Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Blaðsíða 24
* 24 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 Fréttir DV ir Önnur myndin um dularfull ævintýri hundsins huglausa Scooby Doo og vina hans er frumsýnd í Há- skólabíói og Sambíóunum. Myndin er tal- sett á ís lensku. r Bandaríkjamenn hafa fyrirbæri sem heitir deit. Deitið gengur útá að karlmaður býður konu mat og miða í bíó, og vonast til þess að hún verð- launi hann með kynlífi. Þess er þó ekki neinsstaðar getið að konan þurfi að standa við sinn hluta samn- ingsins, eða karlmaðurinn fái end- urgreitt geri hún það ekki, og veldur þetta miklu hugarangri jafnt sem óþarfa peninguútlátum þar vestra. Þetta fyrirbæri, sem er svo gott sem óþekkt í jafnréttinu á íslandi, þar sem menn og konur hella sig full sitt í hvoru lagi og hittast svo á rándýr- um skemmtistöðum þar sem þau hella sig enn fyllri áður en þau fara heim og sofa hjá hvort öðru, hefur verið mörgum kvikmyndagerðar- mönnum efniviður. Deitmyndir eru í sjálfu sér hálf póstmódernískt fyrir- bæri, þar sem fólk á óþægilegum deitum skemmtir sér við að horfa á fólk á óþægilegum deitum. Ókrýnd- ur konungur deit myndana vestra þessa dagana er Ben Stiller, en Adam Sandler virðist hér vera að skora hann á hólm. Stiller hefur far- ið á ófá deit í myndum sínum, en Sandler bætir um betur og ætlar hér að afgreiða þetta allt í einum pakka, hér fer hann á heil 50 deit í einni mynd. Og allt með sömu konunni. Nú myndu sumum hrylla við til- hugsunina um þau bíómiða og mat- arútgjöld sem slíku myndi fylgja, en svo illa vill til að stúlkan er þjáð af minnisleysi, og man því ekki eftir áðurnefndum útlátum. Er þetta því kannski heldur óskynsamleg fjár- festing hjá Sandler greyinu. ___M __________ Adam Sandter byrjaði aðkoma fram sem grinari 17áragam- \ all, og hélt þvi áfram sem nemi i New York-háskóla. Hann var I uppgötvaður strax á fyrsta ári og fékk hlutverk i Cosby-þáttun- l I um sem góðvinur Huxtable-fjölskyldunnar. Næst var hann _y ____| V fástráðinníSaturdayNightLive-grinþættina.Hannléksitt fyrsta stóra kvikmyndahlutverk í Airheads, þarsem hann hélt útvarpsstöö igislingu ásamt Brendan Fraser og Steve Buscemi, og stal senunni i Steve Martin-myndinni Mixed Nuts. Hans fyrsta aöalhlutverk var ihinni mein- fyndnu Billy Madison frá 1995, þar sem hann lék mann sem þarfaö fara aftur I barnaskóla til aö hljóta fjölskylduarfinn. Ári siöar sló hann svo I gegn svo um munaöi i hvita tjaldinu i golf- gamanmyndinni Happy Gilmore, liklega fyndnustu mynd ársins. Hann skaust upp á stjörnu- himininn svo um munaöi, en hefur þó ekki náð aö fylgja því eftir hvað gæöi varðar. Grínplata hans, Stan andJudy's Kid, sló flest sölumet igeiranum, og hann átti einnig poppslagarann The Chanukah Song. Sandler lék núi löggumyndinni Bulletproof og rómantisku gamanmyndinni The Wedding Singer áöur en hann sneri sér aftur aö hreinum grin- myndum. Ein sllk hefur birst reglulega á ári hverju, án þess að nokk- ur þeirra komist I hálfkvisti við Happy Gitmore. Árið 2002 lék hann alvarlegra hlutverk íPunch Drunk Love eftir Boogie Nights-leikstjór- an PT Anderson, en hún stóðst ekki samanburð við fyrri verk leik- stjórans. Hann seildist i átt til stjarnana þegar hann lék á móti Jack Nichotson i Anger Management, afar misjafnri mynd. Hann er aftur kominn