Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Side 3
DV Fyrst og fremst MÁNUDAGUR 24. MAl2004 3 Costello ftbbot og Átrúnaðargoð unga fólksins. Ungdómur fyrir 42 árum „Smáhvíld hjá BúAbboló Koselló ogalhr fara fram að fá sérgott fyrir aurana sem mamma gaf/‘ Bú Abboló I fjóröa tölublaði Vikunnar árið 1962 birtist frásögn af för blaðamanns og ljósmyndara á barnasýningu í Nýja bíói. Þar sagði m.a. um til- ganginn, „svona til að athuga hvort það hafi nokkuð breytzt síðan í gamla daga, þegar við J fórum í þrjúbíó á sunnudögum til að horfa á ; kábboy og Mikkeymás og indíána og vitíausa !. kaila, sem voru alltaf að rekast á og detta og svoleiðis og henda tjómatertum framan í hver annan. Þá sáum við fína kalla eins og Sjaplín og Tommix og Litla og stóra og Bust- er Kíton og svoleiðis gæja. Við héldum að svoleiðis fi'nir leikarar væru nú aldeilis ekki til núna og fórum að spurja strákana á bíóinu hvort það væri nokkuð gaman að bíóum núna. „Ertu eitthvað bilaður, manni minn?" sagði einn poll- inn, „heldurðu kannske að það sé ekki gaman að kábboyunum eins og t.d. Roy Roggers og Trigger og Rökk Hödson og svoleið- is gæjum? Eða t.d. gæjum eins og Danný Kei eða Jerrý Lúis og Bú Abboló Koselló? Sá er góður, maður." „Hver er Bú Abboló Koselló? Er það einhver nýr leikari?" „Sá er aldeilis klikkaður, maður. Hann veit ekki hver Bú Abboló Koselló er. Steini, veizt þú kannske hver Bú Abboló Kos- elló er?“ „Það er nú líklega. Það fatta þá allir sem fylgjast með. Hef- urðu aldrei séð Bú Abboló KoseUó, manni?“ „Ekki svo ég viti. HVernig lítur hann út?“ „Lítur hann út! Sá er góður, maður. Það er ekki einn, það eru ■ Wk«; I 'TOn, t f 5jo«n i *unnticl Jadf reJ«u t tertutn k*Ua c Vi0 *l4*Uls a»a á ! urn nc ..Brt Poliinr *0 kát Abboh nýr h ckkl t rir n '«■««, hIt .1 s ..bboj BKkl W *J/ir Uirl, “í ft tveir. Þeir eru sýnd- ir núna á bíóinu, þú getur fengið að sjá þá, ef þú bíður soldið. Þeir eru ægilega klár- ir, sérstaklega Bú Abboló.“ „Er Koselló ekki eins góður?“ „Jú, hann er svaka töff, en Bú er svo vitlaus og feitur og ægi- lega skemmtilegur.““ Kemur svo í ljós að hér var um að ræða grínistaparið Bud Abbot og Lou Costello. Því miður fylgja engin nöfn myndinni af ungu piltunum sem fylgja greininni. Spurning dagsins Reglur um umgengni við umboðsmann Alþingis? Óþolandi að forsætisrdðherra ógni „Jó, því það er með öllu óþolandi að forsætisróðherra leyfi sér að veita umboðsmanni tiltal og ógna starfsskilyrðum hans fyrir að leyfa sér að hafa sjálfstæða skoðun á því að ranglega hafi verið staðið að ráðningu náfrænda forsætis- ráðherrans. Það veldur auðvitað áhyggjum að reyntsé að kúga umboðsmann með bréfaskriftum og símtöl- um og maður hlýtur að velta því fyrir sér hvers konar agavaldi undirstofnanir ríkistofnana ríkistjórnarinnar þurfaað þola." Helgi Hjörvar alþingismaður „Ég held það sé þeirra tveggja að meta. í samskiptum milli manna gilda náttúru- lega margar óskráðar reglur enhvort þurfi að setja skrif- legar reglur í þessu tilviki er for- sætisráðherra og umboðs- mannsins að meta." Hannes Hólmsteinn Gissur- arson prófessor „Já, það er nauðsynlegt að samskiptin séu bundin í reglur og öllum Ijós. Umboðsmaður Alþingis á að vera