Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2004, Page 10
10 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004
Fréttir DV
Magnús er sagður mikill orku-
bolti með mikla jákvæða útgeisl-
un. Hann þykir ótrúlega fjölhæf-
ur maður með gott listrænt auga
og eyra. Hann hefur jákvæð áhrif
á alla sem í kringum hann eru og
er góður að kalla það besta fram
í hverjum og einum. Magnús er
sagður vera með skemmtilegri
veislustjórum landssins.
Getur verið þrjóskur og erfið-
ur. Mjög ofvirkur, og getur ver-
ið þreytandi að vera í kringum
svoleiðis fólk allan daginn.
Skipuleggur tíma sinn ofþétt
og gefur sér stundum tíma i
hluti sem skipta litlu máli.
„Hann er einstaklingur sem hefur
mikla orku og gefur öðrum orku
meö sér. Hann er einbeitt-
ur, veit hvað hann vill og á
auðveltmeð að ná fólki
með sér á flug. Hann nær
að virkja það besta I fólki
svo það kemur sjálfu sérá óvart
með þvlhvelangtþaðnær.Helsti
gallinn er að hann hefur svo mikið
að gera að við höfum ekki mikinn
tíma til þess að fara yfír málin."
Agúst Freyr Ingason, aöstoðarforstjóri
Latabæjar.
„Hann er atorkusamasti maður
sem ég hefunnið með, sér bara
tækifæri og er ákafíega jákvæður.
Feikilega duglegur, mjög
frjór og fljótur að fá góðar
hugmyndir. Ég vann með
honum á sinum tlma á
Stöð 3 og hann kom mér
skemmtilega óvart. Hann fermjög
geyst og það getur verið ókostur.
Hann hefur lltið úthald I yfírlegu,
ensú óþolinmæði getur verið kost-
ur llka. Hann er mjög sérstakur ná-
ungi, ég samgleðst honum inni-
lega með árangrinum sem hann
hefurnáð."
Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri
„Duglegasti maöurí heimi og með
mikla yfírsýn. Rosalega fjölhæfur
maður með gott listrænt auaa. Það
eralltafllfog fjörþarsem
hanner.Égerbúinað
vinna hjá honum 16 ár og
hann er alveg frábær ná-
ungi. Kostirnir geta stund-
um orðið aö göllum eins og hjá
flestum. Hann vinnur rosalega
mikið og getur stundum verið svo-
lltið á slðustu stundu með hlutina
en það ernú bara alltaf brjálað að
gera hjá honum."
Unda Asgeirsdóttlr leikkona
Stóra hassmálið í Kristjaníu fer nú fyrir Hæstarétt Danmerkur. Nær fimmtíu
manns hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins í tæpt hálft ár. Lögfræðingar
fíkniefnasalanna og vaktmanna þeirra vilja fá úrskurð um hvort þessi langa gæslu-
varðhaldsvistun standist lög.
Hæstiréttur Danmerkur á að skera úr um hvort gæsluvarðhalds-
vistun þeirra nær fimmtíu manna og kvenna sem setið hafa inni
vegna stóra hassmálsins í Kristjaníu standist lög.
Ógna vitnum
Fólkið hefur setið í gæsluvarðhaldi
í tæpt hálft ár, síðan lögreglan réð-
ist inn í Kristjaníu síðasta vetur og
handtók það. Samtals er þessi hóp-
ur ákærður fyrir sölu á 3,6 tonnum
af hassi á sex mánaða tímabili.
Söluverðmæti þessa magns á
götuverði í Kaupmannahöfn er um
tveir milljarðar króna.
í frétt BT um máiið kemur m.a.
fram að dómarar við borgardóm
Kaupmannahafnar og við landsrétt-
inn hafa ítrekað framlengt gæslu-
varðhaldsúrskurðinn yfir
þessu fólki þrátt fyrir hávær
mótmæli lögfræðinga þess.
Lögfræðingarnir hafa nú
fengið leyfi áfrýjunar-
nefndarinnar til að flytja
einn af gæsluvarðhalds-
úrskurðunum sem
prófmál fyrir
Hæstarétti
Hingað til hafa dómarar við borg-
ardóm og landsréttinn talið að
traustur grundvöllur væri fyrir því
að halda hópnum í gæsluvarðhaldi í
svo langan tíma. Ástæðan er að ef
þessum hóp væri sleppt út aftur
myndi fólkið aftur hefja sölu á hassi
auk þess að ógna vitnum í málinu. í
hópnum eru bæði ffkniefiiasölu-
mennirnir og vaktmenn þeirra.
Fylgdust með í sex mánuði
Lögreglan fylgdist með hasssöl-
unni í Pusher street í sex mánuði
áður en hún lét til skarar
skríða. Þetta var gert með
huldum upptökuvélum og
hlerunarbúnaði. „Samanlagt
magn af hassi sem við ákær-
um hópinn fyrir er 3,6 tonn en
það teljum við að viðkom-
Algeng sjón Þetta var algeng sjón IPusher
street áðuren lögreglan lét til skarar skríða.
andi hafi selt á því sex mánaða tíma-
bih sem eftirht okkar stóð yfir,“ sagði
Oli Wagner, yfirmaður fíkniefiialög-
reglunnar í Kaupmannahöfn, í sam-
tali við BT. Miðað við að götuverðið
hafi verið 50 dkr. á grammið er verð-
mæti þessara 3,6 tonna tveir mihj-
arðar króna.
25 kg á dag
„Við áætlum að það hafi verið
seld um 25 kg á dag í Pusher street.
