Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 24. MAÍ2004
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjórar.
Illugi Jökulsson
Mikael Torfason
Fréttastjóran
ReynirTraustason
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslng-
ar: auglysingar@dv.is. - Drelflng:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins f stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hva^veist þúum
Troiu«?
1 í hvaða landi eru rústir
Tróju taldar vera?
2 Hvað hét gríski kóngurinn
sem stýrði herferð þangað?
3 Hvað hét mesta hetja
Grikkja?
4 Hvað hét mesta hetja
Trójumanna?
5 Hvaða kappi fann að lok-
um upp á þeirri brellu sem
varð Trójumönnum að falli?
Svör neðst á síðunni
Tattú Beckhams
í leiðara Observer í
London var fjallað um
nýjasta tattú Davids Beck-
The Observer
ham. „Margir ku hafa
áhyggjur af þessari nýjustu
viðbot á renniiegum skrokki
Beckhams - tattú á hálsin-
um sem sýnir kross með
englavængi. Er þetta sagt
eiga að vera „vemdargripur"
fyrir 19 mánaða son Beck-
hams, Romeo. Staðsetningin
vekur áhyggjur sumra og
aðrir telja hann kominn í
dgöngur með Iíkamsskreyt-
ingar sínar. Er ein af stór-
stjömum knattspyrnunnar
orðinn eins og hver annar
plebbi? Mun þetta hafa áhrif
á siðferði unga fólksins og
fótboltinn aftur kútveltast
niður á stig fótboltabullunn-
ar? Nei, nei og neL Þeir dag-
ar era liðnir þegar tattú vora
tabú. Einu sinni vora það
vissulega fyrst og fremst sjó-
menn og gíæpamenn sem
skörtuðu þessu punti en nú
er einn af hverjum fimm
Bretum með einhvers konar
tattú. Og hvað tatttú á háls-
inum snertir, þá hefur Mich-
ael Schumacher, Britney
Spears o.fl. tekist að lifa
sæmilega eðlilegu lífi með
slíkt á sér. Aðdáendur
Spears eða Formúlu 1 ganga
ekki af göflunmn og meiða
annað fólk vegna þess.
Auk þess hefði tattú Beck-
hams getað verið svo miklu
verra. „Dave“ og „Vick“ á
hnúum hvort annars er enn
möguleiki..“
Jónína
Máliö
Jónína Bjartmarz er í sviðs-
Ijósinu á Alþingi vegna þess
aö hún vill ekki styðja fjöl-
miðlafrumvarp Davíðs þótt
ekki sé enn Ijóst hvort hún
muni sitja hjá eða greiða
atkvæði á móti. Jónína er
tiltölulega nýtt nafn, í Nöfn-
um Islendinga eft-
ir Guðrúnu Kvar-
an kemur fram að í mann-
tali 1801 hafi engin kona
heitið þessu nafni en 1845
hafi þær allt í einu verið
orðnar 31. Árið 1910 hétu
996 íslenskar konurJónína
ogþávarþað orðið 10. vin-
sælasta kvenmannsnafn Is-
lands.Árið 1982 höfðu vin-
sældirþess minnkað nokk-
uð hratt og það var komið í
31.sæti.
1. Tyrklandi -1 Agamemnon - 3. Akkiles
- 4. Hektor - 5. Ódysseifur.
«3
*o
£
*o
cu
-X.
<v
£
'O
Sögulegur dagur
Það verður sögulegur dagur í dag.
Upp úr hádeginu verður tekið til atkvæða-
greiðsiu á Alþingi frumvarp til Davíðslaga
um fjölmiðlun sem allir vita að mjög stor
meirihluti þjóðarinnar er á móti. Lög sem
allir vita ennfremur að eru ómöguleg, illa
samin, lítt eða ekki ígrunduð og eingöngu
sett til höfuðs þeim andstæðingum sem for-
sætisráðherra þjóðarinnar hefur kosið sér af
einhverjum dularfullum hvötum.
Lög sem allir vita líka að myndu ekki eiga
sér viðreisnar von innan rfkisstjórnarflokk-
anna nema af því að formenn þeirra beggja
hafa lagst á menn sína og beinlínis skipað
þeim að samþykkja það, hvaða efasemdir
sem þeir kunna að hafa.
Lög sem allir vita að ætti að vísa út í hafs-
auga, ef einhver glóra væri innan ríkisstjóm-
arflokkanna, og setjast síðan niður í róleg-
heitum og gnifla í hvaða lög raunverulega
kann að vera þörf á að setja um fjölmiðla á
fslandi. Og skapa um það sátt og samstöðu
en ekki efna til einhverra fáránlegustu deilna
sem lýðveldissagan kann frá að greina.
