Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2004, Page 24
T
24 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004
Fréttir DV
Stóra Beckham-málið virðist rétt vera að heQast. Rebecca Loos segist hafa átt í ást
arsambandi við David Beckham, sem hefur ekki neitað þeim ásökunum heldur
aðeins sagst elska konu sína og börn og að ekkert geti komið í veg fyrir það.
Victoría flúði með alla Qölskylduna til Sviss til að forðast Qölmiðlafárið og þangað
er David nu kominn. W
li
David í vandræðum
David Beckliam hefur ekki
neitad ad hafa átt i
ástarsambandi við Rebeccu
en segist elska konu sina og
börn meira en allt.
Fréttir af fram-
hjáhaldi Davids
Beckham eru
áberandi í er-
lendum fjöl-
miðlum þessa
dagana. Á
sunnudag var
sagt frá því í
tímaritinu
News of the
World að
hann hefði
átt í ástar-
sambandi
við að-
stoðar-
mann
sinn,
hina 26
ára gömlu
Rebeccu
Loos, og síðan
þá hafa fjölmiðlar
keppst við að færa nýjar
fréttir af málinu. Victoría flúði
land í gær og Beckham elti
hana. Ekkert hefur spurst til
Rebeccu.
Rebecca í ástarsorg
„Ég svaf hjá David," var
haft eftir Rebeccu í News of
the World en henni mun
hafa liðið mjög illa frá því
að henni var sagt upp
störfum hjá Beckham-
hjónunum fyrir áramót.
Það var gert að kröfu Vict-
oríu Beckham eftir að
myndir af Rebeccu og
David birtust í blöðum
þar sem þau sáust gera
sér glaðan dag á
skemmtistað á Spáni.
Síðan hefur Rebecca
setið í þunglyndi en fyrir
skömmu játaði hún fyrir bróður
sínum að hafa átt í sambandi
við David Beckham. „Hún var
mjög leið eftir að henni var sagt
upp af Beckham. Fyrst hélt ég
að það væri af faglegum ástæð-
um en núna skil ég að hún var
einfaldlega í ástarsorg," var haft
eftir bróður Rebeccu. „Ég hafði
ekki hugmynd um að þau væru
saman. Þetta kom mér í opna
skjöldu og foreldrum mínum
líka. Ég skil samt vel að Beck-
ham hafi fallið fyrir henni. Hún
er greind og falleg ung kona og
það hefur greinilega ekkert far-
ið framhjá David."
Bílstjóri staðfestir
kossaflens
í greininni í News of the
World er meintum ástarleikjum
Rebeccu og David lýst í smá-
atriðum auk þess sem þar er að
finna samtöl sem þau eiga að
hafa átt sín á milli í síðasta
mánuði í gegnum SMS-skila-
boð. Samtölin eru kynferðisleg í
meira lagi og fjalla að mestu um
fróanir og fullnægingar. í gær
birtust svo viðtöl við einn af
fyrrverandi bflstjórum
Beckhams.
Hann staðfesti
að Rebecca og
David hefðu átt
í ástarsambandi
og sagðist hafa
séð þau kyssast
aftur í bflnum hjá
sér. Þá sagði hann
að það hefði kom-
ið sér á óvart þegar
Beckham bað hann
eitt sinn að keyra
þau.á hótel. Það kom honum
þó ekki eins mikið á óvart þegar
Beckham bað hann að. gera það
í annað og þriðja skiptið. Bfl-
stjórinn er ekki núverandi
starfsmaður hjá Beckham eins
og gefur að skilja en hann er
einn þeirra sem voru reknir
ekki alls fyrir löngu þegar at-
lotsmyndir af hjónunum birt-
ust í blöðum.
Allir sáttir í Sviss
Það nýjasta í Stóra Beck-
ham-máiinu er að öll fjölskyld-
an er saman komin í Sviss til
þess að fara á skíði yfir pásk-
ana. Victoría flúði þangað á
sunnudag þegar fréttir af fram-
hjáhaldinu birtust fyrst og tók
hún foreldrana og systur sína
með sér. David kom síðan til
Sviss í gær og hitti restina af
fjölskyldunni þar. Hann mun
eyða tveimur dögum þar áður
en hann heldur aftur til Spánar
þar sem lið hans á leik um
næstu helgi. Ekkert er að frétta
af Rebeccu en hún mun víst
fara huldu höfði einhvers stað-
ar í Evrópu. Bróðir hennar
spjallaði stutdega
við fjölmiðla um
málið í gær en lét
þó lítið uppi. Víst
má vera að mál-
inu er ekki lokið
og frekari fréttir
eiga eflaust eft-
ir að berast
áður en langt
um líður.
Hverer|{e||ecca [00S? Sögusagnirsíðustu ára...
Rebecca Loos, fyrrverandi aðstoðarmaður og ástkona Beckhams,
þykir góður kvenkostur en hún talar fjölda tungumála og er hámenntuð.
Stúlkan er 26 ára gömul - faðir hennar er hol-
lenskur diplómati, móðir hennar er ensk en
hún er að mestu alin upp í Madríd á Spáni.
Hún gekk í enskan skóla í Madríd og þangað
fór hún einmitt með David Beckham í október
síðasdiðnum til þess að skoða aðstæður. Beck-
ham leist það vel á staðinn að hann pantaði
þegar pláss fyrir syni sína tvo. Rebecca hefur
undanfarið starfað í banka og fyrir umboðs-
fyrirtækið SFX. Sfðan réð hún sig til fullra
starfa fyrir Beckham-íjölskylduna og var al-
mannatengill hennar uns myndir af henni og
David Beckham birtust á síðum blaðanna fyrir
áramót. Þar sáust „samstarfsfélagarnir" vera að skemmta sér á einum
vinsælasta skemmtistað Madrídar. Þetta fór illa í Victoríu, sem krafðist
þess að Rebeccu yrði sagt upp störfum og lét David það efdr henni.
