Alþýðublaðið - 07.11.1919, Side 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
St. jeaue í’yírc.
Eftir Marlc Twain í Harpers
Magazin. Lausl. þýtt.
(Frh.).
Það sem hún sagði var þetta:
„Ríðið niður Englendinginn!" —
og pað gerði hún líka sjálf. En
pegar hún var spurð um það,
með mjög móðgandi orðum, hvers
vegna hennar stríðsfáni hefði frem-
ur fengið pláss í dómkirkjunni í
Rheims, þegar konungurinn var
krýndur, heldur en fánar hinna
hershöfðingjanna, þá sagði hún
þessi hrífandi orð: „Hann nafði
borið byrðina, hann hafði nnnið
til heiðursins", — orð, sem hrukku
ósjálfrátt af vörum bennar, en
sem eru svo látlaus og yndislega
fögur, að ekkert málskrúð fær yf-
irstigið þau.
Þrátt fyrir það, að ákæran varð-
aði líf hennar, þá var hún samt
hið eina vitni, sem leitt var fram
í málinu; hið eina vitni sem stefnt
var til þess, að gefa upplýsingar
og skýringar fyrir dómstóli, sem
settur var í þeim ákveðna tilgangi:
að dæma hana seka, hvort sem
hún var það eða ekki. Það átti
að dæma hana eftir eigin fram-
burði, þar eð það var eina leiðin
til þees, að koma dóminum í kring.
Allir þeir yfirburðir, sem þekking-
in hefir yfir fávísina, ellin yfir
æskuna, lífsreynslan yfir skamm-
sýnina og kænskan yfir einfeldn-
ina, yfirleitt alt það sem mann-
vonzka og undirferli skarpskygnra
heilá gat tekið í þjónustu sína
móti þeim sem ekki er á varð-
bergi — því var öllu beitt kinn-
roðalaust gegn henni. En þegar
þessi brögð og vélræðí ónýttust
hvert af öðru, fyrir hinni undra-
verðu dómgreind hennar og and-
ríki. Þá tókst Cauchon biskup á
hendur hið svívirðilegasta níðings-
verk, sem er niðurlæging fyrir
mannlegt mál að lýsa. Dulbúinn
prestur, sem þóttist koma frá
héraðinu sem hún var úr, og lést
vera henni vinveittur og vilja
hjálpa henni með.ráð og dáð, var
látinn fara inn í klefann til henn-
ar, og tókst honum að vinna svo
traust hennar, að hún trúði hon-
um fyrir því, sem „raddirnar"
höfðu sagt henni, að hún yrði að
þegja yfir, og sem ofsækjendur
hennar höfðu svo lengi og árang-
urslaust reynt að fá hana til að
láta uppi. Annar maður var hafð-
ur í leyni í nánd við Jeanne, og
ritaði hann niður alt sem hún
sagði og afhenti hann síðan Cau-
chon leyndarmál hennar, en hann
notaði þau til þess að fá hana
dæmda.
Við öll réttarhöldin var snúið
út úr öllu, sem hið fyrirfram
dæmda vitni sagði, og öllum hugs-
anlegum brögðum var beitt, til
þess að gera hana tvísaga; en þau
svör hennar, sem ómögulegt var
að aíbaka, var bannað að bóka.
Það var við eitt þess háttar tæki-
færi, að hún mælti þessum ásök-
unarorðum við Cauchon: „Þér
skrifið alt sem mælir á móti mér,
en þér viijið ekkert bóka af því,
sem er mér til málsbóta/
(Frh.).
Xosningarnar.
Bráðum fara alþingiskosningar
í hönd. Þá eigum við, alþýðukon-
urnar, sem kosningarrétt höfum,
að ganga að kjörborðinu og kjósa
fulltrúa til alþingis. Eg vona, að
okkur sé það öllum ijóst, hverja
tvo af þessum fimm frambjóðend
um við eigum að kjósa. Það ætt-
um við að skilja, að það er skylda
okkar, bæði gagnvart sjálfum okk-
ur og okkar eigin flokk, að fylkja
okkur um okkar eigin fulltrúa.
Við eigum vel að athuga það,
hverjir eru líklegastir til að berj-
ast fyrir málum alþýðunnar. ,
Við vitum líka, að tveir af hin-
um þremur frambjóðendum eru
boðnir fram af félagi, sem mynd-
að var eingöngu til þess að drepa
Alþýðuflokkinn. Priðji frambjóð-
andinn er að líkindum utan flokka;
hann spratt upp alt í einu eins
og skollaflngur í rakri jörð. En
hvaðan sem hann er, þá vitum
við það, að hann vinnur á móti
okkar ílokki, eins og hinir.
Eg skora því fastlega á allar
þær konur, sem fylgja Alþýðu-
flokknum að málum og eru 37
ára (því yngri hafa ekki kosning-
arrétt), að kjósa okkar eigin full-
trúa, og fylgja svo fast eftir, að
við komum þeim báðum að. Það
er Alþýðuflokknum í lófa lagið,
einasta að við svíkjumst ekki
undan merkjum þegar mest á
liggur.
Verum nú duglegar og samtaka,
konur, og gerum nú alt sem við
getum. Sitjum ekki heima kosn-
ingadaginn. Förum og kjósum
fulltrúana okkar: Ólaf Friðriksson
og Þorvarð Þorvarðsson og kom-
um baðum að.
Þá er betur farið en heima
setið. P.
„Reykjavik brennur".
Hr. ritstjóri Ólafur Friðriksson f
Viljið þér gera svo vel að ljá
eftirfarandi línum rúm í heiðruðu
blaði yðar.
í Alþýðublaðinu dags. 1. nóv.
þ. á. er grein með yfirskriftinni
„Reykjavík brennur".
Vegna þess að grein þessi virð-
ist vera persónuleg árás á Pétur
nokkurn Ingimundarson, eins og
„Húseigandi" hinn skriftlærði
kemst að oiði, get eg ekki leitt
hjá mér að svara henni nokkrum
orðum.
Eg hefi aldrei verið sótari hér
í bænum og býst ekki við að
verða. það. — Það sem mér sem
slökkviliðsstjóra ber að gera við-
víkjandi sóthreinsun hér í bænum,
er samkv. „Bi unareglugerð Reykja-
víkur" 24. júní 1913, sem hér
segir: 27. gr. um skoðun eldfæra
og reykháfa. Slökkviliðsstjóri skal-
einu sinni á ári hverju í október-
mánuði, skoða eða láta skoða eld-
færi og reykháfa í öllum húsum
í bænum, og líta eftir að þau séu
útbúin lögum samkvæmt, og að
reykháfar hafi verið tilhlýðilega.
hreinsaðir o. s. frv.
Þessa, og einskis annars við-
vikjandi sót.hreinsun krefst reglu-
gerðin af slökkviliðsstjóra. í sam-
bandi við þetta vil eg geta þess,
að nú í októbermánuði hafa þrír
menn farið um bæinn að skoða
eldfæri og reykháfa. Við skoðun-
ina hefir komið í Ijós, að sót-
hreinsunin er ekki í eins góðu
lagi sem skyldi, enda áður komn-