En þrátt fyrir þetta em því miður allar lík-
ur á að frumvarpið verði samþykkt. Aðeins
einn þingmaður stjórnarflokkanna, Kristinn
H. Gunnarsson, hefur þegar tilkynnt að
hann muni greiða atkvæði á móti því. Og er
hann maður að meiri fyrir vikið. Annar þing-
maður, Jónína Bjartmarz, hefur gefið til
kynna að hún kunni að sitja hjá. Hún ætti
auðvitað að greiða atkvæði á móti en bjargar
samt örlitlum hluta af andlitinu með hjá-
setu.
Allir hinir þingmenn stjórnarflokkanna
munu hins vegar tapa andlitinu, vegna þess
að þeim á að vera Ijóst - og er eflaust flestum
Ijóst - að frumvarpið er ótækt.
Sennilega er það aðeins einn maður á öllu
Alþingi sem trúir því í einlægni að þetta séu
góð og vel gerð og nauðsynleg lög.
Datdð Oddsson forsætisráðherra.
Og til að fara að vilja hans ætla allir að
beygja sig, nema þau tvö ofannefndu.
Vonandi er að einhverjir fleiri uppgötvi
bein í nefi sér áður en að atkvæðagreiðsl-
unni kemur.
Gerist það ekki verður skömm þeirra lengi
uppi.
Og þá verður það forseti íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, sem verður hetja dagsins
þegar hann neitar að skrifa undir þessi ólög
og vísar þeim til þjóðarinnar.
í öllu falli, sögulegur dagur.
Illugtjökulsson
HELDUR ÞYKIR 0KKUR sem lítið
púður sé nú orðið eftir hjá vini
vorum Hannesi Hólmsteini Giss-
urarsyni en sú var tíðin að hann
hefði verið fremstur í flokki þeirra
sem brugðið hefðu skildi fyrir for-
sætisráðherra í þeim raunum sem
hann glímir nú við og heita mega
óþekktar á ferli hans. En hann hef-
ur þessa dagana fátt fyrir stafni
nema að veifa hinum gamla rauða
fána Halldórs Laxness úr Sölku
Völku gegn „Bogesenunum", það
er að segja Baugi. Og vantar lítið á
að Hannes fari að skreyta sig til-
vitnunum í Kommúnistaávarpið.
Eins og kunnugt er mælist Dav-
íð nú óvinsælli en nokkur forsætis-
ráðherra fyrr og síðar - að minnsta
kosti síðan mælingar hófust, eins
og þar stendur. Jafnframt hefur
ríkisstjórn hans hrunið í áliti þjóð-
arinnar og Sjálfstæðisflokkurinn
mælist nú með eitthvað um 25%
fylgi þjóðarinnar, sem er náttúr-
lega einsdæmi. Meira að segja eft-
ir að Albert Guðmundsson klauf
flokkinn var hann ekki svona sárt
leikinn, þótt við gerum okkur auð-
vitað grein fyrir því að skoðana-
kannanir eru ekki kosningar.
ÞAÐ ER EINMITT sá punktur sem
Hannes sér sem einu huggunina í
viðtali við Fréttablaðið um helg-
ina, en annars liggja skýringar þær
sem hann hefur upp á að bjóða
fyrst og ffemst í því að hinir vondu
fjölmiðlar Norðurljósa hafi afflutt
og rangfært hið góða mál sem
Davíð hefur fram að færa, þjóðinni
til heilla.
Það er nú meira hvað fjölmiðl-
amir geta stundum verið valda-
miklir. Ef Davíð og strákarnir
njóta vinsælda og gengur vel, þá
er það þeirra eigin verðleikum að
þakka. En ef á móti blæs, þá er það
alltaf fjölmiðlunum að kenna. Og
reyndar bara sumum fjölmiðlun-
um. Við héldum nú satt að segja
að prófessor í stjórnmálafræði
Og er það ekki aðeins
ofeinföld skýring að
vondir fjölmiðlar slái
ryki í augu þjóðarinn-
ar? Eru Hannes og
strákarnir svona
sannfærðir um að
fólk sé fífl - það sé
enginn vandi fyrir
fjölmiðla að afvega-
leiðaþað?
Hrafn íformi
eins og Hannes ætti að vita betur
en svo að taka alltaf fram þá bil-
legu klisju að ráðast að fjölmiðl-
unum.