Rebecca áttí erfitt með að sætta sig við að vera rekin frá Beckham-fjöl-
skyldunni og brast í grát þegar henni voru tilkynnt tíðindin. „Hún tekur
starf sitt mjög alvarlega og sætti sig illa við að vera sökuð um að hafa
haldið við Beckham enda fór hún að gráta þegar hún heyrði sögusagn
irnar," sagði nágranni hennar í Madríd við fjölmiðla í gær.
David Beckham hefur verið orðaður
við mikinn fjölda kvenna síðan hann hóf
að vera með Victoríu árið 1996. Hann
hefur samt alltaf neitað slíkum sögum en
sjaldan hefur orðið eins mikið fjaðrafok
og nú. Árið 1998 fór sá orðrómur af stað
að Beckham væri orðinn óvenju náinn
vinur Emmu Ryan,sem er módel af vafa-
samari gerðinni. Hún hélt því fram að
þau hefðu farið heim til Beckhams en
ekki sofið saman þar sem Beckham tjáði
henni að hann væri of ástfanginn afVict-
oríu. Sama ár sögðu blöð-
in frá því að Lisa nokkur^
Hames hefði sést meði
stráknum en þá var
Victoría á tónleikaferð j
með
Girls.
Stuttu síðar þirtust svo frásagnir stúlku
sem heitir Sandy de Palma í blöðum þar
sem hún lýsti því hvernig hún og Beck-
ham hefðu verið að kyssast og knúsast á
næturklúbbi. Aftur á Beckham þó að
hafa neitað stúlkunni um að hitta litla
Beckham vegna ástar sinnar á kryddpí-
unni. ( september 2003 birtust svo
myndir af Beckham í spænskum
blöðum þar sem hann sást á
spjalli við leikkonuna Esther I
Canadas í afmæli Ronaldos.Fyr-
ir nokkrum vikum kom svo i
glamúrmódelið Jordan fram og j
sagðist hafa átt í sambandi við 1
Beckham og lofaði ítarlegum
frásögnum í væntan-
ri ævisögu
sinni.
9 ■
1 S
1
1
r i
v 1» I
__0;
„Victoriu líkaði ekki við Rebeccu
frá upphafi og kom því skýrt til skila
að hún treystí henni ekki," er haft
eftir Victoriu Beckham í gegnum
náinn vin hennar. „Victoria er góð-
ur mannþekkjari og hefur yfirleitt
rétt fyrir sér. Þegar hún hitti
Rebeccu í fyrsta skipti sagði hún við
David að hann skyldi passa sig á
þessum aðstoðarmanni sínum," er
haft eftir sama heimildarmanni.
Victoria verður þrítug um miðjan
mánuðinn og mun hafa ásakað
David um að hafa skemmt afmælið
fyrir sér með því að láta þetta mál
komast í fjölmiðla. „Ég trúi því að
David sé að segja mér satt. Hann
átti ekki í sambandi við Rebeccu en
það var heimskulegt af honum að
koma sér í þessa aðstöðu. Það er
óþolandi að fólk skuli halda að
hann hafi haldið framhjá -
þetta hefur skemmt fyrir mér
afmælið og þetta er hræði-
legt fyrir krakkana okkar,"
sagði Victoria við annan vin
sinn. Eftir að fyrstu fréttir af
ffamhjáhaldi Beckhams bárust
á sunnudag flúði Vict-
oria til fjölskyldu
sinnar til að forðast
íjölmiðlamenn og
ljósmyndara. Öll
fjölskyldan hennar
- synirnir tveir,
foreldrar, systir
og börnin henn-
ar - héldu svo til
Genfar í Sviss
þar sem ætíunin
var að eyða
páskunum á
skíðum. í flug-
inu til Sviss
virtist Victoria
vera mjög mið-
ur sín. Hún
snerti ekki við
máltíðinni og
sást ítrekað t
með höfuðið f ^
höndunum
milli þess sem
hún skammaði syn-
ina og sagði þeim að
hafa hljótt. Eftir að
þau lentu í Sviss var
haldið rakleiðis á
hótel og ekkert
hefur sést til fjöl-
skyldunnar síðan.
Yfirlýsing Dav-
ids Beckham
„Undanfarna mánuði hefég vanistþvi
að lesa fáránlegri og fáránlegri fréttir af
einkalifi minu. Það sem birtist núna sið-
ast er gott dæmi um þetta. Sannleikurinn
ersá að ég ermjög hamingjusamlega
giftur maður sem á frábæra eiginkonu
og tvo frábær börn. Það er ekkert sem
einhver þriðji aðili getur gert til þess að
breyta þessum staðreyndum," er allt og
sumtsem David Beckham hefur látið
hafa eftir sér varðandi mdlið.Athygli
vekur að hvergi iþessari yfirlýsingu neit-
ar hann að hafa átt i ástarsambandi við
Rebeccu Loos. Það eina sem hann i raun
segir er að sögusagnir um hann hafí
aukist, að hann sé hamingjusamtega
giftur og ekkert geti breytt þeirri stað-
reynd. Breskir fjölmiðlar telja þetta bera
þess merki að David Beckham hafi ekki
alveg hreina samvisku í máiinu og vilji
hafa allan varann á komi eitthvað fleiri
upp áyfirborðið.