Akranes - 01.08.1947, Síða 22
T ílkynníng
frá fjárhagsráði.
Fjárhagsráð hefir ákveðið, að frestur til að skila um-
sóknum um fjárfestingarleyfi til hvers konar fram-
kvæmda á árinu 1948 skuli vera til 1. desember n. k. í
Reykjavík, Seltjarnarneshreppi og Hafnarfirði og 15.
desember n. k. annars staðar á landinu. Umsóknirnar
skulu vera á sérstökum eyðublöðum, sem hægt er að fá
í skrifstofu ráðsins í Reykjavík og hjá bæjarstjórum og
oddvitum í öllum verzlunarstöðum úti um land. Sérstök
athygli skal vakin á þvi, að allir þeir, er sent hafa um-
sóknir um fjárfestingarleyfi á þessu ári, verða að endur-
nýja umsóknir sinar, svo framarlega sem framkvæmdum
verður ekki lokið fyrir áramót, alveg án tillits til þess
hverja afgreiðslu umsóknin hefir fengið hjá fjárhagsráði
eða umboðsmönnum þess. Frekari skýringar á umsókn-
um um fjárfestingarleyfi verða veittar í sérstakri grein-
argerð frá fjárhagsráði, er lesin verður í útvarpinu, og
verður nánar auglýst um það. Umsóknirnar skulu send-
ast til skrifstofu fjárhagsráðs, Tjarnargötu 4, Reykjavík.
Reykjavík, 13. nóvember 1947.
Fjárhagsráð. j
I
l---------------------------—-----------—
r--------------------------------—---——
Leyíísveítíngum
lokið á árinu 1947.
Engin gjaldeyris- og innflutningsleyfi verða
veitt héðan í frá á þessu ári, nema um sé að
rœða aðkallandi nauðsynjavörur til útflutn-
ingsframleiðslunnar. Umsóknir um aðrar
vörur er því þýðingarlaust að senda nefnd-
inni, og telur hún sér ekki skylt að svara
þeim.
Samkvœmt þessu ber þeim, sem eiga óaf-
greiddar umsóknir hjá nefndinni, að líta svo
á, að þeim umsóknum sé synjað með þessari
auglýsingu.
Verði hins vegar um einhverjar leyfisveit-
ingar að ræða í sambandi við þau lönd, er
ísland hefir samning við um gagnkvæm
vöruskipti (clearing), mun það tilkynnt með
auglýsingu eða á annan hátt, eftir því sem
við á.
Reykjavik, 17. nóv. 1947.
Viðskiptanefndin.
:-----------------------
106
Auglýsing nr. 21,1947
frá skömmtunarstjóra
Viðskiptanefndin hefir samþykkt að heimilaskömmt-
unarskrifstofu ríkisins að veita aukaúthlutanir á vinnu-
fatnaði og vinnuskóm samkvæmt sérstökum umsóknum
til þeirra er þurfa á sérstökum vinnufatnaði eða vinnu-
skóm að halda, vegna vinnu sinnar.
Aukaskammtar þessir eru bundnir við það, að keypt-
ur sé aðeins fatnaður, sem framleiddur er úr nankin eða
khaki, eða þá trollbuxur, svo og vinnuskór úr vatnsleðri
með leður- eða ti botnum.
Bæjarstjórum og oddvitum hafa nú verið sendir sé'r-
stakir skömmtunarseðlar í þessu skyni, svo og eyðublöð
undir umsóknir um þessa aukaskammta. Geta því þeir,
er telja sig þurfa á þessum aukaskömmtum að halda,
snúið sér til þessara aðila út af þessu.
Þessa sérstöku aukaseðla getur fólk ekki fengið utan
þess umdæmis (bæjar- eða hrepps) þar sem það á lög-
heimili (er skráð á manntal) nema það sanni það með
skriflegri yfirlýsingu viðkomandi bæjarstjóra eða odd-
vita, að það hafi ekki fengið þessum sérstöku seðlum
úthlutað, þar sem það á lögheimili.
Heimilt er að úthluta þessum aukaseðlum á tímabil-
inu til 1. jan. 1948, en þann dag missa þeir gildi sitt sem
lögleg innkaupaheimild í verzlunum.
Þær verzlanir, sem telja sig þurfa á fyrirfram inn-
kaupsleyfum að halda til kaupa á umgetnum vörum í
heildsölu, geta snúið sér til skömmtunarskrifstofu ríkis-
ins með beiðni um slík leyfi og tilgreint hjá hverjum
þeir óska að kaupa vörurnar. Innlendum framleiðendum
og heildsölum er óheimilt að afhenda umræddar vörur
til smásöluverzlana nema gegn þessum sérstöku inn-
kaupsleyfum eða þá skömmtunarseðlum þeim, sem gefn-
ir hafa verið út í þessu skyni, og gilda slíkar innkaupa-
heimildir aðeins til 1. janúar 1948.
Reykjavík, 20. nóvember 1947.
Skömmtimarstjórinn.
T ílkynníng
frá Skömmtunarskrifstofu ríkisins.
1 sambandi við auglýsingu skömmtunarstjóra nr. 22/
1947 um skömmtun á kolum, skal sérstaklega á það
bent, að auðveldast mun að framkvæma kolaskömmtun-
ina þannig, að notendur snúi sér til kolasala með beiðni
sína um kolakaup, en kolasalinn útvegi sér svo heimild
bæjarstjóra eða oddvita til afgreiðslunnar samkvæmt
tvírituðum lista, sem kolasalinn leggi fram. Þetta fyrir-
komulag gæti losað einstaka notendur við það ómak að
sækja um innkaupaheimild hver fyrir sig. Sama fyrir-
komulag getur að sjálfsögðu verið við innkaupaheimild-
ir handa skipum og öðrum þeim, sem nota kol til annars
en venjulegrar heimilisnotkunar.
Reykjavík, 19. nóvember 1947.
Skömmtunarskrifstofa ríkisins.
AKRANES