Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2004, Síða 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLl2004 Fréttir DV Kostir & Gailar Kostir Ólafs felast í náttúrugreind hans og óseðjandi fróðleiks- þorsta. Hann er mikill hugsuður. Stundum villist hugurinn afleið, en hjartað eralltafá réttum stað og hin miklu prinsipp standa alltafeftir óhögguð. Lítið hefði þurft til að hann yrði fastur þing- maður og ráðherra. Ólafur er oft illa skipulagður og á stundum erfítt með að gera sig skiijaniegan. Það voru mistök hjá honum að reyna að verða póiitiskur leið- togi, því Ólafur á að fínna lausnir og gefa afsér bak- sviðs. Hann þótti líklegur til ýmissa afreka, en hefur horfíð hin síðari ár, ekki sist inn í skuggann afeiginkonunni. „Ólafur var samkvæmt goðsögninni allæs þegar hann fæddist, bókaormur og alæta á lesefni. Það háirhonum stundum að geta engu gleymt, en höfuðkostur- inn að það verður honum að sögu- efni. Helsti Ijóöurinn sem ég sé á Ólafí bróður mlnum er að hann álpaðist inn I Sjálfstæðisflokkinn. Ég vona að hann nái áttum." Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra og fyrrverandi ráðherra „Þegarhann varnýfiuttur suður frá sveitastörfunum fylgdu honum sögur um að hann hefði ekki beint verið besti búhaldari landsins. Ég trúði þessu mátulega þangaö til ég sá þennan vana bjórdrykkjumann með dósar- fíipann I nefmu við hvern sopa. Þetta sýndi mér að hann er frekar maður hins fræðilega en hins praktíska. Ólafur er skemmtilegur spjall- og vinnufélagi og einkar góður drengur." Páll Helgl Hannesson, verkefnisstjóri hjá BSRB „Mérfmnsthann vera skínandi skemmtilegur og skarpgreindur félagi. Hann stóð sig vel I kosn- ingaslag og var góður I rökræðunni og ég hefekkert nema gott um hann að segja. “ Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjáls- lyndra ólafur Hannibalsson er fæddur 6. nóvember 1935,sonur Hannibals Valdimarssonar ráð- herra og Sólveigar Ólafsdóttur húsmóður. Menntaður í ensku og hagfræði. Hefur starfað sem blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur, skrif- stofustjóri ASl, varaþingmaður og bóndi og er nú talsmaður þjóðarhreyfmgar gegn fjöl- miölalögunum. Ólafur er kvæntur Guörúnu Pétursdótturog eiga þau dæturnar Ásdlsi og Mörtu, en fyrir átti ólafur bömin Huga, Sól- veigu og Kristínu. Verðlaus mynd selst á milljarða Norskur listaverkasali datt heldur betur í lukku- pottinn. Reidar Osen keypti portrett íyrir slikk af konu fyrir 23 árum af því honum þótti ramm- inn fallegur. Honum þótti myndin ágæt en taldi að hún væri einskis virði. Nú hefur komið í ljós að myndin er 400 ára gamalt meistara- verk eftir ítalska málarann Tizian, málað í kringum 1515. Tizian þykir meðal merkustu máiara Feneyja- skólans og er hald manna að Osen geti selt myndina á allt að fimm milljarða fsl. króna. 'Myndin sýnir eitt meistara- verka Tizians. Kristófer Larsson, yfirbarþjónn í Noregi, segir reykingabannið þar í landi hafa slæm áhrif á skemmtistaði. Sportbarir hafi verið nær tómir á EM því fólk vildi ekki fara út að reykja af ótta við að missa af mörkum. í staðinn horfði það á bolt- ann heima. Starri Hauksson, rekstrarstjóri Ellefunnar, telur að viðskipti á skemmtistöðum muni minnka um helming ef reykingabanni verður komið á. ,Eg se fram a að við- skiptin myndu minpka um helming efstaðurinn yrði reyklaus Starri Hauksson, rekstrarstjóri Ellef- unnar Óttast áhrifreyk ingabanns á viöskiptin. rustaði EM-stemninguna „Það var sorglegt að sjá sportbarina hér í Osló sem voru hálftóm- ir á EM vegna reykingabannsins," segir Kristófer Larsson yfir- barþjónn á Grand Café við Karl Jóhann-götuna í Osló. Allsherjar