Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 Sport DV Ralf ekki bú- inn að semja viðToyota Ralf Schumacher gerði sitt besta í gær til þess að draga úr sögusögnum þess efnis að hann væri búinn að semja við Toyota-liðið í Formúlu 1 kappakstrinum. „Það verður ekki tekin ákvörðun um málið eftir keppnina í Bahrain," sagði • Ralf. „Mér liggur ekkert á að ganga frá mfnum málum.“ Aðstandendur Williams- liðsins, sem Ralf keppir fyrir, eru víst æfir af reiði og telja að hann sé að fara á bak við sig með því að ræða við Toyota. Þeir munu funda með honum um málið eftir helgi. Job ræðir við Boro Framherjinn Joseph Desire Job er í við- ræðum við Middles- borough um nýjan samning. Job, sem er 26 ára, er samningslaus. í sumar en hann skoraði sigurmarkið í úrslitum deildarbikarsins. FJann segist vera mjög ánægður með Steve McClaren, stjóra liðsins, og vill taka þátt í uppbyggingunni næstu árin. Cole á leið til Fulham? Andy Cole hefur ekki ákveðið hvort hann vilji leika með Blackburn á næstu leiktíð. Fiann er í stríði við stjórann, Graeme Souness, sem er ekki til þess fallið að hann vilji vera áfram hjá félaginu. Fulham er sterklega orðað við Cole þessa dagana en þeir leita enn að arftaka fyrir Louis Saha. Davies eitt áríviðbót Kevin Davies hefur verið verðlaunaður fyrir vasklega framgöngu með Bolton í vetur með nýjum eins árs sam- ningi. Davies fékk óvænt samning hjá Bolton síðasta sumar og hann hefur staðið sig vonum framar. Hann hefur byrjað inn á í öllum leikjum liðsins í deildinni og skorað sex mörk. Sam Allardyce sagðist hafa verið búinn að ákveða fyrir löngu að bjóða Davies nýjan samning. ítalski knattspyrnumaðurinn Roberto Baggio er að spila sitt síðasta tímabil en þessi goðsögn ítalskrar knattspyrnu varð á dögunum fimmti leikmaðurinn til að skora 200 mörk í efstu deild á Ítalíu. Sýndu öll 200 mörkin honum til heiðurs ítalska þjóðin fylgist vel með hverju spori knattspyrnumannsins Roberto Baggio þessa dagana, enda er þessi frábæri knatt- spyrnumaður að fara setja punkt á bak við stórbrotinn feril sinn, sem hefur skipað honum stóran sess í sögu ítölsku knattspyrn- unnar. Hann hefur alltaf verið á leiðinni að hætta en nú hefur hann gefiö það formlega út. „Það er alveg öruggt að ég er að hætta," segir hinn 36 ára Roberto Baggio sem er einn virtasti knatt- spyrnumaður okkar tíma og einn vinsælasti knattspyrnumaður ftala fýrr og síðar. „Knattspyrnan er og hefur verið mesta ástríða mrn í lífinu en ég efast um að það endist mikið lengur,". segir Baggio sem spilar þessa dagana með liði Brescia. Þrátt fyrir að þessi formlega tilkynning hans hafi ekki komið á óvart er þetta í fýrsta sinn sem hann gefur það út að hann sé 100% ákveðinn í að hætta. Það hefur síðustu árin verið stefna Baggio að komast í 200 marka klúbbinn og það tókst á dögunum. Um síðustu helgi náði hann síðan tvennu gegn Ancona sem þýðir að hann hefur skorað 202 mörk í A- deildinni á Ítalíu. . Vinsældir Roberto Baggio hafa aldrei dvínað þótt hann leiki ekki lengur með einu af stærstu liðum Ítalíu eða landsliðinu en Baggio spil- aði sinn síðasta landsleik 31. mars 1999. Það er gott dæmi um hversu stór hluti Roberto Baggio er af ítölsku þjóðarsálinni að allra