Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ2004
Fréttir DV
Fólk stal
kríuungum
Seint á mánudagskvöld
var tOkynnt til lögreglunn-
ar í Keflavík að sést hefði
til fólks sem reyndi að
handsama kríuunga við
bæinn Ásgarð í Sandgerði.
Uppi eru skilti við bæinn
þar sem segir að eggjataka
sé bönnuð á landinu. Að
sögn lögreglu leikur grun-
ur á hver þarna var á ferð.
Þjófur í
hettupeysu
Lögreglunni í Keflavik
var tilkynnt um innbrot í
fjölbýlishús við Máva-
braut í upphafi vikunn-
ar. Þar hafði verið farið
inn um glugga skömmu
eftir að íbúar höfðu farið
úr íbúðinni um eittleytið
á mánudag. Hafði verið
rótað í ýmsu en einskis
er saknað. Var svalahurð
opin er íbúðareigandinn
kom heim. Vitni hafði
séð grannan karlmann í
hvítri hettupeysu fara
inn um gluggann en
talið að hann ætti heima
þarna.
Nýtt fjölmíðla-
frumvarp
Sigurður Kári Kristjánsson
þingmaöur sjálfstæðisflokksins
„Þaö er reynt aö koma á móts
viö þær athugasemdir og þau
sjónarmiö sem komu íIjós á
þinginu I vor og í samfélaginu.
Meö þvf aö auka heimildir
markaösráöandi fyrirtækja
um aö eiga i fjölmiðlum og
fresta gildistökunni fram yfír
kosningar. Fulltrúar sjórn-
málaflokkanna á þingi, hags-
munaaðilar bæöi talsmenn
blaðamanna og eigendur
miöla eru sammála um aö
það þurfí aö setja lög um
eignarhald á fjölmiölum".
Hann segir / Hún segir
„Þetta þing sem hefur veriö
kallaö saman núna er kallað
saman með einn tilgang sam-
kvæmt forsetabréfí. Það er til
þess að fjalla um tilhögun at-
kvæðagreiðslunnar sem ríkis-
stjórnin var búin að ákveða aö
yrði á grundvelli forsetabréfs-
ins. Ekki til þess aö ræða nýtt
fjölmiðlafrumvarp. Ég segi þvi
við rlkisstjórnina aö nú skul-
um við halda okkur við þaö
sem forsetabréfíö fyrirskipaöi
okkurog fjalla um væntan-
lega þjóðaratkvæðagreiðslu."
Kolbrún Halldórsdóttir
þingmaður vinstri grænna
Menntamálaráðherra hefur gefið grænt ljós á að nýr íþróttaháskóli muni rísa í
Reykjanesbæ. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir skólann verða
mikla lyftistöng fyrir bæinn. Geir Sveinsson handboltakappi hefur unnið að undir-
búningi verkefnisins og er orðaður við skólastjórastöðu hins nýja háskóla. Ólafur
Proppé, rektor Kennaraháskóla íslands, gagnrýnir áformin.
Geir Sveinsson skólastjóri
í nýjum íþróttahóskóla
Þetta er stórkostlegt tækifæri sem við ætlum að nýta,“ segir Árni
Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Nýr íþróttaháskóli mun
rísa í bænum. Gert er ráð fyrir að fyrstu nýnemarnir verði teknir
inn árið 2005. Menntamálaráðuneytið hefur gefið grænt ljós á
verkefnið.
Kostnaður við skólann verður
ekki undir 400 milljónum króna.
Forstöðumaður íþróttaháskólans á
Laugarvatni og rektor Kennara-
háskóla íslands gagnrýna áformin.
„Ég hreinlega trúi ekki að ráðu-
neytið hafi gefið grænt ljós á
þetta,“ segir Er-
lingur Jó-
hanns-
son,
forstöðumaður íþróttafræðaseturs
Háskólans á Laugarvatni. „Það er
enginn grundvöllur fyrir tvo
íþróttaháskóla á íslandi enda þörf-
in fýrir íþróttakennara ekki það
mikil."
Erlingur segir fjármunum ríkis-
valdsins væri betur varið í
þarfari verkefni en nýja
stofnun.
„Við á Laugar-
vatni erum dótt-
urfyrirtæki
menntamála-
ráðuneytisins
og Þorgerður
Katrín er
með þessu
að grafa
undan sinni
eigin starf-
semi. Stutt er
síðan skóla-
garðar fyr-
ir um 350
milljónir
voru reistir
á Laugar-
vatni og ég á
eftir að sjá
þingmenn
Suðurkjördæm-
is samþykkja
þetta.“
Árni Sigfússon er á
öðm máli; segir næga
þörf fyrir nýjan
íþróttaháskóla - skól-
inn sé byggður í einka-
Geir Sveinsson hand-
boltakappi Verður trúlega
skólastjóri hins nýja háskóla.
framkvæmd en ríkið greiði með
hverjum nemenda.
