Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Síða 10
10 MÁNUDACUR 4. OKTÓBER 2004 Fréttír DV Smári Gicsson Smári býr yfir gríðarlegri reynslu. Hann þykir hafa gott pólitískt nefog vinna vel á bak við tjöldin. Hann hefur sterkt bakland sem nær langt út fyrir hans sveitarfélag. Hann er vel lesinn og talinn gríöarlega vandvirkur. Hann þykir sann- gjarn og auðveldur í sam- starfi. Smári er óþolandi mikill diplómat og sagður hafa kastað fyrir róða flestu því sem hann barðist fyrir á yngri árum í staO praktísk- ari atriða. Hann er sagður geta verið stjórnsamur úr hófí fram og stundum erfíð- ur í aO treysta fólki I sam- starfí fyrir verkefnum. Smári heldur meO Crystal Palace. „Smári er þægilegurl samstarfi og einn afokk- ar reyndustu sveitar- stjórnarmönnum og því er mjög gott áðhafa hann méðsérieffiðum málum. Hanrier grlðarlega dipló sem er kostur.Sá sami kostur getur reyndar llka verið galli hjá honum stundum.' GuOný BJötg Hauksdóttir, btcjarfulltrúi FJarðallsta I Fjarðabyggð. „Smári er drengur göður, samviskusamurog um- fram allt með húmorinn ílagi.Góðurfélaglog traustur mjög. Kynnir sér mályfirleitt vel. Gallarnir eru þeir að hann hefur áhuga á meiru en hann hefur vit á, sam- anber knattspyrnuna. Það er kostur og galli um leið hversu lítt tæknilega sinnaður hann er.“ Einar Már Siguröarson, þlngmaður Samfylkingarinnar. m „Hann Smári hefur marga kosti. Hann held- ur með Crystal Palace, sem óhætt er að telja merki um dómgreindar- skort. Klókur pólitlkus og góður skólamaður eru réttnefni á kappann. Hann er góður drengur hann Smári.“ Magnl Krlstjánsson, bæjarfulltrúi sjálf- stæöismanna í Fjaröabyggö. Smári Geirsson er fæddur I Neskaupstað 17 janúar 1951. Hann nam viö Menntaskól- ann á Laugarvatni, Háskóla Islands og Há- skólann í Björgvin. Smári starfar sem kenn- ari við Verkmenntaskóla Austurlands en gegndi þar áður stöðu skólameistara við skólann. Hann erforseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og hefur setið I bæjarstjórn, fyrst I Neskaupstaö en slðan Fjarðabyggð frá árinu 1982. Hann er giftur Marlu Jór- unni Hafsteinsdóttur en þau eiga tvö börn. Fáðu flott munnstykki ^Lyf&heilsa ww w. nícorette ís Júlíus Þorbergsson verslunarmaður í Draumnum við Rauðarárstíg bíður nú vænt- anlega ákæru í kjölfar húsleitar lögreglu á fjórum stöðum í Reykjavík um helgina. Júlli í Draumnum segist vera látinn liða fyrir góðmennsku sína í garð útigangs- fólks og vísar því alfarið á bug að hann hafi óhreint mjöl í pokahorninu. „Þetta voru bara djöfulsins bölvuð læti, það er lítið annað hægt um þetta að segja annað en að ég ætla að kæra þetta," sagði Júlí- us verslunarmaður í versluninni Draumnum við Rauðarárstíg en lögregla gerði á föstudagskvöld húsleit í versluninni þar sem lagt var hald á áfengi, sígarettur, lyf og kjötvörur. En auk þess að gera húsleit í verslun Júlíusar var gerð húsleit á heimili hans við Heið- arás, á bónstöð hans og á heimili kærustu Júlla við Skúlagötu. Verslunin umdeilda Nágrannar hafa lengi haft horn Is/ðu Júlla og verslunar hans vegna viðskiptavina hans sem oftar en ekki eru ofdrykkjumenn sem fá kardimommudropana slna hjájúlla. „Þetta eru ekkert annað en of- sóknir af hálfu lögreglu," sagði Júlli í Draumnum í samtali við DV í gær- morgun. „Það er greinilega einhver sem er eitthvað illa við mig sem hefur logið einhverju í þá og þess vegna er þessi rassía gerð nú,“ segir Júlli, sem segir ekkert óhreint i sínu pokahomi. Sökuðu soninn um dópsölu Júlíus segir lögreglu hafa komið í búð sína um klukkan fjögur síðdegis á föstudag og þá sakað son hans sem er að vinna hjá honum um að hafa selt kannabisefni til viðskiptavinar verslunarinnar. „Hann hafði afgreitt einhvern strák um sígarettur og lögreglan full- yrti við hann að hann hefði selt hon- um hass eða eitthvað álíka, sem er auðvitað bara þvæla og ekkert sem lögreglan gat staðið við," segir Júlli, eins og Júlíus er jafnan kallaður. Fljótlega eftir að sonur hans kom til baka úr yfirheyrslum frá lögreglu mættu fulitrúar frá tollinum á vett- vang með húsleitarheimild og hófu að sögn Júlla að róta öllu og tæta. „Þeir fúndu héma 25 neftóbaks- dósir sem ég á sjálfur enda