Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Page 6
6 MÁNUDAGUR 24. MAl2004 Fréttir TfV Segir Davíð játa hroka Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, segir að hót- un forsætisráð- herra við umboðs- mann Alþingis í til- efni af úrskurði hans vegna emb- ættisfærslu Björns Bjamasonar við skipan frænda for- sætisráðherra sem hæstaréttardómara sé sögulegt dæmi um vald- níðslu og yfirgengilegan hroka í stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Hún segir á heimasíðu sinni að í þetta eina skiptið á löngum valdaferli sínum hafi Davíð viðurkennt að valdhrokinn hafi borið hann ofurliði. Jónína þögul Að lfkindum verða greidd atkvæði um fjöl- miðlafrumvarpið í dag klukkan 13:30. Sjálfstæðis- flokkurinn er sameinaður í að samþykkja lögin en Framsóknarflokkurinn er klofinn. Þannig er Kristinn H. Gunnarsson harður and- stæðingur og óvíst er með afstöðu Jónínu Bjartmarz sem látið hefur að því liggja að hún muni sitja hjá. „Ég gef ekkert upp," segir hún. RÚVvísará soraslóð Sjónvarpið birti á fimmtudaginn slóð vef- síðu sem var sögð inni- halda efni sem gæti ver- ið skaðlegt börnum og unglingum. Á slóðinni mátti sjá gróft klám, afhausun Bandaríkja- manns í írak og fleiri af- tökur. Um var að ræða fyrstu ffétt RÚV. Berum við ábyrgð á neyð þriðja heimsins? bankastjóri Landsbankans. Ríkislögreglustjóri hefur gefið út ákæru á hendur Gunnari Erni Kristjánssyni fyrr- verandi forstjóra SÍF. Hann er ákærður fyrir brot á lögum um endurskoðendur fyr- ir að skrifa athugasemdalaust undir reikninga Tryggingasjóðs lækna á meðan framkvæmdastjóri sjóðsins dró sér tugi milljóna af eftirlaunum lækna. Gunnar Örn fékk rúmlega 80 milljónir króna þegar hann hætti hjá SÍF. Ríkislögreglustjóri hefur gefið út ákæru yfir Gunnari Erni Krist- jánssyni fyrrverandi forstjóra SÍF og endurskoðanda Trygginga- sjóðs lækna. Ákæran verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í byrjun júní. Gunnar Öm áritaði um árabil reikninga Trygg- ingasjóðs lækna á meðan Lárus Halldórsson fram- kvæmdastjóri hans dró sér um 80 mÚljónir króna úr bókhaldinu. Lárus og Gunnar em gamlir vinir. Þeir lærðu saman og unnu síðan saman sem ungir menn á endurskoðunar- skrifstofu Björns Steffen- sen. Gunnar Örn var for- stjóri SÍF í áratug en sagði starfi sínu lausu í lok janú- ar og hætti strax. Hann verður á launum hjá SÍF fram í ágúst 2007 og fær rúmlega 80 milljónir króna fyrir að hætta að mæta í vinn- una. DV flutti af því fréttir í janúar að Gunnar örn segði upp í skugga fjársvikamáls. Nú hefur rannsókn á því máli leitt til ákæm á Gunnar Örn. Tugir lælcna töpuðu ellififeyrin- um vegna fjárdráttar Lámsar sem var framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs- ins í 30 ár og gera kröfu um bætur. Ákæra á hend- ur Lárusi hefur verið þing- fest og tekin fyrir. Aðal- meðferð verður í því máli í lok júní. Læknamir treystu á að endurskoðandi sjóðsins kæmi auga á misfellur í bókhaldinu en Gunnar Örn er ákærður fyrir að hafa brugðist því trausti og brotið með því lög sem gilda um endurskoðendur og ábyrgð þeirra. Rfkislög- reglustjóri krefst þess að Gunnar Örn verði sviptur endurskoðendaréttindum sínum. Síðasta uppgjör sem Gunnar Örn áritaði fyrir Tryggingasjóðinn var fyr- ir árið 2000. Reikningarnir fyrir það ár vom lagðir fram í júfi 2001. Þá hafði hann verið forstjóri SÍF í sjö ár. Hann hélt áffarn að árita reikning- ana þótt hann hefði hætt rekstri end- urskoðendaskrifstofu sinni árið 1993 til að taka við starfinu hjá SÍF. Lárus Halldórsson Ákærður fyrir að draga sér 80 milljónir afeftirlaunum lækna. Gunnar örn átti að fylgjast með bókhaldinu fyrir sjóðfélaga. Læknarnir treystu á að endurskoðandi sjóðs- ins kæmi auga á misfellur í bókhaldinu en Gunnar Örn er ákærður fyrir að hafa brugðist því trausti og brotið með því lög sem gilda um endurskoðendur og ábyrgð þeirra. Samkvæmt heim- ildum DV var bókhald sjóðsins í rúst þrátt fýrir að Láms og Gunnar séu báðir menntaðir endur- skoðendur og hafi átt að gæta þess að bók- haldið væri í lagi. Láms sem er lög- giltur endurskoðandi var framkvæmda- stjóri Trygginga- sjóðsins í meira en 30 ár. Hann gaf sig fram við lögreglu snemma á árinu 2002. Hann viðurkenndi að hafa dregið sér 27 milljón ir króna frá sjóðn- um á tíu ára tímabili og greiddi þá upphæð til baka. Þegar málið var rannsakað kom í ljós að fjárdrátturinn var nær því að vera um 80 millj- ónir. Sjóður- inn, sem lækn F S £1 Si (•snf* Frétt DV í janúar DV sagði frá því að Gunnar Örn segði upp hálaunastöðu sinni í skugga millj- ónasvika hjá Trygg- ingasjóði lækna þar sem hann skrifaði upp á reikninga árum saman á meðan vinur hansdrósérfé. stofnuðu til að eiga fé til elliáranna, var tæmdur. Einstakir læknar hafa tapað allt að 6,3 milljónum króna á fjársvikum Lámsar. 