Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Blaðsíða 21
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 6.APRÍL 2004 21
Vonast eftir
Ljungberg
og Reyes
Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, hefur
ekki gefið upp alla von um
að Svíinn Freddie Ljung-
berg og Spánverjinn Jose
Antonio Reyes Verði orðnir
klárir fyrir leikinn gegn
Chelsea í kvöld en þeir
meiddust báðir í undan-
úrslitaleiknum gegn Man-
chester United á laugar-
dagitm. Ljungberg braut
tvö bein á hendi en Reyes
meiddist á hné eftir tækl-
ingu frá Paul Scholes. „Þeir
æfðu báðir í dag en hvort
þeir verða klárir verður að
koma í ljós," sagði Wenger í
gær.
Ferguson
færfjóra
leiki í bann
Duncan Ferguson,
framherji Everton, var í
gær dæmdur í fjögurra
leikja bann og gert að
greiða tíu þúsund pund
í sekt fyrir að hafa tekið
Steffen Freund, leik-
mann Leicester, háls-
taki í leik Uðanna 20.
mars síðastliðinn.
Ferguson mun missa af
fjórum síðustu leikjum
Everton á tímabilinu.
Hræddur um
að detta út
Roy CarroU, sem hefur
staðið á miUi stanganna hjá
Manchester United undan-
farna þrjá leiki, hefur þung-
ar áhyggjur af því að hann
verði tekinn út úr Uðinu
fyrfr bikarúrslitaleikinn
gegn MiUwaU 22. maí næst-
komandi. „Ég tek einn leik
fyrir í einu en það er erfitt
að halda jafn góðum mark-
verði og Tim Howard lengi
úti. Ég verð að nota tæki-
færi sem ég fæ eins vel og
ég get og vona það besta,"
sagði Carroll.
Millwall
græðir á
bikarnum
Theo Paphitis, stjórn-
arformaður MillwaU,
sagði í gær að gott gengi
félagsins í enska bikarn- .
um hefði sldlað um 2,5
mUljónum punda í sjóði
félagsins. Paphitis sagði
þó að sætið í Evrópu-
keppninni sem MiUwall
tryggði sér með sigrin-
um myndi ekki endUega
skUa hagnaði vegna
breytts fyrirkomulags.
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea mæta Arsenal í seinni leik lið-
anna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Highbury í kvöld. Fyrri leikur
liðanna endaði með jafntefli en leikmenn Chelsea mæta óhræddir til leiks.
Eiður Smári Guðjohnsen, framherji Chelsea og fyrirliði íslenska
landsliðsins, leikur einn sinn mikilvægasta leik á ferlinum í
kvöld þegar hann og félagar hans í Chelsea sækja Arsenal
heim á Highbury í seinni leik liðanna í átta liðum úrslitum
Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikur liðanna endaði með
jafntefli, 1-1, þannig að það er á brattann að sækja
Chelsea en leikmenn liðsins eru þó hvergi bangnir.
„Það þýðir ekkert annað fyrir
okkur en að koma í þennan leUc með
því að hugarfari að við getum komist
í gegnum þetta verkefni. Það þýðir
ekkert að koma á Highbury með
einhvern varfærnishugsunarhátt því
að við þurfum að skora í leiknum.
Við ætlum að setja þá undfr pressu
og ekki leyfa þeim að spUa sinn
venjulega leUc. Hins vegar verðum
við að gæta að okkur því að Arsenal
er sennUega eitt besta skyndisókna-
lið sem tU er og leikmenn eins og
[Thierry] Henry og [Robert] Pires eru
sniUingar að nýta sér færi sem gefast
til að sækja hratt," sagði Eiður Smári
Guðjohnsen, framherji Chelsea, í
samtali við DV Sport í gær en hann
var þá að búa sig undir að fara á
æfmgu á Highbury, heimaveUi
Arsenal, þar sem leikurinn í kvöld fer
fram.
Býst við að byrja inni á
Eiður Smári sagði að tUhlökkunin
væri mikU enda Utí hann svo á að
þetta væri stærsti leikurinn á
ferlinum tíl þessa.
„Þeir gerast ekki mikið stærri
leikirnir heldur en þessi. Það er
mUdð undir og það væri ekki nema
við kæmumst áfram í keppninni eða
að ísland kæmist í lokakeppni
stórmóts sem leUdrnir yrðu stærri.
Það eru svona leikir sem ég vil spUa
og ég vona svo sannarlega að ég
verði í byrjunarliðinu á morgun [í
kvöld]. Annars veit maður aldrei en
miðað við það sem ég hef heyrt er
lúdegast að ég og Jimmy [Floyd
Hasselbaink] byrjum inni á,“ sagði
Eiður Smári og viðurkenndi að
Hasselbaink væri sá framherji sem
honum þætti best að spUa með.
