Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAQUR 24. MAÍ2004 Sport DV Nfna með tvö gegn meisturunum Nfna Ósk Kristinsdóttir skoraði tvö mörk i 3-0 leik Vals gegn Islandsmeisturum KR en þetta var fyrsti sigur liðsins á KR i sex ár. DV-mynd Pjetur VALUR-KR 3-0 2. umf. - Valsvöllur -23. mal Mörkin: 1-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 56. skot úr markteig Vilborg (frák.) 2-0 Nlna Ósk Kristinsdóttir 74. skot úrteig Laufey Ó. 3-0 Vilborg Guðlaugsdóttir 87. skot úrteig Dóra S. Boltar Valur: (ris Andrésdóttir @ Pála Marie Einarsdóttir @ Laufey Ólafsdóttir. @ Nína Ósk Kristinsdóttir @ Boltar KR: Guðrún Sóley Gunnarsdóttir ® Sólveig Þórarinsdóttir ® Embla Grétarsdóttir © Tölfræðin: Skot(ámark): 20-9(11-5) Varin skot: Guðbjörg 5 - María 6. Horn:2-l Rangstöður: 10-1 Aukaspyrnur fengnar: 9-13. BEST Á VELLINUM: Nína Ósk Kristinsdóttir, Val BREIÐAB.-ÞÓR/KA/KS 3-2 2. umf. - Valsvöllur -23. mal Mörkin: 1 -0 Dagmar Ýr Arnardóttir 18. skot úr teig Erna Björk 1-1 Inga Birna Friðjónsdóttir 50. skot úr teig Freydís 1- 2 Inga Birna Friðjónsdóttir 52. viti brotið á Freydísi 2- 2 Greta Mjöll Samúelsdóttir 68. skot úr teig frákast frá marki 3-2 Erna Björk Sigurðardóttir 83. skot úr markteig Greta Mjöll Boltar Breiðablik: Erna Björk Sigurðardóttir @@ Bryndls Bjarnadóttir @@ Björg Ásta Þórðardóttir @ Ólína Viðarsdóttir @ Greta Mjöll Samúelsdóttir @ Boltar Þór/KA/KS: Inga Birna Friðjónsdóttir @@ Sandra Sigurðardóttir @@ Þóra Pétursdóttir @ Tölfræðin: Skot (á mark): 31-6 (14-5) Varin skot: Elsa 3 - Sandra 10. Horn: 11-1 Rangstöður: 3-5 Aukaspyrnur fengnar: 5-13. BEST Á VELLINUM: Erna Björk Sigurðard., Breiðablik FJÖLNIR-STJARNAN 1-1 2. umf. - Fjölnisvöllur -23. maf Mörkin: 0-1 Guðrún Halla Finnsdóttir 7. Skot úr vítateig Lilja Kjalarsdóttir 1-1 Ratka Zivkovic 76. Skot utan teigs vann boltann Boltar Fjölnis: Vajna Stefanovic Ratka Zivkovic Erla Þórhallsdóttir Elísa Pálsdóttir Krlstrún Kristjánsdóttir Boltar Stjörnunnar: Harpa Þorsteinsdóttir Lilja Kjalarsdóttir Guðrún Halla Finnsdóttir Sarah Lentz Tölfræðin: Skot (á mark): 7-15(2-7) Varin skot: Anna Rún 3 - Lára 0. Horn:5-1 Rangstöður: 1-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-8. BEST Á VELLINUM: Vajna Stefanovic (BV 1 1 0 0 8-1 3 Valur 1 1 0 0 3-0 3 KR 2 1 0 1 3-4 3 H Breiðablik 2 1 0 1 4-10 3 Stjarnan 2 0 2 0 2-2 2 Þór/KA/KS 2 0 1 1 3-4 1 Fjölnir 2 0 1 1 2-4 1 11 FH 0 0 0 0 0-0 0 Önnur umferö Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu hófst í gær með þremur leikjum. Valur vann toppslaginn gegn íslandsmeisturum KR. sigur vals Valsstúlkur hafa ekki sótt gull í greipar KR-stúlkna undanfarin ár og höfðu fyrir leik liðanna í gær ekki unnið þær í deildinni síðan 6. júlí 1998. Síðan þá höfðu liðin leikið ellefu leiki, KR hafði unnið sex og fimm leikir höfðu endað með jafntefli. Það má því segja að sigur Valsstúlkna hafi verið langþráður. Leikur Vals og KR var þó ekki mikið fyrir augað, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. KR-stúlkur voru markvissari fyrsta hálftímann en náðu þó aðeins að skapa sér eitt gott færi. Það fékk Katrín Ómarsdóttir á 11. mínútu en Guðbjörg Gunnars- dóttir, markvörður Vals, varði vel. Valsstúlkur komust meira inn í leikinn eftir því sem líða tók á hálf- leikinn og Rakel Logadóttir var nálægt því að skora á 32. mínútu. Hún komst ein í gegn en skaut framhjá. Tvö mörkfrá Nínu Valsstúlkur komu hins vegar sterkar til leiks í síðari hálfleik, tóku öll völd á vellinum og höfðu, þegar yfir lauk, skorað þrjú mörk gegn engu marki íslandsmeistara KR. Nína Ósk Kfistinsdóttir skorað tvö marka Vals og var að vonum sátt í leikslok þegar DV Sport náði tali af henni. „Það er alltaf gaman að byrja vel og tvö mörk í fyrsta leik eru ekki slæm byrjun. Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik og ég verð að viðurkenna ég var orðin svoh'tið stressuð eftir fyrri hálfleikinn því að það gekk ekkert upp hjá okkur. Þetta batnaði í síðari hálfleik, við erum búnar að losa okkur undan KR-grýlunni og ætlum að vera í toppbaráttunni í sumar," sagði Nína Ósk. María B. Ágústsdóttir, mark- vörður KR, sem kom frá Banda- rfkjunum nokkrum tímum fyrir leik, var ósátt í leikslok. „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur og alls ekki það sem við ætluðum að gera. Við erum margar að koma frá Bandaríkjunum og það tekur tíma að púsla liðinu saman en við verðum að spila betur en þetta," sagði María eftir leikinn. Sanngjarnt jafntefli Fjölnir og Stjarnan gerðu mjög sanngjarnt jafntefli, 1-1, í fyrsta heimaleik nýliðanna úr Grafarvogi. „Þetta var baráttustig og á eftir að skipta sköpum fýrir okkur í fallbaráttunni. Við fengum á okkur mark í upphafi og vorum ekki með í fyrri hálfleik. Stjömuliðið var mjög hreyfanlegt og við komumst ekki í takt við leikinn. Þetta var allt annað í síðari hálfleik og mínir leikmenn vom ákveðnir f að sleppa ekki Stjörnunni héðan með þrjú stig,“ sagði Andrés Ellert Ólafsson, þjálfari Fjölnis eftir leikinn. Vranja Stefanovic átti stórleik í miðju Fjölnisvamarinnar og fyrir vikið komust Garðabæjarstúlkur lítið áleiðis þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann. Bæði lið fengu góð tækifæri til að stela sigrinum í lokin en úrshtin vom sanngjörn. Erna tryggði sigurinn Ema Björk Sigurðardóttir tryggði Blikum nauman sigur á Þór/KA/KS í Kópavogi í gær. Blikar réðu lögum og lofum í fýrri hálfleik en tókst aðeins að skora eitt mark. Norðan-stúlkur mættu grimmar til leiks í síðari hálfleik og komust yfir með tveim mörkum frá Ingu Birnu Frið- jónsdóttur á 50. og 52. mínútu. Fyrst skoraði hún auðveldlega eftir stungusendingu en seinna markið kom úr vítaspyrnu. Blikar bim í skjaldarrendur og Greta Mjöll jafnaði á 68. mínútu og Ema skoraði svo sigurmarkið sjö mínúmm fyrir leikslok. Margréti Sigurðardóttur, þjálfara Breiðabliks, var létt í leikslok. „Við áttum von á mjög erfiðum leik og það varð raunin. Þær beijast grimmilega og bíta vel frá sér og við fengum að kenna á því í dag. Við hefðum í raun átt að klára leikinn í fyrri hálfleik því við óðum í færum en það gengur illa að klára þessi færi. Ég veit ekki hvað er að en þetta þarf að laga. Ég get ekki neitað því að mér leið hræðilega þegar þær komust yfir en sem betur fer klámðum við dæmið og tókum þrjú Stig." oskar@dv.is, ÞAÞ, henry@dv.is Mónakókappaksturinn fór fram í gær Fyrsti sigurTrullis ítalski ökuþórinn Jarno Trulli, sem ekur fyrir Renault, kom, sá og sigraði í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1 í gær. Tnilli vann sinn fyrsta sigur á ferlinum en hann hafði komist þrívegis á verðlaunapall í 118 keppnum fram að þessu. Trulli var fyrstur í rásröðinni í fyrsta sinn á ferlinum og hann hélt forystunni frá upphafi til enda ef undan er skilinn smátími þegar hann fór inn í þjónustuhlé. Þá náði Michael Schumacher, sem hafði unnið fimm fyrstu keppnir tímabilsins, forystunni en hann þurfti að hætta á 46. hring þegar hann keyrði utan í vegg og missti nánast hjólið undan bílnum. Schumacher tók þessu óhappi illa og lét öllum illum látum inni á viðgerðarsvæði Ferrari -liðsins. Sigur Trulli var þó ekki í höfn fyrr en hann komst yfir endalínuna því Bretinn Jenson Button, sem ekur fyrir BAR-liðið, var aðeins 0,4 sekúndum á eftir Trulli. Ferrari- ökumaðurinn Rubens Barrichello, sem átti 32 ára affnæli í gær, varð í þriðja sæti. Trulli var afskaplega ánægður með sigurinn eftir keppnina og sagðist hafa beðið lengi eftir sigrinum. oskar@dv.is Trulli á toppnum Italski ökuþórinn Jarno Trulli fagnar hérsigri slnum iFormúlu 1 kappakstrinum i Mónakó i gær. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.