Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Page 2
2 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004
Fyrst og fremst 0V
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
Mikael Torfason
Fréttastjóran
ReynirTraustason
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
John
Kerry
1. Hvað heitir varaforseta-
efni hans?
2. Hvað heitir konan hans?
3. Hvað á hann mörg böm?
4. Hvenær var hann kjör-
inn í öldungadeild þings-
ins?
5. Hvað hlaut hann mörg
heiðursmerki fyrir fr am-
göngu sína í Víemcunstríð-
inu?
Svör neöst á síðunni
Leikur einn
Þetta er íslensk leikja-
síða og þar er hægt að
púsla og fara í borðleiki,
fjölspilunar- og jólaleiki,
krakka-, bíla- og her-
kænskuleiki og allt þar á
milli. Á síðunni em nú 192
Leikurl.is
gestir að leika sér og leikn-
ir hafa verið 8.702.839 leik-
ir! Meðal nýjustu leikja á
Vefsíðan
www.leikurl.is
síðunni eru Albatros
Overload, Orca Slap, Skel-
eton Park, Super Handball
og ótal Pingu-leikir. Leikur
mánaðarins er gamli góði
Snake en þeir vinsælusm
eru m.a. Bubble Trouble,
Warthog launcher og
Super taxi. Leikirnir em
sérstaklega merktir fyrir
notendur og þeir sem em
meðlimir á vefsíðunni hafa
sérstakan aðgang að sum-
um leikjum. Af síðunni em
hlekkir inn á leitarvélar,
fréttavefi, afþreyingavefi
og flottar síður.
Blikan
Þeim sem llst illa eða alls
ekki á blikuna búast ekki
við góðu. Blika er aflangur
skýjabakki, óveöursský.
Þegar skipstjórnarmenn
sáu bliku á lofti var vissara
að stefna tafarlaust til
lands þvi óveður
gat verið I aðsigi.
Nú erstundum sagt aö
blikur séu á lofti, jafnvel
ýmsar blikur, þegar útlit er
slæmt eins og t.d. I kenn-
araverkfallinu.
Málið
Svörviöspumlngum
1. John Edwards. 1 Teresa Heinz Kerry. 3.
Tvær dætur og þrjá stjúpsyni. 4. 1985. 5.
Fimm.
Furður í Framsókn
heimasíðu sinni birti Valgerður Sverr-
isdóttir nýlega pistil um þá furðu þeg-
ar Kristinn H. Gunnarsson þingmað-
ur Framsóknarflokksins var settur út úr öll-
um nefndum á Alþingi og í raun ýtt út úr
lingflokknum. Hjálmari Ámasyni hafði
iegar tekist, með einhverjum hætti, að líkja
tessum atburðum við endalok ástarsam-
iands en Valgerður skýrir málið þannig,
eftir að hafa úrskýrt hvemig Kristni var
„trúað fýrir miklu“ í þingflokki framsóknar-
manna:
„Nú hefúr [Krístinnj með framkomu
sinni og vinnubrögðum gagnvart félögun-
um glutrað niður þessum ábyrgðarstöðum
og þeim trúnaði sem honum var sýndur af
Framsóknarflokknum".
Hér er rétt að minna á hvaða mál það
voru sem urðu til þess að Krístinn gekk,
meira og minna, í berhögg við vilja æðstu
forystu Framsóknarflokksins.
I fyrsta lagi gagnrýndi hann hvemig stað-
ið hefði verið að þeirri ákvörðim að íslandi
skyldi sldpað á lista „hinna viljugu þjóða" í
stríði George W. Bush við írak. Þá áicvörðiui
tóku Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson
ernir, aðrir fengu ekkert um það að vita og
það leyfði Krístinn sér að gagnrýna. Gagn-
rýni hans snerist um lýðræðislega ákvörð-
unartöku f stjómmálaflokki.
miðlafrumvarpinu i
fór forysta Framsókna
hringi í völundarhúsi Davíðs Oddssonar og
óbreyttum þingmönnum var ætlað að fylgja
orðalaust á eftir. Það lét Krístinn ekld bjóða
sér og það kaliast nú „trúnaðarbrestur"
milli hans og forystunnar. Af því hann var
ekki nógu duglegur að hlýða.
Og vert að vekja athygU á að í báðum
þessum málurn er enginn vafi á að afstaða
Kristins naut stuðnings meirihluta þjóðar-
innar.
En nú reynir Valgerður Sverrisdóttir að
réttlæta að Krístni sé ýtt út fyrir þessa
„glæpi“ með því að segja: „Ég trúði því að
hann hefði valið Framsóknarflokkinn af því
hann aðhylltist s tefnuna. Það átti ekkert að
þurfa að koma honum á óvart."