Varlega áætlað gefur það veltu
upp á sex milljarða króna á ári,“
sagði Ole Wagner. „Við rannsókn
málsins gátum við séð að stór hluti
af þeim hópi sem við fylgdumst
með var alls ekki á kúpunni fjár-
hagslega. Þvert á móti þetta fólk
lifði í vellystingum þar sem 500.000
króna utanlandsferðir voru ekkert
vandamál."
Ekki svipur hjá sjón
Hassmarkaðurinn í Kristjaníu er
enn til staðar þótt nú sé búið að rífa
alla sölubásana í Pusher street og
um fimmtíu manns sitji enn í
gæsluvarðhaldi. Markaðurinn er þó
ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri
tíð og töluverðan tíma getur tekið
að kaupa sér mola. En eftirspurnin
er enn til staðar og meðan svo er
verður áfram selt hass í Kristjaníu
sem og víðar í Kaupmannahöfn.
Lögreglan Lögreglan lét til
skarar skríða eftir sex mánaða
eftirlit með upptökuvéium og
hlerunarbúnaði.
riÉlð Kristjanía Hassmarkaðurinn i
|! Kristjaníu erekki svipurhjá
sjón þessa dagana.
Magnús Scheving ólst upp á Hvammstanga í
Vestur-Húnavatnssýslu. Hann lærði trésmlðar I
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þar sem hann
varmikið eftirlæti kennara sinna. Hann færði
sumum þeirra jólagjafír jafnvel eftir að hann
var útskrifaður úrskólanum. Hann er marg-
faldur Islandsmeistari I þolfími og var alger-
lega ósigrandi á meðan hann keppti I
íþróttinni. Tók þátt i heimsmeistaramótum þar
sem hann var á meðal þeirra bestu. Hann var á
tímabili með sjónvarpsþætti á Stöð 3 auk þess
sem hann hefur rekið líkamsræktarstöð og
starfaö við smíðar.
Eldingar
trufla netið
Miklar rafmagns-
truflanir voru í Aust-
ur-Skaftafehssýslu
þegar þrumur og
eldingar dundu þar
yfir aðfaranótt
föstudags. Fjöl-
margar tilkynningar
hafa síðan þá borist
Símanum vegna truflana á
símasambandi og svo virð-
ist sem mótöld við tölvur
hafi skemmst víða í sýsl-
unni, með þeim afleiðing-
um að nettenging hefur
slitnað.
Lögreglan í Keflavík
Glerplata brotnaði á 18
mánaða gömlu barni
Sjúkrabfll og
lögregla voru
köUuð tU í Kefla-
vík á laugardag
þegar glerplata
féU yfir 18 mán-
aða gamalt bam.
Barnið skarst iUa
á hægri hendi og
skUdi glerið eftir
sig 8 tU 10 sentí-
metra langan
skurð.
Nóg var að gera hjá lögreglunni í
Keflavik við önnur verkefhi, enda
menningarhátíðin Ljósanótt um
helgina. Skemmdarverk vom unnin á
gæsluvellinum Hraunbraut, en þar
hafði einnig rúða verið brotin. Þá var
húsnæði Frumleikhússins við Úcst-
urbraut grýtt með þeim afleiðingum
að rúða brotnaði.
Þá keyrði ökumaður bifreið sfirni
á ungan dreng á reiðhjóU á Aðalgötu í
bænum, á móts
við hús númer 1.
Lögreglan lýsir eft-
ir manninum og
vUl ræða við hann.
Ökumaðurinn
mun hafa spjaUað
við drenginn eftir
að hafa ekið á
hann, en ekki gert
sér grein fyrir því
að drengurinn
hafði hlotið áverka á fótum.
Einnig framfylgdi lögreglan regl-
um um útivist þegar hún hafði af-
skipti af ungUngum sem vora of lengi
úti. Loks var ökumaður bflreiðar
kærður fýrir ástand bflsins. Mikfll há-
vaði var frá bflnum, pústkerfið var í
ólagi, hægra frambrettið vantaði og
ekkert bensínlok var á tankinum. Það
brýtur ekki einungis í bága við fagur-
fræðUegt mat að aka slflcum draslum,
heldur er það brot á lögum.
Japanskur prófessor setur fram nýstár-
lega kenningu
Skapahár kvenna hafa
ráðið örlögum Japans
Japanskur prófessor hefur sett
frarn þá nýstárlegu kenningu að það
sé skapaháram japanskra kvenna að
þakka hvaða stöðu Japan hefur í
heiminum f dag.
Samkvæmt kenningu Asaki
Geino hefur lögun skapaháranna
áhrif á persónuleika kvenna. Lögun
skapahára japanskra kvenna tilheyri
þeim sem era góðar mæður, tryggar
eiginkonur og elskandi dætur.
Samkvæmt kenningu Asaki era
tU fimm megingerðir af skapahárum
hjá konum. Flestar japanskar konur
hafi skapahár sem era í laginu eins
og öfugur þríhyrningur:
„Þessi lögun er einkennandi fyrir
trygglyndi og gott fjölskyldulíf," seg-
ir Asaki. „Ég held ekki að ég fari með
rangt mál þegar ég segi að nákvæm-
lega þessi gerð af konum hefur
hjálpað Japan að verða sú þjóð sem
landið er nú."
Japanskar konur Lögun skapahára jap-
anskra kvenna tilheyrir þeim sem eru góðar
mæður, tryggar eiginkonur og elskandi dætur.
Hvað aðrar tegundir varðar segir
Asaki að konur sem hafa skapahár
eins og ármynni séu líklegastar til að
halda framhjá. „Og það er ekki sjald-
gæft hjá konum með flöng skapahár
að verða ástfangnar við fyrstu kynni
eða bergnumdar af ástríðu. Þar að
auki hafa þær engan áhuga á að sitja
einar heima."