Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2004, Page 17
DV Sport
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST2004 17
Sigur íslendinga á ítölum er fyrir margar sakir sögulegur því það er ekki nóg með
að íslenska landsliðið hafi lagt eina af frægustu knattspyrnuþjóðum heims að velli
heldur er þetta i fyrsta sinn sem ísland vinnur þjóð sem hefur orðið heimsmeistari
í knattspyrnu. Það var því ekki bara vallarmetið sem var sögulegt.
íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sannfærandi sigur á
slöku liði ítala á Laugardalsvellinum í íyrrakvöld. Þetta er í fyrsta
skipti sem íslenska iiðið sigrar einhverja af þeim sjö þjóðum sem
hafa fagnað heimsmeistaratitli í knattspyrnu. ísland hefur spilað
við allar heimsmeistaraþjóðirnar nema Argentínu en þetta var
þriðji leikurinn gegn ítalska landsliðinu.
Sjö þjóðir hafa orðið heims-
meistarar í knattspyrnu, Brasih'u-
menn hafa oftast unnið eða fimm
sinnum, Þjóðverjar og Italir hafa
unnið þrjá heimsmeistaratitla.
Argentínumenn og nágrannar þeirra
frá Úrúgvæ státa af tveimur titlum og
Englendingar og Frakkar hafa unnið
einu sinni hvor þjóð.
ísland hefur oftast spilað við
Frakka af umræddum þjóðum eða
alls 15 sinnum. Frakkar unnu sinn
eina heimsmeistaratitil 1998 og síðan
þá hefur Island spilað tvisvar við þá,
gerði 1-1 jafntefli í eftirminnilegum
leik á Laugardalsvelli og tapaði 2-3 í
kannski enn eftirminnilegri leik í
París. ísland hefur náð jafiitefli í 4 af
þessum 11 leikjum við Frakka en eins
hefur íslenska Iandsliðið náð jafntefli
gegn Englendingum (1982) og
Þjóðverjum (síðasta haust).
Toppa þeir þetta ár
ísland hefur aldrei leikið landsleik
gegn Argentínumönnum og eftir
landsleiki gegn Englandi, Þýsklandi
og ftalíu á tæpu ári er ljóst að ætli
Eggert Magnússon og félagar hans
hjá Knattspyrnusambandinu sér að
toppa síðasta ár hjá íslenska
landshðinu þá yrði það helst með því
að fá Argentínumenn í heimsókn á
næsta ári. Það gæti þó orðið
þrauúnni þyngra og því eru kannski
meiri lfkur á að mæta loksins
Argentínumönnum ef íslenska
landsliðið kemst í úrhtakeppni HM í
Þýskalandi 2006.
Það er ljóst að 18. ágúst 2004 hefur
skipað sér á spjöld sögunnar sem
emn af stóru dögunum í íslenskri
knattspymu. Áhorfendametið á
vissulega sinn þátt í því en þegar upp
var staðið voru það strákamir okkar í
landsliðinu sem stálu senunni. Með
frábærum leik og frábæmm sigri
sýndu þeir fýrrverandi
heimsmeisturum ítala að íslendingar
kunna nú líka sitthvað fyrir sér í
knattspyrnunni.
ooj@dv.is
HEIMSMEISTARARNIR
(sland hefur leikið 28 landsleiki
gegn þeim sjö þjóðum sem hafa
orðið heimsmeistarar.
Leikir gegn heimsmeistaraþjóðum:
Leikir 28
Sigrar 1
Jafntefli 6
Tapleikir 21
Markatala 14-71
Nettóskor -57
Sögulegir strákar Byrjunarlið íslenska
landsliðsins sem Marð fyrst til að vinna
heimsmeistaralið þegar ítalir voru lagði að
velli t fyrrakvöld. DV-mynd E.ÓI.
Yngstur í 10
mörkin
Eiður Smári Guðjohnsen
skoraði sitt tíunda mark fyrir
íslenska A-landshðið gegn ítölum
en hann spilaði þá sinn 30.
landsleik. Eiður bætti þar með 48
ára met Ríkharðar Jónssonar en
Ríkharðiu- sat einmitt við hhð Jose
Mourinlio á landsleiknum í gær.
