Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST2004 Fréttir DV Hannes svínbeygir siðanefnd Héraðsdómur Reykja- víkur úrskurðaði í gær að setja lögbann á um- fjöllun Siðanefndar Háskóla íslands um bók Hannesar Hólmsteins Gissur- arsonar, Halldór. í dómnum segir að hvergi í lögum um Háskóla íslands sé heimild til að setja á fót úr- skurðarnefnd um störf fræðimanna við skólann. Gestur Jónsson, verjandi siðanefndarinnar, var óhress eftir að dómurinn féll í gær. Aðspurður hvort hann væri fordæmisgefandi sagði hann að dómurinn væri afar óvenjulegur. Guðrún Valdemarsdóttir segir Ólaf Einarsson gleraugnasala hafa gefið krabba- meinssjúkri móður hennar ósonsprautur. Ólafur neitar því að hann sprauti fólk. Hann aðstoði það aðeins við tökur sýna sem hann sendi til Mexíkó. Hann sé heill- aður af ósonlæknavísindum. Móðir Guðrúnar lést 198 þúsund krónum fátækari. i Gleraugnasali sprautar fnlk gegn krabbameini Innbrot í bifreið Rólegt var á dagvaktinni hjá lögreglunni í Kefla- vík í gær. Tilkynnt var um innbrot í bil reið við Fitjabraut í Njarðvík. Ur biifeiðinni var stolið tveimur hátölurum að gerðinni JBL 6x9, með svartri umgjörð. Á miðviku- dagskvöldið voru þrír öku- menn kærðir fyrir hrað- akstur á Garðvegi. Sá sem hraðast ók mældist á 125 kílómetra hraða. Þá voru tveir ökumenn óskráðra stórra bifhjóla kærðir fyrir að aka um á þeim í Garði. Virka óheföbundnar lœkningar? Arnar Þór Gfslason rekstrarstjóri „Já ég tel að svo sé. Ég held raunar að það hafí margsann- að sig. Ég hefekki mikla per- sónulega reynslu afslíkum lækningum en man þó að ég fór einu sinni til grúskara meö slæmsku í baki. Og ég kom til baka með alveg nýtt bak og það án íbúfens. Og svo þekki ég nokkra sem látið hafa vel afóhefðbundnum lækning- um.“ Hann segir / Hún segir Já, ég tel að þær séu góðar 'meö hefðbundnum lækning- um. Þærgeta gefíð sjúklingum aukna bjartsýni og von. Hins vegar tel ég aö þeim eigi að beita I samráði við menntaða lækna svo að viðkomandi sjúklingur sé ekki að fara útí einhverja vitleysu að óþörfu. Sé óhefðbundum lækningum beitt á réttan háttgeta þær gert margt gott." Sóley Kaldal háskólanemi Kona í Hveragerði ásakar gleraugnasala í Hafnarfirði um skottu- lækningar. Móðir konunnar dd úr ólæknandi krabbameini eftir að hafa eytt tæpum 200 þúsund krónum í ósonmeðferð. „Þau taka blóð úr fólki, setja í það efnið óson og sprauta því inn aftur,“ segir Guðrún Valdemarsdóttir í Hveragerði. Móðir Guðrúnar greindist með krabbamein í lífhimnu og sögðu læknar enga leið til lækninga. „Læknarnir sögðu hana myndu lifa í nokkra mánuði eftir greiningu og það stóðst á endanum. Hún lifði í fjóra mánuði," segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar leitaði móðir hennar til Ólafs Einarssonar gler- augnasala í Hafnarflrði. Ólafur bjóði fólki með krabbamein og aðra erfiða sjúkdóma upp á meðferð sem halda eigi sjúkdómnum niðri. „Þetta var mjög dularfullt. Bróðir minn hafði farið með tengdamóður sína þangað og þannig komst mamma í samband," segir Guðrún. Guðrún segir bræður sfna hafa ekið móður þeirra fárveikri