Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2004, Blaðsíða 3
I>V Fyrst og fremst MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 3 Ungípú heimup og leiðtogafundurinn Hólmfríður Karlsdóttir Um- kringd fjölmiðlamönnum Sovét ríkjanna sem höfðu aldrei séð jafn fagra konu ílifanda lífi, „Ég hafði heilmikið að gera í kringum leiðtogafimdinn," seg- ir Hólmfríður Karlsdóttir, leikskólakennari í Garðabæ. Hófí var ungfrú heimur 1986, sama ár og leiðtogafundurinn fór fram í Höfða. Hófí var umkringd Gamla myndin blaða- og kvikmyndatöku- mönnum sem vildu fanga feg- urð hennar á meðan leiðtogarnir gerðu út um kaldastríðið í Höfða. „Ég var í talsverðu stússi á þessum tíma. Það voru alls kyns fslandskynningar fyrir erlenda fjölmiðlafólkið. Ég komst nú aldrei í návígi við leiðtogana sjálfa," segir Hólmfríður sem saknar ekki sviðsljóssins, en sér heldur ekki eftir neinu. „Þetta var skemmtilegur tími, ég sakna fólksins sem ég kynntist í kringum þetta og hef ekki séð lengi. í dag er ég leikskólakennari á Sunnuhvoli í Garðabæ. Ég á þrjú börn og lifi mjög hefð- bundnu h'fí með minni fjölskyldu hér í Garðabæ. Þetta ber ekk- ert sérstaklega á góma lengur. Það er einstaka manneskja sem riqar þetta upp. Ég er mjög róleg í tíðinni og ákaflega sátt við hlutina eins og þeir eru í dag,“ segir Hófi' sem hefur mikinn áhuga á börnum og finnst starfið á leikskólanum skemmtilegt. „Ég hef mjög gaman af börnum, maður vinnur ekki þessa vinnu vegna launanna svo mikið er víst,“segir Hófí. Hún naut þess sérstaklega að heimsækja munaðarleysingjahæli og safna pen- ingum fyrir fátæk börn sem var eitt af hennar helstu hlutverk- um sem fallegustu konu heims. Spurning dagsins Hvað finnst þér um kaup Símans á Skjá einum? Hljómar eins og Samfylkingardraumur „Þetta hljómar eins og Samfylkingardraumur og virðist fara þvert á fjölmiðlafrumvarpið. Þarna eru opinberir aðilar að verða umsvifameiri í samkeppnisrekstri. Ég efast ekkert um að stjórnendur Símans teljisig vera að gæta hags- muna fyrirtækisins en þetta er þannig markaður að ríki og sveitarfélög eiga ekkert að vera að þvælast inni áhonum heldur láta einkaaðila það eftir. Þess vegna eigum við að selja Símann t gær. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálf stæðisflokks „Galið! En kem- ursamtekkert sérlega á óvart." Egill Helgaon þáttastjórn- andi „Ég er mótfallin sölu Símans og því ósátt við þetta frumhiaup og tel mjög varhugavert að taka þessu sem eðlilegum hlut. Þetta kemur til með að hafa ýmsar af- leiðingar í för með sér og minnir á hvernig við látum hlutina ger- astánþessað hugleiða hvers konarframtíð við viljum skapa fyrirtæk- inu.Síminn er enn í opinberri eigu og þessi kaup eru líkleg til að koma í veg fyrir þær háværu kröfur að for- gangsraða með hagsmuni landsbyggðarinnar í huga. “ Kolbrún Halldórsdóttir þing- maður Vinstri grænna „Ég geng út frá því að þetta sé ákvörðun sem sé tekin á við- skiptalegum forsendum og tel að þetta dragi fram í dagsljósið þörfina á þeim áform- um að salan á Landsímanum nái aðganga fram sem fyrst." Bjarni Benediktsson þing- maður Sjálfstæðisflokks „Ég hefði frekar viljað sjá Sím- ann fjárfesta í að byggja upp grunnnetið. Þaðætti að vera hlutverk Símans á með- an hann er ríkisfyrirtæki í eigu allra landsmanna. Þeir sem vilja selja Símann eru ábyggilega ánægðirmeð þessa fjárfestingu því hún gerirSímann að álitlegri sölukosti." Þuríður Backman þingmaður Vinstri grænna Síminn hefur keypt félagið sem hefur