fæ ég mér annað slagið í nefið,“ segir hann en fljótlega komu svo starfsmenn heil- brigðiseftirlits líka á vettvang og hófu að kanna vömr í búðinni. „Þeir fundu hér eitthvað af út- mnninni matvöm sem mestmegnis var hér á bak við, eins og mjólk sem Samsalan tekur til baka ef ekki selst fyrir dagsetningu," segir hann. Líður fyrir vinskap við úti- gangsmenn Lögregla gerði einnig húsleit á heimili kæmstu Júlla við Skúlagötu. Þar var lagt hald á tölvu og kvik- myndavél sem Júili sver að sé sín eign. „Þeir iögðu hald á hluti eins og borvél sem ég keypti dýrum dómum fyrir nokkrum ámm, fartölvuna mína, kvikmyndavél sem ég á og kjöt sem ég geymdi hér í frysti en seldi ekki. Sömu sögu er að segja af riffil- skotum sem ég hafði geymt hér á bak við í búðinni, ég hef öll leyfi fyrir þeim. Þessi lyf sem lögreglan lætur hafa efdr sér í fjölmiðlum að hafi fundist hér var einn apótekarapoki sem einhver hafði gleymt hér og ég geymdi, það er nú allt og sumt,“ seg- ir verslunareigandinn, sem eyddi að- faranótt laugardags í yfirheyrslum hjá lögreglu. Að gefast upp Aðspurður um hvort ekki væri rétt sem fram hefði komið að lagt hefði verið hald á áfengi í verslun- inni sagði Júlli: „Þeir tóku hér rauð- vínsflösku, eina konfak og bjór- kassa, en þetta átti ég allt sjálfur og hafði átt lengi. Ég hlýt nú að mega geyma hér annað á bak við en það sem er selt hér,“ spyr Júh'us. „Þeir voru nú svo áfjáðir í að leggja hald á allan fjandann hér að þeir tóku meira að segja sígarettur sem ég keypti í Ríkinu og má því selja en þær voru í nýjum pakkningum og því töldu þeir að um eitthvert smygl væri að ræða," segir hann og full- yrðir að eyða hafi þurft lunganum úr laugardeginum í að taka til eftir heimsókn lögreglunnar. Verslunin hafi einnig verið lokuð í langan tíma auk þess sem Júlli telur að háar fjár- sektir geti riðið verslun hans að fullu. „Ég er að gefast upp á því hvemig þetta samfélag er farið að virka og þetta verður mér dýrt. Svona h'til fyrirtæki þola ekki svona áfall. Kannski er ég bara of góður," segir verslunarmaðurinn umdeildi sem rekið hefur verslun sína í 16 ár f miðbæ Reykjavíkur. heigi@dv.is Ekkert einelti í garð Draumsins, segir Geir Jón Kærastan fákk áfall þegar lögga leitaði „Ég ætla að kæra þetta á morgun, enda skil ég ekki hvers vegna í ósköpunum Geir Jón Þórisson grun liggja að baki hús- ieitunum I Draumnum og á heimilum I bænum. Segir aö lagt hafi verið hald á áfengi og tóbak sem grunur leiki á að sé smyglað. Segir ákæru að öllum llkindum verða birtaJúlíusiá næstunni. þeir komu hingað og sneru öllu við,“ segir Inga, kærasta Júlla, sem sagðist hafa fengið hálfgert áfall þegar hópur lögreglumanna birtist heima hjá henni með heimild frá Gretu Baldursdóttur héraðsdóma um að leita mætti í híbýlum hennar. „Þeir fóru í allt hérna," segir Inga og auðheyrt er að henni er brugðið. „Þeir fóru í veskið mitt og hreinan þvott sem ég ætlaði að fara að strauja," segir Inga. Hún segir lög- reglu hafa gefið henni þær skýringar á leitinni að verið væri að leita að þýfi. Inga segir ekkert slíkt vera heima hjá sér. Hún sagðist jafiiframt hafa þurft að taka allt til og þrífa eftir atgang lögreglu í íbúð sinni, sem lögregla heimsótti að sögn vegna vinskapar hennar við Júlla, sem er kærasti hennar og hefur verið um nokkurt skeið. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir tilefni húsleitarinnar vera grunsemdir um að Júlíus væri að selja ólöglegan varning og í því skyni hafi áður verið farið í verslun- ina við svipaðar aðstæður. í þvottinum „Við fundum þarna ólöglegan varning," segir Geir Jón, sem segir að þar hafi verið um að ræða tóbak og áfengi auk þess sem verslunin hafi verið innsigluð af heilbrigðis- eftirliti. „Það er verið að ganga frá málinu og ákæra verður líklega gef- in út í framhaldinu," sagði Geir Jón, sem vísar því alfarið á bug að um einelti hafi verið að ræða af hálfu lögreglu eins og Júlíus heldur fram. „Þetta er ekki einelti en rökstuddur grunur liggur að baki þessum hús- leitum enda vitum við að nágrönn- um hefur blöskrað það sem þarna gerist," sagði Geir Jón Þórisson yfir- lögregluþjónn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.