Þetta er mjög meridleg staðhæfing af
hálfu Valgerðar. í því að Krístinn „aðhylltist
stefnuna" - það er að segja stefnu Fram-
sóknarflokksins, væntanlega á breiðum
grundvelli - átti sem sagt lfka að felast að
hann samþykkti bakherbergj amakkið sem
endaði með stuðningsyfirlýsingu íslensku
ríkisstjórnarinnar við stríðið í írak og líka
fáránlegu vinnubrögðin við fjölmiðlafrum-
varpið. Með því að sætta sig ekki við þetta
telur Valgerður bersýnilega að Kristinn hafi
sagt sig úr Iögum við „stefnuna" - hugsjón-
irnar - á einhvem hátt.
Er nú ekki kominn tími til að Framsókn-
iinngang
niugtjö
FYRIR N0KKRUM MANUÐUM áttí DV
undir högg aö sækja í sumum kreðs-
um í opinberri umræðu vegna
stefnu blaðsins varðandi nafn- og
myndbirtingar, ekki síst í sakamál-
um. Svo það sé nú útskýrt einu sinni
enn, þá teljum við okkur hafa fullt
leyfi - lagalegt sem siðferðilegt - til
að birta nöfii og myndir af fólki sem
í fréttirnar ratar, jafnvel í viðkvæm-
um málum. Það er svo annar hand-
leggur að þetta leyfi notfæmm við
okkur alls ekki alltaf en þetta er þó
hið almenna sjónarmið sem fýlgt er
hér á blaðinu.
MEÐAL ÞEIRRA SEM GAGNRÝNDU DV
fyrir stefnu sína í nafn- og myndbirt-
ingamálum vom ýmsir blaðamenn
Morgunblaðsins en þar er fylgt gjör-
ólíkri stefnu og nöfii á fólki sem
kemur við sögu í sakamálum em
ekki nefnd nema dómur sé fallinn og
hann feli í sér að minnsta kostí
tveggja ára fangelsi. En sína eigin
reglu hefur Morgunblaðið þó reynd-
ar brotíð svo oft að í reynd verður
ekki séð að hún hafi mikið gildi.
Einnig urðum við, okkur til nokk-
urrar imdrunar, fyrir gagnrýni frá
sjálfum formanni Blaðamannafé-
lags íslands, Róbert Marshall frétta-
manni á Stöð 2, en hann tók undir
þær raddir sem töldu að allar nafn-
og myndbirtingar fælu í sér einhvers
konar „dóm“ DV yfir viðkomandi
fólki. Þær raddir hafa reyndar
hljóðnað mjög að undanförnu, enda
þykjumst við hafa sýnt með vinnu-
c brögðum okkur að ekkert slíkt vakir
^ fyrir okkur.
£
o JAFNFRAMT ÞESSARI GAGNRÝNI vor-
um við iðulega skömmuð fyrir að
- fjalla um of um „einkalíf fólks“ á ein-
> hvem óviðurkvæmilegan hátt en
iú þeim skömmum höfum við ætíð
2 mótmælt hástöfum. Það er reyndar
a sérstakt boðorð hér á blaðinu að
ekki skuli fjallað um einkalíf fólks,
-■= nema náttúrlega eins og öll blöð
~ gera; ef eitthvað viðvíkjandi einka-
málum fólks er ótvírætt komið í
- fféttirnar eða ef fólk vill sjálft gera
'S, sín einkamál að umræðuefni. Að
® sjálfsögðu em í þessu efni eins og
öðmm varðcmdi blaðamennsku
ýmis álitamál og einstigi sem getur
verið erfitt að þræða en við stöndum
á því fastar en fótunum að okkur
hafi afar sjaldan borið af þessari leið,
og höfum enda jafnan fengið fá og
smá dæmi upp í hendumar frá þeirii
sem hafa viljað trúa þessu um okkur.
EN SUMIR ERU ÞÓ ENN við sama
heygarðshomið og í löngu viðtali
Tímarits Morgunblaðsins við fyrr-
nefndan Róbert Marshall er hann
meðal annars spurður: „En hvað um
þá tilhneigingu, sem er greinilega
vaxandi, að hefðbundin viðmið
varðandi friðhelgi einkalífs og ein-
staklinga sem ekki hafa verið sann-
aðar eða dæmdar sakir á - að þau
viðmið séu að gufa upp?“
Og Róbert svarar: „Ja, óhætt er að
segja að það reyni nú mjög á ýtmstu
mörk þeirra viðmiða sem verið hafa.