í gler- augnabúðina. Þar hafl Ólafur spraut- að hana reglulega með ósoni. Sjálf hafi Guðrún langt frá þvf verið sann- færð um lækningagildið: „Þetta var allt saman gert inni í herbergi í gleraugnabúðinni. Þar var Ólafur með sótthreinsaðar græjur. Ég spurði bróður minn hvort þetta væri ekki óhugnanlegt. Hann svaraði að sprauturnar væru ekki óhugnanlegar en sýnatakan væri hins vegar frekar óþægileg ásýndar," lýsir Guðrún. Vandræðaleg erfidrykkja Að því er Guðrún segir tók Ólafur sýni úr móður hennar með því að stinga pinna upp í nefið á henni. Hann hafi tekið slímhúðarsýni og sent utan til greiningar: „Hann sýndi mömmu spelkur semkonanhans notaðivegnaliðgigt- ar áður en hún fékk lækningu með þessari aðferð. Hann er búinn að fara á eitthvað námskeið í útlöndum." Guðrún segir Ólaf hafa krafist þess að fólk skrifaði undir þagnareið. ,Áður en mamma dó var ég boðuð á fund sem ég komst ekki á. Þar til- kynnti Ólafur fjölskyldunni að með- ferðin hefði ekki tekist. í erfidrykkj- unni var ég svo kynnt fyrir Ólafi. Eg spurði hvort hann væri gleraugnasal- inn. Hann varð frekar vandræðalegur og fór.“ Kallar Ólaf svikahrapp Að sögn Guðrúnar kom í ljós við uppgjör eftir andlát móður hennar að hún hafði greitt Ólafi 198 þúsund krónur fyrir ósonmeðferðina. Eins og aðrir í ijölskyldunni er hún óá- nægð með meðferðina sem hún telur hafa verið gerða til þess eins að græða peninga á fárveikri gamalli konu. Guðrún segir að móður hennar hafi versnað stöðugt Hörö viðureign á Laugardalsvelli Fótboltabullur fluttar á brott í handjárnum Þrjár íslenskar fótboltabullur sem fögnuðu sigri ís- lendinga yfir ítölum voru yfirbugaðar og teknar höndum á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn. Mennirnir stóðu fagnandi ofan á kanti milli stæða og vallar þegar lög- reglumenn skipuðu þeim að stíga af kantinum. Þeir hlýddu ekki en eftir nokkra stund stukku þeir af kantin- um f átt að vellinum, gegn vilja lög- reglunnar. Fimm einkennisklæddir lögreglumenn, auk öryggisvarða, yf- Bulla tekin Lögreglumaður sést hér þrýsta hnéslnuihöfuð fótboltabullu. Myndin er tekin með myndslma. irbuguðu mennina. Þótti viðstöddum sem ekki þekktu til aðferða lögreglunnar athyglisvert að lög- reglumaður hvíldi hnéð á höfði eins mannanna. Þriðji maðurinn kom að- vífandi og kallaði lögreglumenn öllum illum nöfnum, eftir að hafa reynt að af- saka félaga sína. Hafði hann meðal annars á orði að einn lögreglu- maðurinn væri yfir kjörþyngd og miður fagur. Sá var eltur uppi af þremur óeinkennisklæddum lög- reglumönnum og einum í búningi. //• Síðast þegar ég var úti hitti ég alnæmis- sjúkling sem kemur eínu sinni í mánuöi í meðferð. Hann notar engin lyfen heldur sér á lífi með því að fá óson af veikindum sínum og einu sinni hafi hún lagst beint á spítala eftir að hún kom frá Ólafi, sem sé „auðvitað svika- hrappur". Gleraugnasali segist saklaus Þegar DV hafði samband við Ólaf gleraugnasala var hann að vinna við endurbætur á verslun sinni.. Ólafur og kona hans Björg Mart- einsdóttir þvertóku fyrir það að stunda skottulækningar í