Akranes - 01.08.1947, Síða 21

Akranes - 01.08.1947, Síða 21
ANNÁLL AKPANESS GJAFIR OG GREIÐSLUR TIL BLAÐSINS, SEM ÞAÐ ÞAKKAR INNILEGA. Frú Arnbjörg Ásbjörnsdóttir, f. VI. árg., 100 kr. Frá Sig. Ölafssyni, Reykjavík, 200 kr. Frá Krist- jáni Guðmundssyni Indriðastöðum, f. VI. árg., 100 kr. Einar Sigurðsson, skipstjóri, Reykjavík, <oo kr. Sr. Jón N. Jóhannesson, 1. 1947, 25 kr. Hafsteinn Bergþórsson, skipstjóri, Reykjavik, greitt IV., V., VI., VII. og VIII. árg., 100 kr. Davíð Ölafsson, fiskimálastjóri, f. I. til og með VI. árg., 120 kr: Einar Sigurðsson, kaupfélaginu, Fáskrúðs- firði, greitt f. III.—VII. árg., 100 kr. Konráð Jens- son, Isafirði, V.—IX. árg., 100 kr. Guðni Einars- son, kaupmaður, Reykjavík, 100 kr. Davíð Árna- son, stöðvarstjóri Eiðum, f. VI. og VII. árg., go kr. B.V. BJARNI ÖLAFSSON seldi i annari ferð sinni fyrir 12.274 £» en i hinni þriðju fyrir 10.140 £ og í fjórðu fyrir 10.734 £. MANNFJÖLDI Á AKRANESI. Samkvæmt nýútkomnum Hagtíðindum er fólks- fjöldi á Akranesi nú 2321 manns. Akranes er því sjöundi í röðinna að mannfjölda af kaupstöðum landsins. I Reykjavík búa 51.011 manns Á Akur- eryi 6180 manns. 1 Hafnarfirði 4466 manns, 1 Vestmannaeyjum 3478. Á Siglufirði 2967. Á Isa- firði 2870. Neskaupstað 1243. Ölafsfriði 915 og á Seyðisfirði 811. Alls búa í kaupstöðunum, að Reykjavík meðtalinni, 74.205 manns. ANDAKlLSÁRVIRKJUNIN TEKIN TIL STARFA. Hinn 27. okt. var straum frá virkjuninni fyrst hleypt á bæjarkerfi Akraness. Var þá þegar byrjað að tengja við kerfið ýms iðnaðarfyrirtæki og ein- staka hús. Allt virðist þetta ganga heldur hægt og rólega af ýmsum orsökum. Verður sjálfsagt langt þangað til þetta verður fulltengt. Siðar mun hér verða sagt nokkuð frá virkjun- inni i heild. HÉRAÐSFUNDUR Borgarfjarðarprófastdæmis var haldinn á Akranesi sunnudaginn 19. okt. Hann hófst með messugjörð i Akraneskirkju, þar sem sr. Guðmundur Sveinsson á Hvanneyri pré- dikaði. Síðar um daginn flutti hann erindi i kirkj- unni, um Tókn kirkjunnar. Einnig flutti Árni Ámason, héraðslæknir, erindi, er hann nofndi: Hugvekja um óstandið í heimin- um og hvað má af þvi læra. Aðalmól fundarins að þessu sinni, auk venju- legra starfa, var um Heimilisguðrækni og Leik- mannastarf í þágu kirkjunnar. Á fundinum var vel mætt. Fór hann fram bæði í kirkjunni og á heimili sóknarprestsins. Þar sleit prófasturinn, sr. Sigurjón Guðjónsson, fundinum kl. 12 á miðnætti. LtJÐRASVEIT REYKJAVÍKUR kom hingað og hélt hljómleika í Bíóhöllinni 26. október s. 1. Formaður sveitarinnar er Guðjón Þórðarson, skósmiður. Stjórnandi hennar er Albert Klahn. Einleikarar Wilhelm Lanzkyötto og Björn R. Einarsson. Hljómsveitin lék prýðilega og ágæt verk. Var leik hennar vel tekið, enda varð hún að gefa auka- lög. Akurnesingar þakka Lúðrasveit Reykjavikur komuna, og velvilja þann, sem hún hefir áður sýnt m. a. með gjöf hingað. Einnig áhuga þeirra aðstoð og velvilja