sjálfstæð- ur í gerðum sínum og á að vera sá aðili sem gagnrýnir stjórn- völd. “ Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður „Já, ég tel að þessar reglur séu nauðsynlegar því þannig vita allirað hverju þeirganga. Ákveðnar regl- urgeta komið í veg fyrir mis- tök manna og fljótræði því enginn er fullkominn. Óþörfnei- kvæð samskipti eru samfélag- inu ekki til góða." Kristín Linda Jónsdóttir kúabóndi J Ijósi þess sem gerst hefur þá segi ég já svo að svona hlutir endurtaki sig ekki. Það erþó til umhugsun- arhvortsetja þurfí reglur eða hvort nóg sé að komast að einhvers konar samkomu- lagi." Kristín Steinsdóttir rithöfundur Skriflegar reglur voru settar um umgengni ráðamanna við um- boðsmann Alþingis í framhaldi af hótun forsætisráðherra í hans garð. Týndir munir verið gestur á hót- elinu Meurice i Par- ís og sér til mikillar undrunar hefði hann fundið ofan í skúffu á hótelher- berginu bindi eitt fagurt sem merkt var Irving Kup- cinet. Á þessu hót- eli hafði Kupcinet verið gestur nokkrum mánuð- um fyrr. — Irving Kupcinet Gisti á Savoy-hóteiinu i London HarryHannin Gisti á Meurice -hótelinu í Paris Árið 1953 var sjónvarpsfrétta- maðurinn Irving Kupcinet stadd- ur i London til að fyigjast með krýningu Elísabetar II. drottning- ar. Hann gisti á Savoy-hóteiinu og sér til mikillar undrunar fann hann i skúffu á herbergi sínu fá- eina muni sem merktir voru eig- anda þeirra, Harry Hannin. Þetta þótti Kupcinet i meira lagi furðulegt vegna þess að hann var góðvinur Hannins, sem var frægur körfuboita- maður i þá daga og lék með sýningariiðinu Harlem Giobetrotters. Liðið hafði verið i keppnisferð í London nokkru áður. Kupcinet tók muni Hannins tii handar- gagns og hugðist skila vini sínum þeim. Það var hins vegar mikið að gera varðandi krýn- inguna og fréttamaðurinn hafði ekki tíma til að hafa samband við vin sinn næstu dagana. I millitíðinni barst honum óvænt bréf frá Hannin. íbréfinu stóð að Hannin hefði nýtega HUGREKKIERAÐ STANDAST OTT- , ANN OG SIGRAST A HONUM, EKKIAÐ FINNA ALDREI FYRIR HONUM. MARKTWAIN. Þingmaðurinn og blaðamaðurinn Fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar hefur margvísleg áhrif. Meðal annars eru þarí andstæöum fyikingum feðgarnir Hjálmar Árna- son þingmaður Framsóknarflokksins og biaðamaðurinn Kristján Hjáimars- son hjá Fréttabiaðinu sem er i eigu Norðurijósa. Móðir Kristjáns er fyrrver- andi kona Hjálmars, Bergijót Kristjánsdóttir. Hjálmar var spurður hvort honum þætti hann vera að svíkja son sinn með þviað styðja frumvarp sem beindist gegn vinnustað hans. Hann svaraði aðeins:„Mér finnst það bæði lágkúrulegt og ómálefnalegt að bianda fjöl- skyldu manns inn I pólitísk deiiumál." Skemmst erþó að minnast þess að Davíð sagði ÓlafRagnar Grímsson „vanhæfan" tii að gera annað en skrifa orðalaust upp á fjölmiðlafrumvarp- ið vegna þess m.a. að dóttir hans ynni hjá Baugi, einum eigenda Norðurijósa. Geymslu- B og dekkjahillur í bílskúrinn, geymsluna, heimilið og fyrirtækið Þessar hillur geta allir sett saman. Skrúfufrítt og smellt saman. ISOldehf. Nethyl 3-3a -110 Reykjavík Sími5353600- Fax 5673609 kr.7.700.- viðbótareining kr. 5.586- J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.