„Við höfum spUað lengi saman
og gjörþekkjum hvorn annan. Hinir
eru frábærir fótboltamenn en það
tekur tíma að byggja upp skilning og
þann tíma hef ég ekki fengið með
Crespo eða Mutu. Ég verð samt að
viðurkenna að það skiptir mestu
máli að ég sé inni á, hver er með mér
ffamrni er aukaatriði."
Þjálfararnir skilningsríkir
Eiður Smári var ekki með
íslenska landsliðinu gegn Albaníu á
miðvikudaginn í síðustu viku vegna
meiðsla í nára sem hann varð fyrir
gegn Wolves fyrir rúmri viku. Eiður
Smári sagðist enn vera stífur í
náranum en viðurkenndi að hann
hefði ekki spilað gegn Tottenham
um helgina ef hann hefði farið í
landsleikinn gegn Albaníu.
„Þetta voru ekki alvarleg meiðsli
en ég er afskaplega þakklátur fyrir
skUinginn sem landsliðsþjálfaramir
Ásgefr og Logi sýndu mér. Ég hefði
hugsanlega getað spUað leikinn en
það hefði þýtt að ég hefði verið frá í
töluverðan tíma. Það er mikið af
mikUvægum leUcjum fram undan
hjá Chelsea og ég er viss um að ég
hefði ekki spilað gegn Tottenham á
laugardaginn ef ég hefði farið tU
Albaníu."
Ólíkt hugarfar
Eiður Smári sagði að liðin litu
töluvert öðruvísi á þennan leik að
hans mati.
„Arsenal hefur verið á frábærri
siglingu í vetur og það er eðlUegt að
gerðar
séu kröf-
ur um titU
þegar svo
er. Þeir em
þegar bún-
ir að missa
af einum
titli og ætla
væntanlega
ekki að missa
af öðrum
strax. Það er
því mikU pressa
á þeim. Við mæt-
um hins vegar
með það hugarfar
að allt sem gerist hér
eftir er bónus. Við
vUjum að sjálfsögðu
vinna alla leUd sem
við spilum en það er
enginn heimsendir ef
við töpum. Forráða-
menn félagsins gera
sér grein fyrir því að
það tekur tíma að
byggja upp lið og það er
engin pressa frá þeim að
vinna allt sem í boði er.
Við emm hins vegar aUir
metnaðarfullir og teljum
að við eigum góða
möguleika á að slá Arsenal
út - það sást á laugardaginn
að þeir eru langt frá því að
vera ósigrandi," sagði Eiður
Smári í gær. oskar@dv.is
„Það sást á laugardaginn
að þeir eru langt frá því
að vera ósigrandi."
Stærsti leikurinn á
ferlinum
Eiður Smári Guðjohnsen um Sol Campbell, varnarmann
Arsenal, sem hann mætir að öllum líkindum í kvöld
Hrikalega erfiður við að eiga
Ekkert lamb að leika sér við EiðurSmári
Guðjohnsen segir að Sol Campbell, varnar-
maður Arsenal, sé erfíður við að eiga.
Eiður Smári Guðjohnsen fær það
erfiða verkefni að berjast við hina
stóm og sterku miðverði Arsenal, Kolo
Toure og Sol CampbeU, á Highbury í
kvöld. Eiður Smári virðist þó kunna vel
við sig gegn þeim félögum því hann
hefur skorað í tveimur síðustu leikjum
sínum gegn Arsenal.
Eiður Smári sagði í samtali við
DV Sport í gær að hann gæti ekki
kvartað yfir gengi sínu gegn Arsenal
að undanförnu en viðurkenndi
jafnframt að þeir félagar Toure og
CampbeU væru mjög erfiðir við að
eiga.
Eitt sterkasta miðvarðaparið
„Það leUcur enginn vafi á því að
þeir eru eitt sterkasta miðvarðapar í
ensku úrvalsdeUdinni. Kolo Toure
hefur blómstrað í vetur og hefur
margvíslega hæfileUca. Hann er
mUciU íþróttamaður, fljótur og
grimmur og mjög fljótur að snúa.
Mér finnst samt sem áður aUtaf
hrikalega erfitt að eiga við Sol
CampbeU. Hann er mjög líkamlega
sterkur og það er enginn hægðar-
leikur að halda boltanum frá honum
þegar hann er í bakinu á leik-
mönnum. Hann les leikinn hka vel
og er fljótur enda er hann einn af
betri varnarmönnum heims í dag,"
sagði Eiður Smári.
Hugsa lítið um mótherjana
Hann sagðist samt sem áður
ekki missa svefn yfir því að mæta
Toure og CampbeU. „Ég hugsa
yflrleitt lítið um það hverjum ég
mæti í hverjum leik fyrir sig. Ég
hugsa mest um sjálfan mig og reyni
að gera það sem ég get. Ef ég
hugsaði of mikið um mótherjana
myndi það koma niður á mér í
leiknum," sagði Eiður Smári.