sýningarréttinn á enska boltanum ásamt 25 prósenta hlut í Skjá einum. Járnfiskur verður kafbátur Dulmál Árið 1942 vom banda- rísk hermálayfirvöld orð- in langþreytt á að finna upp hvert dulmálið á fæt- ur öðm suður í Kyrrahafi og horfa svo upp á Japani ráða þau í hvelli. Trú- boðasonurinn Philip Johnston var alinn upp á vemdarsvæði Dínea eða Navahóa í Arizóna eða Nýju Mexíkó, lék sér með indjánakrökkunum og talaði mál þeirra reiprennandi. Máhð er æði flókið, bæði setninga- og hljóðfræðilega og greinist að auki í ótal mállýskur en aldrei hefur Díneum þótt ástæða til að koma sér upp stafrófi og rita á sinni tungu. John- ston benti hem- um á þetta og mætti með nokkra Dínea sem þýddu þrjár línur af ensku á sitt mál, sendu það í talstöð, tóku við því og snömðu yfir á ensku á 20 sek. í maí 1942 vom því 29 Dínear sendir í sérstaka herþjálfun og fyrir- skipað að koma upp dulmáli fýrir her BNA byggt á sínu máh, smíða sér orða- bók yfir sköpunina og leggja svo allt saman á minnið. Díneamir létu flesta stafi eiga þrjá möguleika; A gat verið Wol-la-chee eða ant sem merkir maur, Be-le-sana eða Apple sem merkir eph eða Tse-nill eða Axe fyrir exi. Dínear og aðrir svokallaðir fmmbyggjar í heimin- um leggja töluvert aðra áherslu á tilver- una en hinir siðmenntuðu, því dugði mál Díneana ekki alltaf til. Hópurinn mátti smíða orð yfir hluti sem þeim hafði aldrei dottið í hug og þeir gerðu Besh-lo, jámfiskinn að kafbáti og Dah-he-tih-hi kóUbrífughnn að or- ustuflugvél t.d. Þessh 29 Dínear vom síðan sendir suður í Kyrrahaf að tala í talstöðvar, síma og út- vörp um hemaðartaktík, ferðir hersveita um hafið og koma skipunum og skilaboðum áleiðis. Fjögur hundmð Dínear vom þessu næst þjáhaðir í faginu og sendir á eftir þeim á móú Japönum sem ekkert bomuðu í nýja ameríska dulmálinu. Talsmenn hersins í BNA segja að sigur- inn á Kyrrahafmu sé ekki síst þessum mönnum að þakka. Dínear og herinn urðu að þegja um þessa aðgerð til 1968, þá hætti hún að vera ríkisleyndarmál. Árið 1992 vom 35 dulmælendur eða code talkers kallaðir til Pentagon í Was- hington og þeim þakkaður starfinn. í júní fyrir tveimur ámm boðaði George W. Bush þá fjóra af fyrstu 29 dulmæl- endunum sem em á lífi á sinn fund svo og ættíngja hinna 25 og hengdi á þá orður fyrir vel unnin störf, vel rúmri hálfri öld eftír að sigurinn vannst á Japönum á Kyrrahafi. ORHTTLÆTl A EINUM STAD ÓGNAR RÉTT- LÆTINÖALLS 1 STADAR. Míittin Luther Kingjr. ii>29- 1968. Sendiherrann bíaðamaðurinn Ámi Þorvaldur Snævarr, blaðamaður og Sigriður Ásdís Snæv- arr sendiherra í París eru systkini. Árni starfaði lengi sem fréttamað- ur á Stöð 2. Hann hefur starfað í Kosovo síðastliðin ár. Hann er nú komin heim og er nýráðinn þingfréttaritari Frétta- blaðsins. Sigríður er einnig á leiðinni heim frá Par- ís, sem hún ætlar að kveðja með íslenskri menn- ingarveislu í október. Þau eru börn Valborgar Sig- urðardóttur fyrrverandi skólastjóra og Gunn- steinns Ármanns Valdemarssonar Snævarr fyrr- verandi hæstarréttardómara. Systkyni þeirra eru Stefán háskólakennari Sigurður borgarhagfræðingur og Valborg lögmaður. Árni er ókvæntur en maki Sigríðar er Kjart- an Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokkssins. Frábær lausn fyrir: O Verslanir O Mötuneyti O Eldhús ‘ O Sýningarsali O Heimili o.fl. ISOldehf. Nethyl 3-3a -110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 5673609 Króm margar stærðir með eða án hjóla www.isold.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.