Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórar. Illugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um 1 Hvaðan er grjótið sem notað var í Alþingishúsið? 2 Hver teiknaði húsið? 3 Hver lagði hornsteininn að húsinu? 4 Hvenær kom Alþingi fyrst saman í húsinu? 5 Hvaða fundir Alþingis hafa ekki verið haldnir í Al- þingishúsinu? Svör neðst á síðunni Lítil Evrópa Leiðarahöfundur Le Monde í Frakklandi skrifar um örheimlnn evrópska. „Evrópuþingið fagnaði með réttu stækkun sambandsins 13. jtíní sl. og væntan- legu vali á austur-evr- ópskum menntamanni í forsetastól. Bronislaw ít:!nmat verkaiýðshreyfingarinn- ar Samstöðu á níunda áratug liðinnar aldar, er jafnvígur á móðurmál sitt pólskuna, frönsku, þýsku, ensku og rússnesku. Þessi fyrrum utamikisráðherra Pól- lands og Evrópumaður fram í fingurgóma hefði orðið verðugur fulltnii sameinaðrar álfunnar. En það er ekki hægt. Hann tilheyrir hvorugri ríkjandi stórfylkingunni í sambandinu, hvorki íhaldsmaður né sósí- alisti. Af pólítískum ástæðum þessa evrópska örheims hyggjast stór- fylkingarnar tvær skipta forsetastólnum á milli sfrt, fyrst til hægri svo til vinstri.“ Ermálið þinglegt? Upphafleg merking orðsins þing er vafalítið samkoma eða móttími, þónú geti það einnig þýtt löggefandi sam- koma, góður gripur, dóm- þing, réttarsamkoma og lög- sagnarumdæmi. Hugsanlegt erað tiltekinn tími eða tíma- lengd sé elsta merking orð- stofnsins eða samkoma og hópur. Samkvæmt 36. grein laga um þingsköp Alþingis nr.55 frá 31.mai 1991sæma mál eða hæfa þingi, eru þingleg, efþau eru samin með lagasniði, prentuð og þeim útbýtt meðal þing- manna á fundi. Hverju frum- varpi skal fylgja greinargerð um tilgang þess yfirleitt og skýring á höfuðákvæöum. Málið 1. Úr Þingholtunum, aðallega Óðinsgöt- unni. 2. Ferdinand Meldahl. 3. Hilmar Fin- sen landshöfðingi. 41. júlí 1881. 5. Hátíðarfundirnir á Þingvöllum 1930, 1944,1974 og 1994. Þetta eru sömu lögin Oddvitar ríkisstjórnarinnar hafa fund- ið út, að 30% eða 44% forgjafir dugi ekki til að koma í veg fyrir að lögin um fjölmiðla verði felld í þjóðaratkvæði í ágúst. Þess vegna hafa þeir ákveðið að hindra atkvæðagreiðsluna með því að draga lögin til baka og leggja þau síðan aft- ur fram sem ný. í stað þess að sumarþing ákveði, hvernig þjóðaratkvæðið fari fram, á það með einn- ar nætur fyrirvara að taka fyrir nýtt laga- frumvarp, sem að 95% leyti er sama frum- varpið. Þetta er ekki bara tveggja manna æði, heldur tveggja þingflokka æði, því að þingfiokkar stjórnarinnar hafa samþykkt aðferðina. Samkvæmt fyrri reynslu er líldegt, að forseti fslands vísi nýjum Iögum til þjóðar- innar, þar sem þau eru 95% eins og fyrri lögin. Þá getur ríkisstjórnin enn breytt lög- unum um 5% og sfðan haldið skrípaleikn- um áfram, þangað til lögin verða orðin nógu mikið breytt til að forsetinn staðfesti þau. Hver umferð í skrípaleiknum, sem tveir þingflokkar hafa efnt til, getur tekið tvo mánuði. Á meðan getur þjóðin velt fyrir sér, hvers vegna er svona mikilvægt að hiín fái ekki að tjá sig í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvers vegna tveir þingflokkar haga sér eins og þeir séu týndir og tröllum gefiiir. Ef ekM er ætlunin að lögin taki gildi fýrr en eftir þrjú ár, eftir næstu alþingiskosn- ingar, er eðlilegra að draga bara hin ill- ræmdu lög til baka, henda ekki inn nýrri útgáfu þeirra, heldur hefja viðræður við stjórnarandstöðuna um, hvernig ný lög geti litið út. Nægur tími er til stefiiu. Undarleg aðferðafræði felst í að koma aftur með frumvarpið og boða afgreiðslu þess á nokkrum dögum og boða jafnframt samráð eftir afgreiðslu þess. Hvers vegna þarf samráð við stjórnarandstöðu eftir að sama frumvarpið hefur í tvígang verið keyrt yfir hana og einu sinni yfir þjóðina í heild? Trikkið í aðferðinni er, að eftir þrjú ár verða almennar alþingiskosningar um þau mál sem þá verða efst á baugi. Þær verða aldrei eins máls atkvæðagreiðslur og allra sízt um mál, sem voru í sviðsljósinu fyrir þremur áriun. Kosningar eftir þrjú ár koma ekki í stað þjóðaratkvæðagreiðslu nú. Svona bragðvísi stunda pólitfkusar ekki nema þeir