Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Qupperneq 15
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 15
Bima Þórðardóttir les upp úr Ijóðabók sinni
Birna/BIRNA í Fiskbúðinni Freyjugötu 1 í dag á
milli klukkan 16-18. ítilkynningu
segir að tilvalið sé að
njóta Ijóðalesturs um
leið og náð er í hinn
daglega fisk, enda
fátt þjóðlegra en fisk-
ur og Ijóð.
Þorsteinn Jónsson frumsýnir f Tjamarbfói á skírdag, 8. aprfl, nýja heim-
ildarmynd sem ber heitið Rockville. Myndin fjallar um meðferðarheimil-
ið Byrglð og skjólstæðinga þess. Rockville er tekin á þeim tíma,
þegar Byrgið var f Rockville og segir sögu Guðmundar Jóns-
sonar og skjólstæðinga hans. Sagan er ekki laus við bjartsýni
og húmor, þótt alvaran sé skammt undan, að þvf er fram
kemur í fréttatilkynningu. Það kemur í Ijós að meðal skjól-
stæðinga Byrgisins, sem aðrar stofnanir hafa gefist upp á
og sumir hverjir eiga nánast heima á Hrauninu, eru
góðhjartaðir einstæðingar, kannski full meyrir fyrir
hörku nútímans. Þeir fóru út af brautinni og
eyðilögðu framtfð sína. En þeir eru verðmætir, því
þeir geta aðvarað meðbræður sfna. Fyrir sum mis-
tök borgar maður með lífinu.
Ragnheiður }
Gyða Jónsdóttir
vaktarmannlífog
menningu
rqi&dv.is
Nú eru sfðustu forvöð að sjá
sýningar mæðgnanna Rúnu
og Ragnhelðar Gestsdóttur í
Hafnarborg f Hafnarfirði. Sýn-
ing Rúnu ber heitið Birting,
hún sýnir akrýlmyndlr málaðar
á handgerðan pappír og stein-
leirsmyndir. Ragnheiður Gestsdóttir hefur unn-
ið við myndskreytingar á eigin bókum og ann-
arra í rúma þrjá áratugi. Hún sýnir frumgerðlr
myndlýslnga úr bamabókum og ber sýningin
heitið Lýsing. Hafnarborg er opin alla daga
nema þriðjudaga frá klukkan 11-17 en sýning-
unum lýkur um helgina.
Senn líður að opnun Listahátíðar í
Reykjavík en 14. maí er D-dagur. Þá
verður bein útsending í sjónvarpi frá
opnun hátiðarinnar og
við það sama tækifæri
er opnuð mögnuð sýn-
ing þar - Bandarísk
samtímalist. Eins og
fram hefur komið eru
það sviðslistir sem eru í
öndvegi. Þórunn Sigurðar-
dóttir og hennar fólk sættu
nokkurri gagnrýni fyrir það í
fyrstu, þegar dagskráin tók að
spyrjast út, að ekkert væri nú
fýrir ungviðið, engar heims-
þekktar popphljómsveitir. En
þær konur sem að listahátíðinni
standa varpa nú öndinni léttar þvi
ekki vantar framboðið á erlendum
stórnúmerum sem hingað koma í
sumar...
Þessi áhersla á sviðslistirnar þýðir að
hingað koma fleiri listamenn en oftast
áður því marga þarf til að huga að
sviðsmynd og öðru slíku. (tengslum
við þessa hátíð koma um 200 erlendir
listamenn til landsins. Og í farteski
þeirra ertil dæmis stærsta sviðsmynd
sem hingað hefur verið flutt i einu lagi
en það er sviðsmyndin við dansleiksýn-
inguna Körper sem verður sýnd í Borg-
arleikhúsinu 21. og 22. mai. Þessi sýn-
ing Söshu Waltz er rómuð og hlaut til
að mynda glæsilega dóma á Edinborg-
arhátíðinni 2002.
Bandarfski rithöfundurinn Paul Auster
og finnski guðfræðingurinn Jaakko
Heinimáki verða í brennidepli á bók-
menntakvöldi á kaffihúsinu Súfistanum
á morgun. Kvöldið er helgað tveimur
þýddum bókum sem út eru komnar
hjá bókaforlaginu Bjarti, Mynd af
ósýnilegum manni og Syndunum sjö.
Mynd af ósýnilegum manni er sigild
ritgerð sem Paul Auster skrifaði í kjölfar
andláts föður síns. Gunnþórunn Guð-
mundsdóttir bókmenntafræðingur
mun fjalla um verkið. í Syndunum sjö
dustar Jaakko Heinimáki rykið af
dauðasyndunum, rekur sögu þeirra og
tengir lifi nútímamannsins með áhrifa-
ww.gft rfkumenum
tesk' *
leið gaman-
sömum
hætti. Ami
Svanur Daní-
elsson guð-
fræðingur
mun ræða
um verkið.
Dagskráin á
Súfistanum hefst klukkan 20.30 og eru
allir velkomnir.
Miðasala á Listahátíð Reykjavíkur 2004 er hafin í 35. skipti. Hátíðin sjálf byrjar 14.
maí og þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. „Stærsti viðburðurinn er tónlistar-
veislan ísland - írland,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir kynningarstjóri hátíðarinnar.
Guðrun Krist-
jánsdóttir, kynn-
ingarstjóri Lista-
hátíðar „Þetta eru
allt mjög vandaðir
atburðir sem
stækka i manni
hjartað."
Wm „Þetta eru
W allt mjög vand-
aðir atburðir sem
höfða til þess sem
stækkar í manni
hjartað," segir
!§ Guðrún
ÉKristjáns-
dóttir
§ kynn-
ar mæta Irum
ingarstjóri Listahátíðar í Reykjavík.
