Akranes - 01.08.1947, Page 8

Akranes - 01.08.1947, Page 8
(veittir Garðar 24. apríl 1886). Fullyrði að hægt er að setja hann á bekk með fremstu andans mönnum þessa lands. Svo merkur, vandaður og vís sem frekast er hægt að liugsa sér. Það er vart hugsanlegt að geta fengið annan eins mann í hans stað, hvað þá betri. Hann messaði hér fyrst og síðast á hvítasunnudag. 6. júní 1921. Hefi rannsakað, að kaupi maður á hausti óslægðan fisk á 16 aura pr. pund og herði hann, þá kostar hann að vori 84 aura pr. pund. 7. janúar 1922. Gjörði verzlun mína upp. Hefi tapað í ár. Er það fyrsta árið sem ég hefi tapað frá því fyrsta ég man eftir. 1.8. janúar 1922 andaðist Hallgrímur á Söndum. Með „Heru“ fórst 12. febrúar 1922: Guðmundur Erlendsson, skipstjóri Heima- skaga. Valgeir Guðmundsson, Suðurvöll- um. Jón Oddsson, Steinsstöðum. Jón Jóns- son, Bergi og Valdimar Jónsson, Hákoti. Bjarni á Gneistavöllum deyr í febrúar 1922. 15. april 1922 fundur um kaup á jörð- inni Görðum. 2. júlí 1922. Iþróttamót. Ræður o. fl. Sveinn Magnússon andaðist 19. ágúst. Við áramótin 1922. Kirkjuna má nú hita upp. Nýtt orgel keypt í hana. Vegur byggður upp að Görðum og ein hlið kirkjugarðsins hlaðin úr steini. 18. júní 1923. Norðan stórveður. Skipað út fiski ca. 1000 skpd. frá B. Ólafsson & Co. og Þórði Ásmundssyni. Fyrsta hátíðarmessa 4. nóvember 1923. Gjafir til kirkjunnar ca. 900 kr. 1. desember 1923. Afmæli U. M. F. Akraness. Mikil ræðuhöld, söngur, sjón- leikur og dans. Nú um 90 félagar. Ég hefi mikið álit á þessu félagi. Það samanstend- ur nú af ágætum meðlimum og von mín er sú, að hreppur þessi hafi bæði heiður og heill af þeim. 1924. — Verðlag á nokkrum vöruteg. 1880—1923. 10 pund kaffi ....... 8 00 15.00 5 pund export..... 2.50 6.50 15 pund sykur ........ 6.00 11.25 100 pund rúgmjöl .... 12.00 21.00 50 pund grjón ........ 7.50 15.50 50 pund bankabygg .. 7.50 16.00 20 pottar olía ...... 9.00 7.00 1 skpd. kol .......... 4.00 13.00 240 pund salt..... 3.50 19.20 Kr. 60.00 124.45 Fyrir 60 kr. 1880—90 þurfti íýg skpd. þorsk nr. 1, eða 300 tíma vinnu við erfiði. Nú þarf ekki 1 skpd. af saltfiski eða 124V2 tima vinnu fyrir sömu vörur. Sama kemur út ef landafurðir eru teknar. 18. marz 1924. Guðjón Þórðarson, Vega- mótum fórst hér af pramma við Flösina. Valgerður Briem dó 26. apríl 1924. Stutt athugasemd frá séra Birni Kæri, háttvirti ritstjóri! Mér barst áðan febr.—maí-hefti „Akra- ness“ og leyfi mér að láta í ljós aðdáun mína á kápu-forsíðu þess. Efnið hefi ég ekki lesið ennþá nema fyrirsagnir, en mér lízt prýðilega á þær, og dáist æ meir að þeim fjölbreyttu, fjörmiklu og óþreytan- legu kröftum, sem þú ert gæddur (þér að þakkarlausu, kannski!). Tilefni ofangreindra lína er nú samt allt annað — nefnilega, að ég hefi þó þegar lesið eina af greinunum: þá, sem ber yfirskriftina „Prestur blessar Bakkus,“ því ég sá nafn mitt rétt hjá yfirskriftinni. Við lestur greinar þessara duttu mér í hug hin postullegu orð: „Það ber ég þeim, að þeir eru vandlátir vegna Drottins, — en ekki með skynsemd." Og nú vil ég leyfa mér að bera upp fyrir þér eina afdráttarlausa spurningu. Get- urSu haldið fast við hina harðvítugu alls- 21. júní 1924 deyr Guðbjörg á Söndum, yfir 80 ára. 23. nóv. 1924 deyr Vigdís í Görðum. 30. nóv. 1924 hélt Ungmennafélagið hér 15 ára afmæli sitt fyrir 112 félaga. Hefur starfað með lífi og sál til þessa. Enda hefur það haft ágætum piltum og stúlkum á að skipa, sem fremstu fólki, og þar af leið- andi haft mjög betrandi andleg áhrif á byggðarlagið. 18. des 1924. Almennur fundur um Garðakaupin. Með kaupunum mæltu fáir utan nefndar þeirra sem í málið var kosin, æn móti var ég og J>orsteinn á Grund. Það sem við aðallega fundum að er: 1. Að undan jörðinni er tekið allt Garða- land norðan og vestan gatnanna inn Still- holt, sem er Brekkubær, Presthús og mikil lóð auk þess, og aðallóðin fyrir framtíðina í Garðalandi. 