Akranes - 01.08.1947, Síða 5
yfirleitt uppskera menn eftir því, hvernig
þeir hafa sáð. Það verður ekki dregið í efa,
að allt það böl og vítiskvalir, sem af styrj-
öld leiða, eru ávextir af vanþroska, ódyggð-
um og illsku mannanna. Þegar svo loks
er á það litið, að hvergi gætir ósamræmis
í lögmáli guðs i efnisheiminum, eða í nátt-
úrunnar lögum eins og þeir munu segja,
sem ekki eru guðstrúar, þá er ástæða til
að halda því fram, að glötunarkenningin
brjóti ekki bág við heilbrigða skynsemi.
Það er ekki gagnstætt réttri hugsun að
trúa því, að illra manna bíði ill tilvera
annars heims og því verri og því lengur
sem þeir eru verri og seinni að snúa sér
til réttrar stefnu.
Hitt er svo annað mál, hvernig liver og
einn hugsar sér þessa tilveru. Víti og hin-
um illu öflum var á öldum áður lýst og
þau útmáluð á þann hátt, sem ekki getur
samrýmst hugsun nútiðarmanna. Þegar
þessum gömlu kenningum var ekki lengur
trúað þvarr sú trú, að til væri Satan og
viti. Það er ekki rétt, en liugmyndir hvers
eins um þetta atriði fara eftir þroskastigi
hans, hvernig hann skilur kenningu Krists
um þau efni. Þetta atriði er fyrir utan
svið þekkingar vorrar og sömuleiðis hitt,
hvers vegna guð leyfir kvalir og vansælu
þessa heims og annars.. Vér þekkjum jarð-
neskt víti og vitum, að guð lætur það við-
gangast. Það kollvarpar ekki guðstrú vorri.
En þess er þá að gæta, að enginn grund-
vallarmunur er á kvalafullu ástandi
fflannssálarinnar þessa heims og annars.
Guðstrú vor lokar því ekki glötunarhug-
myndina úti af ofannefndri ástæðu og því
síður, sem vér ekki vitum um þau tæki-
færi, sem guð gefur mönnunum til að
taka rétta stefnu að jarðlífinu loknu. Þetta
svið er utan og ofan við þekkingu vora og
skilning og það er hætt við, að heilabrot
vor endi í villu og misskilningi. Vér skul-
um í því sambandi minnast þess, hve
sjálfir postularnir misskildu Krist, er þeir
hugðu, að það yrði þegar á þeirra dögum
sð Kristur kæmi í skýjum himins á degi
dómsins. Það er sjálfsagt réttast, að trúa
orðum Krists og láta hann um það, sem
or utan og ofan við vora lillu þekkingu og
skilning. Þá er að lokum sú mótbára, að
hvorki sé rétt né hollt, að hræða með
kenningunni um víti. Þessi mótbára er í
eSli sínu staðleysa, en getur þó verið hálf-
Ur sannleikur.
Það má predika víti á þann liátt, að
þsð sé bæði rangt og skaðlegt, og það má
Vera, að andúðin gegn slíkri predikun sé
ostæðan til þess, að kenningunni er nú
orðið litið haldið fram. En sé það viður-
kennt, að Kristur hafi talað ákveðið um
þetta efni, þá er það vitanlega rangt að
þegja um það og draga fjöður yfir orð hans
Ulu það mál fremur en önnur. Aðferð
strutsins, að stinga höfðinu í sandinn á
hættunnar stund, hefir aldrei þótt vitur-
AKRANES
leg. Það er rangt, að loka augum manna
eða leyfa þeim að loka augunum fyrir af-
leiðingum og hættum hinnar öfugu og
illu stefnu mannsandans frá hinu góða,
frá guði. Það er álíka rangt eins og það
væri, að dylja unga og gamla þeim hætt-
um og því tjóni og refsingum, sem eru
afleiðingar öfugs lífernis og afbrota hér í
lífi. Það er ekki ráðið til þess að lækna eða
koma í veg fyrir meinsemdir mannfélags-
ins, að gjöra lítið úr afleiðingunum eða
þegja yfir þeim. Það er ekki ráðið til að
sporna við kynsjúkdómabölinu, að þegja
við unga og gamla um þá afleiðingu laus-
lætisins, eða láta sér nægja að mæla á þá
leið, að skemmtilegra sé að vera skírlífur.
Það myndi heldur ekki reynast happasælt
í baráttunni gegn áfengisbölinu, að sleppa
öllum umræðum og fræðslu um afleið-
ingar áfengisnautnar. Baráttumenn á því
sviði láta sér ekki nægja að segja, að hóf-
semin sé fegurri og skapi hamingju, held-
ur segja þeir sem satt er, að sá, er iðkar
vínnautn, eigi það á hættu að spilla al-
gjörlega lífi sínu og verða ræfill og aum-
ingi. Hinu má svo ekki gleyma, að þegar
barizt er gegn meinsemdum og böli mann-
lífsins, verður að gjöra það ekki aðeins i
fullri hreinskilni, heldur og af skynsam-
legu viti og fullri sanngirni. Það á ekki
sízt við um það efni, sem hér hefir verið
minnst á. Það á ekki og það er engin þörf
á að predika það þannig, að valdið geti
bölsýni eða hugsýki. Það á að ráðast á
syndina en ekki syndarann.