hafi orðið viðskila við siðaðra manna hætti. Og þetta er ekki vandi tveggja manna, sem hafa verið of lengi í ráðherraembættum, heldur vandi heilla tveggja þingflokka, sem hafa misst fótanna í bfindu ofstæki og algerum skorti á mannasiðum. Forseti íslands er ekki ábyrgur fyrir skrípaleik, sem felst í að draga lög til baka til að hindra þjóðaratkvæði og leggja þau síðan nánast óbreytt fram sem nýtt frum- varp. Jónas Kristjánsson Forni Iréttamaöurinn Fyrst og fremst SN0RRI MÁR SKÚLAS0N hafði orð á því í Kastljósi á dögunmn að þeir sem ekki auglýstu í Fréttablaðinu fengju ekki hfilupláss fyrir vörur sínar í Bónus. Snorri Már er sem kunnugt er upplýsingafúlltrúi Þjóðminjasafnsins og fynverandi fréttamaður á Stöð 2. /FYRSTA LACI kemur upplýsinga- fulltrúa Þjóðminjasafnsins ekkert við hvaða vörutegundir Bónus er með í hillum sínum. Hann ætti frekar að hafa áhyggjur af hvað er til sýnis í Þjóðminjasafninu í stað þess að ljúga upp á Bónus og Norðurijós. Annars er það fyndið þegar fréttamenn eins og Snorri færa sig um set úr samtímanum og aftur í fornöld en hann mætti reyna að hafa Þjóðminjasafnið opið þó ekki væri nema endrum og sinnum. Það myndi heyrast hljóð úr horni efBónus lokaði ísjö ár eins og Þjóðminjasafnið. ANNARS HEFUR SN0RRI Már unniö þrekvirki eftir að hann tók við starfi upplýsingafulltrúa safnsins. Þótt sainið hafi verið lokað í sjö ár tókst Snorra Má að brjótast úr fok- heldri safnabyggmgunni og alla leið út á Melatorg. Þar vill hann stinga risastóru sverði ofan í hringtorgið í anda Prins Valiant. Breytingar Björns Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur orðið uppvfs að því að breyta texta f grein eftir sjálfan sig á heima- sfðu sinni. Áður hafði Björn útiistað þar hversu fáránlegt það væri ef fjöl- miðlalögin yrðu afturkölluð og önnur samin f staðinn - sem nú hefur orðið. Björn er að vfsu staddur f Kína en það kemur ekki f veg fyrir að hann fikti f texta sínum, breyti honum og færi til betri vegar (samræmi við nýtt ástand og horfur f stjórnmálum. EfBjörn Bjarnason erfarinn að breyta eigin skrifum og þar með skoðunum sínum gæti hann haldið áfram á þeirri braut. Og kemst kannski ekki hjá því. Miðað við stöðu hans i stjórnmálum kæmi honum eftil vill best að breyta alfarið um nafn. Hann gæti kallað sig Gisla Reynisson og reynt að verða framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveit- arinnar. Björn hefur enn sambönd til að tryggja séraðgang að rikisjötunni en ekki mikið lengur efað likum iætur. MARCAR HUCMYNDIR ERU VERRI en þessi. En Snorri Már má ekki láta staðar numið á Melatorgi. Hann gæti líka lagt til að risastórum aski verði komið fyrir á Austurvelli og Bankastrætinu verði breytt í risa- langan sauðskinnskó. Þá mætti setja sex metra háan rokk á Arnar- hól í stað Ingólfs sem er orðinn þreyttur og lamhhúshetta utan um Perluna væri ekki amaleg. Snorri Már hefur nægan tíma til að hrinda hug- myndum sín- um í fram- kvæmd. Þjóð- minjasafnið er jú alltaflokað. textar sem Bjorn ætti aö brevta og ætti í raun að vera löngu búinn að breyta . ' •s, > 1 • Stjórnarskráin - gæti stundum komið sér vel Handritið að Opinberun Hannesar - eiginlega nauðsynlegt 3« Ævisaga Laxness eftir H. H. Gissurarson - gæsalappirnar 4. Ljóð Jónasar Hallgrímssonar - hvergi minnst á foringjann y 5. Sjónvarpsdagskráin - Bruce Willis á skjánum öll kvöld Grískur harmleikur Morgunblaðið fjallar um sigur Grikkja á Portúgölum f EM í fótbolta í leiðara sínum í gær en þar sagði: „Flestir við- urkenna að Grikkir hafi verðskuldað sigurinn, þótt margir séu þeirrar skoðunar að þeir spili ekki sérlega skemmtilega knattspyrnu. Sumir hafa jafnvel haft á orði að ef öll lið tækju upp sama stfl og Grikkir yrði lítið gaman að leiknum." Þetta er alveg kórrétt hjá Morgunblað- inu. Þetta er svona eins og með þá sjálfa og mætti umorða leiðarann eilít- ið:„... þótt margir séu þeirrar skoðunar að Morgunblaðið sé ekki sériega skemmtilegt btað. Sumir hafa jafnvel á orði að eföll blöð tækju upp sama stil og Morgunblaðið yröi lítið gaman að dagbtöðum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.