Akranes - 01.08.1947, Qupperneq 7

Akranes - 01.08.1947, Qupperneq 7
Úr dagbókum Sveins Guómundssonar III. Þetta var ritað í okt. 1907: — Ef við tækjum nú þegar það ráð, að hætta öllum aðflutningi á ónauðsynlegum vörum, svo sem víni og glysvarningi, en legðum aftur meiri kraft á framleiðslu, sérstaklega fiski- afla, þá mundi hér strax sjá staði. Gullið okkar er ísl. vara, land- og sjávarafurðir. Auðvitað verðum við nú sem stendur að stoppa ýmsar verklegar framkvæmdir, á meðan bankar okkar eru tómir. Það er nauðverja. En að leggja kapp á fram- leiðslu, er að grafa upp gull. Þetta verðum við að hafa hugfast nú um tíma og sjálf- sagt ætíð að spara útgiftir sem ekki bera arð. Um þessi áramót, 1907 og 1908, er Sveinn ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga og ákveðið að setja upp sölu- deild á Akranesi. 3. apríl 1908. — Halldór Einarsson á Bakka jarðsettur. 31. des 1909 dó Björn Böðvarsson. 22. júni 1910 kaupir Sv. G. Efrigötu af Magnúsi gamla Jónssyni fyrir 900 kr. 1. okt. 1910 stofnað Isfélag hér. 19 hlutir á 500 kr. hver. Þar af á Thomsen 10, sem er andvirði allra eigna hans hér. Þeir, sem fórust héðan á kútter Svanur- inn 17. apríl 1912: Magnús Ólafsson, Bjargarsteini, Magnús Magnússon, Sjávar- borg, Sigurmundi Helgason, Vigfús Magn- ússon, Austurvöllum, Bjarni Guðmunds- son, Sveinn Sveinsson, Litlubrekku, Teitur Gíslason, Ármóti. 31. desember 1912. — Aftansöngur fór ágætlega. Ólafur Björnsson, Litlateig, tón- aði og fór það mjög vel. 20.—28. febr. 1913. — Dóu eftirfarandi 4 persónur: Bjarni Guðmundsson, Sól- mundarhöfða, Kristín Magnúsdóttir, Upp- koti, Halldóra Ásmundsdóttir, Bæjarstæði, Kristín Teitsdóttir, Nýlendu. Allt vandað og gott fólk. 20. des. 1913. Um nóttina strandaði hér gufuskip á Fuglaskeri, fram undan Elínar- höfða. Skipið heitir „Forrce,“ og var með 3. Kona ófrísk eða með barn á brjósti. Verndandi fæða: Mjólk 1 líter, kjöt eða fiskur 120 gr., 1 egg, ostur 30 gr., græn- meti 100 gr., kartöflur 250 gr., baunir 10 gr., lýsi 1 barnaskeið. Ávextir eða hrátt grænmeti (t. d. 100 gr. appelsínur eða sítrónur). Orkugefandi fæða: Fita, mjöl- efni (mn 250 gr.) og sykur. Verndandi fæða alls um 1550 hitaein., en dagsfæði 3000—3500 hitaein. (eftir vinnunni). Orkugefandi fæðan, sem einkum fer til brennslunnar, verður aðallega mjölmeti (brauð og grautar), feiti og sykur, og verð- akranes 3000 skpd. af saltfiski. Björgunarskipið var í Reykjavík, og var fengið til að bjarga, en það gekk allt mjög böngullega. Að skip- ið strandaði kom til af því, að bæði var það bilað og áttavitinn skemmdur. 6. janúar 1914 var haldið 11 ára afmæli Bárumanna. Á vertiðinni 1914 eru héðan um 90 manns i Sandgerði. Á jólum 1914 tónaði Einar Einarsson Kvaran. Gott. Að árslokum 1914. Sjávarafli hefur ver- ið í meðallagi og verð á fiski mjög hátt, frá 80—100 kr. skpd., en striðið hefur tept samgöngur svo að fiskur hefur ekki verið sendur fyrr en rétt fyrir áramót, og þó ekki almennt eða að fullu. Síðan stríðið byrjaði hefur öll vara verið að stíga í verði, bæði útlend og innlend og höfum við því fengið vörur okkar vel borgaðar. T. d. haustull verið seld hér á 1.20 pr. pund. Hross hafa verið borguð afar háu verði. Verzlun til áramóta er því ekki stórþvingandi fyrir landið, en það lilýtur að koma fram á kom- andi ári, og það tilfinnanlega, jafnvel þó stríðið hætti, sem ekki er útlit fyrir. Það sem okkur snertir og er stór eftir- tektarvert, það eru lögin um algert vín- sölubann hér á landi. Við efum ekki að þau færa frið og blessun á hvert heimili og umskapa landslýðinn í hugsunarhætti og færa hann í ný föt sem fara honum betur. Þeir, sem lifa eftir 12 ár, munu sjá í þessu falli mikil og stór umskipti. 