við þá ungu menn, sem hér eru nú að undirbúa sig til að koma á fót lúðrasveit. MIKIL SlLDVEIÐI. Hin mikla sildveiði i Kollafirði í fyrrahaust, þótti miklum tíðindum sæta. Hve mikil hún var og hve lengi hún veiddist. Menn héldu að þetta væri einsdæmi. Ymislegt bendir þó til að oft leggi sildin hér um slóðir leið sína að landi. Inn á hvern vog og hverja vik. Sjálfsagt eru þó að þessu mis- jafnlega mikil brögð, og áraskipti. Nú er hér enn um landburð af síld að ræða. Að þessu sinni veiðist mest í Hvalfirði, utast sem innst. Ymsir erfiðleikar eru ó að notfæra sér þetta „silfur." Það sem í fyrra og nú hefur hér skeð ætti þó að ýta undir alla aðila að vera ekki eins vanbúnir næst þegar sildin veður hér sunnan lands. Hér er um „kraftsild" að ræða og feita. Afköst veiksmiðjunnar hér hafa verið aukm nokkuð. 30. nóv hafði verksmiðjan tekið ó móti um 30.000 málum. Á sama tíma hafði verið fryst ti) beitu rúmar 700 tunnur. ÁTTATÍU ÁRA. Hinn 9. nóv. átti Guðmundur Narfason, áður á Völlum, 80 óra afmæli. Guðmundur hefur alið hér allan aldur sinn og fengist við margt um æv- ina. Hans mun siðar verða hér að nokkru getið i blaðinu. Vér óskum honum heilla og blessunar. AÐALFUNDUR í Stúdentafélagi Akraness var haldinn 3. okt. 1947. Ölafur Finsen, sem var fyrsti formaður félagsins, baðst undan endurkosningu. Hann var gerður að heiðursfélaga. Þessir menn voru kosnir í stjórn félagsins: Ragnar Jóhannesson, skólastjóri, for- maður, dr. Árni Árnason, héraðslæknir, og Guð- laugur Einarsson, bæjarstjóri. DÁNARFREGNIR. Gunnar Gunnarsson, bóndi í Vik, f. 17. nóv. 1847 i Bakkabæ. Dáinn 2. sept. 1947. . .Bjarni ÞórÖarson, bóndi frá Þorgeirsfelli í Stað- arsveit, f. 20. des. 1888 á Neðra-Hóli í Staðarsveit. Dáinn 1. okt. 1947. Flutti til Akraness vorið 1946. Árni Bergþórsson, fiskimatsmaður í Ráðagerði, f. 8. júlí 1874 i Garðhúsum. Dáinn 3. sept. 1947. Marsibil Björnsdóttir, i. í sept. 1873, í Brúsholti í Flókadal. Flutti til Akraness 1931. Dáin 2. sept. <947- GuÖríður AuÖunsdóttir, ekkja í Hvammi, f. 25. júli 1866, á Oddsstöðum í Lundareykjadal. Bjó lengi í Neðra-Skarði. Dáin 3. sept. 1947. HJÚSKAPUR. Ungfrú Anney Bylgja Þorfinnsdóttir, Heiðar- braut 14, og Simon Ólafur Maggi Ágústsson, vélvirkjameistari, Krókatúni 11. Gefin saman 11. sept. 1947. Ungfrú Elín Kristin Kristinsdóttir, Suðurgötu 43, og Ólafur Guðbrandsson, úr Þykkvabæ. Gefin saman 18. sept. 1947. Ungfrú Sigurbjörg Ásta Magnúsdóttir, Kirkju- braut 35, og Þorsteinn Sveinsson, sjómaður, Rauð- árstig 26, Rvík. Gefin saman 25. sept. 1947. ÆSKULÝÐSVIKA. Hinn aldni — ungi — sr. Friðrik Friðriksson stjórnaði hér nýlega Æskulýðsviku í kirkjunni. Aðstoðarmenn hafði hann héðan og úr Reykjavík, en aðalþunginn hvíldi þó á sr. Friðrik. Hann er nú senn áttræður, en heldur þó oft sama daginn guðsþjónustu og 3—4 samkomur. AKURNESINGUR — FLUGMAÐUR. örlygur Þorvaldsson, Suðurgötu 21, er fyrir nokkru