Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2004, Qupperneq 19
DV Sport
MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 7 9
ISLAND-BÚLGARÍA 1-3
Undank. HM- Laugardalsvöllur - 4. sep.
Dómari: Alain Hamer (2).
Áhorfendur: 4600. Gæði leiks: 2.
Gul spjöld: ísland: Heiöar (44.),
Brynjar (52. & 83.), Þórður (66.),
Jóhannes (89.) - Búlgaría: Petrov (20.),
Hristov (57.), Petkov (59.).
Rauð spjöld: Brynjar (83.), tvö gul.
Mörk
0-1 Dimitar Berbatov 35.
skot úr teig Yankov
0-2 Dimitar Berbatov 49.
skot úr teig Yanev
1-2 Eiður Smári Guðjohnsen 51.
víti Þórður
1-3 HristoYanev 62.
beint úr aukaspyrnu Þórður braut Leikmenn íslands:
Árni Gautur Arason 1
Kristján örn Sigurðsson 3
Ólafur Örn Bjarnason 2
Hermann Hreiðarsson 2
Indriði Sigurðsson 1
(64., Arnar Viðarsson 1)
Þórður Guðjónsson 3
Brynjar Björn Gunnarsson 2
Arnar Grétarsson 1
(57., Jóhannes K. Guðjónsson 3)
Gylfi Einarsson 1
Eiður Smári Guðjohnsen 2
Heiðar Helguson 1
(70., Helgi Sigurðsson Tölfræðin: 1)
Skot (á mark): 10-9 (6-5)
Varin skot: Árni 2 - Ivankov 5.
Horn: 5-4 Rangstöður: 3-11
Aukaspyrnur fengnar: 20-27
BESTUR Á VELLINUM:
Dimitar Berbatov, Búlgaríu
Komumst
aldrei í gang
„Vift spiluöuni illa og náöum
aldrei aö koma okkur i gang varn-
arlega eða sóknarlega. I>að var
langt á milli manna og viö náðtmt
ekki kontakt viö samherjana og
alls ekki í Búlgarana. Þetrspiluöu
tutt og þegar
'7 raun er
ekki hægt
að segja
annað en
að þetta
var lélegur
leikur."
vift vorum að
ta’kla þá vor-
urn viö iangt á
eftir þeim
þannig að við
uppskárum
aðeins spjöld,''
sagöi varnar-
maðurinn
Óiafur Örn
Bjttrnason eftir
leikinn.
..Þeirfengu
ekki nema tvö fa>ri i leiknunt og
kláruðu þau bæði án þess að við
kæmum vömmn við. Þau komu á
leiöinlegum tima. þegar ekkert
v;ir í gangi og síöan kemur auka-
spynumarkiö. Þetta var einhvera
veginn ekki okkar dagur. Menn
náöu aldrei neinni baráttu. \’ið
biium ekki vfir sama stöðugieika
og rnörg önnur iið þannig að við
þurfum að mótívera okkut vel
lÁTÍr leikina en í ratin er ekki hægt
að segja annaö en
aö þetta var
lélegur
leikur,"
sagði Ölaf-
ur Örn
Bjamason.
É
Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari var ekki upplitsdjarfur í leikslok enda gaf
frammi-staða íslenska liðsins honum litla ástæðu til þess að brosa. Hann er þó
ekki af baki dottinn og ætlar að mæta grimmur til leiks í Búdapest.
Mætum með víkinga-
sverðí hendi
Hey dómari. Þetta er vfti! Þórður Guðjónsson var einna skástur ííslenska liðinu á iaugardag. Hann fískaði vítaspyrnuna sem Eiður Smári
skoraði úr og eins og sjá má á þessari mynd er Þórður vel inn í teig þegar brotið er á honum. DV-mynd Pjetur
„Vissulega eru þetta vonbrigði
og óhætt að segja það að við
höfum aldrei náð að komast
almennilega í takt við þennan
leik, við ætluðum okkur að
sigra Búlgarana hérna heima,”
sagði Ásgeir Sigurvinsson
landsliðsþjálfari eftir leikinn á
laugardag.