Menn geta farið illa með tjáningar-
frelsið. Þessu frelsi fylgir sú ábyrgð
að menn fari vel með það. Siðaregl-
ur BÍ eiga að geta verið okkur góður
leiðarvísir til þess en vissulega em
sumir fjölmiðlar að ýta á þær reglur.
Það er áhyggjuefni."
VIÐ TÖKUM ÞETTA TIL 0KKAR vegna
þess að fyrr í viðtalinu hafði Róbert
Marshall vikið að blaðinu okkar og
sagt - án þess að útskýra það á
nokkum hátt reyndar - að „DV vinn-
ur dálítíð fyrir neðan beltisstað".
ALLT ER ÞETTA NÚ GOTT OG
BLESSAÐ. Við erum ekki heilög og
það er guðvelkomið að gagnrýna
okkur, þótt ekki myndi saka að ein-
hver brúkleg dæmi fýlgdu gagnrýn-
inni. En því emm við að nefna þetta
að í þessu sama viðtali Tímarits
Morgunblaðsins við formann Blaða-
mannafél-agsins birtíst í raun algjör
stefiiubreyting bæði Moggans og
Róberts Marshalls í nafn- og mynd-
birtingamálum. Og þar er aö finna
miklu „grófara" dæmi um að einka-
líf og einkahagir nafrigreinds ein-
staklings séu dregin fram á síðum
blaðanna heldur en við höfum
nokkurn tíma leyft okkur.
I STUTTU MÁLI SAGT: í viðtalinu er
fjallað um einkalíf föður Róberts
Marshalls á þann hátt að allt sem DV
hefur tekið sér fýrir hendur bliknar í
þeim samanburði. Drykkjuskap
hans er lýst sem og ömurlegu líferni,
útigangi hans, skemmdum sem
hann varð fyrir af áratuga fylleríi,
hlandlykt sem af honum lagði - og
þar fram eftír götunum. Og birtar eru
af honum þrjár myndir til áréttíngar
ffásögninni.
Ein þeirra er meira að segja á for-
síðu Tímaritsins en við á DV munum
enn eftir skömmum Róberts Mars-
halls yfir því að hafa birt á forsíðu
okkar mynd af einhveijum manni.
Þá er ljóst af viðtalinu að þessi
frásögn er ekki birt með vitund eða
vilja föðurins og hann fær ekkert
tækifæri til að halda uppi vörnum
fyrir sig.
MÁLIÐ ER AUÐVITAÐ EKKI SAKAMÁL
en samt þykir okkur merkilegt að
lesa svo persónulega uppljóstmn
um einkalff tiltekins einstakhngs og
það í blaði sem slíku háttu hefur
gagnrýnt í orði kveðnu og það úr
munni manns sem er nýbúinn að
lýsa áhyggjum sínum af „sumum
fjölmiðlum" sem „ýtí á“ siðareglur
Blaðamannafélagsins varðandi
„friðhelgi einkalífs og einstaklinga".
Því með viðtalinu hefur friðhelgi
einkalífs Anthonys Marshalls aug-
ljóslega verið rofin.
BÆÐI M0GGINN 0G RÓBERT MARS-
HALL kunna að skáka í því skjólinu að
ekki sé lfklegt að Anthony Marshall -
utangarðsmaður í London - muni
nokkru sinni frétta af þessari frásögn
og myndbirtingunum, hvað þá lesa
viðtalið. En þá snýst gagnrýni beggja
aðila augljóslega ekki um nein
grundvallaratriði í blaðamennsku
og er farin að bera keim af því að
ekki sé sama Jón og séra Jón.
ÞAD ER RÉTT AÐ TAKA SKÝRT FRAM í
lokin að okkur þótti þessi Júutí við-
talsins við Róbert Marshall átakan-
legur og á sinn hátt næstum „falleg"
frásögn. Við hefðum alls ekkert haft
á móti því að birta þetta í okkar
blaði. Við erum ekki að nefna þetta
vegna þess að okkur þykir eitthvað
athugavert við viðtalið. En þá viljum
við líka verið lausir við hræsnisfulla
gagnrýni vegna vinnubragða okkar
sem hvergi hafa komist í hálfkvistí
við frásögnina um Anthony Mars-
hall.
2: En því erum við að nefna þetta að íþessu sama viðtali
2 Tímarits Morgunblaðsins við formann Biaðamannafé-
® lagsins [...] er að finna miklu „grófara" dæmi um að
t einkalíf og einkahagir nafngreinds einstaklings séu
dregin fram á síðum blaðanna heldur en við höfum
nokkurn tíma leyft okkur.