kominn heim frá Englandi, eftir að hafa lokið flugnámi þar með góðri einkunn. Aðeins einn Akurnesingur hefur áður stundað flugnám og tekið próf i þeirri grein. Það er Eelgi Eyjólfs- son frá Bræðratungu. Hann lærði í Ameríku, en á nú heima i Reykjavík. HJÓNAEFNI. Ungfrú Ingibjörg S. Pétursdóttir frá Sauðár- króki og Jokob Sigurðsson, Suðurgötu 42. Ungfrú Inga M. Pétúrsdóttir, Bergstaðastræti 70, Reykjavík, og Benedikt Elíasson, Vesturg. 19. BREYTT VIÐHORF I SlLDVEIÐIMÁLUM SUNNANLANDS. Hingað til hefur það þótt fráleitt að hugsa sér sildveiðar hér sunnanlands, nema með reknetum. I fyrrahaust fór blessuð sildin sér svo óðslega inn um alla voga og víkur, og öslaði þar svo lengi á svipaðan hátt sem í norðurlandi, að ýmsir tóku nú út nætur sinar og báru sig eins að og venja er til við sumarveiðar. Þeir voru með reknet, troll og snurpunót, og allt var fullt af sild. Síldin kom þvi mönnum algerlega á óvart og trúðu ekki á að hennar „góða tilboð“ stæði lengi. Þeir héldu að þetta væru „brellur“ einar og þetta myndi vera í fyrsta og seinasta sinn sem þeir færðu silfurfisk á disk sinn. Menn höfðu því ekki nú í haust búið sig sérstaklega til að taka á móti þessum spikfeita spriklandi fiski, (nema af vera skyldi Akumes- ingar, sem á þessu óri juku afköst verksmiðju sinnar verulega.) Nú í haust voru menn jafnvel orðnir úrkula vonar um nægilega beitu til næstu vertíðar. En hvað skeður svo? Jú sú silfraða kemur á sama tíma — og varð stundvísari en Islendingar yfir- leitt, — ef til vill af því að hún hafði „gleymt“ að gera skyldu sína í sumar. Ef til vill til þess að sannareyna hvort satt væri að ráðamenn hins ís- lenzka ríkis. mundu hætta við að „athuga sinn gang“ um úrlausn í dýrtiðar- og framleiðsluvanda- málum þjóðaiinnar, ef hún (þ. e. sildin) gæfi nú kost á sér í nokkurra tugþúsundatali mála. Svo liægt væri eitthvað lengur, eða einu sinni enn að eyða gjaldeyrisandvirði sildarinnar til kaupa á bilum og barnagullum, glerkúm og giltu skrani. Við verðum að vona að síldin komi oftar og aftur. Og vonum að þing og stjórn og þjóðin öll sjái að sér og komi sér saman um að bægja voða frá dyrum. ALLT ER ÞAÐ EINS. Flest er nú skammtað oi-ðið, og er ekkert við því að segja. Hitt er verra hve framkvæmdin er oft handahófsleg og ósanngjörn. Reykvikingar geta farið á hvert kaffihúsið af öðru allan daginn og fengið ]>ar kaffi með sætu brauði og rjómakökum eins og þeir geta torgað án þess að afhenda kaffi- eða sykurseðla. En sjómennirnir sem nú eru dag- lega í kalsa veðri út um allan sjó að fanga sild, til þess að hægt sé að kaupa „kaffi eða sykurlús," fá svo litinn skammt að þeir verða að vera kaffi- lausir jafnmarga daga og þeir hafa einhverja ögn. Þetta er skömm, sem verður að afmá þegar í stað. »•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••( Útbreiðið blaðið. AKRANES 105

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.