Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 Sport DV íslenska landsliðið stóð sig ekki í stykk- inu í Albaníu á miðvikudaginn Ingimarsson gerði mörg mistök og Ólafur Örn Bjarnason var ekki í sama gæðaflokki og í undanfömum leikjum. Það kom berlega í ljós að enginn þessara leikmanna hefur nægilegan hraða tii að spila almennilega vörn einn gegn einum og allir áttu þeir í vandræðumþegar þeir fengu bolta inn fyrir sig. Til að bæta gráu ofan á svart gekk þeim illa að spila út úr vörninni en það verður þó að segjast þeim til vorkunnar að hreyfingin á íslenska liðinu fram á við var engin. Týndir sem vængbakverðir Bjarni og Indriði vom týndir sem vængbakverðir. Þeir hjálpuðu hvorki til varnarlega né sóknarlega og sérstaklega var leiðinlegt að horfa upp á Bjarna, sem er yfirleitt með góðar fyrirgjafir, klikka á hverri fyrirgjöfmni á fætur annarri. Skortur á sjálfstrausti Þórður og Brynjar börðust vel á miðjunni en Jóhannes Karl komst aldrei í takt við leikinn. Þeir hefðu að ósekju mátt vera duglegri við að bjóða sig og fá boltann en skortur á sjálfstrausti kom í veg fyrir það. Veigar Páll líflegur Sóknarmennimir vom í eltingarleik allan leikinn, héldu illa bolta og unnu fá návígi. Það var aðeins þegar Veigar Páll kom inn á eitthvað líf færðist í sóknarleikinn. Þá kom boltalaus hreyfing og hraði í spilið en það hafði verið ósýnilegt fram að því. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var íslenska liðið illa skipu- lagt, ráðvillt og með lítið sjálfstraust. Slikt kann aldrei góðri lukku að stýra en það jákvæða er að það eru enn fjórir leikir eftir til að laga það sem úrskeiðis fór. oskar@dv.is Þegar öllu er á botninn hvolft þá varíslenska liðið illa skipu- lagt, ráðvillt og með lítið sjálfstraust. MarklSO. Þóröur Guðjónsson var fyrirliði I sinum SO. landsleik gegn Albönum og skoraði eina mark islenska liðsins. DV-mynd Hari Hún var ekki glæsileg frammi- staða íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu gegn Albönum í Tirana á miðvikudagskvöldið. Það er ekki orðum aukið að íslenska liðið hafi verið heppið að tapa leiknum ekki með fjórum til fimm mörkum og geta ekki þakkað eigin ágæti fyrir það heldur klaufaskap Albananna fyrir framan markið. Þegar leikurinn er gerður upp kemur í ljós að aðeins fjórir leikmenn, Árni Gautur, Þórður, Brynjar og Veigar, af þeim þrettán, sem tóku þátt í leiknum af einhverju ráði, stóðust próftð, þ.e. spiluðu þannig að boðlegt sé með íslenska landsliðinu. Einn af þeim var markvörðurinn Árni Gautur Arason. Hann bjargaði sofandi varnar- mönnum íslenska liðsins hvað eftir annað með góðri markvörslu þegar albönsku sóknarmennirnir höfðu rúllað í gegnum vörnina eins og hún væri ekki til. Hann hefði samt sennilega getað gert betur í fyrra marki Albananna en sá þó boltann seint. Vörnin skelfilega slök Vörnin var skelfilega slök, bæði sem heild og einstakir leikmenn. Pétur Marteinsson var úti á þekju og spilaði sinn lélegasta landsleik frá upp- y hafi, fvar Einkunnirleikmanna Stóðst \ prófíð ijpi Fall- einkunn f Árni GauturArason Árni Gautur stóð vaktina með prýði gegn Albönum. Hann bjargaði nokkrum sinnum einn gegn einum en hefði hugsanlega átt að gera eitthvað í fyrra markinu. ívar Ingimarsson . < ívar átti slakan dag. Hann vann illa með hinum varnarmönnunum, missti manninn fram fyrir sig í seinna markinu og skilaði boltanum illa frásér. Olafur Örn Bjarnason Ólafur Örn spilaði mun verr heldur en hann hefur gert í undanförnum landsleikjum. Hann stjórnaði vörninni ekki vel, missti menn á bak við og var óvenju óöruggur ísendingum. Indriði Sigurðsson Indriði var nánast ósýnilegur allan þann tíma sem hann var inná. Hann veitti Pétri Marteinssyni litla hjálp og skilaði, líkt og flestir leikmanna liðsins, boltanum illa frá sér. Brynjar B. Gunnarsson Brynjar barðist eins og Ijón og var einn af fáum leikmönnum liðsins sem vann návígi í leiknum. Hann spilaði boltanum einfalt frá sér, öfugt við flesta aðra. Pétur Marteinsson Pétur átti sinn lélegasta landsleik frá upphafi. Hann stoppaði ekki einn einasta mann, var viðloðandi bæði mörk Albana og dekkaði illa inni I teig. Vantar hraða til að spila í vörninni og er bestur á miðjunni. Bjarni Guðjónsson Bjarni átti ekki góðan dag. Fyrirgjafir hans, sem hafa verið hans sterkasta hlið, klikkuðu. Slakur varnarlega enda ekki vængbakvörð- ur vegna varnarhæfileika. Jóhannes Karl Guðjónsson Jóhannes Karl snerist í kringum sjálfan sig i leik- num og komst aldrei í takt. Er ekki í leikæfingu og virkaði kraft- og áhugalaus. Atti að hluta til sök á fyrra marki Albana með lélegri völdun fyrir Pétur. Þórði gekk erfiðlega að komast I boltann í stöðu sinni sem framliggjandi miðjumaður. Skoraði hins vegar gott mark, var sívinnandi og sýndi ágætis fordæmi sem fyrirliði. Heiðar Helguson Heiðar var eins og skugginn afsjálfum sér gegn Albönum. Gekk illa að halda boltanum og tap- aði meira að segja nokkrum skallaeinvígum. Reyndi að berjast en varð lítið ágengt. Marel Baldvinssor Marel sýndi og sannaði í þessum leik að hann er einu númeri oflítill fyrir alþjóðlegan fótbolta. Vantar hraða, styrk og sjálfstraust til að skila einhverju til íslenska liðsins. Veigar Páll Gunnarsson Veigar Páll átti kraftmikla innkomu I leiknum gegn Albanfu. Með honum kom hraði og boltalaus hreyfíng í framltnuna, hann lagði upp markið fyrir Þórð og sýndi að hann er tilbúinn. Arnar ÞórViðarsson Arnar Þór kom inn á sem varamaður þegar hálftími var eftir á miðjuna. Sást lítið sem ekki neitt en það er þó sannað að hann er betri miðjumaður en vinstri bakvörður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.