FYRRUM VOPNABRÓÐIR HANNESAR,
Guðmundur Magnússon, sem nú
er blaðamaður á Fréttablaðinu,
bendir hins vegar á í grein í blað-
inu á sunnudaginn að efnahags-
ástand sé gott í landinu og í raun-
inni séu við lýði öll skilyrði til að
ríkisstjórnin ætti að njóta vin-
sælda. En einmitt þá hrapar hún
niður úr öllu valdi.
Og er það ekki aðeins of einföld
skýring að vondir fjölmiðlar slái
ryíá í augu þjóðarinnar? Eru
Hannes og strákarnir svona sann-
færðir um að fólk sé fífl - það sé
enginn vandi fyrir fjölmiðla að af-
vegaleiða það? Getur ekki bara
verið að þjóðin hafi myndað sér
sjálfstæða skoðun?
Nei, segja þeir, þetta hlýtur að
vera fjölmiðlunum að kenna.
HRAFN JÖKULSS0N ædar sem
kunnugt er að tefla mikið skák-
maraþon um næstu helgi þegar
hann hyggst tefla sleitulaust í 30
klukkustundir gegn aUt að 200
áskorendum og er þetta liður í
mikilii ijáröflunarherferð sem
skákfélag hans, Hrókurinn, stend-
ur fyrir þá helgina. Er þar um að
ræða tilraun til að koma hinu
merkilega barnastarfi Hróksins á
fastari grunn en verið hefur og
tryggja að áfram verði byggt á
þeim frábæra árangri sem náðst
hefur nú þegar. Um fjáröflunina
og skákmaraþonið má lesa á
heimasíðu Hróksins, hrokur-
inn.is, en persónulega virðist
Hrafn í fantaformi fyrir þolraun-
ina miklu. Um helgina gerði hann
sér nefnilega lítið fyrir og skaust
upp á milli frægra stórmeistara
sem annars röðuðu sér í efstu sæt-
in á alþjóðamóti sem Hrókurinn
hélt á ísafirði í samvinnu við
UMFf.
Þar urðu þeir Jóhann Hjartar-
son og Þröstur Þórhallsson efstir
og jafnir með 7 og hálfan vinning
en síðan kom Hrafn í þriðja sæti
ásamt stórmeisturunum Henrik
Danielsen frá Danmörku og Tom-
f leiðara á laugardag var fjallað á
villandi hátt um afstöðu Jóns Stein-
ars Gunnlaugssonar til hins svo-
nefnda málskotsréttar forseta ís-
lands þegar gefið var til kynna að
hann væri sammála Þór Vilhjálms-
syni um að málskotsrétturinn væri f
reynd ekki til staðar. Þegar að er gáð
hefur Jón Steinar aldrei haldið þvf
fram, að forseti fslands hafi ekki að
réttum stjórnlögum heimild tll að
synja lagafrumvörpum staðfestingar
án atbeina ráðherra. Hann hefur að-
eins sagt að ákvæðin um þetta f
stjórnarskránni séu alltof óskýr og
brýn þörf sé á að bæta þar úr, ann-
aðhvort fella málskotsréttinn niður
eða þá setja um hann nákvæm
ákvæðl viljl menn halda f hann.
Þess má geta að prófessorinn
hefur lýst þeirri persónulegu skoðun
sinni, rétt eins og leiðarahöfundur
DV gerði, að fella ætti þennan mál-
skotsrétt niður þótt ekki vitum við
til að hann hafi tekið af-
stöðu til þeirrar
skoðunarokkar að
f staðinn yrði þá
að koma ákveðinn
réttur til þjóðarat-
kvæðagreiðslu
um umdeild mál,
ef ákveðinn hluti
kosningabærra
manna fer fram
á það.
as Oral frá Tékklandi. Ættu and-
stæðingar Hrafns í maraþoninu
því að hafa allan vara á sér þótt
hann kunni vissulega að vera orð-
inn nokkuð þreyttur er á líður.
Neðar voru kunnir kappar eins og
Jón L. Ámason stórmeistari, Ró-
bert Harðarson, Regína Pókoma
og Ingvar Asbjömsson sem fékk
verðlaun fyrir bestan árangur 15
ára og yngri. Mótið kom í kjölfar
vel heppnaðrar ferðar Hróks-
manna um Vestfirði þar sem fagn-
aðarerindi manntalsins var boðað
með þeim ár-
angri að
segja má
að
skák-
æði
hafi
brotist
út fyrir
vestan.
Fyrst og fremst