Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 6.APRÍL 2004
Sport DV
Candace Parker, 17 ára og 191 sm körfuboltastelpa frá Illinois í Bandaríkjunum, gerði sér lítið fyrir og
vann troðslukeppni á Stjörnuleik bandarísku menntaskólanna, þá sömu og kappar eins og Jerry Stack-
house, Vince Carter og LeBron James hafa unnið á síðustu árum
vanalega aðeins fyrír strákana en nú kom
stelpa öllum á óvart og vann.
17 ára bandarísk stelpa sló í gegn í troðslukeppni bandarísku
menntaskólanna sem fram fór í síðustu viku en Candace Parker
gerði sér þá lítið fyrir, tók þátt í troðslukeppni með fimm bestu
karlkyns troðurunum á sama aldri og vann. Kvennakarfan hefur
ekki þótt geta boðið upp á sömu tilþrif og karlarnir hvað varðar
troðslur og önnur skyld háloftatilþrif en sigur Parker er kannski
fyrsta skref körfuboltastelpnanna til að breyta því.
„Ég vona að þetta þyki ekki
merkilegt eftir tíu ár. Það er draum-
ur minn að eftir tíu ár muni þrjár
eða fjórar stelpur taka þátt í þessari
troðslukeppni. Mér finnst að fólk
megi ekki missa sig þótt að ég hafl
náð að vinna þessa keppni," sagði
Parker eftir að hún hafði fengið 79 af
80 stigum fyrir lokatroðsluna þar
sem hún tróð með annarri hendi og
hélt hinni fyrir augunum.
Vann verðandi NBA-leikmenn
En hverja vann stelpan? Jú, þama
var Josh Smith, sem verður væntan-
lega valinn með þeim fyrstu í nýliða-
vali NBA-deildarinnar í sumar og
einnig Darius Washington, sem verð-
ur ömgglega líka valinn í fyrstu um-
ferð NBA-nýliðavalsins. Þá má ekki
gleyma J.R. Smith sem spilar með
Norður-Karólínu-háskólanum á
næsta vetri en hann hefur verið áhtin
besti troðarinn í bandaríska háskóla-
boltanum síðasta áratuginn. „Þetta
kom mjög á óvart. Ég lagði bara
áherslu á að ná að minnsta kosti einni
troðslu og gera mig ekki að fífli," sagði
Candace, sem opnaði ófá augun þegar
hún gekk út á völlinn til að reyna sína
fyrstu troðslu og troðfullur salurinn
áttaði sig á því að þar væri stelpa að
taka þátt í troðslukeppninni.
Það fýlgir þó sögunni að Parker
notaði kvennabolta í sínar troðslur,
en sá bolti er aðeins minni en þeir
sem karlarnir reyndu sig með. Þá má
heldur ekki líta framhjá þeirri stað-
reynd að strákarnir reyndu oft mun
erfiðari troðslur sem oft mistókust.
Parker fór hins vegar ömggu leiðina
og troðslur hennar vom líklegri til að
ganga upp. Parker tók þó tvær
áhættutroðslur sem báðar gengu
upp, þá fyrri þar sem hún lék boltan-
um kringum sig áður en hún tróð og
svo sigurtroðsluna þar sem hún hélt
fyrir augun er hún tróð.
Eina stelpan stal athyglinni
Eitt er víst, það var eina stelpan á
stjörnuleilcnum sem tók alla athyglina
frá þeim 12 leilcmönnum sem vom
mættir til að sýna sig og sanna enda
margir þeirra að stefna beina leið inn í
NBA-deildina án viðkomu í háskóla
eins og Kobe Bryant, Tracy McGrady,
Kevin Gamett og Lebron James hafa
sýnt að gefi góða raun.
En hér hefur ekki öU sagan verið
sögð. Parker hefur troðið boltanum í
langan tíma og áður en að hún sleit
lcrossbönd í vinstri hné sýndi hún
ótrúleg tilþrif þegar kom að því að
„Ég vona að þetta
þyki ekki merkilegt
eftir tíu ár. Það er
draumur minn að eftir
tíu ár muni þrjár eða
fjórar stelpur taka
þátt í þessari troðslu-
keppni."
troða boltanum í körfuna. Það em að-
eins noklcrar vikur síðan hún komst
aftur á fuUa ferð en hún hefur þó þeg-
ar troðið tvisvar í leik í menntaskóla
þrátt fyrir að hafa nýlega yfirstigið
þessi krossbandaslit í hné. Parker
spUar enn með hnélilíf en þegar hún
losnar við hana og vinnur sig að fuUu
út úr þessum erfiðu meiðslum verður
spennandi að sjá hversu hátt hún
kemst. Hún er í fararbroddi að breyta
ímynd kvennakörfunnar, sem hefur
aUtaf verið undir hring.
Parker mun spUa með Tennessee-
háskólanum á næsta tímabili en hún
er afar fjölhæfur leikmaður og getur
spUað aílar fimm stöðurnar á veUin-
um. Parker er sú eina sem hefur
tvisvar sinnum verið valinn leikmað-
ur ársins í bandaríska mennta-
skólaboltanum og hefur vakið þjóð-
arathygli fyrir tilþrif sín inn á vellin-
um. En hún er líka frábær námsmað-
ur og frábær fyrirmynd fyrir stelpur í
Bandaríkjunum, sem em margar
farnar að stefna hærra en áður og í
meiri mæli inn í keppni karlanna,
eins og sést á þeim fjölmörgu golf-
konum sem hafa tekið þátt í karla-
mótum undanfarið ár.
Örfáar troðslur í sögunni
Troðslur em ekki algengar í
kvennakörfuboltanum í Bandaríkj-
unum og í sögunni hafa aðeins verið
ftmm slíkar í háskólaboltanum og
aðeins ein í WNBA-deildinni. Hana
á Lisa Leslie, leikmaður Los Angeles
Sparks síðan 2002. Parker gæti
vissulega hækkað þessa tölur tals-
vert, fyrst með Tennessee í háskóla-
boltanum næstu fjögur árin, eða
styttra fari hún strax í atvinnu-
mennsku og svo í WNBA-deildinni,
bandarísku atvinnumannadeild
kvenna, sem er spiluð yfir sumar-
tímann og verður vinsælli með
hverju árinu.
Troðslur eru ekki algengar í kvennakörfubolt-
anum í Bandaríkjunum og í sögunni hafa að-
eins verið fimm slíkar í háskólaboltanum og
aðeins ein í WNBA-deildinni.