Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Qupperneq 11
DV Fréttir MÁNUDAQUR 24. MAÍ2004 11 Persónulegt í garð Erró „Mér finnst þetta alls ekki neikvæður dómur sem Erró fær í amerísku press- unni,“ segir Halldór Björn Runólfsson listfræðingur þegar DV spurði hann um falleinkunn sem New York Times gaf þessum dáða listamanni íslendinga. „Amerfkanar taka oft mjög harða afstöðu þegar þeir fjalla um evrópska list og það skín í gegn að hann er ekki hrifinn af Erró. Erró er kannski ekki frægur popp- listamaður, en er nokkuð góður sem slíkur. Mér finnst dómurinn í heild sinni nokkuð góður ef litið er framhjá persónulegri af- stöðu dómarans," sagði Halldór Björn. Svarti dauði komi aftur Svarti dauði, sem drap 23 milljónir manna á miðöldum, gætí verið í dvala og vaknað upp aft- ur sem heimsfaraldur, samkvæmt nýjum kenn- ingum vísindamann- anna Christopher Dunc- an og Susan Scott í Há- skóla Liverpool-borgar. Vísindamennirnir segja faraldurinn geta tekið sig upp aftur og dreift sér á ógnarhraða vegna hnatt- væðingarinnar. Ekki eru allir sammála kenning- unni, sem byggir á því að svarti dauði sprettí ekki upp úr eitíabólgu heldur öðrum vírus. Eitt til þrjú þúsund manns smitast af svarta dauða árlega en honum er haldið niðri með sýkla- lyflum ef hann greinist snemma. Smábærfauk Smábærinn Bradgate í Iowa-fylki í Bandaríkjunum fauk nánast allur út í veður og vind þegar hvirfilbylur gekk þar yfir á föstudaginn. Næstum öll 50 heimilin í bænum eyðilögðust og 15 manns slösuðust. íbúar bæjarins segja það ótrúlegt að enginn hafi farist. Iowa er áfangastaður margra hvirfilbylja, en leiðin frá Texas og norður í gegnum Oklahoma og Kansas til Iowa er nefnd Tornado Alley. Áður en hvirfilbylur- inn fór um Bradgate var til- kynnt um hann þar sem hann fór yfir golfvöll og kirkjugarð í nágrannasýsl- unni Pocahontas. Pétur Blöndal segir félaga sína hafa rætt það löngu fyrir fjölmiðlafrumvarpið að ráða þyrfti niðurlögum eiganda Norðurljósa sem yrði brátt svo sterkur að þeir réðu ekki við hann. Helgi Hjörvar segir orð Péturs væntanlega verða lögð fram í málsókn Norðurljósa verði fjölmiðlafrumvarpið að lögum. Pétur segir fréttamenn allra miðla vanrækja sannleikann til að bjarga atvinnumöguleikum sínum. Pétur Blöndal, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, segir það hafa verið rætt í hans hópi löngu áður en fjölmiðlafrumvarpið var lagt fram að fljótlega liði að því að eigandi Norðurljósayrði svo sterk- ur að hópurinn myndi ekki geta ráðið við hann. Pétur var í gærmorgun ásamt Helga Hjörvari, alþingismanni Sam- fylkingarinnar, gestur í útvarpsþættí Arnþrúðar Karlsdóttur á Bylgjunni. Brátt óviðráðanlegur fyrir Pétur og félaga Undir lok þáttarins vék Arnþrúð- ur að nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins sem sýnir að rfltís- stjórnin hefur aldrei verið óvinsælli og að fylgið hrynur af stjórnarflokk- unum tveimur. Aðspurður hvort þessi þróun væri ekki áhyggjuefni svaraði Pétur því til að hann teldi ekki skrítið að könnun sýndi þessa niðurstöðu: „Nú skal ég segja þér eitt,“ sagði Pétur. „Þegar þetta frumvarp var til umræðu fyrir löngu síðan, það er að segja í febrúar, janúar- febrúar, þá var þetta rætt dálítið í okkar hópi. Þá sögðu menn einmitt að þessi sterki aðili, þessi eig- andi að þess- um >étur Blöndal „Þá sögðu menn einmitt að ,essi sterki aðili, þessi eigandi að þessum vörgu fjölmiðlum, hann væri svo sterkur að oráðum gætum við ekki ráðið við hann, íagði Pétur Biöndal i utvarpsþætti i gær. Árni Magnússon á Alþingi.„Égheyrðiþig segja þetta Pétur Blöndal með sama hætti og ég hefséð félagsmálaráðherra standa og veifa DV í ræðustól og segja: Finnstykkur þetta í lagi, þetta verður að setja lög á," sagði Helgi Hjörvar við Pétur Blöndal í út- varpsþætti í gær. mörgu fjölmiðlum, hann væri svo sterkur að bráðum gætum við ekki ráðið við hann. Hann myndi hafa svo skoðanamyndandi áhrif að það hreinlega myndi ekki vera hægt að gera neitt á móti honum.