Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Blaðsíða 25
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 25 islendingar uppgötvuðu Kanada um það bil árið 1000, og settust að á Nýfundnalandi. Þeir stoppuðu ekki lengi I það skiptið, en flykktust svoþangaði hrönnum við lok 19. aldar. Meðal frægra k'anadlskra Islendinga má nefna Bjarna Tryggvason geimfara, Vil- hjálm Stefánsson iandkönnuð, Stephan G. Stephansson skáld og Árdalsættina. En þeir eruþó ekki einu Kanadamennirnir sem hafa gert það gott. Meðal annarra má nefna: ^I.Denys Arcand i Leikstjóri Barbarian tnvasions, sem er frumsýnd i kvöld, og meistaraverkana Decline of the American Empire og Jesus ofMont- real. Er eitt fárra dæma um frönskumælandi Kanadamann sem hefurhlotið heimathygli, en flestar myndir hans gerast I grennd'við heimabæ hans Montreal. . 2. Leonard Cohen Úbersnillingurinn Cohen ereinnig frá Montreal, en afenskumæl- andi ættum. Hannhóf feril sinn sem Ijóðskáld, varð svo rithöfundur og slðar poppstjarna, en meðal þekktustu laga hans eru Suzanne og First We Take Manhattan. Þessa daga dvelurhann gjarn- an uppi á fjalli IKalifornlu og stundar hug- leiðslu. ,t 3. Jim Carrey » Jim Carrey var sonur endurskoð- anda sem bjó íhjólhýsi i Ontario en sló i gegn sem brandarakari á sviði og isjónvarpi og loksins Ibló- ' myndum með Ace Ventura og The Mask. En hann hefureinnig hiotið loffyriralvarlegri hlutverk eins og The Truman Show og Man on the Moon. 4. Pamela Anderson N Hin ofurameriska Pamela erl ' * raun fráVancouver I Kanada.Hún var uppgvötvuð á fótboltaleik og fórþá að leika I auglýsingum, og hef- ur verið oftar á forsíðu Playboy en nokkur önnur. Hennar helstu leiklistarhlutverk eru I Baywatch og VlP-þáttunum, og Imyndinni Barb Wire. 05. Neil Young Fæddist IToronto.Sló Igegn með Buffalo Springfield, og skyggði á Crosby, Stills og Nash þegar hann gekk til liðs við þá. Hann gafút hinar klassisku Harvest og After the Gold Rush á 8. áratugnum, en var minna áberandi á þeim 9. Sló aftur i gegn með Rocking in the Free World, og varð hetja grunge-kynslóðarinnar. 6. JohnCandy É Var viðloðandi Saturday Night Live-hópinn, en afþakkaði alltaf að gerastfullgildur meðlimur. Lék aukahlutverk i gamanmyndum eins og Splash, en var farinn að leika aðalhlut- verk undir lok þess 8.1 myndum eins og Who's Harry Crumb og Uncle Buck. Léstaf hjartaáfalli I Mexikó við gerð myndarinnar WagonsEast. • 7. Dan Aykroyd i Þráttfyrir að það hafi lengi loðað við Kanadamenn að vera húmorslaus þjóð hafa þeirátt sinn skerfafgamanleikurum. Hvort þeir eru fyndnir er svo annað mál. Aykroyd sló i gegn iSaturday Night Live og átti slnar stærstu stundir I Blues Brothers og Ghost- busters (þó I skugga aðalleikarana), en hefur fátt sniðugt gert siðan. s 8. Mike Myers l Enn annar Kanadamaðurinn sem . slól gegn ÍSaturday Night Utve. ^ Ólst,llktogJimCarrey(semerári eldri) upp i skitabænum Scarborough i Ontario. Er þessa dagana kötturinn I Cat with the Hat, en er þekktastur sem Wayne Campbell i Wayne's World ogsem ofur- njósnarinn Austin Powers. 