Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST2004 25 Farenheit 9/11 New York Minute The Village Grettir The Stepford Wives Shaun of the Dead Good Bye Lenin! Crimson Rivers 2 Robot King Arthur Shrek 2 Spider-Man 2 Harry Potter og fanginn frá Azkaban Því verður ekki neitað að Halle Berry er ein af flottustu leikkonunum í Hollywood í dag. Það er því óneitanlega tilhlökkunarefni að sjá hana klæðast búningi Kattar- konunnar í Catwoman sem frumsýnd er í Sambíóunum og Háskólabíói í dag. Helsti andstæðingur hennar er svo Sharon Stone sem skemmir ekki neitt. Kattarkonan komin á M Patience Philips (Halle Berry) er kona sem getur ekki staðið á rétti sín- um og allt í kringum hana er fólk sem er tilbúið að notfæra sér það. Hún er föst í vonlausu starfi sem grafi'skur hönnuður hjá snyrtivörufyrirtækinu Hedare Beauty þar sem listrænir hæfileikar hennar nýtast nákvæm- lega ekki neitt. Fyrirtækið hefur það að markmiði að selja „æsku og fegurð hvað sem það kostar" og yfirmenn fyrirtækisins eru hinn ógnvænlegi George Hedare (Lambert Wilson) og eiginkona hans, hin kaldranalega fyr- irsæta Laurel (Sharon Stone). Rólegt h'f Patience breytist mjög þegar hún fyrir tilviljun heyrir samtal þar sem uppljóstrað er að ný vara Hedare, sem á að hjálpa fólki að yngj- ast, virkar alls ekki. Hún er röng manneskja á röngum stað og á versta tíma í ofanálag. Patience er myrt til að varðveita leyndarmál fyrirtækis- ins. En það var kannski ekki allt slæmt við það. Patíence er endurvakin af óþekktum öflum og hún er ekki leng- ur ein á ferð. Henni fylgja mikiU styrkur og skynjun. Hún er ekki leng- ur bara Patíence en líka Kattarkonan, heillandi vera sem dansar á fínni línu á milli þess að vera góð og vond. Ævintýri Kattarkonunnar byrja og hún hefur leikinn á því að endur- gjalda nokkrum aðilum illa meðferð, hún fær loksins að skemmta sér að- eins. En lætin í Kattarkonunni gera nýtt samband Patíence við lögguna Tom Lone (Benjamin Bratt) ansi flók- ið. Hans lífsstarf snýst um að bjarga þeim góðu frá þeim vondu og að hans matí kemur ekkert annað til greina, það er bara ein leið til að gera það. Löggan verður hrifin af Patíence en honum líst líka ansi vel á Kattar- konuna sem hann telur að hafi framið marga glæpi í borginni und- anfarið. Villta hliðin á Patience er að brjót- ast út og skilin á milli þeirra tveggja verða óljósari. Hvorug þeirra vill lúta reglum einhvers annars og það getur ekki endað nema á einn veg. í aðalhlutverki myndarinnar er Halle Berry sem ekki þarf að deila um að er ein af heitustu leikkonunum í Hollywood í dag. Berry hafði hægt en örugglega unnið sig áfram í kvik- myndaheiminum en sló svo rækilega í gegn þegar hún hiaut Óskarinn fyrir hlutverk sitt í Monster’s Ball. Halle Berry lék í báðum X-Men-myndun- um en síðustu myndir hennar em Gothika og James Bond-myndin Die Another Day svo eitthvað sé nefnt. Aðrir kunnir leikarar í Catwoman em Benjamin Bratt, sem þekktastur er fyrir að hafa verið eiginmaður Juliu Roberts og fyrir hlutverk sitt sem Curtis í Law & Order, og svo Sharon Stone. Hún hefur verið ffekar róleg síðustu misserin en stendur alltaf fyr- ir sínu þegar hún bókar sig í kvik- myndahlutverk. Catwoman er frumsýnd í Sambíó- unum og Háskólabíói í dag. Ópera um eiginkonu Helmuts Kohl Það em ekki liðin þrjú ár síðan Hannelore, eiginkona Helmut Kohl, svipti sig lífi og Þjóðverjar em búnir að skrifa um hana ópem sem var frumsýnd í Berlín í fyrrakvöld. Heitír óperan Ljós sem vísar til þess að frú Kohl þjáðist af ljósofnæmi og varð að halda sig mikið innandyra í myrkri. Frú Kohl var alltaf til hlés og fátt um hana vitað, þótt bóndi henn- ar væri valdamesti maður Evrópu í hartnær tuttugu ár. Hún var snjall kokkur en deildi örlögum með fjölda þýskra kvenna: fædd í Berh'n, alin upp í Leipzig og flúði undan rúss- neska hernum sem ung kona. Seint á fullorðinsámm viðurkenndi hún að hermenn hefðu nauðgað sér á þeim tí'ma en talið er að fjórar af hverjum fimm konum í Þýskalandi hernámsins hafi mátt þola kynferð- islegt ofbeldi af hálfu sigurvegara stríðsins á innrásar- og hernáms- tímanum. Ópemr um samtí'maleg efhi em sjaidgæfar en þekkjast þó: Nixon í Kr'na heitir ópera Philips Glass og segir frá frægri heim- sókn Nixons til Kína. Þá hafa þjóðverjar samið og flutt óper- ur um Willy Brandt og Angelu Merkel, formann CDU. Er einhver von til að íslensk tónskáld Davíð Halldór? Væri Halldór þá bassi og Davíð barítón? sem opem um °g ---------- Kohl-hjónin Þrjú ár eru liðin siðan Hannelore Kohl svipti sig lífí og Þjóðverjar hafa þegar skrifað um hana óperu. nýr & hollur kostur! ávextir & jógúrt Fersk Danone-jógúrt, með jarðarberjum og gómsætum bláberjum. bragð * fjötbreytni * orka i________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.