Eiður var 25 ára, 11
mánaða og 3 daga í gær,
tæplega ári yngri en
Ríkharður var þegar
hann
skoraði
sitt tíunda
mark fyrir landshðið
árið 1956. Ríkharður á
markametið með
landshðinu, skoraði 17
mörk fýrir landshðið á
sínum ferh. Rikharður
skoraði sitt tíunda mark
í sínum 14. landsleik
og Eiður Smári var því
nokkuð langt frá því
að bæta það met þó
svo að hann hafi
komist upp í annað
sæti. tveimur leikjum
á undan Ríklrarði Daðasyni.
Fyrsti sigur-
inn í eitt ár
íslenska landsUðið var aðeins
tveimur dögum frá því að leika
heUt ár án þess að vinna en síöasti
sigur landsliðsins var gegn
ffændum vorum Færeyingum í
Evrópuleik þjóðanna 20. ágúst í
fyrra. Pétur Marteinsson skoraði
þá sigurmarkið 20 mínútum fyrir
Íeikslok. Þetta var fimmti lands-
leikur ársins, þrír af fjórum
leikjuin höfðu tapast og sá fjórði
endaði með jafntefli.
Loks vannst
vináttuleikur
íslenska landsliðið náði loksins
að vinna vináttulandsleik en liðið
hafði farið án sigurs út úr átta
síðustu vináttulandsleikjum þar af
höfðu sex þeirra tapast. Sfðasti
sigur íslenska landsUðsins í
vináttulandsleik á midan sigrinum
glæsUega í fýTrakvöld var 3-0 sigur
á Andorra í Laugardalnum 21.
ágúst 2002. Síðan þá hafði Uðið
leikið átta vináttuleiki, gert tvö
jafntefli og tapað sex og
markatalan var
mjög óhagstæð,
4-18, eða 141
mörk í . *
J mínus.
ítalskir hölmiðlar spöruðu ekki stóru orðin
Hiðítalska Titanic rakst á
íslenskan borgarísjaka
Italskir fjölmiðlar voru aUir sam-
mála um það í umsögnum sínum að
þetta væri einhver lélegasti leikur
sem ítalska landshðið hefði sýnt.
Þeir vflja þó sýna þjálfaranum
MarceUo Lippi miskunn í fyrsta leik
sínum og gagnrýna heldur ekki ein-
staka leikmenn áberandi, en láta lið-
ið í heUd sinni heyra það.
„ísland ffysti ítalska Uðið hans
Lippi. Enginn átti von á svona stór-
slysi en íslendingarnir umbreyttu
sér í ísjaka sem sökkti Titanic-ítahu.
Landsliðsmennirnir grínuðust fýrir
leikinn og virtust léttir og kátir en
báru kæruleysið með sér inn á vöh-
inn á meðan andstæðingarnir léku
eins og þetta væri leikur hfs þeirra,“
segir La Gazzetta deUo Sport sem
frystir ítalska landsliðið í umsögn
sinni og segir ekki orðum eyðandi í
þennan leik og spyr hvort það eigi
ekki einfaldlega að kæla þessa leik-
menn enn frekar og gefa þeim ffí ffá
landsliðinu.
Marco Materazzi fær einn leik-
manna sérstaka yfirhalningu fýrir
einstaklega kæruleysislegan leik og
fyrir að hafa tapað boltanum treldc í
trekk á klaufalegan máta. íslending-
um er hrósað fyrir baráttu og að hafa
sýnt að blóði renni í þeim á meðan
blóðhitinn úr suðri hafi reynst fals
eitt og ekki nokkur maður nennt að
hreyfa á sér bossann nema Gattuso
og Miccoli. einarlogi
Trúði ekki sínum eigin augum Marcello
Lippi á leiknum í fyrrakvöld. Reuters
léttir og bragðgóðir réttir - fáar kaloríur
kjúklinga- &
beikonsveitasalat
Stökkar kjúklíngalundir með beikonbitum,
brauðteningum og cheddar- og edam-osti.
bragð * fjölbreytni • orka
*