samrýmist ekki vilja og kær- leika guðs, að sálir manna líði kvalir eða glatist eftir dauðann. Það er margt í þessu efni, sem hægt er að efast um og ennþá fleira, sem vér vitum og ekki verður um villst. Það er staðreynd, að þúsundir og enda milljónir manna hafa á öllum öld- um orðið að þola þjáningar, sem mann- kynið hefði getað komizt hjá að skað- lausu að því er virðist. Allir spádómar um, að guð myndi ekki leyfa slíkt, hefðu reynzt ósannir. Það er ennfremur vist, að Þetta er erindi sem dr. Árni Árnason, héraðslæknir flutti á héraðsfundi Borgarfjarðarprófastsdæmis nýlega. 88 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.