bakher- bergi.. Þau sögðu hins vegar alla fjöl- skylduna hafa farið í ósonmeðferð og að þau hefðu bent öðrum á þessa leið. Jafnframt sögðust þau hjálpa fólki sem til þeirra leita með því að taka sýni úr því sem þau senda til borgarinnar Tijuana í Mexíkó. Tökum sýni og sendum „Við framkvæmum þetta ekki hér heldur tökum sýni og sendum út. Fólk metur svo sjálft hvað það gerir. Það hafa nokkrir fslendingar hafa farið út og fengið óson," segir Björg. „Svona dæmi kostar um eina og hálfa milljón með öllu," segir Ólafur. Hjón in segjast mjög heilluð af þessum vísindum og sannfærð um lækn- ingagildi meðferðarinnar: „Við höfum vísað fólki innan okk- ar fjölskyldu á þetta sem hefur fengið bót sinna meina með þessari með- ferð," segir Ólafur sem ásamt eigin- konu sinni kynntist þessum aðferð- um í gegnum kunningja í Bandaríkj- unum. Lækna alnæmi og lifrarbólgu ,Árangurinn er þannig að 90% þeirra sem leita til William Hitt Cent- er læknast af sínum sjúkdómum. Síð- ast þegar ég var úti hitti ég alnæmis- sjúkling sem kemur einu sinni í mán- uði í meðferð. Hann notar engin lyf en heldur sér á lífi með því að fá óson. Þetta ber líka góðan árangur fyrir fólk sem þjáist af liffabólgu C og MS,“ seg- ir Ólafur sannfærður um gildi óson- meðferðarinnar. „Ég trúi því að ósonið vinni gegn vírusum, þetta gengur fyrst og fremst út á það að styrkja ónæmiskerfið. Þannig virkar ósonið á líkamann," segir Ölafur. William Hitt Center starfar í skugga landamæra Mexíkó og Banda- ríkjanna. Skrifstofuhald starfseminn- ar er í San Diego en klínikin er hinum megin við landamærin, í Mexíkó, þar sem önnur lög um heilbrigðismál eru ígildi. freyr@dv.is Ólafur Einarsson Visará bug ásökunum um að hann sprauti fólk með ósoni. Segist einungis taka sýni sem hann sendi til Tijuana I Mexikó íbúar Broddaneshrepps reiðir Oddviti sakaður um fordóma íbúar í Brodda- neshreppi eru margir afar ósáttir við Sigurð Jónsson oddvita. Hreppurinn tap- aði í vikunni máli gegn fjárfestingarfé- laginu Hafri sem rek- ur sumardvöl fyrir fatlaða á jörðinni Felli. Sigurður og hreppsnefndin vildu ekki að fá fötluðu einstaklingana í hreppinn og sögðu fyrir dómi að þeir vildu frekar hafa þar sauðfjárrækt. „Þetta lyktar af fordómum," segir Arnar S. Jónsson frá Steinadal í Kollafirði. Arnar er fluttur úr Broddaneshreppi en þekk- ir þar vel til. Honum, eins og fleirum sem höfðu samband við DV, finnst Sigurður Jónsson oddviti Vill frekar rollur en fatlaða I sveitina. afstaða oddvitans óskiljanleg. Sigurður oddviti sagði í samtali við DV að hann teldi að það væru meiri hagsmun- ir í að reka búskap á jörðinni en sumar- dvöl fyrir fatlaða. Þá hefur DV heim- ildir fyrir því að í að- draganda að sölunni á Felli hafi Sigurður í vitna viðurvist á fundi á Sævangi sagt að: „...hann ætlaði ekki að standa fyrir því að flytja inn aumingja í hreppinn". „Fólk með svona skoðanir hendir okkur aftur í fomöld," segir Arnar. „Almenningur á Ströndum er afar ánægður með starfsemina á Felli og því var gott að dómurinn féll þeim í vil.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.