i burðarhlutvprkið 150 Firsl Dates, og riæsta mynd hans er rómantiska gamanmyndin Spanglish, þar sem hann veröur ást- fanginn afspænskumælandi konu. Spurning erþá hvort hann nái einhvern timann að gefa golfmyndinni góðu verðugan eftirleik. Er Adam Sandler ennþá fyndinn? Gellan Sarah Michelle Gellar tek- ur sér frí ffá því að berja á uppvakn- ingum (kannski hefðu þeir frekar átt að setja hana í Dawn of the Dead?) til að kljást við óþokka sem reynir að taka yfir borgina CoolsviUe. Með sér hefur hún tölvugerða hundinn Scoo- by Doo og eiginmann sinn Freddie Prinze Jr. Ólíkt því sem gerist í raun- veruleikanum fer Freddy þó ekki með hlutverk eiginmanns hennar á hvíta tjaldinu, heldur er hann hér skotinn í pirrandi blaðamanni (ástand sem við hérna á DV könn- umst svo allt of vel við), leikinn af blökustúlkunni Aliciu Silverstone, sem flestir gerðu ráð fyrir að væri komin á eftirlaun. Leikstjóri er sem fyrr Raja Gosnell, sem áður hefur gert myndir á borð við Big Momma's House og Home Alone 3. Myndin er að sjálfsögðu byggð á teiknimyndun- um um hundinn Scooby Doo og fé- laga hans, sem enduðu allar á að gríman var rifin af vonda kallinum og svo var útskýrt, a la Agatha Christie, hvernig hann hefði farið að þessu. é Hryllingsmyndin Dawn ofthe Dead, endurgerð framhalds hinnar víðfrægu hrollvekju Night ofthe Living Dead, erluunsýnd í Sambíóunum oa Háskólabíó. UDDvakninaamir ku vera talsvert sprækari í betta skiptið. iIÉ Arið 1968 kom myndin Night ofthe Living Dead út. Hún var fyrsta mynd leikstjórans George Á. Romero og var afaródýr ivinnslu. Fáir hefðu búistvið miklum vinsældum, en mynd sem fjallaði um afturgöngur var ef til vill kær- komin tilbreyting frá ást og blómum hippa- timabilsins, og á nokkrum árum náði hún að vinnasér inn sess sem költmynd. Húnvará einhvern hátt fyrirrennari seinni tima hryll- ingsmynda á borð við Halloween, Friday the I3th og Nightmare on Elm Street, sem birtust i lok 8. áratugarins og I upphafí þess 9. Enginn afþeim hafði þó sama ferskleika og aftur- göngumynd Romeros, og var framhaldið Dawn ofthe Dead gert árið 1978. Hún náði mun meiri vinsældum en fyrri . myndin, enda orðsporið nú búið að breiðast út. Romero hafði nú aðgang að mun meiri peningum, og gerði árið 1981 Knightriders með leikaranum Ed . Harris, og ári síðar Creepshow eftir L sögum Steven King. En hann náði ekki að fylgja velgengninni eftir. Þriðja Dead myndin.Dayofthe Dead frá 1985, floppaði algerlega, og hefur Romero ekki fengið tækifæri til að leikstýra bíómynd síðan. Night of the Living Dead var endurgerð eftir handriti hans árið 1990,enhlaut |\ ekki mikla aðsókn. Nú getur þó verið að bjartari timar fyrir bankareikning leikstjórans séu i nánd, þvi ráðist hefur verið i að endurgera aðra mynd þri- leiksins, Dawn ofthe Dead. Nördar hafa lengi velt því fyrir sér hvernig mannkynininu geti stafað mikilógn afuppvakningum með greind á við grænmeti sem ganga hæg- aren farlama gamalmenni. Uppvakn- ingarnir hér hafa þvi ekki bara lært að hlaupa, heldur eru þeir einnig yfírnátt- urulega sterkir og veiða i hópum, en þessar breytingar hafa valdið talsveröu umróti inördaheimumogfínnstsum- um þær vera til hins betra og öðrum ekki. En hvað sem þvl liður virðist sem haglabyssan sé enn besta vörnin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.