Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2004, Page 9
DV Fréttir
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST2004 9
Þrjú kjör-
dæmi án
ráðherra
Eftir að Siv Friðleifsdótt-
ir hættir í ríkisstjórninni er
ljóst að ráðherrar flokksins
koma úr þremur kjördæm-
um en enginn ráðherra úr
hinum þremur.
Þannig koma tveir
ráðherrar úr
Reykjavíkurkjör-
dæmi norður,
Halldór Ásgríms-
son og Árni Magn-
ússon, tveir úr
Norðausturkjör-
dæmi, Valgerður
Sverrisdóttir og
Jón Kristjánsson og úr Suð-
urkjördæmi kemur Guðni
Ágústsson.
Formaður framsóknarkvenna segir flokksmenn hafa áhyggjur af Framsóknarflokkn-
um eftir að þingflokkurinn ákvað að ýta Siv Friðleifsdóttur út úr ríkisstjórninni. Þrír
þingmenn kusu Jónínu Bjartmarz og Siv Friðleifsdóttur í ráðherrasæti, níu vildu
Árna Magnússon Enginn ráðherranna var kosinn einróma. Þingflokkur klofinn.
„Ég á ekki orð,“ segir Una María Óskarsdóttir formaður Lands-
sambands framsóknarkvenna um þá ákvörðun þingflokks
Framsóknarflokksins að tillögu Halldórs Ásgrímssonar að Siv
Friðleifsdóttir fari út úr ríkisstjórninni 15. september. Hún segir
að sér lítist ekki vel á niðurstöðuna.
Tveir
ráðherrar úr
öðru sæti
Annað sem vek-
ur athygli í kjölfar
niðurstöðu þing-
flokks framsóknar-
manna er að þrír af
þeim sem leiddu
lista í síðustu
kosningum, Siv,
Magnús Stefáns-
son og Jónína Bjartmarz,
hljóta ekki náð fyrir augum
þingflokksins til að sitja í
ríkisstjórn. Hins vegar eru
tveir ráðherrar sem hafa
skipað annað sæti á sínum
listum í ráðherrastól.
Fleiri konur
næst
Alfreð Þorsteinsson
oddviti Framsóknarmanna
í R-listanum,
segir að Hall-
dór hafi stað-
ið frammi fyr-
ir erfiðri
ákvörðun, þar
sem ljóst væri
að einn ráð-
herra þyrfti
að víkja úr
stjórninni.
„Það er slæmt
að konum þurfi að fækka
en Halldór hefur opnað á
að frekari breytingar verði á
ríkisstjórninni eftir eitt og
hálft ár. Ég er sannfærður
um að konum úr Fram-
sóknarflokknum eigi eftir
að fjölga í rfldsstjóminni
þá,“ segir Alfreð.
„Framsóknarkonur og margir
jafnréttissinnar í flokknum em mjög
hissa og hafa áhyggjur af flokknum
sínum,“ segir Una María Óskars-
dóttir. Auk þess að vera formaður
framsóknarkvenna er hún aðstoðar-
kona Sivjar Friðleifsdóttur í Um-
hverfisráðuneytinu.
Siv var sjálf ósátt við niðurstöð-
tma og segir hana á skjön við sam-
þykktir og ályktanir helstu stofnana
Framsóknarflokksins, flokksþings,
Landssambands Framsóknar-
kvenna, Sambands ungra framsókn-
armanna og kjördæmissambands
framsóknarmanna í Suðvesturkjör-
dæmi. Hún segist gjarnan hefði vilj-
að halda áfram að vinna í rflds-
stjóminni en nú einbeiti hún sér að
þingstörfum. „Það kemur nýr dagur
eftir þennan dag,“ sagði hún í gær.
Halldór sagði eftir fundinn að hann
saknaði Sivjar úr ríkisstjórn og hún
hefði unnið gott starf í rfldsstjórn.
Gegn viðteknum venjum
Siv segir niðurstöðuna ganga
þvert á „þau hefbundnu sjónarmið
sem almennt hefur verið litið til við
ráðherraval á fyrri tíð“. Á þingflokks-
fundinum gerði Halldór Ásgrímsson
formaður flokksins tillögu um þá
ráðherra sem ættu að taka sæti í rík-
isstjóminni ásamt honum frá og
með 15. september. Þar vitnaði
hann til reglna í þingflokknum sem
segir að kjósa eigi um ráðherra, aðra
en forsætisráðherra. Það þýðir að
ekki var kosið um Halldór sjálfan.
Enginn einróma kjörinn
Halldór gerði tillögu um að þing-
flokkurinn kysi Árna Magnússon,
Guðna Ágústsson, Jón Kristjánsson
og Valgerði Sverrisdóttur. Ekkert
þeirra var kosið einróma. Guðni,
Valgerður og Jón fengu ellefu at-
kvæði en Árni níu. Siv Friðleifsdóttir
og Jónína Bjartmarz fengu báðar
þrjú atkvæði í ráðherrastól, sam-
kvæmt heimildum DV. Þetta þýðir
að þingflokkurinn hafi verið klofinn
í tvennt.
Mikil vonbrigði
Framsóknarkonan Elsa B. Frið-
finnsdóttir segir niðurstöður kosn-
ingar þingflokksins mikil vonbrigði.
„Oftast em svona mikilvægar
ákvarðanir einróma samþykktar
innan þingflokksins en það gefur
ákveðnar vísbendingar hvernig at-
kvæði hafa fallið," segir Elsa. Henni
er ekki kunnugt hvort einhver eftir-
mál verði eða hvort framsóknarkon-
urnar fjörutíu sem skomðu á þing-
flokkinn að fækka ekki kvenráðherr-
um, hyggist halda áfram að hittast.
Aðspurð hvort andóf kvennanna
nú megi allt eins túlka sem uppreisn
gegn forystu flokksins svarar Elsa að
mótmælin snúist fyrst og fremst um
aðferðina við stjórnunina „og hvað
þessi klflca í kringum formanninn er
orðin valdamikil og virðist ákveða
ofan frá og niður hvernig hlutirnir
eigi að vera og hlustar ekki á sína
ÚTSÖLULOK - AÐEINS 4 VERÐ í GANGI
Ný lína -
Stórar stærðir str: 44 - 58
Allir stuttermabolir = 1.000 kr
Ailir síðermabolir = 1.500 kr
Öll vesti = 1.500 kr
Allar buxur = 2.000 kr
Allar peysur = 2.000 kr
Allir jakkar/kápur = 3.000 kr
Öll barnaföt = 1.000 kr - 2.000 kr
Nýi Freemarisiistinn kominn út!
OF-LONDON
Opiðvirka daga 10-18
Laugardaga: 11-15
Freemans og ClaMal
Reykjavíkurvegi 66 • 220 Hafnarfjörður
s: 565 3900 • www.clamal.is
Siv á útleið Siv var
ósátt við ákvörðun þing-
flokksins og segirhana
þvert á ákvarðanir
, flokksþings~.
Guðni, Val■
gerðurog
Jón fengu
ellefu at-
kvæði en
Árni níu.
kjósendur eða það sem samþykkt
hefur verið á flokksþingum".
Snýst um getu manna
Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi
neitar því ekki að konurnar séu
ósáttar við hvernig flokknum sé
stjórnað. „Eigum við ekki að orða
það svo að þetta snúist um getu
manna til að taka að sér embætti og
hverjir veljist til þeirra en ekki endi-
lega samkvæmt kyni,“ segir Anna og
er sannfærð um að þessi umræða
komi til með að þjappa konum sam-
an til framtíðar.
kgb@dv.is
bergljot@dv.is