2. Utlandið við Sanda er útgrafið mó- land, hættur og fen og inn af því marflatir flóar upp undir Garðasel. 3. Þetta sem selt er eða falt til sölu, er alltof dýrt svo úr hófi keyrir eða 38—40 þúsund kr. 4. Við höldum þvi fram, að hér sé um óhagfræði að ræða, að hreppurinn blandi sér í að kaupa svona slæmt og dýrt land og það af þarflitlu. Því ætíð verður það hagfræði fyrir prestinn að leigja mönnum lóðir undir byggingar, og sömuleiðis að láta þá menn fá land sem vilja leggja í að yrkja til ræktunar. 5. Svo er sá stóri galli hér á að Garðar eru í öðrum hreppi og mundu gjöld til hans verða tilfinnanleg. Ýmsar fleiri á- stæður eru fyrir að kaupa ekki Garðana. herjar-fordœming .þína . ú .áfengi . sem nautnaméðali, þegar þú hugleiðir í ró, að þess er hvað eftir annað getið í guðspjöll- unum, að Jesús hafi haft vín um hönd? Ég skal ekki eyða dýrmætu rúmi „Akra- ness“ með röksemdaleiðslum — aðeins leyfa mér að lokum að benda þér (og lesendunum) á stað í Nýja Testamentinu, sem upplýsir að fullu, „principielt,“ þetta (og öll önnur skyld) viðhorf. Það er 14. kapítulinn í Rómverjabréfinu. Settu aðeins orðið „vin“ fyrir „mat“ og „ket,“ en „drekka“ fyrir „eta.“ Með fyrirfram þökk fyrir birting þess- ara lína í næsta hefti „Akraness“ og ósk- um allra heilla ykkur til handa. Þinn einlægur og óbreyttur vinur, fíjörn O. fíjörnsson. Aðeins örfá orð séra Björn! Ég hafði aldrei haldið að þjónandi prest- ur mundi leggjast svo lágt að freista þess að hafa Krist fyrir verjanda sinn fyrir áfengisdýrkun. Gagnvart Páli postula má nærri fara um hugarfar hans gagnvart víni. Hann segir einhvers staðar, að hann myndi ekki að eilífu neyta kjöts, ef það yrði til að hneyksla bróður sinn. Hvað mundi þá ekki miklu fremur um vín- nautn í hans augum. I ritningunni stendur þetta lika: „Ef einhver, sem færi með hégóma og lygar, hræsnaði fyrir þér og segði: Ég skal spá fyrir þér víni og áfengum drykk — það væri spámaður fyrir þessa þjóð.“ Okkar þjóð þarnast nú meir annarra spámanna. Mig tekur sárt að þú skulir útbreiða og mæla með víndrykkju í hvaða mynd sem er; og enn sárara, að það skuli vera einn starfsmaður kirkju Krists. Ó. fí. B. Fátæklingur — Okrari. Hafði þó sómatilfinningu. Árið 1915 voru hér enn flestir fátækir. Þá höfðu unglingar litil fjárráð. Hinn 16. april, þegar „Gull- foss“ kom i fyrsta sinni til Reykjavikur, langaði unga og gamla til þess að skoða vandlega þetta fagra og fullkomna skip. 1 öllum skólum var gefið fri. Eftirfarandi smásaga er af tveim bekkjar- bræðrum úr Menntaskólanum í Reykjavík. Þá höfðu ýmsir það fyrir atvinnu að flytja fólkið á smábátum milli skips og lands, og kostaði far- gjaldið 25 aura. Annar piltanna var „blankur" en hinn hafði þó einhverja vasapeninga. Sá fátæki bað þann sem betur mátti, að lána sér 25 aura til þess að þurfa ekki að verða af þessu einstaka tæki- færi, að skoða „Gullfoss." Það varð að samningum þeirra í milli, með þvi að sá fátækari endurgreiddi lánið með go aurum. Enda þótt þetta þætti harðir kostir var lánið tekið gegn þessum skilyrðum. Nokkru seinna lagði kennarinn svo fyrir, að bekkurinn skyldi skrifa um komu „Gullfoss." Þeir kunningjamir ræddu um þessa ritsmið, og segir lánþeginn að hann geti ekki komizt hjá þvi að segja satt og rétt frá okraranum sem lánaði fé með endurgreiðsluskyldu á helmingi hærri upp- hæð en tekin hefði verið að láni. Þá segir lánar- drottin: „Ég skal borga þér 1 krónu ef þú segir ekki frá þessum viðskiptum okkar.“ 92 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.