Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 Helgarblaö DV ítalskir og bandarískir sérfræðingar hafa í sumar rannsakað líkamsleifar Medici-fólks í grafreit ættarinn- ar í Flórens á Ítalíu. Fyrstu niðurstöður benda til að áróðursvélar endurreisnarmanna hafi verið öflugar. Dm úr súttum og sjúkdúmum frekar en moröum og meiöingum Margir íslendingar kynntust Medici-ættinni í leiknum heimild- arþáttum sem RÚV sýndi sl. vetur. Bæði af góðu og illu og ekki síst áhrif ættarinnar á tilurð, blóma og þróun endurreisnarstefnunnar en stefnan sú kom upp á Ítalíu á 14. öld og náði hámarki á 15. og 16. öld. Endur- reisnarmenn leituðu í klassíska fornöld um leið og þeir byggðu á nokkru leyti á miðaldamenningu, þeir réðust gegn heildarhyggju kirkju og keisara, lögðu áherslu á þjóðerniskennd og jarðlíflð. Sjálf- stæði og manngildi einstaklingsins hófu þeir til vegs í anda húmanism- ans. Fremstur meðal ættarlaukanna fór Lorenzo hinn mikilfenglegi, af- komendur hans, bræðra, systra og frænda urðu hertogar um ótal lönd, drottningar og páfar. Ættanna kynlega bland Lorenzo mikilfenglegi og hans fólk telst til ágætustu greinar Med- ici-ættarinnar á Ítalíu, innan um og saman við voru svo Medici-smá- menni í aukahlutverkum en síðan komu hertogarnir og svo stórher- togarnir af Toskanahéraði. Þegar Alessandro hertogi af Toskana var drepinn af öfundarmönnum sínum á fyrri hluta 16. aldar sendu ráða- menn erfingja hans, Cosimo, í fóst- ur upp í sveit. Cosimo þessi var kominn af Lorenzo mikilfenglega í báðar ættir. Ráðamennirnir töldu víst að með uppeldi í guðsótta og góðum siðum í dreifbýlinu yrði drengurinn þeim sem bráðið smér. En þegar hann sneri stálpaður heim kom annað í ljós. Hann var ekki bara skapstór heldur slunginn í pólitík, hafði þessa sína meðstjórn- endur algjörlega undir og sigraði morðingja föður síns í orustu 1537. En þá voru líka ættarsjóðirnir tæmdir. Stúlka með góðan heiman- mund Tveimur árum eftir sigurinn yfir óvinum og morðingjum föður síns gekk hinn glæsilegi Cosimo að eiga ægifagra hefðardömu frá Spáni, Eleónóru af Toledo, dóttur Napólí- kóngs. Með henni kom slíkur heimanmundur að Cosimo þurfti ekki að hafa frekari áhyggjur af af- komunni. Og nú tók hann til við að stjórna Flórensborg með slíkum ágætum að hún náði hæstum hæð- um í pólitísku mikilvægi og hag- vexti, um leið þandi hann umráða- svæðið út og jók völd sín og umsvif um helming. Frú Eleónóra ól manni sínum ellefu börn sem flest dóu í æsku en sjálf andaðist hún fertug. Hefúr löngum verið almannarómur suður á ftalíu að Eleónóra hertoga- frú af Toskanahéraði hafi sprungið af harmi 1562, þegar hún horfði á einn sona sinna drepa annan og föður þeirra svo reka morðingjann í gegn. Grafreitur Medici-ættarinnar í Flórens í grafreit Medici-ættarinnar liggja a.m.k. 50 ættarlaukar, hinn mikilfenglegi Lorenzo var jarðsettur á sérstökum stað og þar ofan á setti Michelangelo eitt af sínum meist- araverkum og verður því ekki hnik- að. í sumar hafa ítalskir og banda- rískir sérfræðingar á sviði meina- og fornleifafræði unnið með jarðnesk- ar leifar nokkurra af hinum fimmtíu. Með rannsóknum á holdi, hári og beinum þessa fólks, skönnun og röntgenmyndatökum, telja þeir sig geta fundið helstu ættareinkennin, sjúkdóma sem fylgdu þessu fólki og kynnast mataræði fræga og ríka fólksins á endureisnartímanaum. Og nú liggja fyrstu niðurstöður fyrir. Áróður endurreisnarinnar Sérffæðingar skiluðu fyrstu nið- urstöðum um hjónin Cosimo I stór- hertoga af Toskanahéraði, konu hans Eleónóru af Toledo og synina tvo, Giovanni og Garcia. Þeir telja með öllu útilokað að Garcia hafi drepið yngri bróður sinn Giovanni og út í hött að telja að Cosimo hafi svo látið sverð sitt ganga á Garica. Jarðneskar leifar bræðranna beri engin merki um slfkt en DNA-sýni úr þeim og móður þeirra hafa verið send til Bandaríkjanna og þar verð- ur leitað að dánarorsökum þeirra þriggja, sem sérfræðingarnir eru vissir um að var malaría. Andstæð- ingar ættarinnar hafi hins vegar haft sínar áróðursmaskínur í lagi og breitt út aðrar sögur og verri. En fleiri snéru á sannleikann, t.a.m. myndlistarmenn stórhertoghjón- anna. „Photo-shop" endurreisnar- innar Hinn glæsilegi stórhertogi af Toskana-héraði var hálfsextugur þegar hann andaðist árið 1574. Rannsóknir á beinum hans sýna að hann hafði lengi þjáðst af hræðilegri gigt. Eitthvað í líkamsstarfsemi hans gerði honum ókleift að vinna kalk úr fæðunni, kalkið safnaðist á hryggjarliði stórhertogans og gat hann þá hvergi hrært, ekki beygt bakið svo neinu nam. Bein eldri sonarins, Garcia, sýna glöggt að hann hefur verið oft og mikið veikur á æskuárum, Giovanni litli bróðir hans hefur verið vöðvastælt hraust- menni og stórhertogynjan ber örfín merki allra ellefu fæðinganna á mjaðmagrindinni. En rannsóknir á höfuðkúpum stórhertogahjónanna benda til að hirðlistamenn þeirra hafi ekki endilega málað af þeim portrettin með sannleikann að leið- arljósi. Augu Cosimo I hafa verið of skásett til hann teldist beinlínis glæsilegur og höfuðbein Eleónóru sanna að hún hefur haft of mjóa höku og sterklega kjálka til að kallast ægifögur. En listamenn endurreisn- arinnar leystu vandann með pensl- um sínum, ljósi og skuggum, svo við okkur blasir glæsilegasta fólk. Don Garda de Medid Alltaf veikur I æsku en drap ekki bróöur sinn. Eleónóra hertogafrú af Flórens Ellefu fæöingum og mörgun dánum börnum slöar. Eleónóra prinsessa af Napólí Heimanmundurinn bjargaöi Cosimo og Flórens. Cosimo I stórhertogi af Toskanahéraði Búinn til orustu Eleónóra af Tóledó og Giovanni sonur hennar Stóri bróöir hans drap hann ekki og mamma var ekki alveg svona sæt. en bakiö handónýtt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.