3. janúar 1915. Sigurhátið okkar templ- ara fór fram með tveim ræðum í kirkj- unni, sem þeir fluttu Oddur Sveinsson og Gísli Hinriksson. Þeim mæltist vel. Þar var æfður og góður söngur. Eftir það sam- sæti, kaffi og súkkulaði. Ræður og söngur i skólanum. Allt fór vel fram. 16. apríl. „Gullfoss“ er kl. 9 f. h. að hafna sig í Reykjavík, og eru það mikil tiðindi fyrir Islendinga. Honum hefur verið eins og vera bar mjög vel fagnað, og vona allir hins bezta af þessu fyrirtæki. Hamingjan fylgi blessuðu skipinu. 17. júni. Hefi byggt Geirmundarbæinn, ur sú viðbót að vera því meiri, sem vinn- an er erfiðari. Þessar fæðutegundir eru ödýrari og mörgum munntamari. Hvítt hveiti og póleruð hrísgrjón eru bætiefna- snauð og ber því að nota rúgmjöl og heil- hveiti. Galli hvíta hveitisins og sykursins er annars einkum sá, að mönnum hættir til að neyta minna af verndandi fæðu, er þeir neyta hveitis og sykurs verulega. Þessar fjörefnasnauðu tegundir verða því gauksunginn i hreiðrinu, til heilsuspillis einkum börnum og unglingum. Árni Árnason. og flytur fjölskylda Gísla Hinrikssonar í hann i dag. Ingunn og Haraldur giftu sig 6. nóvem- ber 1915. 24. desember. Ágætur aftansöngur, Öl. B. Björnsson tónaði. Við áramót. — Á þessu ári byrjum við að sigla okkar eigin skipum milli landa. Gullfoss og Goðafoss. Þessi skip bæði eru góð, og vel útbúin að öllu og hæfilega stór. Við þurfum aðeins að stækka þennan út- veg því að hann er svo áríðandi. 8. nóv. 1916. Byrjuðum að virða hér hús fyrir Brunabótafélag Islands. 20. nóv. Erum að virða hús, fólk óánægt með lög þessi. (Brunabótalögin). 13. jan. 1917. Það slys vildi til í nótt, að 1 maður, Sig. Sigurðsson í Hjallhúsi, kafn- aði inni af lampaljósi. Hjá honum var kærasta hans og systir hennar. Voru þær með lifsmarki, en mjög hæpið að þær lifi. (Þær dóu báðar). 8. sept. 1917. Verð á kartöflum nú 30 —32 kr. pr. íoo kg. Það er eins og annað afar dýrt. Hervald Björnsson verður kenn- ari haustið 1917. Við árslok 1917. — Afurðum okkar er nú mjög erfitt að koma á erlenda markaði. Þó tekur út yfir með saltfiskinn. Verzl- unarhorfur allar ískyggilegar. Salt er um 300 kr., kol sama. Járn og kopar að sama skapi. Grjón 1.20 kg„ og allt þar eftir. 7. apríl 1918. Vantar 2 báta. Odd í Presthúsum með 3 mönnum, og Valdimar í Innsta-Vogi með 2 menn. 1918 kemur Guðmundur Björnsson, sýslumaður. 11. sept. 1918. Nú er 60 ára afmæli Jóns prófasts Sveinssonar. Kom af hend- ingu til hans og sagði hann mér það þá. Hann er lang merkasti maður þessa pláss og djúphyggnasti, en beitir sér of lítið, þvi friðsemin er takmarkalaus. Oddgeir Ottesen dó 1918 í nóv. 21. april 1919. 1 dag er stofnað hér félag í því skyni að koma á fót blaði, sem konn út einu sinni á mánuði. 1 framkvæmda- nefnd voru kosnir þeir: Þorsteinn Jónss- son, Ólafur B. Björnsson, Níels Krist- mannsson, Þórður Ásmundsson, Jón próf. Sveinsson og Sveinn Guðmundsson. 8. maí 1919, komu hingað Sigurður Kjartansson og Eiríkur Hjartarson. (Þeir komu til að leiða rafljós — frá mótor — í Hoffmannshús og Litlateig). 27. júní 1920. Iþróttamót hér. Hall- grimur Jónsson (á Miðteig) vann glímu- skjöldinn. 12. maí 1920 er Sveinn Guðmundsson settur hreppstjóri. 31. des. 1920. Saltfiskur í góðu verði, eða sem svarar 250 kr. skpd. Kartöflur 50 kr. tunnan. 2. jan. 1921, deyr Jóhann Björnsson, hreppstjóri. Þar fellur frá merkur maður og réttlátur. 22. maí dó sr. Jón Sveinsson 91

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.