“ Samfélag óttasleginna frétta- manna Þessu næst bætti Pétur því við að niðurstaðan um að rfldsstjórnin hafi aldrei verið óvinsælli væri ekki skrít- in miðað við það fár sem verið hafi í fjölmiðlum og miðað við það hvað raddir eins og rödd Péturs hafi heyrst lítið: „Mér finnst það vera allt að því eðlileg niðurstaða úr þeim gegndar- lausa áróðri sem hefur komið fram á hina leiðina - eða ég upplifi það alla vega þannig - frá starfsmönnum sem hafa verið óttaslegnir vegna alls þess hræðsluáróðurs eigendanna og vegna þess að aðrir fjölmiðlar, eins og Ríkisútvarpið, tiplar á tánum. Margir starfsmenn þar hafa unnið hér, hjá Norður- ljósum, og margir hjá Norðurljósum hafa unnið hjá RÚV. Þetta er ákveðið samfélag ffétta- manna og þeir „Þetta er ákveðið sam- félag fréttamanna og þeir passa sig á því að vera nú ekki að skemma atvinnu hver fyrir öðrum." að setja lög á,“ sagði Helgi þá og bætti við: „Ég hef heyrt forsætisráð- herra segja að starfsfólkið á Frétta- blaðinu, DV, Stöð 2, öllum þessum miðlum, sé að láta eigendurna mis- nota sig daglega, það hafi engar sjálfstæðar skoðanir. Það er auðvit- að ekki annað en svona óhróður sem hægt er nota til að reyna að verja svona ólög.“ passa sig á því að vera nú ekki að skemma atvinnu fyrir hverjum öðr- um," sagði Pétur Blöndal. Játaði Pétur aðför að Norður- Ijósum? Helgi Hjörvar sagði orð Péturs vmikið vantraust á fréttamenn og starfsheiður þeirra. Merkilegri þóttu Helga þó orð Péturs um það sem gerðist í aðdraganda fjölmiðlafrum- varpsins: „Þetta er mögnuð yfirlýsing sem að Pétur gefur hérna. Ég hugsa að eftirrit af þessu samtali verði lagt fram sem gögn í málarekstri vegna þessara laga vegna þess að hann upplýsir það hér að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi setíð í janúar og febrúar og rætt áhyggjur sínar af því að þetta fjölmiðlafyrirtæki hér, Norðurljós, væri að verða of sterkt og þeir yrðu þess vegna að flýta sér að setja lög á það,“ sagði % Helgi. Hér sagðist Pétur telja að Helgi segði ekki satt frá en því vísaði Helgi á bug: „Ég heyrði þig segja þetta Pétur Blöndal með sama hætti og ég hef séð fé- lagsmálaráð- herra standa og veifa DV í ræðustól og segja: Finnst ykk- ur þetta í lagi, þetta verður Eigendur gera fréttamenn tortryggilega Pétur sagði að í kringum nefnd- ina sem fjallaði um fjölmiðlana hafi orðið umræður, „bæði á göngum Al- þingis og víðar.“ Og að „sumir" hafi á fyrstu mánuðum ársins haldið „þessu" ffam - og átti þá við þá skoð- un að Norðurljós yrðu brátt svo sterk að ekki yrði við ráðið. Þessu næst bætti Pétur því við að aldrei ætti að setja fréttamenn í þá stöðu að vera tortryggilegir. „Það á ekki að setja þá í þessa stöðu að þeir séu tortryggilegir vegna þess að eigandi þeirra er markaðsráðandi fyrirtæki sem er mikið í fjölmiðlum og mikið í umræðunni. Það á bara ekki að setja menn í þessa stöðu. Þetta mark- aðsráðandi fyrir- tæki átti aldrei að kaupa þennan hlut,“ sagði Pétur Blöndal. gar@dv.is Helgi Hjörvar Pétur Blondal upplýsir að þingflokkur sjálfstæðisflokksins liafi setið í janúar og febrúarog ákveðið að flýta sérac setja lög á Norðurijós því fyrirtækið væriað verða of sterkt, sagði Helgi Hjórvar. ★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★"* Rafmagnsgítar magnari poki, ól- snúra -stillir og auka strengjasett Söngkerfi Trommusett frá frá 59.900,- 49.900,- stgr. Gítarinn ehf. Stórhöfða 27, sími 552-2125 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is Klassískir gítarar frá 9.900,- stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.