Nú er miðasalan á hátíðina í fullum
gangi og hægt er að tryggja sér miða í
Bankastræti 2 eða á netinu, slóðin er
Artfest.is.
Guðrún segir erfitt að nefna
stærstu viðburðina þar sem margt
áhugavert sé í boði. „Island - írland
hljómar kannski eins og hver annar
handboltaleikur en hér er í raun um
að ræða magnaðan viðburð. Flottustu
tónlistarmenn frlands spila með þeim
þekktustu hér. Riverdance-gengið,
fiðlusnillingar og rjómi írskrar tónhst-
arævintýrsins mun mæta íslenska
genginu. Fyrir hönd okkar er Hilmar
Örn aðalmaðurinn en auk þess
munu Eivör Páls. og fleiri spila."
Maðurinn sem Bono kall-
ar hljóðmann frlands, Donal
Lunny, er einn Iranna.
„Bono hreinlega elskar
þennan mann enda hef-
ur hann átt mestan þátt
í endurreisn írskrar
tónhstar. Hann hefur
starfað með stærstu
nöfnunum þama úti
og átti tónlist í mynd-
inni Titanic." Heimildar-
myndin Gargandi snilld verður
frumsýnd á hstahátíðinni. „Þama er
sýnt frá tónleikum Bjarkar og Sigur
Rósar og einnig tekið á arfiniim sem
við íslendingar erum ekki að gera okk-
ur almennilega grein fýrir. Einnig er
mikið spilað út á náttúmna og því ef-
ast ég ekki um að útlendingar taki
myndinni fagnandi." Myndin verður
frumsýnd í Laugardalshöllinni en svo
fer hún út í stærstu kvikmyndahúsin
erlendis. „Ég verð að minna á Susana
Baca sem er frá Perú en hún syngur
suður-ameríska þrælatónhst sem er
með því fjömgasta sem maður heyrir
um leið og hún er mjög sorgleg. Baca
hefur fengið Grammy-verðlaunin og
heldur sína tónleika á Broadway." seg-
ir Guðrún.
„Tónleikar Olgu Borodina eru líka
eitthvað sem enginn má láta framhjá
sér fara. Olga er kölluð Ferrari ópem-
heimsins og mun syngja með Sinfón-
íuhljómsveit íslands. Guðrún býst
við að margir erlendir gestir muni
heimsækja hátíðina. „Hátíðin á sér
mjög merkhega sögu og er orðin
þekkt erlendis. Það em fáar listahá-
tíðir sem hafa haldið úti í 35 ár og nú
ætlum við að halda hana árlega og
vonandi verður hún að föstum
punkti í thveru útlendinga sem skella
sér reglulega th íslands á iistahátíð,"
segir Guðrún.
Jón Óskar
þróast og
endurnýjast
var að opna mína sýningu á laugardag-
inn var á Kjarvalsstöðum. Hún
Corpus lucis sensitivus.
Þetta eru Ijósnæm málverk
sem ég hef verið að vinna
undanfarið. Jón Óskar opn-
aði um helgina i Kling og
bang. Það er mjög fínt flæði
í þeirri sýningu en hann er
með teikningar. Hann sýnir
enn og aftur að hann þróast
og endurnýjar sig. Ég á eftir að
í Gerðarsafni en er al-
veg
viss
um að
það sé mjög fint líka."
Erla Þórarinsdóttir
myndlistarkona
Mireya Samper sýnir í Ingólfsnausti viö Aðalstræti
Áhrifvíða aðúrheiminum
„Hluti verkanna er af sýningu
minni í Bombay á Indlandi," segir
Mireya Samper sem hefur opnað
sýningu á verkum sínum í Ingólfs-
nausti við Aðalstræti. Mireya kahar
þessa fyrstu sýningu sína hér á landi
í fimm ár Hugarástand. En þar sem
hún hefur verið á heimsþeytingi
þessi ár, „er ekki laust við að hugar-
ástandið beri einhvern keim af Jap-
an, Chhe, Litháen, Austurrhd og Ind-
landi. Þar sýndi ég síðast," segir
Mireya, „og af þeirri sýningu kemur
hluti verkanna. Þetta byrjaði aht
með því að mér var boðið að taka
þátt í alþjóðlegri sýningu á einum
stað, svo vatt þetta upp á sig. Ég verð
fyrir áhrifum á hverjum stað að sjálf-
sögðu og reyni að koma þeim í verk
mín, myndir, skúlptúra og innsetn-
ingar, bæði hughrifunum og hug-
myndinni og líka hráefnum bókstaf-
lega," segir Mireya Samper. Sýning-
in er opin alla daga vikunnar frá kl.
10-22, líka yfir hátíðarnar.
Sjúkir í Elvis
Armann
Eldað með Elvis er nú th sýn-
inga í Samkomultúsinu á Akureyri
og óhætt að segja að Akureyringar
og nærsveitungar hafi tekið sýn-
ingunni opnum örmum. Uppselt
var á ahar fyrirhugaðar sýningar og
nú hafa núverandi leikhússtjóri
LA, Magnús Geir, sem jafnframt er
leikstjóri Eldað með Elvis, og félag-
ar sett á tvær aukasýningar. Einni
sýningu er bætt á skír-
dag 8. aprh og annarri I
laugardagskvöld- f • * v r
ið 10. aprfl.
Fleiri verða
sýningamar
ekki því sýn-
ingar hefjast að
nýju í Reykjavfk
þann 17. apríl.