Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2004, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2004, Page 4
4 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 Fréttir 0V Borðar of mikið ruslfæði Samkvæmt læknum átti óhollt mataræði Bills Clint- on fyrrverandi Bandaríkja- forseta stóran þátt í hjarta- áfalh hans í síðustu viku. í símaviðtali við spjallþáttastjórnand- ann Larry King sagði Clinton að hann yrði að slaka á í skyndibit- unum. Fyrrum forsetinn var hress þeg- ar hann tal- aði við King frá sjúkrahus- inu. „Það eru ekki bara repúblikanar sem fá fjögur ár í viðbót," sagði Clinton við sjónvarpsstjörnuna. Bæði Hiilary og Chelsea dvelja hjá honum á sjúkra- húsinu þar sem Bill gengst undir hjartaþræðingu. Naut lentu íbílslysi Nautgripaflutninga- bifreið fór út af veginum neðst í Hjallhálsi við Þorskafjörð á suðurhluta Vestfjarða aðfaranótt föstudags. Mildi þykir að hvorki ökumanni né nautgripum hafi orðið meint af vegna útafakst- ursins, en gripirnir voru fluttir í aðra fluminga- bíla. Tildrög slyssins eru óljós, en þau eru f rann- sókn lögreglunnar á Pat- reksfirði. Eitt naut slapp úr bifreiðinni og gekk laust í tæpa þrjá tíma áður en það fannst og var rekið inn í girðingu. Gullæði á Grænlandi Gullæði hefur gripið um sig í Grænlandi en þar hefur verið opnuð ný gull- náma. Ekki hefur verið stundaður námugröftur á eyjunni síðan sínk-, blý- og silfurnámunni Svarta englinum var lokið í Maar- morilik árið 1990. „Opnun námunnar hefur ákaflega mikla þýðingu fyrir Græn- lendinga," sagði félagi sós- íaldemókrataflokksins Siu- mut. Náman hefur þegar skapað um 80 störf. Þar af er helmingurinn Græn- lendingar en aðrir frá Kanada, Ástralíu, Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi. Vonir eru um að náman skapi um 500 störf í við- bót. Fjárfestar bíöa á hliðarlínunni eftir að ríkisstjórnin ákveði hvernig eigi að standa að sölu Simans. Rikisstjórnin virðist samhent út á við en enn eru lausir endar og flokkarnir eiga eftir að semja um hvort fyrirtækið verði selt einum eða fleirum eða hvort það verði selt í heilu lagi eða bútum. Einn fjárfestir segir aðra ætla að keppa um að græða sem mest á Símanum. Mikil spenna er í viðskiptalífinu um það hvernig staðið verði að sölunni á Símanum. Veltur spennan á því hvort einhverjar kvað- ir verði á sölunni til hins nýja kaupanda og hversu mikið verði selt af fyrirtækinu í einu eða hvort það verði selt í heilu lagi til eins fjárfestis. Þeir fjárfestar sem DV ræddi við sögðu flestir að ríkið yrði að gæta þess að reyna ekki að fá of mikinn pening fyrir Símann. Eðlilegast væri að söluverðið yrði á bilinu 50- 60 milljarðar króna. Síðast þegar reynt var að selja Símann var verðið um 40 milljarðar en markaðurinn var ekki tilbúinn að greiða svo mik- ið fyrir félagið þá. Núna er hins veg- ar allt annað landslag á hlutabréfa- markaði og félög hafa hækkað ört í verði. Helsta samkeppnisfyrirtæki Símans, Og Vodafone, er metið á 12 milljarða króna. Fjárfestar vilja græða á Sím- anum Einn fjárfestir segir menn vera hrædda við að ríkisstjórnin verði of gráðug. Hins vegar geti stjórnin gert þau mistök að fá hátt verð fyrir 51% í fyrirtækinu en sitja síðan uppi með afganginn og neyðast til að skila honum eins og síðast. Annar fjárfestir tekur öðruvísi á málinu og segir að það væri hægt að fá 80 milljarða fyrir Símann ef rétt væri staðið að sölunni. Þess vegna séu fjárfestar á hliðarlínunni því þeir sjái fyrir sér að hægt sé að kaupa Símann á 50 milljarða og selja hann áfram á 80 og græða þannig þrjátíu milljarða á rfldnu. Þeir sem talað er um að hafi áhuga á Símanum eru S-hópurinn, Björgólfsfeðgar, hugsanlega í sam- vinnu við aðra, Straumur og Trygg- ingamiðstöðin, Baugsmenn og svo er gert ráð fyrir að KB banki safni saman hópi fjárfesta. „Það er nóg til af peningum til að kaupa Símann á skynsamlegu verði," segir einn viðmælenda blaðsins. Ekki byrjað að ræða pólitík- ina Rfldsstjómin er ekki byrjuð að ræða einstaka atriði í sambandi við söluna á Símanum. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, hefur lýst þvf yfir að hann telji að rétt sé að selja Símann fyrir áramót og Geir H. Haarde fjár- málaráðherra sagði í fréttum um helgina að kaup Símans á hlut í Skjá einum flýti fyrir sölu á fyrirtækinu. Ljóst er að það er skoðun margra sjálfstæðismanna að nú sé rétti tíminn til að selja, helst án nokk- urra kvaða og láta markaðinn keppa um verðið. Framsóknar- menn hafa á hinn bóginn lagt mikla áherslu á að ekki megi taka áhætt- una á að þjónusta við landsbyggð- ina skerðist við einkavæðingu Sím- ans. Valgerður Sverrisdóttir og Hjálmar Arnason sögðu í viðtölum að ekki stæði á þeim að selja Sím- Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson Fjárfestar biða eftir því að þeir ákveði sig um sölu Símans. ann en Kristinn H. Gunnarsson lýsti andstöðu sinni og Jónína Bjartmarz sagði að fyrst þyrfti að at- huga ákveðin atriði. Staðan nú er því þannig að rflds- stjórnarflokkarnir þurfa að koma sér saman um hvernig standa eigi að sölunni. Einkavæðingarnefnd útfærir síðan málið og býður Sím- ann til sölu. Þá fer eftir því öllu hvernig fjárfestarnir bregðast við og hversu mikið þeir eru tilbúnir að bjóða. kgb@dv.is Ruslfæði varð Clinton að falli Já, þær eru slæmar fréttirnar sem dynja sífellt á Svarthöfða. Fyrst kom þessi McDonald’s-maður til landsins og níddi skóinn af þessum frábæru borgurum. Sagðist hafa prófað að éta skyndibitann þeirra í mánuð og var víst næstum því dauður. Ja, ekki hefði Svarthöfði saknað hans. Síðan kom Clinton og reyndi að lifa á Bæjarins bestu pylsum á með- an hann dvaldi hér. En þangað hafði Svarthöfði einmitt snúið sér eftir að McDonald’s-maðurinn rændi af honum allri ánægjunni af Big Mac. Og það var ekki Clinton sem var fyrstur til að fá sér eina bara með sinnepi. Svarthöfði var löngu byrjaður á því. Og Svarthöfði fékk sér líka stundum eina bara með remúlaði, eða bara með túmat og bara lauk og steiktum. Svart- höfði hafði í raun bragðað allar út- gáfur og þær eru óteljandi margar. Það er alltaf hægt að gera eitthvað nýtt með pylsu í brauði og Bæjarins bestu björguðu Svarthöfða frá því að hella sér í hyldýpi þunglyndis eftir heimsóknina frá McDonald’s- manninum vonda. En þá hrundi Clinton niður og fékk hjartaáfall. Hann þarf víst að fara í aðgerðir og mikla endurhæf- ingu. í fyrstu ákvað Svarthöfði bara að glotta út í annað og neitaði að sjá einhver tengsl á milli hjarta- áfallsins og pylsu bara með sinnepi. En birtist þá ekki sjálfur Bill Clinton hjá Larry King á CNN um helgina og segist hafa fengið hjartaáfall af því hann borðaði svo mikið af skyndibita. Gat nú skeð. Ekki hann lflca! Nú bíður Svarthöfða ekkert nema hyldýpi þunglyndis. Svarthöfbi I aaoi „Ég hefþaö alveg ágætt þó ég hafi lítið sofiö undanfarið," segir Auður Laxness, sem opnaði heimili sitt að Gljúfrasteini fyrir almenningi um helgina.„Hefverið svolítið stressuð. Þetta hefur allt tekist óskaplega vel. Hvort þetta er ofmikiö veit ég ekki. Þetta var falleg athöfn."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.