84 læknar lýstu kröfum í sjóðinn og gera kröfu um bætur. Flestar kröfurnar em vegna tapaðrar inneignar upp á nokkur hundmð þúsund krónur. kgb@dv.is Gunnar Örn Kristjánsson Ákæra á hendur honum hefur verið gefin út. Hann fékk riflega 80 millj- óna króna starfsloka- samning hjá SlF. Skoðanakönnun Vef-Þjóðviljans Margir vilja hafna fjölmiðlalögum Ríkisstjórnin mælist fallin 20.000 hafa skorað „Við berum ekki beint ábyrgð á þessu en okkur ber siðferðis- leg skylda til, eins og öðrum ríkum þjóðum, að hjálpa til I samræmi við efni og aðstæður hverju sinni. Alveg eins og við myndum vilja að okkur væri hjálpað efþörfværi á." Hann segir / Hún segir „Við berum ábyrgð að þvileyt- inu til að þetta kemur okkur við. Við erum öll samábyrg því sem er aö gerast. Efþað er ein- hvers staðar neyð í heiminum getum við ekki látið eins og við vitum ekki afhenni." Ingibjörg Sólrún Gfsladóttlr þingmaður Samfylkingarinnar. Frjálshyggjumiðillinn Vef-Þjóð- viljinn lét markaðsrannsóknafyrir- tækið ParX viðskiptaráðgjöf fram- kvæma fyrir sig skoðanakönnun á þekkingu fólks um fjölmiðlafrum- varpið. í könnuninni svömðu 604 því hversu vel eða illa þeir hefðu kynnt sér fjölmiölafrumvarpið. Sögðust tæp 30 prósent hafa kynnt sér það mjög vel eða vel, 29 prósent höfðu kynnt sér það frekar illa og 18 prósent mjög illa eða alls ekki. Þá sögðust 24 prósent hvorki hafa kynnt sér það vel né illa. Þetta túlkaði Vef-Þjóðviljinn í grein sinni í gær sem svo að einungis 29,1 prósent landsmanna hefðu kynnt sér frumvarpið svo heitið gæti. „Niðurstaðan af þessum könnunum er sú að innan við 30 % kjósenda hafa kynnt sér fyrirliggjandi fjölmiðla- fhunvarp og verður allt tal um „gjá milli þings og þjóðar" að skoðast í samhengi við það,“ segir þar. Þá var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa og sögðust rúm 30,6 prósent myndu kjósa Sjálfstæðis- flokk, 29,9 prósent Samfylkinguna, Mótmæli á Austurvelli Vef-Þjóðviljinn lét markaðsfyrirtæki gera skoðanakönnun fyrir sig. Aðstandendur vefsins túlka niðurstöð- urnar með þeim hætti að þeir sem hafi hvorki kynnt sér fjölmiðlafrumvarpið „vel“ né „illa“hafi alls ekki kynntsérþað. 13,7 prósent Vmstri græna, 12 pró- sent Framsóknarflokk, 5,6 prósent Frjálslynda og um 8 prósent vildu kjósa annað. Þar með væri ríkis- stjómin fallin ef gengið hefði verið til kosninga á þeim tíma sem könnunin var gerð, en það var í síðustu viku. „En þetta er auðvitað aðeins skoð- anakönnun. Þær mæla ekki annað en stundarviðhorf þeirra sem svara,“ segir Vef-Þjóðviljinn. jontrausti@dv.is á forseta Tæplega tuttugu þúsund manns hafa skráð nöfn sín í rafrænni undir- skriftasöfnun á heimasíðunni askor- un.is. Þar er Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti íslands, hvattur til að neita að staðfesta íjölmiðlalögin og skjóta þeim þar með til þjóðar- atkvæðagreiðslu. í áskoruninni segir meðal annars: „Við undirrituð, ís- lenskir ríkisborgarar, skorum á for- seta íslands að staðfesta ekki lög um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlar eru mikilvægur hluti lýðræðis, menningar og daglegs lífs.“ Tíu dagar eru liðnir síðan söfn- unin hófst og segir Róbert Marshall, formaður Blaðamannafélags íslands að kippur hafi komið í söfnunina fyrir helgi. „Það er eins og almenn- ingur hafi þá áttað sig á því að lögin gætu orðið að veruleika. Enn er tími til stefnu þangað til forsetinn fær Róbert Marshall, formaður Blaða- mannafélagsins. Enn er tími til stefnu. undirskriftalistann í hendurnar. Við ætlum að hafa heimasíðuna opna eins lengi og við getum" segir Ró- bert. Fjölmiðlasambandið hefur umsjón með síðunni og eftir að list- inn hefur verið afhentur Ólafi Ragn- ari, verður henni lokað og gögnum eytt. í Fjölmiðlasambcmdinu eru Fé- lag bókagerðarmanna, Blaða- mannafélag íslands, Rafiðnaðar- samband fslands og Verslunar- mannafélag Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.