„Það var ekki viljaleysi heldur
þróaðist leikurinn þannig að í fyrri
hálfleik vorum við aðeins að skjótast
fram á við án þess þó að skapa okk-
ur mikið af færum. Þeir skora í raun-
inni úr sínu eina færi í fyrri hálfleik.”
Ásgeir segir að menn haft farið
vel yftr málin í hálfleik.
„Menn voru tilbúnir í hálfleik að
snúa dæminu við og við fengum á
okkur mjög svo ódýr mörk í leiknum
og á slæmum tímapunktum. Við
duttum fljótlega í 0-2 og komumst
svo aftur inn í leikinn með vítinu.
Það gaf okkur móralskt “búst” inn í
liðið og menn tilbúnir að bæta í og
þá fáum við á okkur mjög ódýrt mark
úr aukaspymu. Þá er mjög erfitt að
„Við verðum að berja
okkur á brjóst og fara
i leikinn gegn Ung-
verjum með víkinga-
sverð í hendi."
spila gegn svona liði sem heldur
boltanum vel og ná að breyta þessu,”
sagði Ásgeir en hann neitaði því ekki
að nokkuð hefði vantað upp á í leik
íslenska liðsins að þessu sinni.
Slakir fram á við
„Fram á við vorum við slakir og
vörnin tæp. Við náðum okkur ekki á
strik og menn vita það. Nú er bara
að þjappa sér saman og standa sig
betur.
Það voru miklar væntingar eftir
Ítalíuleikinn og öllum var ljóst að við
þyrftum að ná topp leik til að vinna
lið eins og Búlgaríu. Það varð ekki
uppi á teningnum í dag en þetta er
nú bara fyrsti leikurinn í riðlinum.
Við verðum að halda ótrauðir áfram
og berja okkur á brjóst og fara í leik-
inn gegn Ungverjum með víkinga-
sverð í hendi.“ Ásgeir Sigurvinsson
landsliðsþjálfari.
ÞAÞ
Úpps Hermann Hreiðarsson fær hér væna flugferð ibúlgarska teignum. Hann var fjarri sinu
besta á iaugardag og ógnaði ekkert. DV-mynd Villi
Varnarmaðurinn Hermann Hreiðarsson:
Skrefi á eftir
„Þeir fengu ekki nema eitt færi í
fyrri hálfleik og kláruðu það vel,
það var ekki meira en það. Við vor-
um samt alltaf skrefinu á eftir og
náðum ekki að komast í samband
við það sem við vildum, að tækla þá
og gera þetta að mikilli baráttu,”
sagði varnarjaxlinn Hermann
Hreiðarsson, sem var óvenju
daufur í þessum leik.
„Þeir náðu að halda honum að-
eins og svo lögðust þeir djúpt þegar
við fengum boltann þannig að það
var erftitt að finna menn og erftit að
brjóta þá niður.
Full gráðugir
Við vorum full gráðugir á að
komast í kontakt og fórum að elta
boltann en þeir höfðu tíma á boltan-
um þannig að vörninn féll langt aft-
ur, það teygðist hrikalega á liðinu og
við lentum í miklum vandræðum,
hálfgerðum eltingarleik.
Við verðum að vera þéttir og
ákveða hvort við ætlum að detta eða
pressa. Við vorum alltaf skrefinu á
eftir. Þeir eru með mjög gott lið og
náðu að halda boltanum vel en þeir
„Við verðum að vera
þéttir og ákveða
hvort við ætlum að
detta eða pressa. Við
vorum alltaf skrefinu
á eftir. Þeir eru með
mjög gott lið og náðu
að halda boltanum
vel en þeir komust
ekki mikið inn fyrir
okkur."
komust ekki mikið inn fyrir okkur.
Nýttu færin vel
Við vorum að veiða þá rangstæða
hvað eftir annnað en þeir nýttu fær-
in vel og í raun voru þetta alltaf góð
færi. Hálffæri hefðu verið í lagi en
þetta voru dauðafæri sem þeir voru
að fá,“ sagði Hermann Hreiðarsson
hundsvekktur. þaþ