Þá er að lita á hina hliðina, björtu hlið-
ina, því að hún er lika til. Það er til friður
og sátt, gleði og hamingja í lífi einstak-
linga og þjóða, og það er von mannkyns-
ins, að sú stefnan fái sigur. Því er þó ekki
að neita, að margir eru bölsýnir. Þeir lita
svo á, að mannlífinu verði ekki breytt til
batnaðar. Þetta vonleysi og trúleysi, eða
öllu heldur vonleysi trúleysisins geta
kristnir menn ekki fallizt á. Vér kristnir
menn erum þess fullvissir, að til er leið,
sem mönnunum er fær, að þvi takmarki,
sem öllum á að vera sameiginlegt, en það
er mannfélag, sem er bræðralag, byggt á
réttlæti og kærleika, guðsríki á jörðu.
Til þess að breyta mannlífinu á þenna
hátt, þarf að grafast fyrir rætur bölsins
og útrýma því. En við athugun málsins
verður niðurstaðan einmitt sú, að rótin er
í mönnunum sjálfum, þar er að leita or-
sakarinnar. Þá liggur það líka i augum
uppi, að mennirnir þurfa að breytast.
Ráðið er fyrst og fremst það, að bæta
mennina. En verður þeim breytt? Margir
efast um það. En þó er það vitað, að menn-
irnir hafa breytzt mjög mikið frá því t. d.,
er þeir voru frumstæðir og það hafa orðið
breytingar á mönnum og þjóðum á
skemmri tíma, þeim tíma, sem sagan nær
yfir. Sagan getur líka um ákveðnar hugar-
farsbreytingar á vissum tímum, er ákveðn-
ar stefnur og andlegir straumar fóru yfir
löndin. Enn er á það að líta, að þótt fjöldi
manna og margar þjóðir standi á lágu
menningarstigi, þá er til fjöldi góðra og
göfugra manna með mörgum þjóðum og
sumar þjóðir eru komnar á allhátt stig
manngöfgi og siðgæðis. Nú á vorum dög-
um eru t. d. til þjóðir, sem ekki myndu
hefja stríð að fyrra bragði í þvi einu
skyni, að undiroka aðrar þjóðir og brjóta
undir sig lönd þeirra.
Þær breytingar, sem orðið hafa á mönn-
um og þjóðum, eru að vísu mestar og á-
þreifanlegastar á einn veg. Mennirnir
hafa vaxið að þekkingu. Þeir hafa öðlazt
stórfenglega kunnáttu i mörgum greinum,
náð taumhaldi á náttúruöflunum og gjört
jörðina sér undirgefna. Mannlífið hefir
tekið miklum breytingum til batnaðar á
þeim sviðum, þar sem kunnátta og tækni
ráða mestu eða öllu. Mannvit og þekking
hafa leyst margar gátur og ráðið fram úr
mörgum vandamálum. Þeir eru líka marg-
ir, sem einblina á þessar framfarir og af-
rek vitsmunanna og hafa fengið ofbirtu í
augun af ljósi vísindanna. Þeir eru sann-
færðir um, að þekking og vísindi séu ein-
fær um að skapa hamingju i heiminum og
halda henni við. Það sé aðeins undir því
komið, að þekkingin sé nægilega mikil,
því að þá sjái menn og skilji orsakir og
eðli mannlegs böls og muni afstýra því.
Kristnir menn líta öðruvísi á. Að visu
dregur enginn það i efa, að vitsmunir og
þekking eru dýrmæt andleg verðmæti,
sem hafa orðið og geta orðið til mikillar
blessunar. Vitsmuna og þekkingar er þörf,.
til þess að sjá og skilja rætur og orsakir
meinsemda mannfélagsins og hvernig úr
þeim verði bætt. En tíðindi þau, sem gjörst
hafa í þeim löndum, sem talin eru mikil
menningarlönd og mesta eiga þekkinguna,
sýna átakanlega, að mannvit og þekking
eru ekki einhlít. Það fer meira að segja
svo, að þessi dýrmætu vopn snúast öfug í
höndum liinna vitrustu manna og valda
hinni mestu bölvun. Það þarf annað og
meira til en vit og þekkingu, til þess að
skapa hamingju þjóðanna og gjöra menn-
ina sæla. Þar verða önnur andleg verð-
mæti að koma til. Þessi verðmæti eru
mannkostirnir, dyggðirnar. Þau verðmæti
eru hin mikilvægustu og þau eru torfengn-
ari en þekkingin, en þau verður mann-
kynið að eignast í nægum mæli, til þess
að skapa heill og hamingju einstaklinga
og þjóða, það er óumflýjanlegt. Það er
skilyrðislaus krafa. Það eru þessi verð-
mæti, sem Kristur lagði áherzlu á. Hann
vann að þvi, að efla þau og breiða þau út
meðal mannanna. Það er einnig stað-
reynd, að þegar óhamingja steðjar að, og
við ei Ithvert böl er að stríða, þá er flúið
til þessara verðmæta, þessara andlegu
gæða, og þar er leitað lækningar einstak-
lingum og þjóðum. Fjöldi vitrustu og beztu
89