Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir MÁNUDAGUR 24. MAÍ2004 15 Talandi salerni Framkvæmdastjóri segir Hafrós ehf. hafa keypt verslanir Háess á yfirverði Talandi salemi, sem ætl- uð eru til að hjálpa karl- mönnum að hitta á réttan stað, seljast eins og heitar lummur í Þýska- landi. Stærsti kúnnahópurinn eru eiginkonur sem orðnar eru leiðar á að stíga ofan í og þrífa eftir klósett- ferðir eiginmanna sinna. Þegar klósettsetunni er lyft upp heyrist kvenmanns- rödd segja: „Hvað heldurðu að þú sért að gera? Settu setuna samsttmdis niður. Þú ætlar ekki að pissa standandi þvf þú veist að þú munt subba allt út.“ Snákabit en ekki morð Lögreglan í Arkansas rannsakar nú dularfuilt mannslát. Maður sem fannst látinn í bíl í Arkansas er tal- inn hafa dáið af völdum snákabits. Skotinn Garrick Wales, sem fannst látinn í bílaleigubíl, var fölur og umkringdur ælu. í fyrstu var talið að um morð væri að ræða en dag- inn eftir líkfundinn fannst box í grenndinni sem inni- hélt íjóra lífshættulega afríska snáka. Talið er að maðurinn hafi pantað slöngurnar í gegnum neúð. Hvorki krufríing né eitur- efriarannsóknir eru tilbúnar en lögreglan hefur útilokað að maðurinn hafi dáið af mannavöldum eins og í fyrstu var talið. Kínverji gleypti hníf Maður í Krna, sem gleypú hníf til að komast hjá handtöku fyrir ólögleg- an vopnaburð, er heppinn að vera á lífi. Kínverska lög- reglan réðist inn til manns- ins í leit af eiturlyfjum þegar hinn 38 ára Mao Kyan gleypú hnífinn. Kyan er heppinn að hafa lifað atvik- ið af en hmfurinn sat fastur í hálsi hans í átta mánuði. Þá fyrst fór hann til læknis þar sem hann fann fyrir eymslum í hálsinum. Lækn- ar skáru hann samstundis upp og tóku hm'finn en samkvæmt þeim hefði hm'f- urinn getað drepið hann á hverri stundu. Viðskiptavin- urfærvinnu Matvöruverslun í Brasilíu hefur brugðið á það ráð að bjóða heppnum viðskipta- vini starf í versluninni. Versl- unarstjórinn sagði uppátæk- ið æúað að laða fleiri við- skiptavini en samkæmt hon- um biðja flestir þeirra sem koma í verslunina um starf handa fjölskyldumeðlimum sínum. Aflir þeir sem kaupa eitthvað í versluninni skrifa nafn siú á miða og sá heppni fær starf í sex mán- uði. Efúr það er það undir hverjum og einum komið hvort hann hafi staðið sig nægilega vel til að halda starfinu. „Hér er alls enginn kennitöluleikur á ferðinni eins og skilja mátti af frétt DV,“ segir Hákon Hákonarson, framkvæmdastjóri Hafrósar ehf., sem á og rekur ýmsar fataverslanir. Sænreifar í tískufötuin skipta um kennitölur DV á föstudag Hákon Há- konarson framkvæmdastjóri segir gjaldþrot fataverslunar- félagsins Háess ehf. munu nema 40 til 50 milljónum. í DV á föstudag sagði að Hafrós væri nýtt félag sem hefði í fyrra- haust eignast verslanir Háess ehf. sem lýst var gjaidþrota 19. apríl síð- asúiðinn. Hákon segir Hafrós vera einka- hlutafélag sem foreldrar hans hafi stofnað árið 1996. Félagið sé því ekki nýtt fyrirtæki sem hafi verið sett á fót til að tæma eignir út úr Háess. „Hafrós hafði um allnokkurt skeið sett fé inn í Háess til að styrkja eiginfjárstöðu þess félags. í staðinn fékk Hafrós hlutafé í Háess og hafði eignast 80 prósent í félaginu fyrir um tveimur árum. Hafrós greiddi mjög mikið fyrir þær verslanir sem féíagið á í dag. Eiginlega má segja að félagið hafi greitt yfirverð. Þannig að það var alls ekki verið að skjóta undan eignum," segir Hákon. Að því er Hákon segir reyndist rekstur fjögutra verslana Háess ekki hafa gengið samkvæmt áædunum. Það eigi við um Mangó í Smáralind og á Strikinu, skóverslunina Steinar Waage á Akureyri og verslanirnar Blues og Hanz í Kringlunni. Aðrar verslanir Háess hafi verið komnar í eigu Hafrósar löngu fyrir gjaldþrotið: „Þessar búðir fóru einfaldlega á hausinn. Helsta krafan í Háess er frá Blues í Danmörku. ÆÚi kröfurnar verði ekki í heild 40 til 50 milljónir - að mestu leyti frá úúendum birgj- um,“ segir Hákon. Að sögn Hákonar tapa eigendur Háess sjálfir stórfé sem sett hafði verið inn í félagið. Til dæmis hafa tapast 25 milljónir „á einu bretti" með þátttöku í Mangó í Danmörku. Þeirri búð hafi ekki verið lokað held- ur hafi úúendur meðeigandi þeirra keypt hlut Háess á hrakvirði. Þá segir Hákon að þær upp- hæðir sem nefndar voru í DV um hagnað föður hans vegna sölu loðnuskipsins Húnarastar- innar og um skuldastöðu Háess um síðustu áramót hafi verið alltof háar. „Þegar upp var stað- ið fékk hann um 250 milljónir vegna Húnarastarinnar. Árs- reikingur Háess fyrir síð- asta ár er ekki tilbúinn en það er alveg Ijóst að skuldirnar eru fimmtán- falt lægri en sá einn milljaður króna sem DV nefnir," segir Hákon. Verslanirnar sem Hafrós rekur áfram eru Herragarð- urinn, Boss, Steinar Waage, Herra- lagerinn, Toppskórinn og kvenfata- verslunin Sand. gar@dv.is "...flat out the best Mexican food in lceland." Atlantica, maí 2003 Yolanda Rodriguez, stofnandi Mama's Tacos. Opið: sun-fim: 11-23 fös-lau: 11-07

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.