reykingabann var sett á í Noregi á dögunum. Sömu reglur og gilda á Irlandi. Heilbrigðisráðherra hefur lofað að leggja fram svipað frumvarp í haust. íslenskir og norskir veitingahúsaeig- endur segja reykingabann hafi slæm áhrif á reksturinn. „Ég sé fram á að viðskiptin myndu minnka um helming ef stað- urinn yrði reyklaus," segir Starri Hauksson, rekstrarstjóri Ellefunnar. Hann segist trúa því að rekstrar- grundvöllur sé fyrir reyklausan skemmtistað en enn sem komið er hafi enginn opnað slíkan stað. Það segi kannski sína sögu. „Annars sé ég ekki fyrir mér að fólk myndi hlýða svona banni ef það yrði sett á," segir Starri og bendir á að reykingar séu mjög félagsleg at- höfn. Ef einhverju á að breyta þá er það því." Þorgrímur Þráinsson er sviðs- stjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsu- stöðinni. Hann segist fagna því að heilbrigðisráðherra ætli að leggja fram frumvarp um reykingabann næsta haust. „Þetta er það sem við beijumst fyrir," segirÞorgrímur. „Stóra málið." Kristófer Larsson í Noregi vinnur á Grand Café sem er kaffi- og veit- ingastaður. Hann segir reykinga- bannið í Noregi ekki hafa mikil áhrif á sinn stað. „Hérna fær fólk sér að borða og setur ekkert fyrir sig að kíkja út í eina rettu meðan það bíður eftir desert- inum," segir hann. „Ég hef hins veg- ar áhyggjur ,af vetrinum þegar kóln- ar. Þá er fólk kannski ekki eins áfjáð Þorgrímur Þráinsson, sviðsstjóri tóbaks- varna Fagnar því að frumvarp um reykinga- bann verði að veruleika. 1 að standa í kuldanum." Kristófer segir reykingabannið hafa mun meiri áhrif á skemmtistaði og klúbba borgarinnar. Nýlega birt- ist frétt á RÚV þar sem skemmti- staðaeigendur á Karl Jóhann-götu sögðu viðskiptin hafa minnkað um 60%. Kristófer játar því að lítið sé að settáalls- herjar reykingabann. gera á skemmtistöð- unum. Fólk sitji frekar úti á stétt með bjór og sígarettu heldur en að skemmta sér inni. „Verst kemur þetta samt niður á sportbörunum. Fólk sat ffekar heima þar sem það gat reykt heldur en að þurfa að missa af silfurmark- inu í smóknum," segir Kristófer Larsson sem ber sama eftirnafn og markaskorarinn frægi í sænska landshðinu. „Það er rétt," segir Kristófer. „Enda er ég frá Svíþjóð en vinn hér í Noregi yfir sumartímann." simon@dv.is Karl Lárus Vilhjálmsson borinn til grafar Útför pabba var mikill léttir „Þetta var mikill léttir fyrir okkur öll að fá að ljúka þessu á þennan fal- lega máta," sagði Birgitta Jónsdóttir skáld eftir útför blóðföður síns, Karls Lárusar Vilhjálmssonar, frá Foss- vogskirkjugarði í fyrradag. Athöfnin var með einföldu sniði þar sem búið var að syngja sálumessu yfir honum fyrir þremur árum síðan. Var hann þá brenndur og askan geymd hjá sambýliskonu hans. Eins og ffarn hefur komið í DV vissu böm hans ekki af andláti pabba síns á þeim tíma, fengu loks nú tæki- færi til þess að kveðja Kalla. Birgitta, sem er elsta dóttir hans, söng lag móður sinnar Bergþóm Ámadóttur við ljóð Steins Steinarrs, Sýnir, sem þótti afar viðeigandi. Ljóðið þykir lýsa Kalla vel og þannig gat Bergþóra, sem er búsett í Danmörku, verið með þeim í anda. Það þótti bera vott um merki að handan þegar í lok lags flugvél flaug yfir þar sem útförin fór ffam. Sökum geðrænna raskana áleit Kalli sig vera flugvirlqa hjá bandaríska hemum og gekk þá jafiian undir nafninu Hank Fox. Fjögur böm Kalla vom viðstödd til að kveðja hann hinstu kveðju. Útförin KarlLárus Vilhjálmsson var borinn til grafarifyrradag.Á. myndinni sjást þrjú afbörn- unum ásamt einu afabarni. Hann var jarðsett- ur við leiði foreldra sinna. DV-mynd E. Ól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.