Akranes - 01.08.1947, Page 17
þangað. Urðu ýmsir danir mjög reiðir út
af þessu tiltæki framkvæmdastjórans. Var
víst reynt að halda þvi fram að þetta væri
runnið af stjórnmálalegum ástæðum, og
verið beitt. áhrifum á Nielsen i þessu efni.
Birtust um þetta efni nokkrar greinar í
dönskum blöðum. Þá þegar sýndi Nielsen
þann drengskap að birta opinberlega í
dönskum blöðum yfirlýsingu þess efnis,
að „Enginn Islendingur, hvorki stjórn-
endur félagsins eða einstakir menn, hefðu
látið nokkra ósk í ljósi við mig, að málað
yrði yfir flöggin. Það var ég einn, fram-
kvæmdarstjóri félagsins, sem skipaði
þannig fyrir. Ástæðan til þess var sú, að
„Gullfoss“ var hið fyrsta skip, er til Is-
lands hefur komið svo, að það væri smíðað
fyrir islenzkt fé eingöngu. Fyrirtækið var
svo algerlega þjóðlegt, að hver maður,
jafnt ríkur sem fátækur, hefur lagt á sig
þungar byrðar og sýnt hina mestu ósér-
plægni í þessu máli. Það hefði því verið
næsta óviðfeldið að koma með varúðar-
merkin og „Danmark" málað á skipshlið-
ina, þegar fyrsta íslenzka skipið kom til
Islands. önnur ástæða mín var sú, að
varúðarmerkin gera það að verkum, að
skipið sýndist minna en það í raun og veru
er. En ég vildi auðvitað að þetta snotra og
rennilega skip, liti eins fallega út og unnt
væri, er það kæmi heim til sín. Fólk tók
„Gullfossi" alls staðar með áköfum fögn-
uði, en allt var það laust við pólitískar
æsingar." Svona drengilega og rækilega
gerði Emil Nielsen hreint fyrir dyrum í
dönskum blöðum, út af árásum sinna
eigin landa. Afstaða hans í þessu máli —
þó ekkert stórmál væri — lýsir vel, allt
frá uppafi, hvernig Nielsen hefur hugsað
sér að þjóna félaginu og þvi landi sem
hann tókst á hendur að vinna fyrir. Hann
hefur sýnilega ætlað sér að láta starfið
mótast af nauðsyn og þörfum Eimskip og
Islands. Meira að segja á undan hans
eigin föðurlandi. Slík var réttlætiskennd
fyrsta framkvæmdarstjóra Eimskipafé-
lagsins.
Einn skipstjóri alla tíð.
Glæstur ferill „Gullfoss“ í tuttugu og
fimm ár sýnir að félagið hefur verið liepp-
Jð í valinu um skipstjóra. Hann var hinn
farsæli fyrirmyndarmaður, sem ekki
mátti vamm sitt vita. Honum var starfið
°g hamingja skipsins og heill félagsins allt.
Sigurður Pétursson, skipstjóri, er fædd-
ur 12. ágúst 1880 og uppalinn í Hrólfs-
skála á Seltjarnarnesi. Sonur Péturs Sig-
urðssonar bónda Ingjaldssonar. Höfðu
forfeður hans búið í Hrólfsskála í marga
ættliði. Höfðu þeir stundað búskap til sjós
°g lands. Kona Sigurðar Ingjaldssonar hét
Sigríður Pétursdóttir Guðmundssonar
bónda í Engey. Móðir Sigurðar, og kona
Péturs Sigurðssonar, var Gauðlaug Páls-
dóttir, snikkara Pálssonar prófasts í Hörgs-
akranes
Þýzkur kafbátur stöSvar „Gullfoss“
í fyrra stríSinu.
dal á Síðu, Pálssonar. En móðir Guðlaug-
ar, ömmu Sigurðar, var Guðrún, systir
Péturs organleikara Guðjohnsen. Kona
Sigurðar skipstjóra er Ingibjörg Ölafsdótt-
ir, Guðmundssonar frá Mýrarhúsum á
Seltjarnarnesi. Eiga þau yndislegt heimili
í Pálsbæ á Seltjarnarnesi.
Hugur Sigurðar hneigðist fljótt til sjáv-
arins. Ákvað hann ungur að fara á sjó-
mannaskólann hér og innritast á hann
aðeins 18 ára gamall, og líkur prófi þaðan
i8gg. Af ýmsu má ráða að Sigurður hafi
snemma verið farið að óra fyrir og dreyma
um auknar siglingar Islendinga. Því ein-
göngu við það miðast ákvörðun hans um
að ganga enn á stýrimannaskóla i Kaup-
mannahöl'n. En þaðan tók hann próf eftir
D/2 ár. Hann vissi að ef Islendingar eign-
uðust einhvern tíman stærri fiskiskip, eða
skip til að lialda uppi eigin siglingum milli
landa, þyrfti til þess meiri menntun og
frekari réttindi en stýrimannaskólinn hér
veitti i þá daga. Eitthvað sigldi Sigurður
á dönskum skipum, en kom fljótlega heim
og gerðist skipstjóri fyrir föður sinn á
kútter „Milly.“ Var hann þar til 1907 er
hann fór sem stýrimaður á flóabátinn
„Ingólf“ og var það frá 1907—08. Þaðan
fer hann sem 1. stýrimaður á „Austra,"
strandferðaskip Thorefélagsins 1910. Þar
var hann í 3 ár, en fer þaðan á „Mjölnir,“
eftir að „Austri var seldur. Þar var hann
svo til vors 1914, er hann ræðst enn til
náms á Radioskólann í Svendborg, og tek-
ur þaðan próf sem loftskeytamaður.
