Akranes - 01.08.1947, Síða 19
óhappaverk, þegar stjórn félagsins var
hindruð i því rétt fyrir síðasta strið, að
bæta verulega flota félagsins. Enn fremur
tel ég það nú mjög misráðið af stjórn fé-
lagsins, að gefa ekki alþjóð — á fjárveltu-
tímunum — kærkomið tækifæri til að
leggja að nýju fram drjúgan skilding til
varnar og vaxtar þessa mikla þjóðþrifa-
fyrirtækis, sem hefur verið og verður ein
megin stoð þjóðfrelsis vors. Varðstaða um
þetta félag er skylda vor, um leið og það
eykur þegnskap og þroska einstaklinga og
þjóðarheildar.
Ekki þarf að efa, að gifta „Gullfoss"
hefur haft verulega þýðingu fyrir þroska
og þróunarsögu Eimskipafélagsins. 1 þeirri
giftu á Sigurður Pétursson vafalaust ríkan
þátt. Ekki aðeins hvað viðkemur „Gull-
foss“ einum. Heldur og í því mikilvæga
fordæmi er hann hefur sýnt í starfi sínu,
þeim er hann þjálfaði — og síðar urðu
hátt settir menn í þjónustu félagsins — og
annara þeirra er til starfs hans þekktu.
Nú væri ef til vill rétt að spyrja: Er
ahugi og skilingur alþjóðar fyrir nauðsyn
og gagnsemi þessa þýðingarmikla félags-
skapar eins ríkur og vakandi sem í önd-
verðu? Eða höfum vér sofnað á verðinum?
Til þess síðara bendir ýmislegt. M. a.
þegar komið var í veg fyrir byggingar-
áform stjórnarinnar fyrir stríð, og sá leið-
indatónn sem við og við skýtur upp höfði
opinberlega í garð félagsins. Það var hin
mikla fararheill þessa félags í öndverðu,
að menn af hinum ólíkustu stjórnmála-
skoðunum stóðu saman sem einn maður
um heill þess og heiður. Þjóðin sýndi það
þá og hefur sýnt það oftar, að þegar þroski
og þegnskapur hefur mátt sín mest — og
sigrað — hefur þeim málefnum verið
borgið. Svo verður þetta að vera áfram
um Eimskipafélag fslands. Um framtíð
þess verður öll þjóðin að standa vörð til
hinztu stundar, með hinum sama eldi,
einhug og festu sem öll þjóðin grundvall-
aði það í öndverðu. Þar var um met að
ræða, sem verður að munast, meðan
nokkuð er ógert af því sem land og þjóð
þarnast til þess að tryggja betur en orðið
er mannsæmandi tilveru,* heiður og and-
legan þroska.
Núverandi stjórn félagsins skipa þessir
menn:
Eggert Claesen, formaður.
Hallgrímur Bendediktsson, varaform.
Richard Thors, ritari.
Halldór Kx. Þorsteinsson, gjaldkéri.
Guðmundur Ásbjörnsson.
Jón Árnason.
Ásgeir G. Stefánson.
Ásmundur P. Jóhannsson.
Árni Eggertsson.
Sem betur fer virðist stjórnin enn vera
vakandi fyrir vexti og endurnýjunarþörf
skipastólsins, því nú er verið að byggja
fyrir félagið 4 ný skip. Þrjú þeirra eru
farmskip, með farþegarými fyrir 12 far-
þega. Hið fjórða er glæsilegt þarþegaskip
— aðallega. — Með rúm fyrir 214 far-
þega. Má telja víst að þetta skip hljóti
nafnið „Gullfoss," og er sennilegt að með
þvi telji stjórnin „Gullfoss" kominn heim
á ný. Gamli „Gullfoss“ var 235 fet á
lengd, en þetta skip verður 330 fet. Eftir
samningi átti gamla skipið að ganga 12
sjómílur á klukkustund, en þetta skip á
að ganga 17V2 sjómílu.
Enn munu margir óska þess og vona, að
gamli „Gullfoss“ komi strax heim þegar
hann hættir að sigla.
Ól. B. Björnsson.
B Æ K U R —
Fækorn. Kristilegt Smáritasafn, I.
Hinn 4. september s. 1. voru liðin 100 ár
frá andláti sr. Jóns lærða i Möðrufelli. Sr.
Jón var öndvegis klerkur á sinni tíð, gáfaður
og vel lærður, sem bezt má marka af viður-
nefni því, er við hann festist, enda kunni
liann t. d. þessi tungumál: latínu, grísku,
hebresku, þýzku, ensku, frönsku, sænsku og
dönsku auk síns móðurmáls.
Sr. Jón hafði eldlegan áhuga fyrir málefni
kristindómsins. Lét hann sér ekki nægja
predikun af stól í sóknum sínuin heldur
fórnaði hann tíma, fé og fyrirhöfn til útgáfu
kristilegra smárita til að dreifa um landið.
Á þeim tíma hefur þurft meira en meðal
manns kjark og dugnað til þess að koma
slíku í verk, í öllu því allsleysi sem þá ríkti
á landi hér, um samgöngur og hvað eina.