9. Bryan Adams Ofurvæmni rokkarinn Bryan, sem » * svæfði heimsbyggðina árið 1991 með Hróa Hattar-laginu Every- thing I Do, sem sat lenguriefsta sæti vinsældalista en elstu menn muna, fæddist i Kingston, Ontario. Hann hefurselt fleiri plöt- ur en nokkur annar Kanadamaður (meira að segja Celine Dion). 10. Terence og Phillip ■ Eru reyndar hugarfóstur Banda- rikjamannana Trey Parker og i Matf Stone, en þeir segja kannski f, ’í ýmisiegt um hvernig Kaninn litur 'A f ánágrannasinninorðri.Þeireru vinsælir sjónvarpsþáttastjórnend- ur sem reka ótt og titt við, og I South Park-kvikmyndinni leiðir þetta afsér strið á milli grannana. Fransk-kanadíska Óskarsverðlaunamyndin Barbarian Invasions frumsýnd. Leik- stjórinn Denys Arcand er með virtustu leikstjórum heims. Næstum því 20 ár eru liðin síð- an Denys Arcand gerði meistara- verkið Decline of the American Empire. Sú fjallaði reyndar ekki á beinan hátt um hnignun heims- veldisins sem nú reynir að ná því með ofbeldi sem það áður gerði með fortölum. Þess í stað gerist hún mestöll í einu eldhúsi, þar sem fjórir vinir ræða saman um lífið og tilveruna, og þó aðallega konur, yfir matseldinni meðan eiginkonur þeirra tala um karlmenn í rækt- inni. Snilld myndarinnar er fólgin í hnyttnum athugasemdum, og næstum því hver einasta setning veitir manni einhverja innsýn í samskipti kynjanna sem maður hafði ekki áður velt fyrir sér. Er meginþema myndarinnar að hnignun heimsvelda fylgir hrörn- un siðgæðis, þar sem fólk hefur meiri áhuga á eigin nautnum en viðgangi veldisins, og er bent á hnignun Rómaveldis til saman- burðar. Á eftir hnignun veldisins kemur innrás barbaranna, og er það titill nýjustu myndar Arcand, þar sem hann heimsækir félagana 20 árum síðar. Síðast þegar við skildum við hinn lífsglaða flagara Remy (leikinn af nafna sínum Remy Girard), hafði kona hans komist á snoðir um stórfellt fram- hjáhald hans og ákveðið að skilja við hann. Remy hafði aldrei haft mikið samviskubit yfir gerðum sín- um, en nú liggur hann dauðvona af krabbameini og þarf að endurmeta líf sitt. Draugar fortíðarinnar, í formi sonar hans, fyrrum eigin- konu, elskuhuga og vina, koma í heimsókn á banaleguna. í bakgrunninum heldur svo hnignun ameríska heimsveldisins áfram. Ku þessari mynd hafa talsvert dekkri undirtón en hin, þar sem endalokin nálgast og barbararnir bíða við borgarmúrana. Leikstjórinn Arcand segir að árásirnar 11. sept- ember séu þær fýrstu sem hafi náð að ráðast að hjarta heimsveldisins, en margar aðrar séu í vændum. Þess má til samanburðar geta að Róm var fyrst rænd árið 410, en keisaradæm- ið leið undir lok 66 árum síðar. Þess má geta að Les Invasions Barbares fékk Óskarinn sem besta erlenda myndin í ár. í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fyrsta opinbera samsöng á ísiandi standa 6 karlakórar fyrir hátíðartónleikum í Langholtskirkju föstudaginn 2. apríl nk. kl. 20. Á efnisskrá er fjölbreytt úrval af íslenskum og erlendum karlakóralögum. í lok tónleikanna sameinast allir kórar í hátíðarkór. Missið ekki af þessari frábæru söngskemmtun! Miðaveröer kr. 1800.- Miðasala opnar í Langholtskirkju á tónleikadag kl. 16:00 Karlakór Keflavíkur Karlakór Selfoss Karlakórinn Stefnir Karlakór Reykjavíkur Karlakór Hreppamanna Karlakórinn Fóstbræður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.