Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1981, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1981, Blaðsíða 15
á verðlagi í apríl 1981, er mjög svipuð þeirri heildarfjárfestingu í raforkufram- kvæmdum sem lagt var í á tímabilinu 1976-1980. Eins og sjá má á mynd 11-11 yrði fjárfestingin í orkuöflunarkerfinu ívið minni að jafnaði næstu tvo áratug- ina, en hún reyndist vera sl. fimm ár, en hinsvegar er gert ráð fyrir eitthvað meiri fjárfestingu í dreifiveitum. Ef reikna má með, að þjóðarframleiðsla fari vaxandi og fjárfesting þjóðarinnar i takt við það, myndi áðurnefnd þróun krefjast heldur minna hlutfalls af þjóðarfjárfest- ingunni en ríkt hefur undanfarin ár eins og sýnt er á mynd 11-12. Ef reikna má með því, að fjárfesting- in í raforkuframkvæmdum undanfar- inna ára hafi ekki reynst þjóðarbúinu ofviða og sú fjárfesting geti skilað við- unandi arði, má fullyrða, að áðurnefnd hugmynd um framtíðarþróun raforku- kerfisins geti talist vel innan hæfilegra marka, hvað varðar fjárfestinguna sem hún krefst. Hvað varðar mannaflaþörf- ina til byggingarframkvæmdanna má gera ráð fyrir, eins og mynd 11-11 sýnir, að mannaflaþörfin að meðaltali verði heldur minni en undanfarin ár, verði raforkukerfisuppbyggingin eins og áður er lýst. Þeir þættir sem hér liafa verið teknir til athugunar benda því til þess, að sú mynd sem brugðið hefur verið upp af framtíðarþróuninni séu vel innan viðráðanlegra marka í fjárntagnslegu og framkvæmdalegu tilliti. Þá er eftir að meta áhrif umræddrar þróunar á umhverfismálin. Ef byrjað er á því að athuga virkjanauppbygginguna frá sjónarmiði náttúruverndar, má næstum fullyrða, að þær virkjanir, sem nefndar eru, munu ekki valda neinurn ágreiningi. Má benda á, að þrjár þeirra, b-e. Blanda, Fljótsdalur og Sultartangi hafa þegar fengið jákvæðar undirtektir náttúruverndarráðs, sama er að segja um svokallaðar Kvíslaveitur í Þórisvatn. Virkjun í efri Þjórsá og stækkun Búrfells hafa verið kynntar í sérstökum samstarfshópi náttúruverndarráðs og orkuyfirvalda og er á þessu stigi ekki annað vitað, en þessar framkvæmdir burfi ekki að valda neinum ágreiningi, hvað varðar náttúruverndarsjónarmið. Gildir og hið sama um nauðsynlegt orkuflutningskerfi samfara virkjun- unum. Hvað varðar sérhagsmunasjónarmið l-d- bænda, veiðifélaga og annarra, sem hafa sérhagsmuna að gæta í þessu sam- bandi, er þetta að segja: Þó ekki hafi verið gengið endanlega frá þeim málum, nema varðandi Fljótsdalsvirkjun, þá séu oll teikn á lofti þess eðlis að þau verði 'eyst á næstunni hvað varðar Þjórsár- svæðið í heild. Enn hafa ekki náðst samningar við heimamenn varðandi Blöndu, en margt virðist benda til þess að þau mál megi leysa á farsælan hátt. Umræddar raforkuframkvæmdir eru því aðeins raunhæfar, að þeim fylgi orkunýting eins og áður er sagt. Ekki skal farið nánar út i þá sálma hér, en gert er ráð fyrir, að það sem sagt er hér um raforkuframkvæmdirnar gildi jafn- framt um framkvæmdir við orkufrekan iðnað. Er þá reiknað með, að íslending- ar hafi möguleika til þess að velja sér þá kosti í orkufrekum iðnaði, sem vel geta staðið fjárhagslega undir þeim hluta orkuöflunarkerfisins, sem hann nýtir, og samræmist kröfum okkar um umhverfisáhrif. Eins og áður er að vikið, virðist fjárfestingarþörfin og mannaflaþörfin við stofnframkvæmdir í þeirri stóriðjuuppbyggingu sem sett er l'ram hér sem dæmi vera innan þeirra marka, sem við ættum að geta ráðið við. Hafa verður þó í huga, að mestur hluti þeirrar fjárfestingar, sem hingað til hefur verið varið til uppbyggingar orkufreks iðnaðar hefur komið frá erlendum samstarfsaðilum. Að öllu samanlögðu virðist því sú hugmynd um framtíðarþróun sem hér hefur verið dregin upp vera innan hæfi- legra marka, og e.t.v. sé svigrúnt til enn stærra átaks en hér er lýst, t.d. til stór- iðnaðar og raforkuframleiðslu í tengsl- um við nýtingu jarðvarmans. 4 LOKAORI) Ég er þá kominn að niðurlagi þessa erindis. Verkefnið var fyrst og fremst að fjalla um fjárfestingar og mannatlaþörf í raforkuframkvæmdum. Ég gat þó ekki stillt mig um að taka uppbyggingu orkufreks iðnaðar með i dæmið svo nátengt sem það verkefni hefur verið raforkuiðnaðinunt. Hvað fortíðina áhrærir hef ég valið að upplýsa í stórum dráttum hvað gerst hefur varðandi ofangreind atriði frá og Framhald á bls. 37. ÁRLEG MEÐALFJARFESTING HANHAFLI (VERÐLA G APRÍL 188 1) (ÁRSVERK AD MEOALTALI ) SK ÝRINGAR RAFORKUFRAHK VÆMDIR I VIRKJANIR OG UEGIN FLUTNINGSLÍNUR ! RAFORKUFRAUK VÆHDIR ANNAÐ STÓRIDJUFRAUK VÆUDIR Mynd 11-11. Fjárfesíing og mannafli við raforku- og stóriðjuframkvœmdir 1966-2000. SK YRINGAR: □ HLUTFALL AF Þjóðarfjárfestingu HLUTFALL AF VERGRI \ Þjóðarframleiðslu H: HEILDAR FRAMKVÆUDIR Í RAFORKU OG STÓRIOJU RAFORKUFRAMK VÆMDIR S: STÓRIOJUFRAMK VÆMDIR 1) Relknad med ad verg þlódarframleldsla aukist um 2,5% « árl og þ/ódar f/árfesting verdi 25% af vergrl þjódarframleidslu. Mynd 11-12. Fjúrfesting í raforku- og stóriðjuframkvæmdum sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu og þjóðarfjdrfestingu. TÍMARIT VFÍ 1981 — 43

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.