Þegar þess er gætt að nú eru liðin 130 ár
síðan sr. Jón stofnaði til sinnarsmáritaút-
gáfu og mun hafa liaft um 700 kaupendur
að þessum ritum sínum, sannar það glögg-
lega það sem hér var áður sagt um dugnað
Jóns og atorku í þessu máli, og hinsvegar,
að ekki getur hjá því farið að útbreiðslan
hafi verið svo mikil vegna þess að ritin hafi
verið vel þegin. Til þessarar starfsemi sinn-
ar gaf sr. Jón og stofnaði 1000 ríkisdala
sjóð, sem var mikið fé á þeim tíma. Meðan
honum entist aldur, gaf hann út kristilegt
smárit enbjó auk þess 13 undir prentun.
Voru ritin einu sinni ekki prentuð hér inn-
an lands, heldur úti í Kaupmannahöfn.
Nú hafa nokkrir kristnidómsvinir, undir
forustu Ölafs Ólafssonar kristniboða, hafið
nýa smáritaútgáfu í anda sr. Jóns lærða,
og nefna „Frækorn l.“ Hefst þetta fyrsta
hindi á æfisögu sr. Jóns lærða í Möðrufelli.
Annað efni þessa bindis er þetta:
Einvígi milli sannleikaog lýgi. Eftir sr.
Jón lærða .
Vegur guðs. Eftir Árna Árnasson.
Bróðir Daníel. Eftir Ó. Ó.
Að ýmsu leiti ætti nú að vera hægara um
vik og útgáfu slíkra rita sem hér um ræðir.
Þó munu nú á þvi meir erfiðleikar þrátt
fyrir allt.Ekki síst um lestur slíkra rita
hlutfalislega við það sem gerðist á hinum
miklu þrengingatímum með þjóð vorri.
Sjálfsagt er og ekki minni þörf kristilegra
rita með þjóð vorri nú en áður var.
★
Eiríkur á Brúnum. Vilhjálmur Þ.
Gíslason sá um útgáfuna. Útgefandi:
Isafoldarprentsmiðja h. f. 1946.
Eiríkur á Brúnum var einn af sérkenni-
legustu inönnum sinnar samtíðar. Hann var
greindur fróðleiksmaður. Iljá honum bjó
rík útþrá eins og mörgum landa fyrr og síð-
ar. 1 samræmi við það eðli sitt, ferðaðisl
hann mikið. Til kóngsins Kaupmannahafn-
ar, þar sem hann lieimsótti Kristján konung
IX. og Valdimar prins son hans, og þá af
þeiin góðar gjafir. Þegar Kristján konungur
níundi kom hingað til lands 1874 kynnt-
ist Eiríkur konungi og syni hans lítillega á
ferðalögum hans uin landið. Enda reið
Valdimar hesti sem Eiríkur átti og keypti
konungur hann fyrir 60 dali og hafði hann
með sér lieim. Telur Eiríkur að sá rauði hafi
þekkt hann er liann kom til að skoða klár-
inn í Kaupmannahöfn tveim árum síðar.
Frá öllu þessu segir Eiríkur vel og skil-
merkilega, með dálitið einkennilegum blæ
og stílmáta, en skemmtilega og af mikilli
eftirtekt á þvi sem fyrir eyrun bar.
Einnig ferðaðist Eirikur til Ameríku.
Gerðist mormóni og dvaldi í landi mormón-
anna í nokkur ár. Hann gafst upp við það,
og taldi það síðar „villu.“ Kom aftur til Is-
lands og settist að í Reykjavík, og dó þar
14. október árið 1900. Meðan Eirikur var
mormóni ferðaðist liann hér nokkuð. Varð
liann þá fyrir nokkru aðkasti vegna trúar-
skoðana sinna, og mjög einmana. Tók hann
öllu þessu með stillingu og jafnaðargeði.
Hann var einkennilegur hæfileikamaður,
sem liafði marga góða kosti, en misskilinn
eins og margir. Hann tróð heina braut sinna
eigin hugsana og ákvarðana, og varð því oft
fremur einangraður en uinvafinn, en lét það
allt furðu lítið á sig fá.
Bók þessi er um margt merkileg og
skemmtileg. Hún er skrifuð af mikilli ber-
sögli og nákvæmni hins eftirtökusama
manns, sem segir frá á látlausu, en allgóðu
alþýðumáli þess tíma. Ó. B. B.
★
Nýtt ársrit.
Arngrímur Fr. Bjarnason, kaupm. á Isa-
firði, hefur nú í þriðja sinn gefið út ársrit,
er hann hefur valið nafnið „17. júní,“ enda
gefið út í tilefni þjóðliátíðardags okkar. Rit
þetta er smekklegt, prentað á góðan pappír,
með inörgum ágætuin greinum og hugvekj-
um, og prýtt myndum.
í riti þessu hefur Arngrímur sett sér það
mark, að hafa a. m. k. eina, — helzt ræki-
lega grein — úr atvinnusögu Vestfjarða. Að
þessu sinni er þarna all rækileg grein um
vöxt og viðgang Patreksfjarðar. Er þetta
mjög vel til fundið, góður og gagnlegur sið-
ur, sem fleiri héruð eða fjórðungar mættu
gjarnan taka eftir Arngrími.
Fleiri góðar hugvekjur og gagnlegar eru í
ritinu. Bera þær allar með sér áhuga og
einlægni útgefandans fyrir andlegum
þroska og verklegri þróun með þjóð vorri,
sem hvort tveggja verði að fylgjast að, ef vel
á að fara.
AKRANES
103