Eftir þennan undirbúning. þar sem
hann í starfi hafði sýnt árvekni og sam-
vizkusemi, var hann í febrúar 1915 ráð-
inn skipstjóri á hið nýja skip Eimskipa-
félagsins, sem nú var verið að byggja.
Sigurði fannst hér áreiðanlega í mikið
ráðist af svo ungum manni. Þess heldur
sem engin hliðstæð skipsstjórn hafði þekkst
á Islandi. Hugurinn snerist því óaflátan-
lega um það, að allt í sambandi við þetta
nýja og mikla ábyrgðarstarf færi helzt
meira en sæmilega úr hendi. Annars yrði
þetta svo mikið áfall fyrir framtið ís-
lenzkra millilandasiglinga, er þær væru
nú hafnar að nýju eftir margra alda uppi-
hald.
Sigurður Pétursson er dulur maður og
hefur sig lítt i frammi utan þess verka-
hrings sem hann á að sjá um. Þegar liann
er spurður, og beðinn að segja frá ein-
hverju merkilegu sem skeð hafi á „Gull-
foss“ þau 25 ár, sem hann hafði þar yfir-
stjórn, segir hann ofur rólega, að þar hafi
ekkert merkilegt gerst. Þetta sýnir bezt
lyndiseinkunn hans ög hlédrægni. Því
nærri má geta hvort t. d. í fyrra stríðinu
hafi ekki ýmislegt komið fyrir öll árin sem
frásagnar væri vert, og hafi á þeim tíma
haldið vöku fyrir svo samvizkusömum
manni. Því það skauzt upp úr Sigurði, að
í raun og veru hafi hann vanrækt allt sitt,
næstum að segja sitt eigið heimili, af um-
hugsuninni og áhyggjum fyrir þvi að
„halda skipinu á floti“ án þess nokkuð yrði
að, eða komið gæti fyrir sem ylli skipi,
skipshöfn, farþegum eða félaginu tjóni á
einhvern veg.
1 fyrra stríðinu fór „Gullfoss" 14 ferðir
milli Islands og New York. Þótti Ameríku-
mönnum það alveg furðuleg sigling á svo
litlu skipi á öllum árstíðum svo langan
veg, og það á stríðstímum. Á fullveldis-
daginn 1918 var „Gullfoss" kominn lang-
leiðina til Ameríku. Hinn 3. desember
voru þeir í New York, og var þann dag í
fyrsta sinn á „Gullfossi“ dreginn að hún
utan íslenzkrar landhelgi hinn íslenzki
fáni. Hefi ég heyrt Gisla Jónsson, alþm.,
sem þá var vélstjóri á „Gullfoss,“ lýsa
þeirri hrifni sem það vakti. Þetta litla ein-
falda atvik skapaði auðsjáanlega hátíðlega
stund, sem þeim er viðstaddir voru, muni
seint úr minni líða. Þar var um hollan
þjóðarmetnað að ræða, þar sem enn eitt
spor var stigið í áttina til fullkomins
frelsis. Þennan dag vakti það mikla eftir-
tekt að sjá hinn nýja fallega fána á svo
lítilli „skel“ við hlið alls hins tröllaukna
í hinni víðlendu voldugu álfu.
I tilefni af þessum atburði og vegna
fullveldisdagsins, hafði Sigurður skipstjóri
boð inni — í skipinu — fyrir alla Islend-
inga sem til náðist og vitað var um í New
York. Var þar mikill gleðskapur allan
þennan dag og margar ræður fluttar.
Tvisvar var „Gullfoss“ slöðvaður af
þýzkum kafbáti í fyrra stríðinu. Fylgir
þessari grein mynd af öðrum kafbátnum.
Fór skipsbátur frá „Gullfossi“ til viðtals
við kafbátsforingjann. Spurði hann „Gull-
foss“-menn ýmsra spurninga, en sagði
þeim loks að halda áfram ferð sinni, en
taka upp i leiðinni skipshöfn á litlum bát
er þeir myndu fljótlega mæta. En hún var
af Eistnesku skipi er kafbáturinn hafði ])á
nýlega sökt. Var það gert, og þeim skilað
í enskt eftirlitsskip nálægt Hjaltlandi.
Engar aðrar hættur mættu þeim á sigl-
ingu þeirra öll stríðsárin.
Aldrei telur Sigurður skipstjóri að
101