helstu sjónvarpstöðvar landsins sýndu aft- ur og aftur öll mörkin 200 sem hann hafði skorað í ítölsku A-deildinni á árunum 1985 til 2004. í öllum könn- unum er Baggio líka enn sá vinsæld- asti þótt hann hafi ekki farið mikinn á alþjóðlegum vettvangi á síðustu árum. „Þegar ég loka augunum og hugsa til baka minnist ég margra góðra hluta á mínum ferli en nú er ég hættur að dreyma," segir Baggio í viðtali við ítalska ríkissjónvarpið og það á einnig við um svartasta daginn á hans ferli þegar hann klikkaði á víti í vítakeppninni í úrslitaleik heims- meistarakeppninnar í Bandarrkjun- um árið 1994. Hetjan varð að skúrki „Ég geymdi þá minningu inn í mér í fjögur ár eða allt þar til að næsta heimsmeistarakeppni fór fram," sagði Baggio um umrædda vítaspyrnu sem breytti honum úr hetju í skúrk á einu augabragði. „Það sem færir mér mesta gleði af afrekum mínum sem knattspyrnu- maður er að geta sagt að ég hafi ver- ið góð fyrirmynd fýrir börnin," segir Baggio, sem er strangtrúaður búdd- isti sem þykir sérstakt í hinni róm- versk-kaþólsku Ítalíu. Hann hefur alltaf þótt ljóðrænn og sérstakur í svörum og sem dæmi um það er sjálfsævisagan uppfull af dulúð og ljóðrænum innlifimum kappans. Baggio ber ‘ líka viðurnefnið „Guðdómlega taglið" á ítah'u þökk sé hinu sérstaka tagli sem hann hef- ur ávallt verið með og þeirri ímynd sem hann býr yfir í huga ítölsku þjóðarinnar. Byrjaði í Flórens Roberto Baggio byrjaði atvinnu- mannsferil sinn með Fiorentina árið 1985 þar sem hann vakti strax mikla athygli og var á endanum seldur til Juventus fimm árum síðar. Baggio vakti heimsathygli þegar hann neit- aði að taka vítaspyrnu í fyrsta leikn- um sem hann spilaði með Juventus á gamla heimavelli sínum í Flórens. Baggio vann þó ekki ítalska meist- aratitilinn með Juve fyrr en 1995 en seinna um sumarið var hann svo seldur til AC Milan þar sem hann varð ítalskur meistari á sínu fýrsta ári. Flestir töldu ferilinn búinn Á næstu árum flakkaði Baggio mikið á milli, hann spilaði eitt ár hjá Bologna, fór svo til Inter Milan þar sem honum gekk illa að fóta sig innan vallar sem utan. Þegar Baggio fór að lokum frá Inter til Brescia töldu flestir að ferill hans væri búinn enda vildi ekkert stóru liðanna fá Baggio í sitt lið. Baggio sýndi þó ekki fjölmörgum tilboð- um erlendra liða áhuga því hann vildi spila allan sinn feril á Ítalíu og fór því til litla liðsins Brescia þar sem hann hefur nú spilað í þrjú tímabil. Baggio hefur ekki spilað lands- leik í fimm ár en á sínum tíma skor- aði hann 27 mörk í 55 landsleikj- um. Landsliðsþjálfari ítala, Giovanni Trapattoni, þótti ekki gera góða hluti þegar hann valdi ekki Baggio í HM-hópinn 2002 en hann ætíar sér að leyfa Baggio að spila sérstakan kveðjulandsleik þegar ítalir mæta Spánverjum 28. apríl í Genúa. „Það yrði yndislegt," sagði Baggio um boð Trapattoni sem skilur sáttur við knattspyrnuna sem hefur átt hug hans allan svo lengi. ooj@dv.is „Knattspyman er og hefur veríð mesta ástríða mín í lífínu en ég efast um að það endist mikið lengur." Snillingur með knöttinn Roberto Baggio sést hér i ieik með Brescia gegn Lazio íitölsku A-deildinni. Til varnar er Jaap Stam. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.