„Það er ljóst að stofnun af þessu
tagi verður ekki reist fyrir minna en
400 milljónir. Bærinn og einkafyrir-
tæki munu kosta bygginguna. Á
endanum mun þetta líka skila bæj-
arfélaginu miklu. Mun meim en eitt
stykki verksmiðja."
Nýi háskólinn í Reykjanesbæ
mun ganga undir nafninu íþrótta-
akademía íslands. Einn af þeim sem
hefur komið að verkefninu er Geir
Sveinsson MBA. Hann hefur verið
orðaður við skólastjórastöðu hins
nýja háskóla.
„Geir þykir mjög áhugaverður
kostur," segirÁrni Sigfússon.
„Þetta framtak Reykjanesbæjar
finnst mér frábært," segir Geir
Sveinsson. „Ég hef tekið þátt í undir-
búningsvinnunni en það á eftir að
ganga frá endanlegri ráðningu."
„Þorgerður Katrín er
með þessu að grafa
undan sinni eigin
starfsemi
Nú þegar hafa fyrstu drög að
byggingu hins nýja háskóla verið
lögð fram. Páll Tómasson arkítekt
ber hitann og þungann af hönnun-
inni. Gert er ráð fyrir að ein nýbygg-
ing rísi í grennd við nýju íþróttahöll-
ina.
Ólafur Proppé, rektor Kennara-
háskóla íslands, segist ekki telja að
þörf sé á tveimur íþróttaháskólum
hér á landi.
„Það hefur ekkert samráð verið
haft við okkur," segir hann. „Það er
alltaf betra ef fólk hefur samráð."
simon@dv.is
Færeysku börnin lugu upp á foreldra sína
Færeyska konan sem afplánaði
tveggja ára dóm fyrir meinta kyn-
ferðismisnotkun á þremur barna
sinna hefur skipt um eftirnafn og
farið í felur. Hún hefur tekið nafnið
Nina Maria Kruse og var síðast skráð
með leyninúmer í Esbjerg. Því núm-
eri hefur nú verið lokað og vita lög-
fræðingar hennar í Færeyjum ekki
hvar hún er niður komin. Hér á
íslandi fara börnin hennar líka
huldu höfði en fóstra þeirra, Jonna
Vágseið, sem býr á íslandi er sögð
hafa neytt stúpbörn sín til að ffemja
meinsæri gegn móður sinni. Jonna
sagði við DV í gær að hún væri sak-
laus. Réttað verður í málinu aftur í
haust og í framhaldi þess kemur í
ljós hvort stjúpan í Garði og börnin
fá fangelsisdóm fyrir meinsæri.
Móðirin með nýtt
eftirnafn
Nokkur barna
Ninu búa á fs-
landi en þau
vöru tekin úr
forsjá stjúp-
unnar og föður
barnanna og
komið fyrir
víða um
land.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
breytir heimasíðunni sinni
Björn ítilraun með brellu
Einn helsti „bloggari" landsins,
Bjöm Bjamason dómsmálaráðherra,
hefur verið staðinn að því að breyta
heimasíðu sinni eftir að ríkisstjómin
ákvað að fella fjölmiðlalögin úr gildi og
komast þannig hjá því að halda þjóðar-
atkvæðagreiðslu um þau.
Málið snýst um texta á heimasíðu
Bjöms frá 3. júní sl. Þar svarar
hann hugmyndum Sigurðar Lín-
dal lagaprófessors um að einfalt
væri fyrir Alþingi að breyta þess-
um lögum og komast þannig
hjá þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni. „Ef slíkum brellum yrði i
beitt er ég hræddur um að
einhvers staðar mundi heyrast t
hljóð úr homi." Sigríður D. Auð-
unsdóttir blaðamaður á Frétta
blaðinu stóð í bréfaskiftum
við Bjöm um þessi
orð hans og túlkun á þeim og tók efúr í
framhaldinu að ráðherrann hafði
breytt textanum á þann hátt að hann
felldi fyrst út orðið brelfur, setti það síð-
an innan. gæslalappa en hefur nú að
lokum fært textann í upprunalegt horf.
Bjöm segir sjálfur að þessar breyt-
ingar hafi verið tiiraunastarfsemi af
sinni hálfu og þar sem hann
hafi fengið á tilfinninguna
að tekið yrði til við að
vitna til þessara orða
_____hans. Svo varð raunin
og telur Bjöm að það
JHI sýni „... hve mikils
síða mín er metin... “
Björn Bjarnason Áhuginn
á breytingunni„ ...sýnirhve
mikils siða min er metin..."